Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 17 ERLENT Stjórn Jeltsíns hélt velli RÚSSNESKA stjórnin stóðst vantraust á þingi í gær er að- eins 194 þingmenn af 450 greiddu vantrauststillögu at- kvæði sitt. Andvígir tillögunni voru 54 þingmenn, 55 sátu hjá en 147 voru íjarstaddir. Þegar úrslitin lágu fyrir sagði Víktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra að hleypa þyrfti nýju lífi í umbótastefnuna. Félagi úr Bændaflokknum, sem hlynntur er kommúnistum, tók óvænt við embætti landbúnaðarráðherra í gær. Olíumengun- in mikil RÚSSNESKUR embættismað- ur viðurkenndi í gær, að olíulek- inn í Komi-sjálfstjómarlýðveld- inu gæti valdið alvarlegum skaða á umhverfinu. Sagði hann, að olía hefði þó ekki bor- ist í Petsjora-fljót, sem rennur í Barentshaf. Alexander Shúv- al, talsmaður rússneska um- hverfisráðuneytisins, sagði, að mengunin væri mjög alvarleg en ítrekaði fullyrðingar Rússa um, að 14.000 tonn af olíu hefðu lekið út en ekki 272.000 tonn eins og bandarískt olíufé- lag heldur fram. Gíslarnir líf- látnir? ÁSTRÖLSK stjórnvöld kröfðust þess í gær að morðingjar þriggja vestrænna ferðamanna í Kambódíu yrðu dregnir fyrir rétt, reyndust fregnir um líflát þeirra á rökum reistar. Rauðir khmerar tóku mennina þijá, Ástrala, Breta og Frakka, í gísl- ingu 26. júlí sl. og hafa engar fregnir af þeim borist frá 29. ágúst. Óstaðfestar fregnir herma að þeir hafi verið teknir af lífí. Olechowski segir af sér PÓLSKI utanríkisráðherrann Andrzej Oleehowski sagði af sér í gær vegna ásakana um að hann hefði brotið lög sem banna opinberum starfsmönnum að þiggja laun fyrir önnur störf. „Dómsmálaráðherrann dró heiðarleika minn í efa og því ákvað ég að segja af mér,“ sagði Olechowski. Bannað að auglýsa leik- föng GRÍSKA viðskiptaráðuneytið bannaði nýlega leikfangaaug- lýsingar í dag- og kvölddags- skrá sjónvarpsstöðva til að vernda veski neytenda. „Tak- mark okkar er að vernda for- eldra, sem mega þola sífellt nauð barnanna um að kaupa leikföng," sagði embættismað- ur í ráðuneytinu. Grísk neyt- endasamtök styðja bannið. Stækkun NATO flýtt? STJÓRN Bills Clintons Banda- ríkjaforseta ráðfærir sig nú við ráðamenn aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins (NATO) um hvernig hraða megi inntöku nokkurra fyrrum leppríkja Sov- étríkjanna í bandalagið. Tillögur um róttækar breytingar á samgöngumálum Bensínverð tvöfaldað og minna fé til vegagerðar London. The Daily Telegraph. MENGUN af völdum aukinnar bíla- og flugumferðar hefur verið mjög til umræðu í Bretlandi og hafa tvær nefndir þingsins, samgöngunefnd og nefnd um mengun lagt til rót- tækar breytingar til að draga úr mengun. Hefur m.a. verið lagt til að verð á bensíni verði tvöfaldað á næstu tíu árum, að ýtt verði undir notkun hvarfakúta, að minna fé verði veitt til vegagerðar og að skattar verði lagðir á eldsneyti fyr- ir flugvélar. Nefnd um mengun, sem skipuð er mörgum af færustu sérfræðing- um Bretlands, skilaði á miðvikudag skýrslu, sem hún hefur unnið að síðustu 2‘A ár. Hvetur hún til harka- legri aðgerða en menn áttu vpn á. í skýrslunni segir að breytingar séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir heilsutjón, umhverfis- og menningarspjöll, sem óhjákvæmi- lega fylgi tvöföldun umferðar, sem spáð er að verði í Bretlandi á næstu 30 árum. Er hvatt til þess að fólk fari ferða sinna á hjóli eða gang- andi eins og kostur sé. Nefndin hvetur til þess að verð á bensíni verði tvöfaldað og að helmingi minna fé verði varið til lagningar nýrra vega. Segir nefndin að Ytt verði undir notkun hvarfakúta ástæða þess að að umferðarþungi hafí aukist, sé fyrst og fremst vegna þess hversu ódýr ferðamáti það sé að aka í bíl. Niðurstöðum mótmælt Metur nefndin kostnað vegna loftslagsbreytinga, há- vaða, slysa og mengunar á 10-18,3 milljarða punda á ári. Hún leggur því til að'því fé, sem skorið verð- _____ ur niður af vegagerð, verði varið til að bæta almenningssamgöngur. Þá er hvatt til þess að skipulag hverfa miðist að því að sem stystar vegalengdir séu á milli íbúðahverfa og verslana og þjónustu. Breska vegagerðin hefur mót- mælt niðurstöðum nefndarinnar harðlega, segir þær hafa slæm áhrif á efnahag og að tillögur hennar muni ekki skila sér í betra umhverfí. Það kom mönnum á óvart hversu harkalega nefndin réðst að flugum- ferð, sem hún segir í meiri aukningu en bí- laumferð. Leggur nefndin til að flugvélaéldsneyti verði skattlagt og Skattar verði lagðir á flug- vélaeldsneyti að reglur um útblástur verði hertar. Samgöngunefnd breska þingsins lýsti fyrr í vikunni yfir miklum áhyggjum vegna hás bensólsinni- halds blýlauss bensíns. Vakti það hörð viðbrögð umhverfis- og sam- gönguráðherra landsins, auk þess sem olíufyrirtækin hafa mótmælt þeim. Hætta meiri en ávinningur í skýrslu nefndarinnar segir að allt bendi til þess að sú hætta, sem heilsu manna séu búin vegna arómatískra kolvatnsefna í bensíni, sé mun meiri en sá ávinningur sem fáist með blýlausu bensíni. Hvetur nefndin til þess að þetta verði rannsakað til fulls og að niður- staðan verði gerð opinber eins fljótt og auðið er. Sagði nefndin greinileg merki um aukna mengun i London á síðustu þremur árum, en John Gummer umhverfismálaráðherra hefur mótmælt þeirri fullyrðingu. Þá telur nefndin að flýta eigi fyrir því að allir bílar séu útbúnir hvarfak- útum, sem nú er skylda á nýjum bílum. Það sé hins vegar galli á kútun- um að þeir nái ekki alltaf að fara í gang á styttri leiðum, þar sem bílvélin hitni ekki nægilega. „Það kemur ekki á óvart að víðtæk samstaða hefur skapast um Ara Edwald sem Julltrúa ungu kynslóðar- innar á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík“ -Guðlaugur Þár Þórðarson Jbrmaður SUS. „Ari Edwald er Jramtíðarþingmaður Jyrir Reykvíkinga. “ -Ámi Sigfússon Ariectwaljdí Z Kosningaskrífstofa Ara Edwcdd er að Hafnarstræíi 7 oger opin alla daga frá 10 til 22. Símar skrifstqfmmar cru: 2 40 25 og 2 40 65. Fax: 240 79

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.