Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR t Móðir okkar, SVAVA BENEDIKTSDÓTTIR, Kolugili, lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. október. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Björnsson, Sigríður Jónasdóttir. t Maðurinn minn, sonur og faðir okkar, ÍSAK ÞÓRIR VIGGÓSSON, Trönuhjalla 3, Kópavogi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. október. Guðrún Arnardóttir, Rebekka ísaksdóttir, Páll ísaksson, Ragnar (saksson. Faðir okkar, BALDUR S. PÁLSSON, sem lést þann 20. október sl., verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 31. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Baldursdóttir, Edda Jóhanna Baldursdóttir, Erna Marín Baldursdóttir. t Konan mín og móðir okkar, ELÍN MARGRÉT JAKOBSDÓTTIR, Hátúni 21, Reykjavik, lést í Landspítalanum 12. október. Jarðarförin hefur farið fram. Gunnar Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir. t Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi, JÓN GUÐJÓNSSON bifvélavirki, Engjavegi 14, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 29. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Guðrún Pétursdóttir, synir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, JÓNASÍNU TÓMASDÓTTUR frá Miðhóli, Sléttuhlíð, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 28. október, kl. 15.00. Hreinn Sveinsson, Tómas Sveinsson. t Eiginkona mfn, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, PETREA GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsett frá Betel, Vestmannaeyj- um, laugardaginn 29. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Trúboðssjóðinn Petra. Fannberg Jóhannsson, Erna Fannbergsdóttir, Bragi Fannbergsson, Jóna Benediktsdóttir, Jónina Fannbergsdóttir, Freydis Fannbergsdóttir, Júlíus Sveinsson, Emilia Fannbergsdóttir, Ægir Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. VALBORG GÍSLADÓTTIR FLODERUS + Valborg (Bíbí) Gísladóttir Floderus var fædd á Kroppi í Eyjafirði hinn 26. maí 1927. Hún • fórst þegar ferjan Estonia sökk í Eystrasalti aðfara- nótt 28. september siðastliðins. For- eldrar Bíbiar voru hjónin Rósa Davíðs- dóttir, f. 11. mars 1902 á Kroppi, d. 1. mars 1981 í Upp- söluin i Svíþjóð, og Gisli Arnason, f. 24. júli 1903 á Kussungsstöðum i Hvalvatnsfirði, d. 22. júlí 1971 á Akureyri. Bíbí var eina barn þeirra hjóna. Hinn 11. apríl 1948 gekk Bibí að eiga Björn Mathias (Mats) Floderus, f. 28. október 1924 í Pajala í Svíþjóð, d. í Uppsölum 29. desember 1971. Mats var fíl. cand. í sögu og stjórnmálavísindum. Böm Mats og Bíbíar eru. 1) Anna Rósa Ingalill, f. 1948 í Uppsöl- um, félagsráðgjafi við Akade- miska sjúkrahúsið í Uppsölum, hennar maki er Hans Erik Hag- berg, f. 1951 i Upp- sölum, dr. med. og krabbameinssér- fræðingur við Aka- demiska sjúkrahús- ið og eiga þau þrjú börn, Erik Niklas, f. 1977, David Steff- an, f. 1979, og Ase Gunnilla, f. 1981. 2) Ulla María, f. 1950, læknir í Lundi, sér- greinar kvensjúk- dómar og skurð- lækningar við Há- skólasjúkrahúsið í Lundi, hún er ógift. 3) Mats Thorbjöm, f. 21. ágúst 1959, tölvufræðingur hjá SAS-flugfélaginu. Eigin- kona hans er Anna Charlotta, f. 1965, viðskiptafræðingur. Bíbi útskrifaðist sem gagn- fræðingur frá MA 1944. Hún starfaði við simstöð Akureyrar þar til hún fór til Svíþjóðar á húsmæðraskóla i Uppsölum 1946. Kveðjuathöfn um Val- borgu fer fram í Dómkirkjunni í Uppsölum í dag. EKKI datt mér í hug þegar ég tal- aði við vinkonu mína fyrir nokkrum vikum að þetta yrði okkar síðasta samtal. Að þessu sinni var hvatinn að símtalinu nýloknar kosningar þar í landi þegar Karl Bildt féll sem forsætisráðherra og ég mátti til með að hringja til að stríða Bíbí lítillega. Moderatana var jú hennar flokkur. Hún hafði starfað ötullega fyrir þann flokk í mörg ár. Sat í stjórn Gamla Uppsala og hafði gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. í þessu samtali sagð- ist hún reyndar vera hætt að starfa í pólitíkinni og nú ætlaði hún að láta garnalan draum rætast að koma til íslands í langt frí næsta sumar. Við lögðum á ráðin, nú yrði gaman að lifa, við gætum Ld. farið til Akureyrar á gamlar slóðir og margt annað. En engin veit sína ævina fyrr en öll er. Ég hugsa til baka. Okkar kynni hófust þegar þið Gullí komuð út til Uppsala haustið 1946. Marta og ég vorum þar fyrir ásamt fieiri Is- lendingum. Þetta var góður hópur og héldum við mikið saman og oft var glatt á hjalla. Öll vorum við ung og áhyggjulaus. Um jólin 1946 fór hópurinn í skíðaferðalag til Noregs. Marta, Gullý og ég urðum eftir í Noregi en Bíbí fór aftur til Upp- sala, hún hafði hitt ungan stúdent sem seinna átti eftir að verða henn- ar lífsförunautur. Leiðir okkar skildu að sinni. Bíbí og Mats stofn- uðu heimili í Svíþjóð og áttu sín böm. Við endumýjuðum kynni okk- ar þegar Bíbí kom sem fararstjóri til íslands í mörg sumur fyrir sænska ferðaskrifstofu. Bíbí starf- aði sem læknaritari á veturna. Sorgin kvaddi dyra hjá Bíbí 1971, en þá missti hún föður sinn og eigin- mann. Þau Mats vora að flytja í nýju, fallegu íbúðina sína við Itr- ottsgatan þegar hjartað gaf sig og Mats var allur. Eftir lát Mats héldu þær mæðgur Rósa og Bíbí heimili saman í Uppsölum. Bíbí hélt ótrauð áfram eins og hennar var von og vísa. Hún vann sig upp í að verða upplýsingaráðgjafi í lyfjafyrirtæk- inu Pharmacia í Uppsölum. Hún starfaði í mörg ár hjá Pharmacia ásamt því að taka virkan þátt í stjómmálum. Bíbí starfaði einnig í héraðsdómi Uppsala. Árið 1981 fór ég til Uppsala að starfa við sjúkrahús og bjó ég þá hjá Bíbí í þijá mánuði. Þetta er ógleymanlegt sumar. Gestrisnin og hjálpsemin var einstök og mikil gleði ríkti enda var Bíbí kát og skemmtileg manneskja. Það var farið í sumarbústaðinn um helgar þegar færi gafst og þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Þessi sumardvöl mín átti eftir að styrkja vináttuböndin, hún kom nokkrar ferðir til íslands og ég fór í heimsóknir til hennar. Um það leyti þegar Bíbí var að hætta störfum hjá Pharmacia var ég í heimsókn. Haldið var mikið kveðjusamsæti henni til heiðurs og var henni m.a. boðið á konsert og naut ég góðs af. Þar yljaði okkur um hjartarætur söngur Pavarottis og fleiri. Ég fann glöggt á þeirri stundu þann hlýhug og vináttu sem starfsfólkið bar til Bíbíar enda ekki við öðru að búast þegar Bíbí átti í hlut. Hún hafði alltaf verið með eindæmum vinsæl og vinamörg. Við töluðum oft saman í síma t Eiginmaður minn, EINAR VILHELM JENSSON, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju, Höfn Hornarfirði, laugardag- inn 29. október kl. 14.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Edda Hjaltested. Lokað Vegna útfarar MARKÚSAR Á. EINARSSONAR, veðurfræðings, verða skrifstofur Veðurstofu íslands lokaðar frá hádegi í dag, föstudaginn 28. október. og var glaðværðin í hávegum höfð, skiptst á skoðunum um menn og málefni. Nú verða samtölin ekkr fleiri og þeirra sakna ég sárt. Marg- ir hafa beðið mig fyrir kveðju. Eg sendi börnum, tengdabörnum, barnabörnum og ættingjum innileg- ar samúðarkveðjur. Ég enda þessi fátæklegu kveðju- orð til þín með eftirfarandi vísu sem Lagga vinkona mín skrifaði til mín í litla bók er hún gaf mér þegar ég lagði upp í fyrstu Svíþjóðarferð mína árið 1946: Margt er það og margt er það sem minningamar vekur. Þær era það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Elsku Bíbí mín, guð blessi þig og takk fyrir allt. Ingibjörg Agnars. Það var að kvöldi dags sem frétt- in kom í sjónvarpinu, um hið hræði- lega slys. Estonia hafði sokkið á Eystrasalti og það var hringt í mig og mér sagt að hún Bíbí æskuvin- kona mín hefði verið meðal farþega og ekki komist af. Ég ætlaði varla að trúa þessu en enginn fær flúið örlög sín. Hún hét fullu nafni Valborg Gísladóttir Floderus en var alltaf kölluð Bíbí. Hún fæddist á Kroppi í Eyjafirði, og ólst þar upp og á Akureyri. Pabbi hennar og fóstri minn voru bræður og þess vegna fékk ég að vera í sveit hjá þeim í þijú sumur. Þá var hún fimm ára og ég tíu ára. Það var yndislegur tími og lékum við okkur mikið sam- an. Síðan hefur aldrei borið skugga á vináttu okkar. En svo skildu leið- ir, ég fluttist til Reykjavíkur og hún fór á húsmæðraskóla til Svíþjóðar. Þar kynntist hún manni sínum Mathias (Mats) Floderus. Hann var háskólakennari í sögu og stjómmál- um og hinn besti maður. Hann lést í Uppsala árið 1971 svo hún varð ung ekkja með þrjú börn. Þau eru Anna Rósa Ingelill, Ulla María og Mats Thorbjorn, og þijú barnaböm átti hún. Ég átti því láni að fagna að hitta Bíbí oft þó að hún byggi í öðm landi, því að fremur ung gerðist hún leiðsögumaður á sumrin og kom því á hveiju sumri til ís- lands. Þá áttum við marga góða daga, skemmtum okkur og höfðum um margt að tala. Eftir að faðir hennar lést fluttist Rósa móðir hennar til Svíþjóðar og bjó hjá Bíbí til dauðadags. Bíbí var stór og glæsileg kona en ekki var síðri hennar innri mann- eskja. Hún var mjög vel gefin og menntuð, talaði mörg tundumál. Hún var líka alltaf svo kát og glöð, vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hún vann lengi sem ritari hjá lyfjafyrir- tæki, en nú síðast í héraðsdómstóln- um í Uppsölum, þar sem hún vann einnig mikið að bæjarmálum. Ég fór nokkrum sinnum til hennar í heimsókn og síðast í fyrrasumar í tvær vikur. Það voru miklir fagnað- arfundir og þá var nú aldeilis dekr- að við mann. Það átti að sýna manni allt markvert, og svo að vera í ynd- islega sumarbústaðnum hennar. Þaðan á ég margar góðar minning- ar. Hún átti líka mjög fallegt heim- iii og þar var gestrisni í hávegum höfð. Alltaf að hafa eitthvað fínt i matinn og skemmta mér eicthvað. Þetta fannst henni svo ekki nóg heldur leysti hún mann líka út með gjöfum. Svona var hún Bíbí. Ég var að vona að hún kæmi hingað í sum- ar svo ég gæti nú eitthvað gert fyrir hana. En hún hringdi í mig og bauð mér að koma í nýjú íbúðina sína. Það hefði verið gaman en af því gat ekki orðið. Það er lærdómsríkt og mannbæt- andi að hafa kynnst svona góðri konu og átt hana fyrir vinkonu í yfir sextíu ár og þakka ég henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og ógleymanlegar samveru- stundir. Ég sakna hennar sárt, en sárastur er söknuður barna hennar og þeirra fjölskyldna. Þeim sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Drottinn blessi þig, Bíbí min. Elísabet Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.