Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bæjarráð ítrekar andstöðu við greiðslu í Atvinnuleysistryggingasjóð „Móðgun við sveitarfélögin“ Bótakröf- ur vegna bensín- stöðvar AKUREYRARBÆ hafa borist bótakröfur frá 6 húseigendum við Bakkahlíð og Tröllagil vegna skipulagsbreytinga á svæði austan Hlíðarbrautar sunnan Borgarbrautar þar sem fyrirhugað er að veita lóð fyrir bensínstöð. Samtals nema bótakröfurnar 15,5 milljónum króna. Bæjarráð fellst ekki á bótakröfumar. Bæjarráð hefur falið bæjar- lögmanni að leita til mats- nefndar eignarnámsbóta um mat á meintum bótarétti þeirra aðila sem gerðu athugasemdir við skipulagsbreytinguna. Uhlutun á lóð fyrir bensín- stöð á þessum stað sem bæjar- stjórn hafði visað aftur til bæjarráðs var frestað á fund- inum. Dagsprent býður lóð STJÓRN Dagsprents hf. hefur boðið Akureyrarbæ til kaups lóðina Strandgötu 31 og hefur óskað eftir vioræðum við tals- menn bæjarins um málið. Bæjarráð hefur falið bæjar- stjóra að eiga viðræður við stjómarmenn Dagsprents Haraldur Ingi sýnir á Karolínu HARALDUR-Ingi Haraldsson opnar á morgun, laugardaginn 29. október sýningu á nýjum verkum á Café Karolínu á Akureyri. Eigileg opnun fer fram frá kl. 17 til 19. Harald- ur Ingi stundaði myndlist- amám á áranum 1978-1985 í Myndlista og handíðaskóla ís- lands og i Hollandi. Sýningin á Café Karolínu er hans 11 einkasýning. Engin boðskort verða send en allir hjartanlega velkomnir. JAKOB Björnsson bæjarstjóri á Akureyri segir það móðgun við sveitarfélög eins og Akureyri þegar fjármálaráðherra láti að því liggja að sveitarfélögin dragi lappirnar í atvinnumálum þegar þau sýni and- stöðu sína við að greiða 600 milljón- ir króna í Atvinnuleysistrygginga- sjóð. Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær var ítrekuð andstaða við hug- myndir fjármálaráðherra um greiðslur sveitarfélaga í sjóðinn. Samkomulags ekki leitað „Aðalatriðið í þessu máli er að ekki er leitað samkomulags, þetta er sett inn í fjárlög og menn ætla sér að keyra þetta í gegn óháð því að þeir hafa skrifað undir samkomu- lag í fyrra um að ekki væri ætlunin að halda þessu áfram,“ sagði Jakob. „Menn vilja að staðið sé við gerða UMFANGSMIKLAR fram- kvæmdir standa nú yfir við Krossanes en þar á að fylla upp í fjóra hektara lands með um 46 þúsund rúmmetrum af gijóti. Einar Sveinn Ólafsson formaður samninga og gera þá kröfu að orð standi þannig að hægt sé í framtíð- inni að gera samkomulag við ríkis- valdið. Eg tel að þessi framkoma skemmi fyrir því á ýmsum öðrum sviðum og menn missa þá tiltrú sem nauðsynleg er ekki síst milli ríkis og sveitarfélaga. í mínum huga er þetta áhyggjuefni einkum í ljósi þess að á döfinni er viðamikil samn- ingagerð um grunnskólana og til- færslu þeirra yfir til sveitarfélag- anna. Þetta styrkir menn síður en hafnarsfjórnar Akureyrar segir að með þessu sé verið að skapa aðstöðu til að byggja 80 metra viðlegukant við bryggjuna í Krossanesi sem bætir mjög alla aðstöðu þar. Verktaki er Suður- svo í trúnni um að þar verði unnið af heilindum. Skrípaleikur Jakob sagði það þvílíka móðgun við sveitarfélög eins og Akureyri þegar fjármálaráðherra léti að því liggja að sveitarfélög væru að draga lappimar í atvinnumálum og hefðu ekki áhuga á að draga úr atvinnu- leysi. „Það er í raun ótrúlegt að maður sem mér finnst að mörgu i skeleggur og trúverðugur skuli verk hf. sem átti Iægsta tilboð í verkið, eða rúmar 24 milljónir kr. en það eru 70% af kostnaðar- áætlun. Verkinu á að vera lokið í apríl en þá á að hefjast handa við að reka niður stálþil. láta slíkt út úr sér, það hlýtur að vera gert í einhveijum pólitískum tilgangi sem ég botna ekki í,“ sagði bæjarstjóri. Slík ummæli væm ekk- ert annað en móðgun við sveitarfé- lag þar sem menn hefðu verið á kafi upp að öxlum að reyna að klóra sig út úr atvinnuvandanum og lagt í ýmsar aðgerðir mikið fé. Forsvars- menn bæjarins væru tilbúnir til að halda slíku áfram eins og kostur væri á meðan ástandið varði. „Þann- ig að það er að mínu mati óþolandi að menn skuli blása til svona skrípa- leiks,“ sagði Jakob. Hann kvaðst vona að stjórnvöld bæm gæfu til að hverfa frá þessum áformum. „Ég er rétt að vona að ríkisstjórnin hverfí frá þessum fyr- irætlunum og ef uppi em aðrar hugmyndir verði leitað samkomu- lags við sveitarfélögin eða samtök þeirra áður en þeim verður skellt á.“ Hitaveita Dalvíkur 25 ára Tölvustýrð stjórnstöð Dalvík. Morgunblaðið. í TILEFNI af 25 ára afmæli Hita- veitu Dalvíkur er fólki boðið að skoða mannvirki veitunnar að Hamri og þiggja veitingar milli kl. 14 og 17 á morgun, laugardag. Fyrsti áfangi hitaveitunnar var tekinn í notkun 1969 og var þá búið að leggja vatnsleiðslur í 44 hús. Árið eftir var búið að tengja allflest íbúðarhús bæjarins en uppbyggingu dreifikerfísins lauk árið 1979 þegar býlin norðan og sunnan Dalvíkur voru tengd veitunni. Tveir miðlunar- geimar eru að Hamri og er sjálf- rennsli úr þeim inn á dreifikerfið. Aðveituæðin liggur 3ja km leið eftir Hrísmóunum og var upphaflega gerð úr asbeströrum. Árið 1991 var ráðist í endumýjun aðveituæðarinn- ar og lauk því verki árið 1993. Er hún nú öll úr stálrömm. Dugar næstu áratugi Á afmælisárinu hefur verið sett upp tölvustýrð stjórnstöð og viðvör- unarkerfi sem stjómar bæði hita- og vatnsveitunni. Horfur eru á að mannvirki hitaveitunnar geti að óbreyttu dugað næstu áratugina. Fyrsti hitaveitustjóri á Dalvík var Þórir Stefánsson. Þá hafa þeir Guð- mundur Árnason og Siguijón Krist- insson gegnt því starfi. Núverandi hitaveitustjóri er Valur Harðarson. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyllt upp við Krossanes AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.11.94-01.05.95 12.11.94- 12.05.95 kr. 64.431,70 kr. 77.748,90 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. október 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS Bautamenn ósáttir við SVG Afstaða tekin með öðrum aðilanum „OKKUR þykir mjög óeðlilegt að framkvæmdastjóri Sambands veit- inga- og gistihúsa skuli taka ein- dregna afstöðu með annarri hlið málsins, við höfum séð um stóran hluta þeirra veislna sem haldnar hafa verið í íþróttahöllinni og þykir sem framkvæmdastjórinn hafi komið aftan að okkur með yfírlýsingum um að það sé skammsýni að halda slíkar veislur þar,“ sagði Stefán Gunn- laugsson framkvæmdastjóri Bautans um ummæli Ernu Hauksdóttur en nokkrar deilur hafa risið í kjölfar bréfs sem fjórir veitingamenn í bæn- um skrifuðu bæjarstjóra vegna veisluhalda í íþróttahöllinni. Þeir benda á samdrátt í sérhönnuðum veitingahúsum meðan starfsemin blómstri í íþróttahúsum. Stefán sagði að Bautinn hafí lengi verið innan raða SVG og greitt þang- að gjöld, 200 þúsund krónur á ári. Meirihluta ársins sé fyrirtækið að vinna að því að auka viðskipti sín en reksturinn byggist upp yfír vetr- armánuðina á þeim hagnaði sem næst að sumrinu. „Við höfum séð um 8 stórar veislur í Höllinni í ár ásamt minni veislum og sjáum ekki rökin fyrir því að aðrir sjái um þær fremur en við. Okkur þykir einkenni- legt ef framkvæmdastjórinn lítur ekki á okkur sem ferðaþjónustufyrir- tæki sem þurfi að lifa af allt árið.“ Hann sagði að meginmálið í vax- andi áhuga fólks á að halda veislur í einkasölum úti í bæ væri að fólk vildi vera út af fyrir sig þegar hópur væri að skemmta sér saman. „Menn hafa engan áhuga á að lenda inn á almennu balli strax að loknu borð- haldi eins og gerist þegar svona skemmtanir eru haldnar á almennum veitingastöðum. Ég veit mörg dæmi þess að fólk í einkasamkvæmum hefur verið mjög óánægt þegar slíkt gerist og það á bæði við um staði hér á Akureyri og í Reykjavík. Okk- ar sjónarmið er að menn eigi að geta valið hvar það heldur sínar veisl- ur, við höfum sem betur fer ekki yfír okkur einhverja „sjömanna- nefnd“ sem ákveður slíkt með tilskip- unum,“ sagði Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.