Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Veisfu o&: greiddir hafa verið rúmir 2,7 milljarðar i vinninga - rúmlega 2,5 milljónir raoa hafa fengið vinning í lottóinu síðan það tók til starfa árið 1986. • - 337 íslendingar hafa fengið milljón eða meira. • - fyrsfi vinningur hefur hæshir orðið naerri 30 miiljónir. - hæsti vinningur sem einsiaklingur hefur hlorið ertæpar 16 milljónir. ¦* • - 40% af sölu hverrar viku fer til vinningshafa. - frá upphafi hafa rúmir 2 milljarðar runnið ril öryrkja og íþrótta- og æskulíðsstarfs. • - fólk á flestum aldri freistar gæfunnar. • - allir vinningar eru greiddir út í beinhörðum peningum. Vertu meb - draumurínn gæti orbib ab veruleika! -landsleikurinnokkar LISTIR Rætur og ris raftónlistar ErkiTíð, tónlistarhátíð þar sem tölvu- og raftón- list verður í hávegum höfð, verður haldin í Reykja- vík um helgina. Orrí Páll Ormarsson kynnti sér tilefnið og dagskrána, auk þess að taka höfunda tónverka og framkvæmdastjóra hátíðarinnar tali. Magnús Blöndal Jóhannsson TÖLVU- og raftónlist verður í brennidepli íslensks listalifs um helg- ina. Tilefnið er tvíþætt; annars vegar 50 ára afmæli lýðveldisins og hins vegar að saga raftónlistar er nánast jafn gömul. Fyrir þessar sakir efna ErkiTónlist sf., Tónlistardeild RÚV og Tónskáldafélag íslands til hátíð- ar, sem nefnist ErkiTíð, á efri hæð Sólons Islandus sem tileinkuð er þessari tegund tónlistar. 36 tónverk eftir 14 íslensk tónskáld verða flutt á sjö tónleikum frá föstudegi til sunnudags. Níu verkanna verða frumflutt. Að sögn Kjartans Ólafssonar, tón- skálds og framkvæmdastjóra hátíð- arinnar, er upphaf raftónlistar miðað við árið 1945 þegar tónlist sem heimamenn nefndu „Musique concrete" kom fram á sjónar- sviðið í París. ís- lendingar hafi á hinn bóginn ekki kynnst þessu tján- ingarformi að nokkru ráði fyrr en rúmum áratug síð- ar. „Hátíðin mun spanna sögu raf- tóniistar allt frá upphafi til dagsins í dag," segir Kjart- an en yngsta verkið sem flutt verður er um þriggja vikna gamalt. Dagskráin verður fjölbreytt því margar bylting- arkenndar aðferðir í tölvu- og raftón- list hafa komið fram á þessari hálfu öld. Kjartan fullyrðir að tölvan gegni stóru hlutverki í starfí tónskálda í dag og gildi þá einu hvort horft sé til raftónlistar eða hefðbundnari tján- ingarforma. Kjartan segir að mörg tónskáld hafi verið varkár þegar þau tóku tölvuna í sína þjónustu enda sé slíkt eðlilegt þegar jafn róttæk tækni sé annars vegar. Nú séu menn hins vegar óðum farnir að færa sig upp á skaftið. „Raftónlist hefur lengi verið hliðargrein hjá íslenskum tón- skáldum en er í dag orðin aðalbú- grein hjá mörgum. Tækin eru orðin mun meðfærilegri þannig að menn þurfa einungis að glíma við tónlistar- leg vandamál í stað tæknivandamála eins og í upphafí." Kjartan bendir ennfremur á, að hagur raf- og tölvutónlistar hafi vænkast mjög síðasta kastið og nú sé svo komið að litið sé á hana sem sjálfsagðan hlut. „íslendingar eru mjög opnir gagnvart nýjungum og virðist þessi tónlist því eiga greiðan aðgang að hlustendum hér á landi." Varð að fara eigin lcidir Magnúsi Blöndal Jóhannssyni, tónskáldi, verður skipað í öndvegi á hátíðinni enda er hann ekki einungis kunnur innan lands sem utan fyrir raftónverk sín heldur jafnframt brautryðjandi á sviði raf- og tölvu- tónlistar á íslandi. Meðal annars verður frumflutt eftir hann glænýtt verk. Magnús komst í kynni við raftón- list á ofanverðum sjötta áratugnum. Kynntist hann þessu nýstárlega tján- ingarformi í tónlist í Vesturheimi hjá kunningja sínum, Edgar Vares og gerðist sporgöngumaður hans. Vares þessi var einn helsti frumkvöðull raf- tónlistar í Bandaríkjunum en þar lagði íslendingurinn ungi stund á hefðbundið tónlistarnám fyrr á ára- tugnum. Magnús hafði þó lokið námi þegar raftónlistin tók að ryðja sér til rúms þar vestra. „Ég hafði tak- mörkuð kynni af raftónlist ytra og varð því að fara eigin leiðir," segir Magnús og lætur hugann reika til áranna í kringum 1960 þegar hann lagði fyrst til atlögu við raftónlist. „Það voru engar tölvur til á þeim tíma þannig að ég varð að notast við hugmyndaflugið, límbandið og skærin. Skilyrðin voru mjög erfið; það var eiginlega ekki hægt að gera þetta." Magnús starfaði á Ríkisút- varpinu á þessum tíma og fékk afnot af úrvinnsluherbergi nokkru þar á bæ til að stunda til- raunir í skjóli nætur. Afrakstur þeirra tilrauna var fyrsta íslenska raftónverkið sem bar nafnið „Sam- Þorkell Sigurbjörnsson Kjartan Ólafsson stirni". „Þessi tónlist mætti engum skilningi í fyrstu," segir tónskáldið. „Fólk hafði ekkert til að tengja hana við og fyrir vikið var umfjöllun gagn- rýnenda fjandsamleg; „Samstirni" var tætt niður." Ekki voru þó allir á sama máli því hinn heimskunni þýski tónlistarmaður Karl-Heinz Stock- hausen komst síðar yfir verkið, hreifst af því, tók það upp á sína arma og notaði meðal annars í kennslu. Þáttur Surtseyjargossins Surtseyjargosið olli straumhvörf- um í umfjöllun um raftónlist hér á landi eða öllu heldur kvikmyndin „Surtur fer sunnan" sem Ósvaldur Knudsen gerði um náttúruhamfar- imar árið 1965. Tónlistin í myndinni var óhefðbundin en hnitmiðuð með tilliti til aðstæðna. Höfundur hennar var Magnús Blöndal Jóhannsson. „Ég samdi tónlistina með náttúru- hamfarirnar í huga og skyndilega gat fólk tengt hana við eitthvað, bæði hljóðrænt og myndrænt." Myndin verður sýnd á hátíðinni um helgina. Að mati Magnúsar hefur orðið bylting í raftónlist á þeim áratugum sem liðnir eru frá því að hann hafði fyrst kynni af þessu tjáningarformi. „Þróunin hefur verið geysilega hröð og vinnubrögðin breyst eftir því. Tónsköpunin verður reyndar alltaf söm við sig en það er miklu auðveld- ara að framkvæma hlutina í dag enda möguleikarnir miklu fleiri." Magnús horfir sérstaklega til tölva í þessu samhengi. Magnús lagði litla rækt við raf- tónlist á árunum 1976-91. Síðustu ár hefur hann þó helgað sig raf- og tölvutónverkum . „Aðstæður eru allt aðrar í dag. Þessi tónlist msetir miklu meiri skilningi." Magnús horfir því björtum augum til framtíðarinnar enda fær hann ekki annað séð en að frjór jarðvegur hafí myndast fyrir raftónlist hér á landi. „Hátíðin bend- ir til þess að mikið af hæfileikafólki sé að fást við raftónlist í dag. Það er engin lognmolla." Heil bygging undir tölvuna Annar brautryðjandi í raftónlist á íslandi er Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld. Hann hafði haft veður af nýstárlegu tjáningarformi í tónlist áður en hann hélt til náms í Illinois í Bandaríkjunum undir lok sjötta áratugarins en kynntist því ekki af eigin raun fyrr en í háskólanum þar vestra. „Háskólinn í Illinois var einn sá fyrsti sem bauð upp á raftónlist sem fag," segir Þorkell sem lét ekki segja sér það tvisvar heldur skráði sig í námskeiðið. Um tveggja ára slceið tók hann síðan þátt í spenn- andi tilraunum á sviði raftónlistar innan veggja skólans. „Háskólinn átti tölvu - sem var sjaldgæft á þeim tíma - en hún var afar ómeð- færileg og lagði undir sig heila bygg- ingu. Kennari minn nýtti sér hana engu að síður til að gera alvöru úr því að nota tölvutækni til að kalla fram tónlist. Það var eins og nýr heimur lykist upp." Þorkell segir að tónlistarmenn hafi verið að leita hóf- anna ^. þessum árum. „Raftónlist varð ekki á al- manna vitorði fyrr en árið 1958 þegar Phillips-fyrirtækið stóð fyrir því að raftónlist var flutt án milligöngu tón- listarmanna á heimssýningunni í Brussel." Að sögn Þorkels voru sárafá tæki til á sokka- bandsárum raftón- listar sem beinlínis voru framleidd í þeim tilgangi að stuðla að tónlistarsköpun. Fyrir vikið hafi raftónsmíðar verið tímafrekar og krafist mikillar klippivinnu. Að sögn Þorkels var það forvitnin sem knúði hann til að kanna mögu- leikana sern raftónlistin hafði upp á að bjóða. „Ég vildi kynnast þessum heimi en þetta var bara eitt áhuga- svið hjá mér." Þegar tónskáldið sneri heim í upphafi sjöunda áratugarins voru skilyrðin til að fást við raftón- list á íslandi ekki upp á marga fiska. „Maður hefði þurft að vera með ann- an fótinn í útlöndum hefði maður ætlað að sinna þessu af einhverju viti. Það var því eiginlega sjálfgefið að þetta yrði bara „innan sviga" hjá mér." Þorkell spreytti sig þó á raftón- smíðum á sjöunda áratugnum önd- verðum. „Ef tekið er mið af tækn- inni í dag voru þessi verk afar frum- stæð." Úreltist á þremur árum Tækninni hefur fleygt fram frá því að Þorkell og Magnús komust fyrst í kynni við raftónlist fyrir meira en þremur áratugum síðan. „Tölvur og tæki eru orðin miklu meðfæri- legri og vinalegri í dag," segir Þor- kell. „Eg var töluvert viðloðandi raf- tónlist á áttunda áratugnum og á þeim tíma tók því ekki að setja upp fullkomið hljóðver hér á landi því það hefði úrelst á þremur árum. Það hentaði íslenskum tónskáldum því miklu betur að reyna fyrir sér þar sem tæknin var best á hverjum tíma erlendis." „Þessar öru tækniframfarir bjóða svo sannarlega upp á spennandi möguleika í raftónlist í framtíðinni," segir Þorkell. „Tölvur eru orðnar al- menningseign og því byrja fáir á grunni núorðið. Þó koma alltaf fram sérvitringar sem fínna nýjar leiðir og gera um leið allt annað úrelt. Eina þankastrikið sem hægt er að setja í þessu sambandi er við iðnað- inn sjálfan; því voldugri sem hann verður því meiri áhrif hefur hann."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.