Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 52
MewU£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Baldvin Þorsteinsson með 6.000 tonn ■;!r jm * 1 * Aflaverðmæti 412 milljónir Mestur gróði í rækju og loðnu AFKOMA í útgerð er mjög mismunandi eftir útgerðarflokkum. Á síðasta ári voru ísfisktogarar reknir með 3% tapi af tekjum, hagnaður frystiskipa var 11%, 5% tap var af rekstri báta og loðnuskip voru áætluð með 10% hagnað. í ár er áætlað að botnfískveiðar séu alls reknar með 1,5% hagn- aði miðað við áætlaðan afla þessa árs, en á næsta ári verði innan við 1% tap á útgerðinni. Jóhann vann Hannes JÓHANN Hjartarson vann Hannes Hlífar Stefánsson í úrslitakeppninni um íslands- meistaratitilinn í skák, sem fram fer í Vestmannaeyjum. Skákin varð 55 leikir. Jóhann stýrði hvítu mönnunum. Jóhann efstur Jóhann er nú efstur í keppninni með tvo vinninga. Hannes Hlífar er með einn og hálfan vinning og Helgi Ólafsson er með hálfan vinn- ing. í dag keppa Hannes Hlíf- ar og Helgi. Hannes verður með hvítt. Keppninni lýkur svo á morgun með skák Helga og Jóhanns. Helgi verður með hvítt. FRYSTITOGARINN Baldvin Þorsteinsson EA 10 er þrefaldur methafi meðal togara fyrstu átta mánuði ársins. Hann fiskaði alls rúm 6.000 tonn að verðmæti 412 milljónir króna og var með 27,5 tonn á úthaldsdag. Megnið af þessum afla er tekið utan land- helgi, ýmist á Reykjaneshrygg eða í Barentshafi. Baldvin er með um 1.500 tonnum meiri afla en sá,sem næst kemur. Ásbjörn RE 50, ísfisktogari, aðeins 442 tonn að stærð, fiskaði alls 4.127 tonn og var með 20 _ tonn á úthaldsdag. Guðbjörg ÍS 46 var með mesta aflaver ðmæti isfísktogara það sem af er árinu, 240 milljónir króna, en afli henn- ar var alls 2.600 tonn. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings LIÚ á aðalfundi sam- takanna í gær. Þar kom ennfremur fram, að hagnaður frystingar og söltunar hafi verið tæpt 1% á síð- asta ári, en á þessu ári sé gert ráð fyrir 3%. Veiðar og vinnsla á rækju er nú talin vera með 13% hagnað af tekjum og horfur eru góðar áfram á næsta ári. Loðnuveiði og vinnsla er nú talin vera með 14% hreinan hagnað af tekjum og því spáð að útlitið verði svipað á næsta ári. í heild er sjávarútvegurinn rekinn með 2% hagnaði, það stefnir hins vegar í það að hagnaðurinn verði aðeins 1% á því næsta. „Afkomumunur útgerða stafar að sjálfsögðu af mismunandi að- stöðu, svo sem til að veiða aðrar tegundir en þorsk, til dæmis úthafs- karfa, þorskveiðar í Barentshafi, rækjuveiðar, síldveiðar úr norsk- íslenzka stofninum og loðnufrysti- getu. Þá hefur verðfall á ísfiskmark- aði í Englandi og sérstakt kvótaálag á slíkan útflutning valdið bátaút- gerðarmönnum við suðurströndina miklum erfiðleikum. Einnig skilur á milli aðila sem hafa viðunandi íjár- hagslega stöðu og þeirra sem ekki hafa nógu hátt hlutfall eigin fjár í rekstrinum," sagði Sveinn Hjörtur. ■ Aðalfundur LÍÚ/10 Unglingar í Austurbæjarskóla Dönskubækur ekki á lausu Kvóti skólans hjá N ámsgagnastofn- un fullnýttur TUGIR dönskunemenda í Austur- bæjarskólanum hafa ekki fengið ’ kénnslubækur í greininni því kvóti skólans hjá Námsgagnastofnun er fullnýttur. Alfreð Eyjólfsson, skóla- stjóri, segir að verið sé að safna saman afgangsnámsbókum til að skila inn til stofnunarinnar í skiptum fyrir kvóta til bókakaupanna. Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður Námsgagnastofnunar, segir að skól- ar ættu að vita að hveiju þeir gengju í margra ára kvótakerfi. Alltaf lentu hins vegar skólar í vandræðum. Alfreð sagði að bókaskorturinn kæmi ekki niður á nemendum. Kenn- ari sæi um að útbúa fjölbreytt verk- efni í tengslum við textabækurnar og uppúr öðrum gögnum, s.s. smá- sagnasöfnum. En væntanlega fengju nemendur afhentar kennslubækur fyrir jól. Einstaka skólar í vandræðum Ásgeir sagði að einstaka skólar lentu í vandræðum. Þeir væru þó ekki fleiri nú en venja væri. Fram kom í samtalinu við Ásgeir að kvótinn byggðist á því efni sem stofnunin hefði til afgreiðslu fyrir skólana í samræmi við fjármagn stofnunarinnar til starfseminnar. Morgunblaðið/Kristinn ÍS kaupa um 30% hlut í Vinnslustöðinni hf. ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. eru um það bil að festa kaup á um 30% hlut í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum, sem er að nafnvirði um 84 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Það eru Bjarni Sighvatsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, og fjöl- m >^ylda hans, sem hyggjast selja ÍS eignarhlut sinn í fyrirtækinu _og eru samningsdrög vel á veg komin. Stjórn ÍS mun væntanlega fjalla um samkomulagsdrögin nú um helgina og taka af- stöðu til þeirra. Áætlað er að skuldastaða fyrirtækisins batni um 400 milljónir króna, þegar endurfjármögnun Vinnslustöðvarinnar er lokið. Ákveðið var á aðal- fundi Vinnslustöðvarinnar fyrir ári að heimila hlutafjáraukningu um 400 milljónir króna. Stefnt er að því að Vinnslustöðin verði skráð á hluta- bréfamarkaði áður en þessu ári er lokið. Umtalsverðar breytingar munu eiga sér stað á viðskiptum Vinnslustöðvarinnar við þessa sölu. Þannig munu ÍS annast alla sölu á afurðum fyrirtækisins og Vinnslustöðin þar af leiðandi hætta í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem Vinnslustöðin á nú 7,8% hlut í. Fer úr SH Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er hlutur Vinnslustöðvarinnar í SH liðlega 150 milljóna króna virði og mun SH þurfa að greiða Vinnslustöðinni út eign sína á tíu árum, eftir að hún segir sig úr Sölumiðstöðinni. Samkvæmt sömu upplýsingum greiðir Vinnslustöðin á milli 40 og 50 milljónir króna á ári í umboðslaun til SH þannig að hér verður um umtalsvert tekj- utap að ræða hjá SH. Frá næstu áramóturh munu Samskip annast nánast alla flutninga fyrir Vinnslustöðina, sem í sumar eignaðist þriggja milljóna króna hlut í Samskipum. Eimskip hefur flutt mikið fyrir Vinnslustöðina, en svo verður ekki eftir áramót. Þó er líklegt að Eimskip flytji áfram út ferskan fisk í gámum fyrir fyrirtækið. Olíufélagið hf. á 17,73% hlut í Vinnslustöð- inni. Olíufélagið selur Vinnslustöðinni alla olíu og verður sá háttur á áfram. ' Vinnslustöðin hefur verið með allar sínar tryggingar hjá Tryggingamiðstöðinni, en búast má við því að sú breyting verði ákveðin á næst- unni, að flytja tryggingarnar yfir til Vátrygg- ingafélags íslands. Lagt í’ann lendingum ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur árla dags til London, en á sunnudag mæta stúlkurnar stöllum sínum frá Englandi í seinni leik lið- anna í Evrópukeppninni. Landsliðskonan Ragna Lóa Stefánsdóttir hafði í nógu að snúast í gærkvöldi, en gaf sér tíma til að líta upp fyrir Morg- unblaðið. Björn Bjartmarz, sambýlismaður hennar, var ekki lieima, en dóttirin Elsa Hrund, sem er 18 mánaða, var afslöppuð þrátt fyrir umstangið og sonurinn Stefán Kári, sem er átta ára, bað mömmu sína að gleyma ekki að kaupa tölvu- leik í Fríhöfninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.