Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ + Markús Ár- mann Einars- son, veðurfræðing- ur, fæddist í Reykjavík 5. mars 1939. Hann lést í Landspítalanum 20. október sl., 55 ára að aldri. Foreldrar hans voru Einar Þorsteinsson, bú- fræðingur og fram- kvæmdasljóri, f. 27.12. 1907 að Langholti í Hraun- gerðishreppi, d. 12.7. 1987, og kona hans Ingibjörg Helgadóttir, f. 2.9. 1905 í Reykjavík, d. 14.4. 1980. Markús var elstur barna þeirra hjóna, en systur hans eru þrjár: Elin, Sigríður og Helga. Eiginkona Markúsar er Hanna Sesselja Hálfdanardóttir, f. 13.11. 1938. Börn þeirra eru þrjú. Elstur er Hálfdan Þórir, verkfræðingur, kvæntur Sól- eyju Indriðadóttur, en börn þeirra eru fjögur, Hanna Ses- selja, Bára Fanney, Árný Þóra og Margrét Rósa. Næstelst barna Markúsar og Hönnu er Ingibjörg, sálfræðingur og VINUR minn og samstarfsmaður Markús Ármann Einarsson veður- fræðingur er látinn langt um aldur fram eftir langa og harða sjúkdóms- baráttu. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík hélt Markús haustið 1959 til náms við Háskólann í Ósló og lauk þar emb- ættisprófí í veðurfræði vorið 1964. Markús var frábær námsmaður og fjallaðj prófritgerð hans um sólgeisl- un á íslandi. Allar götur síðan eða um þriggja áratuga skeið var aðal- starfsvettvangur hans á Veðurstofu íslands. Á árunum 1964-1967 starfaði Markús sem veðurfræðingur á flug- veðurstofu Veðurstofu íslands á Keflavíkurflugvelli. Hann kom svo til starfa í Reykjavík þar sem hann vann í áhaldadeild stofnunarinnar á árunum 1967-1971, en þar var sér- svið hans búveðurfræði. Árin 1971- 1974 var Markús deildarstjóri veð- urfarsdeildar, en frá 1975 hefur hann verið deildarstjóri veðurspá- deildar. Við endurskipulagningu Veðurstofunnar fyrr á þessu ári var Markús ráðinn forstöðumaður þjón- ustusviðs stofnunarinnar, en örlögin hafa nú hagað því svo að hann kem- ur ekki þar til starfa. Markús var mikilhæfur og óvenju atorkusamur starfsmaður og hvar sem hann lagði hönd á plóginn mark- aði hann djúp spor eins og m.a. má sjá af ritstörfum hans. Frá starfi hans sem búveðurfræðings nefni ég ritin „Global radiation in Iceland", 1969, og „Evaporation and potential evapotranspiration in Iceland", 1972. Af sviði veðurfarsfræði má nefna grundvallarritið „Veðurfar á íslandi", 1976, og kafla hans „Cli- mate of Iceland" í ritröðinni „World Survey of Climatology", 1984. Frá árum hans í veðurspádeildinni má t. d. nefna „Könnun á skiptingu ís- lands í veðurspásvæði“, 1978, „Breytileiki og einkenni nokkurra veðurþátta eftir veðurlagi á íslandi", 1983 og „Um gæði úrkomu- og þurrviðrisspáa", 1984. Ritstörf Markúsar voru þó engan veginn bundin við þröngt starfssvið hans hveiju sinni. Um það vitnar t.d. rit- stjóm hans á bókinni „Hafísinn", 1969, kennslubók hans „Veður- fræði“ sem oft hefur verið endur- prentuð, og hið merka og fallega fræðslurit hans „Hvemig viðrar?“, 1989, auk fjölda greina í blöðum og tímaritum um þjóðmál og ýmis veð- urfræðileg efni. Of langt yrði hér upp að telja margháttuð nefndastörf Markúsar fyrir Veðurstofuna og aðra opinbera aðila. Ég læt nægja að nefna setu hans í tækniráði Alþjóðaveðurfræði- kennari, en yngstur barnanna er Ár- mann. Markús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 og hélt þá til náms i veðurfræði við Há- skóiann í Ósló þar sem hann lauk emb- ættisprófi 1964. Hann réðst þá til starfa á Veðurstofu íslands þar sem hann starfaði jafn- an síðan, lengst sem deildarstjóri veðurspádeildar. Hann flutti veðurfregnir í Sjónvarpinu í rúma tvo áratugi. Markús tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. formaður Bandalags háskólamanna 1972-1974. Hann tók og virkan þátt í starfi Fram- sóknarflokksins, átti um árabil sæti í miðsljóm hans og var bæjarfulltrúi flokksins í Hafn- arfirði. Markús sat í rúman áratug í útvarpsráði og var varaformaður þess 1983-1991. Utför hans verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag. stofnunarinnar „Commision for Basic Systems", formennsku hans í starfshópi Rannsóknaráðs ríkisins um fjarkönnun, setu hans í íslensku vatnafræðinefndinni, störf hans í útvarpsráði 1980-1991 og for- mennsku hans í útvarpslaganefnd 1981-1982. í hjáverkum stundaði Markús kennslu í veðurfræði. Framan af var það einkum við menntaskóla og á námskeiðum fyrir flugnema, flug- menn og flugumferðarstjóra, en frá árinu 1974 var hann kennari í veður- fræði og veðurfarsfræði við Háskóla íslands. Markús var mikill eljumaður og fiðla hans hafði marga strengi. Frá störfum hans á sviði félagsmála nefni ég að hann átti um skeið sæti í stjórnum íslendingafélagsins í Ósló, Félags íslenskra náttúrufræðinga og Bandalags háskólamanna. Formað- ur Sambands íslenskra stúdenta er- Iendis var hann 1964-1965, launar- áðs BHM 1967-1969, BHM 1972- 1974 og söngsveitarinnar Fíl- harmoníu 1972-1973. Á sviði stjórnmálanna gekk Mark- ús til liðs við Framsóknarflokkinn og átti sæti í miðstjórn hans á árun- um 1974-1988. Hann var fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykja- neskjördæmi 1979-1983 og í bæjar- stjóm Hafnarfjarðar átti hann sæti á árunum 1978-1986. Kunnastur almenningi var Mark- ús líklega fyrir flutning veðurfregna í Sjónvarpinu sem hann annaðist um rúmlega tveggja áratuga skeið. Minnast má þess að hann flutti einn- ig fjóra fræðsluþætti um veður í Sjónvarpinu og hafa þeir verið gefn- ir út á myndböndum. Ungur að ámm kvæntist Markús Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur sem reyndist honum ákaflega sam- hentur og traustur lífsförunautur. Markús var heimakær fjölskyldu- maður og það hefur verið ánægju- legt að sjá mannvænleg börn þeirra Hönnu vaxa úr grasi og þroskast. Þegar miklir erfiðleikar steðja að reynir mjög á alla fjölskylduna. Með aðdáun hef ég skynjað styrk og stuðning Hönnu og bamanna við Markús í baráttu hans við ofurefli sjúkdóms. Margs er að minnast frá löngum kynnum og góðu samstarfí. Upp í hugann koma m.a. myndir frá náms- og kynnisferð sem við Markús fómm saman til þýsku og hollensku veður- stofanna á árinu 1967, en í slíkum ferðum verða kynni oft náin og mannkostir koma skýrt í ljós. Einna greinilegast skýtur þó upp í huga minn myndum af Markúsi þar sem hann situr við píanóið á gleðistund- um okkar veðurstofumanna og leik- MINNINGAR ur létt og fjörlega af fíngmm fram hvað sem menn vilja heyra, leiðir og stjómar söng. Skarð er nú fýrir skildi á Veður- stofu íslands. Starfsmenn harma lát félaga síns og samstarfsmanns og kveðja hann með söknuði og virð- ingu. Við hjónin minnumst með hlýjum huga vináttu og margra ánægju- stunda með Markúsi og Hönnu og vottum henni og börnum þeirra, tengdadóttur og bamabömum dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Flosi Hrafn Sigurðsson. Einn af máttarstólpum Veður- stofu íslands síðastliðin 30 ár, Mark- ús Á. Einarsson veðurfræðingur, er fallinn frá, langt um aldur fram. Strax að loknu veðurfræðinámi í Noregi 1964 hóf hann störf á Veður- stofunni og starfaði þar óslitið til dauðadags. Fyrst sem veðurfræðing- ur á Keflavíkurflugvelli, síðar sem sérfræðingur í búveðurfræði, þá deildarstjóri veðurfarsdeildar Veður- stofunnar, en frá 1975 sem deildar- stjóri spádeildar. Markús var ham- hleypa til verka, vandvirkur og ná- kvæmur, og dreg ég í efa að þær hafi verið margar stundirnar sem honum féll verk úr hendi. Eftir hann liggja fjölmargar greinar og ritverk á sviði veðurfræðinnar, kennslu- bækur og fræðsluþættir í sjónvarpi og á engan er hallað þótt því sé haldið fram, að hann hafí lagt fram stærri skerf til veðurfræðinnar og veðurþekkingar landsmanna en nokkur annar íslendingur. Hann tók virkan þátt í ýmiss konar félags- störfum og stjórnmálum, kenndi veðurfræði bæði við Háskóla íslands og víðar, annaðist veðurfregnir í rík- issjónvarpinu í rúm 20 ár, sat í út- varpsráði um langt skeið, auk ýmissa annarra starfa. Ég hitti Markús fyrst fyrir 20 árum, þegar ég hafði fengið þá hug- mynd að fara að læra veðurfræði og leitaði til hans um upplýsingar um veðurfræðinám. Tók hann mér ljúflega og hvatti mig eindregið til að hrinda í framkvæmd þessum áformum mínum. Fyrir það er ég honum þakklátur. Þegar ég síðar kynntist Markúsi, einkum eftir að ég hóf störf í veð- urspádeild, reyndi ég hann sem ákveðinn, skipulagðan og rökfastan mann. Þótt skoaðnir okkar væru stundum ólíkar reyndi ég Markús aldrei að öðru en drengskap og mikl- um heiðarleika. Markús barðist langri og hetju- legri baráttu við erfíðan sjúkdóm, sem fyrst lét á sér kræla fyrir 12 árum. Með aðstoð læknavísindanna og miklum baráttuanda tókst honum að hafa betur lengur en oftast ger- ist við þessar aðstæður. En enginn má sköpum renna. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Veðurstofunnar þakka Markúsi fyrir trygga og mikla þjónustu í þrjá ára- tugi. Persónulega þakka ég honum kynnin og samstarfið og votta ást- vinum hans samúð mína. Magnús Jónsson. Leiðir okkar Markúsar Á. Einars- sonar lágu fyrst saman haustið 1955 í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík. Þótt hópurinn væri sund- urleitur og hingað og þangað af landinu hristumst við bærilega sam- an í upphafí þessa fjögorra ára ferðalags til stúdentsprófs. Markús skar sig nokkuð úr hópn- um. Virtist eldri og þroskaðri. Þá var honum það til lista lagt að vera músíkant, snjall píanóleikari sem hélt uppi stemmningu á bekkjarsam- komum og í eftirminnilegum Sels- ferðum. Við stúdentspróf skiljast gjarnan leiðir — um sinn að minnsta kosti. Markús hélt til Noregs, nam þar veðurfræði og kom að því búnu til starfa á Veðurstofu íslands. Aftur lágu leiðir okkar saman hjá nýstofnsettu sjónvarpi þar sem oft gafst tækifæri til að spjalla saman mínúturnar áður en útsending hófst. Sjónvarpsáhorfendur fengu örugg- lega mjög raunsanna mynd af Mark- úsi, enda sjónvarpið óvæginn miðill. Rólegur og yfirvegaður. Frásögn öll og framsetning skýr og skilmerkileg. MARKUS A. EINARSSON Lengst lágu þó leiðir okkar Mark- úsar Á. Einarssonar saman í út- varpsráði eða langt til í áratug. Lengst af vorum við þar sessunautar á fundum ráðsins tvisvar í viku. Mér er ljúft að minnast þess að enda þótt við sætum þar kjörnir fulltrúar sitt hvors flokksins áttum við sam- stöðu um velflest mál og skipti þá engu hvort flokkar okkar áttu sam- fylgd í þjóðmálum á Alþingi eður ei. Andstætt því sem margir halda og einkum þeir sem minnst til þekkja er útvarpsráð nefnilega ekki skipað pólitískum gæslumönnum heldur fólki sem hefur hag stofnunarinnar að leiðarljósi og hefur metnað fyrir hennar hönd. í útvarpsráði var Markús Á. Ein- arsson tillögugóður og glöggur, en gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Það kom alloft í hans hlut að stjórna fundum ráðsins meðan hann gegndi þar varaformennsku og reyndist hann þar sem annars staðar sanngjarn og ærlegur í hví- vetna. Að leiðarlokum eru mér efst í huga góðar minningar um Markús úr menntaskóla jafnt sem samstarfi fullorðinsáranna. Nú hefur fækkað um góðan liðsmann í stúdentaliðinu frá MR 1959, en með okkur geym- ast minningar um góðan dreng. Við skólasystkinin vottum eigin- konu hans og fíölskyldu allri innilega samúð. Guð blessi minningu Markúsar Á. Einarssonar. Eiður Guðnason. Við bekkjarfélagar Markúsar úr menntaskóla minnumst hans hvorki sem íþróttamanns né stjórnmála- manns og þaðan af síður sem fræði- manns. Fyrir okkur var hann fyrst og fremst góður félagi og músikant. Við vorum söngbekkurinn mikli. í skólakómum voru oftast engir úr öðrum bekkjum. X bekkjar kvartett- inn undir stjóm Markúsar var á heimsmælikvarða að okkar mati. „Vita nostra brevis est“ var sung- ið af innlifun. Þetta var auðvitað brandari. Lífíð var rétt að byrja. Markús kom víða við. Hann var orðinn atvinnumaður í tónlist fyrir stúdentspróf. Þá spilaði hann fyrir kvöldverðargesti í Þjóðleikhúskjall- aranum, einum fínasta veitingastað bæjarins, dempaða og kúltíveraða dinnermúsík. Og Markús studdi Ómar fyrstu skrefín sem var ekkert grín, vegna þess hvað Ómar var ólagviss á þessum ámm, nýkominn úr mútum og nýr í skemmtanabrans- anum. Markús var alltaf ómissandi við allt samkomuhald bekkjarfélaganna. Hann og Hanna hafa alltaf verið fastir punktar. En það var ekki fyrr en á 25 ára afmælinu sem Markús varð einn af stelpunum. Við höfðum verið að undirbúa skemmtiatriði fyrir árshá- tíð Kvenstúdentafélagsins og vorum komnar með nokkuð góðan ramma, og enn betra innihald. En það vant- aði bæði stíl og glæsileika. Þetta var allt svolítið kauðslegt þar til við báðum Markús um hjálp. Um leið og hann settist við píanóið og gaf tóninn, féll allt í ljúfa löð. Á sjálfri árshátíðinni varð það skemmtiatriði út af fyrir sig þegar aðrir hátíðargestir voru að uppgötva að „lægða“fræðingurinn úr Sjón- varpinu hefði getað Iétt þessari þjóð lund með tónlistargáfu sinni og glæsilegu spilvérki. Á 30 ára afmælinu sýndi Markús enn eina hlið á sér, þegar við heim- sóttum kirkjuna í Saurbæ á Hval- fíarðarströnd, og hann settist við orgelið. Það er ógleymanlegt. Það kom sem sagt í ljós að hann hafði í laumi verið að æfa sig á kirkjuorg- el og læra á fótspil. Ég er viss um að mér leyfist fyr- ir hönd alls bekkjarins, að þakka fyrir að hafa kynnst góðum manni. Hildur Bjarnadóttir. Laugardagskvöld. Ford-vörubíll- inn hans pabba, módel 1946, rennur Ijúflega upp Hverfísgötubrekkuna í átt að Þjóðleikhúsinu. Þetta er alvég eins og það var fyrir 35 árum, nema hvað við erum orðnir 35 árum eldri. Þetta er skemmtilegt. Við látum spaugsyrðin fljúga og hlökkum til að taka enn eina rispu saman á skemmtun í Leikhúskjallaranum. Við gerðum þetta síðast, að rifía upp gamla góða daga, árið 1983 þegar við fórum á gamla NSU-Prinsinum vestur í Háskólabíó á aldarafmæli Framtíðarinnar, málfundarfélags MR. Þar endurtókum við skemmtiat- riðið sem við fluttum saman 25 árum fyrr, á árshátíð Framtíðarinnar og 75 ára afmæli hennar, 1958. Það snöggsoðna uppátæki tveggja menntaskólastráka var upphafíð á samstarfí okkar og vináttu sem ent- ist alla tíð, þótt leiðir skildu hálfu öðru ári síðar þegar Markús fór til náms í veðurfræði í Noregi og ég varð eftir, undirleikaralaus í bili heima á klakanum. Samstarf okkar, sem stóð frá marz 1958 til vors 1959, var ævintýri tveggja ungiing- spilta sem stukku allt í einu inn í skemmtanabransann og þeystu á gamla vörubílnum hans pabba milli skemmtistaða, á alls fíörutíu skemmtanir á útmánuðum 1959. Það var ekki hægt að hugsa sér betri félaga en Markús, svo ljúfan og skemmtilegan; alltaf sallarólegur og pottþéttur í undirspilinu. Hann hafði léttan áslátt og þýðan stíl, sem endurspeglaði persónuleika manns- ins sem sló á nóturnar. Það var margt brallað á þessum mestu ævintýradögum, sem við höfðum lifað fram að því, og orðin skuggi, vandamál eða leiðindi voru ekki til í orðaforða okkar, hvað þá að það hallaði nokkum tíma orðinu á milli okkar. Hann var gull að manni, greindur og glaðlyndur og lífið og lífsstarfið blasti við honum. Ég lít á þennan aldavin minn þar sem hann situr við hlið mér í bílnum á leið upp Hverfísgötubrekkuna, rétt eins og fyrir 35 árum. Mikið er gam- an að rifía þetta enn einu sinni upp. Það eru rétt tíu ár síðan við gerðum það síðast, á skemmtun í Broadway. Hann lítur ótrúlega vel út, miðað við þann erfiða sjúkdóm sem hann hefur glímt við af mikilli hreysti og þrautseigju í meira en áratug. Ég trúi þessu varla; þetta hlýtur að vera draumur. Nei, þetta er veru- leiki, þetta er svo skýrt. - En það varir aðeins augnablik. Myndin verð- ur óskýrari, og fyrr en varir er ég vaknaður, undrandi og hrærður. Mig hefur aldrei fyrr dreymt svo skýrt látinn mann. Markús lést fyrirtveim- ur dögum og þótt ég frétti það ekki fyrr en daginn eftir, kom hann sterk- lega upp í huga minn á ferð um Vestfirði daginn sem hann dó. Ég ligg stundarkorn og íhuga, hve björt minningin um þennan vin minn var, og hvað þessi sterka tilkoma hans til mín, í dauðanum og eftir hann, segir mikið um þau góðu áhrif sem hann hafði með persónuleika sínum á þá, sem voru svo lánsamir að kynn- ast honum á sama hátt og ég. Fyrir það er ég þakklátur og sendi að- standendum hans og vinum hugheil- ar samúðarkveðjur. Ómar Þ. Ragnarsson. Markús hefur kvatt okkur, þrautagöngu hans er lokið. Mörg ár. „Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti...“ (Sálm. 25,10.) Nei, bíddu hæg! Hví lætur Guð slíkar þjáningar yfír mennina ganga ef allir vegir hans eru elska og trúfesti? Svarið er einfalt fyrir þá sem hafa reynt að skilja boðskap kristinnar trúar. Guð lætur ekki slíkar þjáningar yfír mennina ganga, þær eru ekki frá honum komnar. En hver er hann þá þessi Guð sem við munum öll, hvert og eitt einasta okkar, hrópa á í ör- væntingu þegar ekkert annað er eftir? Kafli í bókinni „Haustdreifar" eftir dr. Sigurbjörn Einarsson færir okkur nær sannleikanum um það. Hann heitir „Sorgin og Guð“. Hug- leiðingar dr. Sigurbjarnar eru vel til þess fallnar að dýpka skilning manna á kristinni trú. Þær eru ómet- anlegt framlag sem gerir allan lestur Bíblíunnar auðveldari. Ég hafði ekki hugsað mér að rekja ættir Markúsar vinar míns og ekki ætla ég heldur að þylja upp allar þær nefndir og ráð sem hann hefur setið í eða greinar og rit sem eftir hann liggja. Það gera aðrir betur en ég. Fyrir mér var Markús fyrst og fremst vinnufélagi, einn af öð- lingum Veðurstofunnar. Hann var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.