Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjárvana borg Nýr meirihluti í Reykjavik hefur látið gera úttekt íjárhagsstööu Reykjavíkurborgar. í ljós kemur að staðan er afar siæm og miklu verri en almennt hafði verið búist við. Athyglisvert er að þessi slæma fjárhagsstaða virðist rr Ég er búin að leita í öllum koppum og kyrnum og spyrja Árna og Markús. Það finnst ekki svo mikið sem túskildingur með gati og ef ekki væri gargið í öndunum hérna fyrir utan gluggann gæti ég haldið að ég væri bæjarstjóri í Hafnarfirði, Davíð minn. Fundur um íslenska fornleifafræði Deilt um tengsl sagna og fomleifafræðinnar BJARNI F. Einarsson, fornleifafræðingur, var gagnrýninn á íslenska fornleifafræði í erindi sínu. Við hlið Bjarna sitja Vil- hjálmur Örn Vilhjálmsson, og Þór Magnússon, þjóðminjavörður. STEFNULEYSI er eitt af ein- kennum íslenskrar fornleifa- fræði," sagði Bjarni F. Ein- arsson, fornleifafræðingur, á fundi Sagnfræðinéma í Háskóla íslands en fundurinn bar yfirskriftina, íslensk fomleifafræði er ekki til! Bjarni sagði afar mikilvægt að koma á fót stofnun við Háskóla íslands sem sinnti rannsóknum og kennslu á sviði fornleifafræði. Bjarni sagði að íslensk fornleifa- fræði hefði ekki náð að skapa sér sjálfstæði vegna þess að hún hefði verið of' tengd hinum rituðum heim- ildum. Fornleifafræðingar hefðu lát- ið fornsögurnar ráða of miklu um verkefnaval. Þetta hefði háð grein- inni, en Bjarni er þeirrar skoðunar að íslendingasögurnar séu gagnsiitl- ar sem vitnisburður um sögu þjóðar- innar á 9. og 10. öld. BJARNI sagði að reynsluleysi íslenskrar fornleifafræði væri áberandi. Fyrstu menntuðu íslensku fornleifafræðing- arnir hefðu ekki komið til starfa fyrr en eftir miðja þessa öld. Með ákveðnu rétti mætti halda því fram að íslensk fornleifafræði væri ekki til, þar sem engin kennsla færi fram í greininni, menntun fornleifafræð- ingaværi af skornum skammti og engin eiginleg rannsóknarstofnun væri til. „Þegar hafður er í huga mismunandi bakgrunnur hinna fáu fomleifafræðinga, sem á einn eða annan hátt eru að fást við fræði- störf í þessu skipulagsleysi, er hætta á að útkoman geti aðeins orðið skipulögð vitleysa, einkum vegna þess að farveginn vantar. Þessu verður að mínu viti að breyta. Fram- tíð minjavörslunar allrar er hreinlega í veði,“ sagði Bjarni. Bjarni benti á að. í nýju riti um íslenska sögu, íslenskum söguatlas, styddust höfundar nær eingöngu við rannsóknir sagnfræðinga, en ekki fornleifafræðinga þegar þeir gerðu grein fyrir sögu fyrstu alda Islands- byggðar. Menn vilji frekar leita heimilda í glæstum bókmenntum þjóðarinnar eff að leggja lag sitt við þúfur og þústir. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, sagði að tengsl fornsagnanna og fornleifafræði, sem Bjarni talaði um, væru á margan hátt eðlileg. Forn- sögurnar væru eini grunnurinn sem frumkvöðlar íslenskrar fornleifa- fræði hefðu getað byggt á. Hann sagði að þó íslensk fornleifafræði væri vissulega ung fræðigrein gæti hún svarað spurningum um hvenær íslands byggðist og hvaðan. Þetta gæti greinin gert þó að engar ritað- ar heimildir væru til um upphaf ís- landsbyggðar. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur, sagði að ekki væri ástæða til að gera lítið úr starfí upphafsmanna íslenskrar fornleifa- fræði. Hann benti á að fornleifa- fræðingar væru í dag enn að grafa á sömu slóðum og þeir hefðu byijað að kanna. Menn væru því mjög skammt á veg komnir í rannsóknum á íslenskum fornleifum. * FUNDINUM var ekki komið inn á silfursjóðinn frá Mið- húsum; viðkvæmt deilumál fornleifafræðinga, sem var mjög of- arlega í opinberri umræðu fyrr á þessu ár. Þjóðminjaráð hefur nýlega fjallað um málið og tekið þá ákvörð- un að fá færustu sérfræðinga danska Þjóðminjasafnsins til að gera aldursgreiningarrannsókn á silfrinu. Tveiinur fulltrúum í þjóðminjaráði, Lilju Árnadóttur, safnstjóra á Þjóð- minjasafninu, og Helga Þorlákssyni, lektor við Háskóla íslands, var falið að fylgja málinu eftir fyrir hönd ráðsins. Með rannsókninni er stefnt að því að fá úr því skorið í eitt skipt- ið fyrir öll hversu silfrið er gamallt. Verðkannanir og útboð Reynt að auka hlut innlendra framleiðenda Árni Sigfússon Arni Sigfússon fyrrverandi borg- arstjóri segir að í marsmánuði síðastliðnum hafi borgarráð samþykkt tillögu hans um að fela sérstökum starfs- hópi endurskoðun á fyrir- komulagi verðkannana og útboða á vegum borgarinn- ar. Þá hafi hann og beitt sér fyrir að fulítrúar sam- taka hönnuða, iðnaðar- manna og verktaka leituðu leiða til að auka hlutdeild innlendra framleiðenda í mannvirkjagerð og viðhaldi í borginni. Það er að mínu frum- kvæði sem endurskoðun á fyrirkomulagi útboða og verðkannana hefur farið fram og ýmsir þættir þess eru að líta dagsins ljós,“ sagði Árni.„Undanfarinn var að ég beitti mér fyrir viðræðum við fulltrúa samtaka hönnuða, verktaka og iðnaðarmanna í borginni um leiðir til að auka hlut innlendra framleið- enda í mannvirkjagerð og viðhaldi í borginni." - Hver var niðurstaðan? „Það var í apríl síðastliðnum, sem ég átti fund með hönnuðum, verktökum og iðnaðarmönnum í byggingariðnaði," sagði Ámi. „Við ákváðum í framhaldi fundarins að skila inn ábendingum um það sem mikilvægast væri að rækta í sam- starfí við borgaryfirvöld til þess að tryggja hlut innlendrar framleiðslu. í samantekt sem ég gerði um niður- stöðu fundarins og þau erindi, sem bárust var ákveðið að stofna sér- staka samstarfsnefnd sem fjallaði um leiðir til að auka innlenda fram- leiðslu. Þar voru tilnefndir borgar- verkfræðingur, forstöðumaður byggingardeiidar borgarverkfræð- ings og síðan einn fulltrúi frá Sam- tökum iðnaðarins, einn frá laun- þegafélögunum og einn frá félög- um hönnuða. Hlutverk þessarar nefndar er að fylgjast með einstök- um framkvæmdum á vegum borg- arinnar. Koma. með tillögur og ábendingar eftir því sem tilefni gefst í tengslum við hönnun, útboð- slýsingar, framkvæmdatíma og fleira,“ sagði Árni. - Hvað með framhaldið? „Ég taldi og tel mjög mikilvægt að tekin verði upp langtímaáætl- anagerð þannig að verktakar í borginni geti betur gert sér grein fyrir þeim verkum sem framundan eru og irbúið verkin. kvæmt að Ijalla um hiut innlendrar fram- leiðslu í mannvirkjagerð þó ekki sé nema vegna alþjóðasamninga. Þess vegna þarf að huga vel að því hvers konar ákvarðanir eru teknar. Það hlýtur að vera mjög mikilvægt að ákvarðanir séu tekn- ar með það í huga að innlendum framleiðendum gefist tækifæri til að búa sig sem best undir það sem framundan er,“ sagði hann. - Hvernig stendur þetta starf núna? „Einn angi af þessu samstarfi sem reyndar var kominn á fyrr, er ákvörðun um að efna til sam- starfs um þróun, kynningu og hönnun og Ioks útboð á smíði inn- réttinga í íbúðir í eigu Reykjavík- urborgar," sagði Árni. „Eftir að ljóst er að vilji borgarinnar er að auka hlut innlendrar framleiðslu með markvissum hætti þá er mjög ► ÁRNI Sigfússon fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands, er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykja- víkur og fyrrverandi borgar- stjóri. Arni er fæddur 30. júlí 1956. Hann er stjórnsýslufræð- ingur að mennt. Árni hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 1986. Hann er kvænt- ur Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi og þau eiga fjögur börn. mikilvægt að endurskoða fyrir- komulag á verðkönnunum og út- boðum hjá borgarsjóði og fyrir- tækjum borgarinnar. Það var í framhaldi af þessari undirbúnings- vinnu sem ég lagði til við borgar- ráð í mars að sú endurskoðun færi fram og var það í verkahring borgarverkfræðings, forstjóra inn- kaupastofnunar, rafveitustjóra og framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar. Þessari endur- skoðun átti að ljúka sex mánuðum síðar, eða um síðustu mánaðamót. Þessari vinnu er ekki lokið og stendur hún enn yfir en jafnframt hafa aðrar stofnanir eins og Inn- kaupastofnun komið inn í umræð- una og sýnt málinu aukinn áhuga. Það sem kemur fram í þeim upp- lýsingum sem við höfum nú þeg- ar, er fyrst og fremst að ýmis verkefni má skoða betur og meta hvort leggja eigi í útboð.“ Árni sagði að fara yrði varlega í að alhæfa og halda því fram að allar framkvæmdir og öll viðhalds- verkefni á vegum borgarinnar ættu að fara í útboð. „Það 'er kunnáttuleysi ef menn halda því fram,“ sagði hann. „Það er ljóst að ýmis viðhaldsverkefni hjá stofnun- um í dreifikerfi og víðar kalla á skyndilausnir sem ekki eru innan útboðsramma. Alla vega ekki sem stórverkefni. Þannig á eftir að greina milli stærri og minni fram- kvæmda og þeirra, sem æskilegt er að bjóða út og leggja mat á þær upplýsingar sem fyrir liggja. Mér finnst að þegar hlaupið er fram og lýst yfir stórum upphæð- um hundruðum milljóna sem ekki fari í útboð þá er eins og sé verið að gefa til kynna að um alla upp- hæðina sé að ræða sem sé þar með verulega athugaverð. Svo er alls ekki. Það kann að vera að svo sé um einstaka liði sem mér þykir ekki ólíklegt og að menn vilji endurskoða þá og undirbúa betur en það er frekar undantekning heldur en reglan,“ sagði Árni. und- Ymis verkefni sig betur fynr kalla á skyndi- Það er við- lausnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.