Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 15 VIÐSKIPTI VÖRUSKIPT VIÐ Um 17 milljarða afgangur í vöruskiptum fyrstu 8 mánuðina Verðmætí útflutnings jókstum 13% VÖRUR fyrir 82,1 milljarð króna voru fluttar út fyrstu níu mánuði þessa árs og á sama tímabili nam innflutningur 65,2 milljörðum króna fob. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 16,9 milljörðum, en eftir fyrstu níu mánuðina 1993 nam vöruskiptaafgangur 9,8 milljörðum á föstu gengi. í tilkynningu frá Hagstofu íslands kemur fram að miðað er við meðalgengi á viðskiptavog; á þann mælikvarða hafi meðalverð erlends gjaldeyris í janúar til september 1994 verið 6,3% hærra en árið áður. Verðmæti vöruút- og innflutnings í jan.-sept. 1993 og 1994 1993 (fob virði í milljónum króna) jan.-sept. jan.-sept föstú gengi* Útflutningur alls (fob) 68.179,8 82.083,8 13,3 Sjávarafurðir 54.697,3 64.424,5 10,8 Ál 5.784,4 7.923,3 28,9 Kfsiljárn 1.945,9 1.742.4 -15,8 Skip og flugvélar 406,5 876,5 Annað 5.345,7 7.117,1 25,2 Innflutningur alls (fob) 58.985,3 65.217,9 4,0 Sérstakar fjárfestingarvörur 1.237,0 2.095,7 59,4 Skip 766,6 1.951,0 Flugvélar 174,3 105,3 Landsvirkjun 296,1 39,4 77/ stóriðju 3.587,5 3.676,9 -3,6 íslenska álfélagið 3.182,0 3.174,5 -6,1 íslenska járnblendiféiagið 405,5 502,4 16,6 Almennur innflutningur 54.160,8 59.445,3 3,3 Olía 4.559,9 4.670,9 -3,6 Almennur innflutningur án olíu 49.600,9 54.774,4 3,9 Vöruskiptajöfnuður 9.194,5 16.865,9 Án viðskipta íslenska álfélagsins 6.592,1 12.117,1 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska jámblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 5.882,2 12.096,3 • Miðaö er við meöalgengi á viðskiptavog; ljaa*sept. 1994 en á sama tima ártð áður. Fyrstu níu mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 13% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 78% alls vöruútflutnings og var verð- mæti þeirra 11% meira en á síðasta ári. Verðmæti útflutts áls jókst um 29% en verðmæti kísiljárns var 16% minna en á sama tímabili í fyrra. Innflutningnr Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 4% á föstu gengi fyrstu níu mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Innflutningur sérstakrar fjárfestingaivöru; skipa, flugvéla og vöru á vegum Lands- virkjunar, innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til ann- ars. Að þessu liðum frátöldum reynd- ist annar vöruinnflutningur hafa orð- ið 4% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af jókst innflutn- ingur á matvöru og drykkjarvöru um 13%, bílainnflutningur dróst saman um 7%, innflutningur annarr- ar neysluvöru var 2% meiri en á sama tlma' í fyrra en innflutningur annarrar vöru jókst um 4%. í september sl. voru fluttar út vörur fyrir 10,5 milljarða og inn fyrir 7,2 milljarða fob. Vöruskiptin í september voru því hagstæð um 3,3 milljarða, en í september 1993 voru vöruskipti hagstæð um 1,9 milljarða á föstu gengi. Fyrirtæki KÞsnýr tapi í hagnað Húsavík. MILLIUPPGJÖRI Kaupfélags Þingeyinga, Húsavík, fyrir fyrstu 8 mánuði þessa árs er nýlokið. Heild- arvelta á þessu tímabili var tæpar 1.100 milljónir, sem er óveruleg aukning á milli ára. En verulegur afkomubati varð í rekstri félagsins milli ára, því nú er hagnaður félags- ins um 8,3 millj. kr. á nefndu tíma- bili, miðað við 54 milljóna kr. tap á öllu árinu 1993. Kaupfélagsstjórinn Þorgeir B. Hlöðversson segir að nokkur bati sé í flestum þáttum starfseminnar og er hagnaður fyrir fjármagnsliði rúmlega 34 milljónir fyrstu 8 mán- uði þessa árs á móti 21,5 milljóna króna hagnaði allt árið 1993. Nokk- ur lækkun hafi orðið á fjármagns- kostnaði á milli ára og einnig er félagið, það sem af er ári, að mestu laust við ýmis ytri áföll, t.d. af- skrift og niðurfellingu eigna, sem íþyngdi rekstri félagsins verulega árið 1993. „ Vextir talaðir upp “ „HÆKKUNARTILHNEIGING vaxta stafar líklega að töluverðum hluta af misjafnlega vel ígrunduðu umtali um vaxtamál og þeim vænt- ingum sem það hefur mótað. Menn sem mark er á tekið hafa talað þann- ig um vexti, gjaldeyrisforðann og fleiri skyld mál að fólki finnst að eitthvað alvarlegt sé á seyði. Vextir hafa því verið talaðir upp.“ Þetta kemur fram í forystugrein í nýju fréttabréfí Samvinnubréfa Lands- bankans. Rifjuð eru upp rök sem færð hafa verið fyrir vaxtahækkun, þ.e. að vextir víða erlendis hafa hækkað talsvert á árinu. Vaxtabreytingar erlendis hafí meiri áhrif hér á landi en áður vegna opnari ijármagns- markaðar. Þá hafí verið nokkuð fjár- streymi til annarra landa og gengið hafi á gjaldeyrisforðann. Loks ríki óvissa um efnahagsþróunina á næstu mánuðum, einkum verðlagsþróunina, vegna kjarasamninga og kosninga. „Þessi rök eru hins vegar ekki ein- hlít. Margt mælir gegn þeim. Mestu skiptir að um flest virðist ríkja gott jafnvægi í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Engin þenslumerki eru sjáanleg." í fréttabréfinu er rakið hvemig vextir hafa þróast í nokkrum löndum á þessu ári og kemur m.a. fram að Fréttabréf Samvinnu- bréfa Landsbankans gagnrýnir vaxtaumræðuna skammtímabréf ríkissjóðs Bandaríkj- anna hafa hækkað jafnt og þétt frá áramótum úr 3% í rúmlega 5%. Vext- ir hafa einnig hækkað í Svíþjóð og Noregi en þar er hækkunin minni og byrjar ekki fyrr en um og eftir mitt ár. í Þýskalandi lækkuðu vext- irnir hins vegar framan af ári og eru enn lægri en þeir voru í ársbyijun þótt þeir hafi hækkað lítið eitt á síð- ustu mánuðum. Þróunin á íslandi hefur verið áþekk og í Þýskalandi. „Af þessu má sjá að það er rnikil einföldun að halda því fram að vext- ir þróist alls staðar í takt. Munurinn á vaxtaþróun í umræddum löndum stafar einkum af mismunandi fram- vindu efnahagsmála. “ Það er niðurstaða höfundar að vaxtaumræðan að undanförnu hafi verið á villigötum. „Menn hafa talað sig í vandræði. Flest bendir til að halda megi vöxtum í viðunandi horfi á næstu mánuðum ef skynsamlega er á málum haldið. 1 því skyni þurfa menn að halda jafnvægi sínu og líta á staðreyndir málsins." Fjárstreymi til útlanda ekkert áhyggjuefni Það er þó viðurkennt í fréttabréf- inu að töluvert fjárstreymi hafi verið til annarra landa en þetta er þó ekk- ert áhyggjuefni að mati höfundar. „Eða hvað gerir það til þótt íslend- ingar eignist verðbréf erlendis og greiði niður erlendar skuldir á meðan afgangur er á viðskiptajöfnuði og allt er með kyrrum kjörum í þjóðar- búskapnum? Ekkert. Það er með öllu ástæðulaust að halda ekki ró sinni út af því. Viðvörunarmerkið er við- skiptajöfnuðurinn en ekki verðbréfa- kaup íslendinga erlendis og endur- greiðsla erlendra lána. Ef hætta myndast á halla á viðskiptajöfnuði er auðvitað óhjákvæmilegt að hækka vexti eða gera aðrar ráðstafanir til að draga úr þjóðarútgjöldum. Slík hætta virðist hins vegar ekki vera fyrir hendi.“ Það er niðurstaða höfundar ací ekkert sé óeðlilegt við það þótt vext- ir á skammtímamarkaði með ríkis- víxla leiki á bilinu 5-6%. Þá sé ástæðulaust og jafnvel varhugavert að víkja frá 5% markmiðum á verð- tryggðum skuldabréfum. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, sími 671800 MMC Lancer GLX ’89, grásans., sjálfsk, ek. aðeins 45 þ. km. V. 690 þús. stgr. Suzuki Swift GA '88, 5 g., ek. aðeins 27 þ. km. V. 370 þús. Nissan Micra GL '89, 5 g., ek. 42 þ. km., sóllúga. V. 390 þús. stgr. Mazda 626 GTi Coupó '88, hvítur, 5 g.p m/öllu, ek. 67 þ. km. V. 830 þús. Sk. ód. Volvo 440 GLT '89, 5 g., ek. 87 þ. km., álfelgur o.fl. Fallegur bíll. V. 870 þús. Honda Civic GLi 16V '90, 5 g., ek. 80 þ. km., rauður, sóllúga, spoiler o.fl. V. 790 þús. Sk. ód. Toyota Ex Cap SR5 V-6 m/sturtu '88, svartur, 5 g., ek. 83 þ. mílur, veltigrind, sóllúga, kastarar o.fl. V. 1.080 þús. Toyota Hi Lux Ex Cap m/húsi '91, 5 g., ek. 77 þús. km., 35" dekk, álfelgur. V. 1.470 þús. Toyota Landcruiser langur bensín '87, 4 g., ek. 70 þ. mílur, 35" dekk, álfelgur o.fl. V. 1.650 þús. MMC Colt GLXi '91, 5 g., ek. 62 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 880 þús. Hyundai Pony GLSi '92, 5 dyra, sjálfsk., ek. 29 þ. km., rafm. í rúðum, sóllúga o.fl. V. 880 þús. MMC Galant GLS 2000 '87, sjálfsk., ek. 84 þ. km. Úrvals eintak.V. 580 þús. M. Benz 190 '87, brúnsans., sjálfsk., ek. 116 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.250 þús. Subaru Legacy GL 16V 4x4 '91, hvítur, 5 g., ek. 82 þ. km. V. 1.390 þús. Toyota Corolla XL '90, 5 dyra, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 630 þús. Sk. ód. Daihatsu Feroza EL-II '90, svartur/grár, 5 g., ek. 60 þ. km. V. 990 þús. Sk. ód. Daihatsu Charade TS '94, 3ja dyra, hvít- ur, 5 g., ek. aðeins 3 þ. km. V. 880 þús. Cherokee Limited '92, 4.0 L, sjálfsk., ek. aðeins 31 þ. km., leðurklæddur m/öllu. V. 2,9 millj. Toyota Landcruiser Turbo diesel m/lnt- erc. '89, 5 g., ek. 112 þ. km., 36“ dekk, kastarar o.fl. V. 1.890 þús. Chevrolet Suburban 6.2 diesel '88, sjálfsk., góð vél o.fl. Tilboðsv. 1.150 þús. Toyota Corolla Liftback GTi '93, 5 g., ek. 17 þ. km., m/öllu. V. 1.390 þús. Toyota Corolla Touring XL 4x4 '89, 5 g., ek. 85 þ. km. V. 890 þús. Toyota Landcruiser langur (bensín) '82, óvenju gott eintak. V. 1.050 þús. Opið sunnudaga kl.13-18 MMC Colt GLi '93, hvítur, 5 g., ek. 36 þ. km., hiti í sætum o.fl. V. 970 þús. (Góð greiðslukjör). Toyota Landcruiser Turbo diesel m/lnt- erc. '89, 5 g., ek. 112 þ. km., 36“ dekk, kastarar o.fl. V. 1.890 þús. BMW 518i '91, steingrár, 5 g., ek. 52 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.750 þús. Sk. ód. mI Nissan Terrano 5 dyra 2.7 Turbo diesel '93, rauður, 5 g., ek. 21 þ. km., ABS bremsur, rafm.i rúðum o.fl. V. 2.650 þús. M. Benz 190 E '91, grásans., sjálfsk., ek. 69 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í rúðum O.fl. V. 2.150 þús. Fjöldi bíla á tilboðsverði. Greiðslukjör við allra hæfi. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. EINN, TVEIR OG GEIR! Styðjum formann þingflokksins - Geir H. Haarde í 3. sæti Prófkjörsskrifstofan Faxafeni 5 er opin kl. 16 - 22 virka daga og 14 - 19 um helgar. Símar 811235. 811265 og 811275. Allir stuðningsmenn velkomnir! $ - 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.