Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 Prófkjör á Reykjanesi 5. nóvember Ný kynslóð - nýjar hugmyndir VIKTQK |{. KJARTANSSOM Í5.SÆTI Kosningaskrifstofur: Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, s. 91-650735 og Hafnargötu 38, Keflavík, s. 92-12100. MORGUNBLAÐIÐ IDAG mmuTiuFmm GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 Laura Biagiotti ■ jB 9« /a IVl w .natBm UOMO N/r spennandi ítalskur herrailmur ÚtsölustaSir: CLARA, Kringlunni, SANDRA, Laugavegi, OCULUS, Austurstræti, Snyrtivöruversl. GLÆSIBÆ, SIGURBOGINN, Laugavegi, HOLTSAPÓTEK, Langholtsvegi, APÓTEK GARÐABÆJAR, ANDORRA, Hafnarfirði, APÓTEK KEFLAVÍKUR, KRISMA, ísafirði, AMARÓ, Akureyri, HILMA, Húsavík, SNYRTIHÚSIÐ, Selfossi. SKAK llmsjón Margcir Pétursson ÞESSI staða kom upp á stór- mótinu í Buenos Áires þar sem allir verða að tefla opin afbrigði Sikileyjarvamar. Ljubomir Ljubojevic (2.580), Serbíu, var með hvítt og átti leik, en Indveij- inn Vyswanathan Anand (2.720) var með svart. An- and lék síðast 30. Re4-d2? með máthótun á g2 en betra var 30. — Rxc3. Anand komst upp með þetta því lok skákarinnar urðu: 31. Dg5?? - Hxd4, 32. cxd4 — Rxb3, 33. d5 — He8!, 34. Hxe8+ — Dxe8, 35. De3 - Da8, 36. Hxh6+ — gxh6, 37. Dxh6-i— Kg8, 38. Dg5+ - Kf8, 39. Dh6+ — Ke8 og í þessari vonlausu stöðu féll Ljubojevic á tíma. íslenskur skákáhugamað- ur, Eyjólfur Armannsson, hefur hins vegar fundið leik fyrir hvítt sem bæði svarar máthótuninni og kemur svarti í hræðilega klípu: 31. Bd5!! og hvítur vinnur því 31. — Hxd5 má svara með 32. Dxd5! - Dxd5?, 33. Hxh6 mát! Staðan eftir fyrri hluta mótsins. 1. Salov 5 v. 2.-3. Karpov og Anand 4 v. 4.-5. Júdit Polgar og Kamsky 3'/2 v. 6.-7. Ivantsjúk og Shirov 3 v. 8. Ljubojevic 2 v. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkir fyrir veitta þjónustu SIGURBJÖRG Björgvins- dóttir bað Velvakanda að koma eftirfarandi á fram- færi: Ég þurfti að leita til Tryggingastofnunar ríkis- ins vegna námsmanns er- lendis sem ég er umboðs- maður fyrir. í sjúkra- tryggingadeild tók á móti mér Guðríður Pétursdóttir sem af miklu öryggi veitti mér fákunnandi í þessum málum þá fyrirmyndar- þjónustu sem seint mun gleymast. Það er oft verið að kvarta yfir lélegri þjón- ustu sem ríkisfyrirtæki veita en sjaldan tíundað ef vel er gert. Hafðu bestu þakkir fyr- ir Guðríður. Tapað/fundið Myndavél tapaðist CANON-myndavél í gráu hulstri tapaðist laugar- daginn 8. október sl. við Tjörnina. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 642042 og er veg- legum fundarlaunum heit- ið. Peningaveski tapaðist VESKI með öllum skilríkj- um, greiðslukorti, húslykl- um og bíllykli, tapaðist aðfaranótt laugardagsins líklega frá Skólavörðustíg niður í Lækjargötu. Skil- vís finnandi vinsamlega hafi samband við Rósalind í síma 52866 eftir hádegi. Skór og peysa töpuðust SVARTIR uppreimaðir herraleðurskór með stáltá og ullarrúllukragapeysa töpuðust eða gleymdust í húsi í Grafarvogi eða ná- grenni fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 21554. Fjallahjól fannst KARLMANNSHJÓL fannst í Garðabæ fyrir rúmlega viku síðan. Éig- andinn má vitja þess hjá Önnu í síma 641659. Hattur týndist ÚTSAUMAÐUR ullar- hattur tapaðist sl. föstu- dag líklega á bílastæðinu milli Geirsgötu og Tryggvagötu eða við JL- húsið. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 26043. Myndavél tapaðist YASICA-MF2 myndavél í svörtu hulstri með 61 sem á stendur Kodak tapaðist í maraþonhlaupi í mið- bænum fyrir alllöngu, þar sem hún var skilin eftir á túninu við Háskólann. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 92-46663. Kettlingur óskast ÓSKAÐ er eftir kassavön- um fresskettlingi, 6-8 vikna, á gott heimili. Uppl. í síma 42316. Trýna er týnd SJÖ mánaða kisan okkar hvarf frá Vorsabæ í Árbæ þann 24. október sl. Hún er með svartan koll, rófu og bak. Bringa, fætur og háls hvít og ein hvít þverr- ák er á baki. Hálsólin varð viðskila við hana svo að hún er ómerkt. Ef einhver hefur orðið hennar var er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 872063. Með morgunkaffinu Farsi Áster. að segja „gjörðu svo vel“ og „takk“ nógu oft. TM Rag. U.S. P«I. Ofl. — al rtghu reserved (c) 1994 Loa AngelM Times Syndicate JÚ, konunnar minnar hefur verið saknað í átta mánuði. Reyndar hef ég ekkert saknað hennar . . . Víkveiji skrifar... SÍÐASTLIÐINN þriðjudag gerði Víkveiji að umtalsefni verðlag erlendis og hér heima og sagði að betur og betur kæmi í ljós, hvernig íslenzkir neytendur hefðu verið hlunnfarnir á undanförnum árum og áratugum. Dæmi voru tekin af geislaspilurum og GSM-símum. Þessi Víkveijapistill virðist hafa vakið nokkra athygli, því að einn lesenda Víkveija sendi honum bréf- stúf, sem hann hafði raunar sent Neytendasamtökunum nokkru áður og bent á óheyrilegan verðmismun á aspiríni erlendis og á innlendum markaði. Bréf þetta kallaði les- andinn „Eftirhreytur danskrar ein- okunar" og vísar þar til Víkveija- pistilsins á þriðjudag, þar sem sagði að engu væri líkara en ísiendingar væru nú fyrst að losna undan klafa dönsku einokunarinnar, er menn sæju slíkan verðmismun. En bréf lesanda Víkveija var þannig: „Undirritaður þarf að nota mikið aspirín og hefur undrast mjög verðlagningu slíkrar munaðarvöru hér á landi. Við kaup á aspiríni hinn 6. október síðastliðinn í Reykjavík kostaði 100 töflu box með aspiríni (500 mg) 675 kr. eða 6,75 krónur hver 500 mg tafla (ís- lensk framleiðsla). Annað var ekki til sölu. í júní síðastliðnum keypti ég asp- irín í venjulegri „drug store“ í Bandaríkjunum o g kostaði 100 töflu glas (325 mg) 1,99 dollara eða um 140 kr. Það gerir 2;15 kr. á hveija 500 mg töflu. Asperín er samkvæmt þessu meira en þrisvar sinnum dýr- ara en í Bandaríkjunum." IBRÉFI sínu til Neytendasamtak- anna segir lesandi Víkveija og spyr: „Er ekki full ástæða fyrir Neytendasamtökin að kanna hvað hér liggur að baki og hvort ekki sé unnt að knýja fram verðlækkun þessarar „munaðarvöru" t.d. með því að heimilt verði að selja hana í almennum matvöruverslunum eins og vítamíntöflur? Einnig má spyija hveming verðlag annarra „staðl- aðra“ „receptfrírra" lyfja í íslensk- um apótekum sé, samanborið við verðlag erlendis." LESANDINN skýrir síðan frá öðru tilviki, þar sem hann keypti aspirín fyrir nokkrum dögum eða 19. október og þá á Glasgow flugvelli í verzlun Boots, sem þar er. Verðið var 0,82 sterlingspund fyrir 100 töflur (300 mg) og um- reiknað í sama styrkleika og ís- lenzku aspiríntöflurnar, þ.e. 500 mg, er verð á aspiríni um 1,50 krón- ur í Bretlandi eða samkvæmt þessu meira en 4,5 sinnum dýrara hér á íslandi en í Bretlandi. Undir lok bréfsins spyr síðan bréfritari: „Hvenær þorir einhver að taka á þessari okurstarfsemi?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.