Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUMPUR LÍÚ Kristján Ragnarsson segir að semja verði um sanngjarna skiptingu norsk-íslenska síldarstofnsins Tilvera þjóðar byggist á fiski Morgunblaðið/Sverrir VIÐ upphaf aðalfundar LÍÚ. Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, býður Einar Odd Kristjánsson frá Flateyri velkominn til fundar. Á milli þeirra stendur sjávarútvegsráðherra, Þórsteinn Pálsson. Afkoma sjávarútvegsins, ásakanir um slæma umgengni um auðlindina, þáttur sjávar- útvegsins í afkomu þjóðarinn- ar Og andstaða við inngöngu í ESB var meðal efnis ræðu Kristjáns Ragnarssonar, formanns LIÚ „ÞAÐ hefui' oft borið við í opinberri umræðu um atvinnumál að æskilegt væri að renna frekari stoðum undir atvinnulífið en byggja ekki svo einhliða á sjávarútvegi. Reyndin er hinsvegar sú að sjávarútvegurinn hefur enn aukið hlutfall sitt í vöruútflutningi lands- manna. Hlutfall hans er aftur komið í 80%, en fór lægst 1984 í 67%, en þá var þorskveið- in nær tvöfalt meiri en hún er nú. Staða sjávar- útvegsins er nú veik veik vegna skertra veiði- heimilda. Raungengi krónunnar er nú lægra en um langt skeið. Eigi að síður örlar ekki á neinni nýrri atvinnustarfsemi í iðnaði. Því er eðlilegt að spurt sé við hvaða aðstæður önnur atvinnustarfsemi ætti að geta risið, ef ekki núna. Helst standa upp úr greinar, sem fram- leiða vörur fyrir sjávarútveginn, eins og veiðar- færi, vinnslulínur, vogir, fiskkör og fleira," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍU, m.a. á aðalfundi samtakanna í gær. Kristján ræddi stöðu atvinnugreinarinnar nánar og sagði: „Er ekki kominn tími til, að við áttum okkur á því, að tilvera þessarar þjóðar byggist á fiskveiðum og þær munu áfram verða burðarásinn í atvinnulífinu? Það er því niðurrifsstarf við sjávarútveginn og ís- lenskt atvinnulíf að klifa á nauðsyn þess að draga mátt úr sjávarútveginum með nýjum skattgreiðslum. Nær væri fyrir Alþýðuflokk- inn, ritstjóra Morgunbiaðsins og forstjóra Jámblendifélagsins, svo einhveijir séu nefnd- ir, að ræða hvernig best væri hlúð að þeirri atvinnustarfsemi sem þjóðin byggir afkomu sína á. Það er hjákátlegt þegar forstjóri Járn- blendifélagsins gumar af góðri afkomu og auglýsir snilld sína við rekstur fyrirtækisins, en lætur það ósagt að hann fái orkuna, sem er aðalkostnaðarliður við starfsemina, á rúm- lega hálfviðri miðað við álverksmiðjuna, sem greiðir þó mjög lágt raforkuverð. Sjávarútveg- urinn þarf að greiða mun hærra verð fyrir orku í fiskvinnsluhúsúm og fískimjölsverk- smiðjum. Sjávarútvegurinn greiðir þannig nið- ur raforkuverðið fyrir Járnblendifélagið. Enn er það víða svo, þrátt fyrir mikla umframorku í landinu, að ódýrara er að framleiða orku í skipum við land með notkun innflutts eldsneyt- is, en að tengja skip við land.“ Koma verður í veg fyrir undanskot Þá talaði Kristján um ásakanir um undan- skot frá vigtun og að afla væri hent í sjóinn: „Ásakanir um, að fiski sé skotið undan vigt og að fiski sé hent í sjóinn, sem aflaheimildir eru ekki til fyrir, hafa heyrst í auknum mæli. Ef rétt er, er það með öllu óþolandi og illt, ef stundarhagsmunir ráða gerðum manna með þeim hætti. Athæfi af þessum toga verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum, ella náum við aldrei árangri í að byggja þorskstofninn upp að nýju, og það er með öllu ótækt gagn- vart þeim sem fara að settum reglum, að öðr- um líðist slíkt athæfi. I þessu sambandi hefur Fiskistofa verið sökuð um sláka framgöngu og er sú gagnrýni réttmæt. Aldrei má þó gleymast að athæfið er okkar og okkar starfsmanna en ekki eftir- litsaðilans. Markvissri fiskveiðistjórnun verður ekki náð fram nema með virku eftirliti. Koma verður í veg fyrir undanskot frá vigt og hug- myndir sem sjávarútvegsráðherra setti fram nýlega um samstarf Fjskistofu, lögreglu og rannsóknaraðila vekja vonir um að tekið verði rösklega á í því máli. Erfitt er að koma í veg fyrir að fiski sé hent í sjóinn, ef það er ásetningur viðkomandi skip- stjóra. Við viljum ekki að settur verði eftirlits- maður í hvert skip, enda er það óraunhæft, þótt dæmi séu um það erlendis. Hvað er þá til ráða? Rætt hefur verið um að heimila und- anþágu frá refsingu, ef aflaheimild er búin og láta andvirði landaðs afla ganga til ein- hvers góðs málefnis. Ég tel mikla áhættu fel- ast í slíkri undanþágu. Hætt er við að afla- heimildir þorsks verði nýttar í upphafi kvóta- árs og þess ekki gætt að eiga þorskveiðiheim- ildir vegna meðafla, þegar aðrar tegundir eru veiddar síðar á fiskveiðiárinu. Með þessu færi aflinn langt umfram það, sem að var stefnt. Miklum erfiðleikum er háð að sanna sök í þessu efni. Ætla ég því að óbeinar aðgerðir séu heppilegri. í því sambandi tel ég að huga eigi að því að banna skipi botnfiskveiðar, nema það eigi ávallt t.d. 10% óveiddra aflaheimilda sinna í þorski. Þannig missi skip veiðileyfi til botnfiskveiða, ef það uppfyllir ekki þetta skil- yrði. Miklu máli skiptir, að við finnum lausn á þessu vandamáli, og sláum þannig á þá nei- kvæðu umræðu, sem fram fer í þjóðfélaginu um að fiski sé hent í stórum stíl. Sótt út fyrir lögsöguna Það er einkar athyglisvert að sjá hvernig sjávarútvegurinn bregst við erfiðleikum af því tagi, sem hann hefur mátt þola í niðurskurði veiðiheimilda. Sótt hefur verið í vaxandi mæli út fyrir fiskveiðilögsöguna. Veiði á úthafs- karfa hefur nær þrefaldast, á milli ára eða úr 19 þúsund lestum í 53 þúsund lestir. Þetta hefði ekki gerst, nema af því að framsýnir útgerðarmenn hafa keypt skip sem henta til þessara veiða. Veiddar hafa yerið 35 þúsund lestir af þorski í Barentshafi. Óvíst er um fram- tíð þeirra veiða meðan ekki hefur verið samið um veiðar okkar á þessum slóðum. Ljóst er að við getum ekki haldið áfram að auka þess- ar veiðar án þess að það bitni á ábyrgri stjórn- un veiða úr þessum stofni. Því leggjum við mikla áherslu á, að samið verði um rétt okkar til veiða. Jafnframt þarf að semja um sann- gjarna skiptingu norsk-íslenska síldarstofns- ins, sem nú hefur hafið göngu sína úr norskri landhelgi," sagði Kristján Ragnarsson meðal annars. Sjávarútvegsráðherra segir að aldrei hafi verið farið eftir ráðgjöf fiskifræðinga Segir álitaefni að stöðva fjölgun fullvinnsluskipa ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að það geti verið álita- efni nú að stöðva frekari fjölgun fullvinnsluskipa í ljósi þess hve þorsk- afli hefur minnkað. Hann segir ennfremur að það kunni að orka tvímælis að kröfur til þessara skipa um útbúnað og fullnýtingu hráefnis séu raun- hæfar í öllum tilvikum. Þetta kom aðalfundi LÍÚ í gær. Fram kom hjá sjávarútvegsráð- herra að veiði fullvinnsluskipanna í landhelginni hefði minnkað í fyrra og útlit væri fyrir að svo yrði einnig í ár. „Þeir hafa hins vegar sótt af krafti í stofna utan Iandhelginnar og eru á þann veg forsendan fyrir því að við getum nýtt okkur þá mögu- leika sem fyrir hendi eru í þeim efn- um,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að um leið gæfist meira svigrúm fyrir önnur skip til veiða innan land- helginnar. Stjórnun utan landhelgi Þorsteinn ræddi síðan um úthafs- veiðar og helztu hagsmuni okkar á því sviði. „Á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafa Islending- ar verið í forystuhópi strandríkja þar sem knúið hefur verið á um að sett- ar yrðu reglur um stjómum veiða utan lögsögumarka. Vonandi heyra stjómlausar óábyrgar veiðar brátt fram í ræðu Þorsteins Pálssonar á sögunni til,“ sagði Þorsteinn. Hann nefndi úthafskarfann á Reykjaneshrygg og sagði eðlilegt að ísland og Grænland tækju höndum saman og hefðu forystu um nýtingu úr þeim stofni. Með svipuðum hætti væri eðlilegt að við ásamt Norðmönn- um, Rússum og Færeyingum tækjum að okkur stjórnun á veiðum úr norsk- íslenzka síldarstofninum. Það væri engum vafa undirorpið að ríkustu hagsmunir okkar að því er varðaði veiðar utan landhelgi væru í því fólgnir að skynsamleg stjómun næðist um veiði úr þessum tveimur stofnum og hlutur okkar yrði sem mestur í því sambandi. Ekki farið að ráðum „Því er æði oft haldið fram að reynslan hafi sýnt að ráð fiskifræð- inga hafí dugað skammt og stjóm fiskveiða að litlu haldi koniíð. Hnign- un þorskstofnsins á að vera sann- indamerki þessarar kenningar. Og síðan á brjóstvitið eitt og óskhyggjan að ráða ferð,“ sagði Þorsteinn. „Hér er verið að hafa endaskipti á hlutun- um. Sannleikurinn er sá að við höfum aldrei farið eftir ráðgjöf fískifræð- inga varðandi ákvörðun heildarafla og við höfum ofaní kaupið í of lang- an tíma búið við götótt fískveiði- stjómunarkerfi. Kjarni málsins er sá að það hefur aldrei á það reynt hverj- um árangri það skilaði, varðandi uppbyggingu þorskstofnsins, að hlíta ráðum vísindanna. Á öðrum sviðum sjósóknar sjáum við þó góðan árangur. í því sam- bandi bendi ég einkum og sér í lagi á uppbyggingu síldarstofnsins. Ástæða er til þess að horfa á slíkan árangur. Og við megum ekki loka augunum fyrir dapurri reynslu ann- arra þjóða. Kanadamenn settu sér til að mynda verðug markmið en náðu ekki að framfylgja þeim með þeirri afleiðingu að þorskstofninn hefur gjörsamlega hrunið og algjört veiðibann var því óumflýjanlegt. Meðan umræðan snýst um það hvort að mark eigi að taka á vísind- unum eða ekki er lítii von til þess að við náum árangri. Því miður hef- ur ekki verið nægjaniegur skilningur á Alþingi fyrir ábyrgð í þessum efn- um. Á miklu veltur því að ábyrg við- horf um nýtingu helstu fiskistofna festi rætur í atvinnugreininni sjálfri. Ég þykist hafa orðið var við hug- arfarsbreytingu í þessu efni meðal sjómanna og útvegsmanna. Víst er að samtök ykkar hafa sýnt lofsverða ábyrgð í afstöðu til þessara mála. En hér þarf eigi að síður víðtækari almennan skilning til þess að skapa pólitískar forsendur fyrir skynsam- legri nýtingarstefnu með langtíma- hagsmuni í huga,“ sagði Þorsteinn. Umgengni um fiskimiðin Sjávarútvegsráðherra ræddi um umgengni um fiskimiðin. „Útilokað er að skella skolleyrum við þeim tröllasögum af slæmri umgengni sem sagðar hafa verið að undanförnu, hvort heldur þær eru sannar eða lognar. Ábyrgð útvegsmanna og sjómanna er mikil í þessum efnum. A herðum stjórnvalda hvíla einnig þungar skyldur. En ábyrgðinni verð- ur aldrei létt af útvegsmönnum og sjómönnum,“ sagði Þorsteinn. Prófkjör sjálfstæðismanna Rödd Reykjavíkur á Alþingi MARKÚS ÖRN ANTONSSON í 4. SÆTIÐ Vilja banna flottroll FJÖLMARGAR tillögur bárust aðal- fundi LÍÚ frá einstökum útvegs- mannafélögum þar á meðal frá Ut- vegsmannafélagi Suðurnesja sem skorar á LÍÚ að beita sér fyrir því við stjómvöld að þau láti rannsaka hvers vegna klak þorsks hafi mis- heppnast árum saman. Félagið vill fá svör við því hvort um einstök veiðarfæri sé að sakast eða hvort það sé mengun sjávar eða annað í náttúrunni sem valdi. Útvegsbændafélag Vestmanna- eyja skoraði á sjávarútvegsráðherra að afnema refsingu útgerða með upptöku á 10-20% af afla sem seldur er ferskur á erlendum mörkuðum. Bann á hrygningarsvæðum Fimm tillögur bárust frá Útgerð- armannafélagi Þorlákshafnar, þ.á.m. um bann við fískveiðum með flott- rolli innan íslensku fískveiðilögsög- unnar og um svæðabundið veiðibann á hrygningarsvæðum þorsks á þeim tíma sem aðalhrygning fer fram í stað páskastopps. Ennfremur vill fé- Iagið að loðnuskipum verði gert skylt að skila aftur þeim þorskígildistonn- um sem þeim var úthlutað vegna loðnubrests til þeirra sem skerðing- arnar máttu þola. Frá Útvegsmannafélagi Aust- fjarða kom tillaga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í þá veru að loðnuskipum verði heimilt að veiða allt að 5% umfrám úthlutað aflamark viðkomandi loðnuvertóðar sem drag- ist frá veiðiheimild næstu vertíð á eftir. Félagið telur að með þessu sé líklegt að takast mætti að fara nær úthlutuðu aflamarki á hverri loðnu- vertíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.