Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ CDESA'S Þvottavélar Á FRÁBÆRU VERÐI. - 850 snúninear á mín. - Tekur 5 kg. af þvottl. % Aðeins 47.750 kr. StaOgreitt. ac ce m RnFTfEKJflUERZLUN ISLflNDS tE Skútuvogi 1,104 Reykjavík, Sími: 688660 - FAX 680776. ___________AÐSENPAR GREINAR Hækkun vaxta af húsnæðislánum Gagnrýni ráðherra svarað --------1----------- BRBh Heímílí að heíman í Kaupmannahöfn Vandaðar, ferðamannaíbúðir miðsvæðis í Kaupmannahöfn Verð a mann frá dkr ..L Jf J á dag. Allar (búðirnar eru með eldhúsi og baði. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þina eða Sfii £7/'aveJi ícam/ffuwnc Sími (9045) 33 12 33 30 Fax.(9045) 33 12 31 03 *Werð i mann miðað við 4 (Ibúð (vihu J - kjarni málsins! í VIÐTALI við Morgunblaðið 14. október sl. gagnrýnir fjármálaráð- herra stjórnarformann og stjóm Húsnæðisstofnunar fyrir að hafa ekki fylgt eftir markmiðum fjárlaga um útgáfu húsbréfa og unnið hægt að endurskoðun greiðslumatsins. Afleiðingarnar hafi orðið þurrð hús- bréfa og tafir við skipti fasteigna- veðbréfa fyrir húsbréf. Skal því svarað. Aukin umsetning á fasteignamarkaði Þegar ríkisstjómin tók af skarið haustið 1993 um að ná niður vöxt- um var búið að ganga frá tillögum um þörf fyrir útgáfu húsbréfa á árinu 1994. í kjölfarið kom veruleg hreyfíng á fasteignamarkaðinn og þörf fyrir útgáfu húsbréfa jókst. Þegar sl: vor var fjármálaráðherra ljóst að hratt gekk á heimildir fjár- laga enda þarf heimild hans hveiju sinni. Átti ég fundi með þáverandi félagsmálaráðherra vegna þessa og því öllum hlutaðeigandi ljóst hvert stefndi. Þetta kom því fjármálaráð- herra ekki á óvart og ijarri lagi er að hann hafi ekki verið látinn vita. Togstreita ráðherranna Allt árið 1994 var hins vegar togstreita og þóf milli félagsmála- og fjármálaráðherra í hvert sinn sem samþykkja þurfti útgáfu nýs húsbréfaflokks. Sem betur fer leyst- 'TERs<~mIZ - f. •» 57' Sniðnar að þínum þörfum GULU S I Ð U R N A R ...í símaskránni PÓSTUR OG SlMI ist sú togstreita jafnan. Árangur fjármálaráð- herra varð m.a. sá að sett var á 0,25% ábyrgðargjald án þess að vextir væru hækk- aðir. Þegar leggja þurfti síðan fram frum- varp til fjáraukalaga til að gefa mætti út meiri húsbréf var til- kynnt að ráðherrarnir hefðu samið um hækk- un gjaldsins um 0,10% og hækkun vaxta úr 5% í 5,10%. Var stjórn Húsnæðisstofnunar beðin um tillögu þess efnis 5. október eða löngu eftir þingbyijun. Það stóð því aldrei á mér eða stjórn Húsnæðisstofnunar að láta vita um þörfína fyrir nýjan húsbréfaflokk og það var ekki orsök neinna tafa. Ráðherrarnir þurftu bara að útkljá sínar deilur, hvað þeir og gerðu. Húsnæðisstof nun beðin um tillögu Hinn 6. október eða strax og ósk félagsmálaráðherra um tillögu kom var haldinn stjómarfundar. Ákvað stjórnin að afla nauðsynlegra upp- lýsinga til þess að meta sjálfstætt hvort og þá hvaða tillögu skyldi gera. Deildarstjórar stofnunarinnar og löggiltur endurskoðandi voru settir í málið. Tíminn var naumur og símalínur niður í ráðuneyti log- andi þegar ljóst varð að ég ætlaði ekki að slá fram tillögu eftir for- skrift ráðherranna nema forsendur hennar væru rökstuddar. Það vakti nefnilega óskipta athygli mína að tillögur fjármálaráðherra voru ekki byggðar á neinum upplýsingum eða gögnum frá Húsnæðisstofnun eða endurskoðendum hennar og aldrei leitað ráðgjafar embættis- eða stjórnarmanna, a.m.k. ekki svo mér sé kunnugt. Niðurstöður könnunar okkar lágu fyrir 10. október og taldi ég og meirihluti stjórnar ekki komin fram rök fyrir hækkun ábyrgðargjaldsins. Voru ástæður þess nokkrar. Forsendur stjórnar í fyrsta lagi þar sem afskriftir í húsbréfakerfinu gáfu ekki tilefni til þess. Meira en helmingur allra af- skrifta vegna íbúða sem seldar hafa verið á nauðungaruppboðum er til- kominn vegna 6-7% af útlánum. Útlána þar sem stjórnvöld ákváðu að tefla á tæpasta vað við veitingu greiðsluerfiðleikalána og heimiluðu veðsetningu upp að 75% af bruna- bótamati. Á sama tíma fengu lán- þegar fasteignaveðbréfum sínum skipt fyrir húsbréf sem þeir þurftu að selja með allt að 25% afföllum. Gæfuleg greiðluerfiðleikalán það. í öðru lagi þar sem stjórnin hafði þegar lagt til hliðar af tekjum Hús- bréfadeildar á annað hundrað millj- ónir til að mæta þess- um yfirvofandi vanda enda áfram um að tryggja að ríkissjóður verði ekki fyrir skakkaföllum vegna útgáfu húsbréfa. I þriðja lagi þar sem útreikningar bentu ótvírætt til þess að þrátt fyrir aukningu afskrifta virtist ljóst að 0,25% ábyrgðar- gjald af hveijum nýj- um flokki dygði að svo stöddu samhliða öðrum ráðstöfunum sem gerðar höfðu verið. Þessi rök töldum við gild en vor- um fullmeðvituð um nauðsyn þess að fylgjast með þróun mála. Það var því að vel athuguðu máli að meiri hluti stjórnar, óháð pólitískum merkingum, ákvað að gera tillögu um óbreytta vexti og ábyrgðagjald, þrátt fyrir að pöntun lægi fyrir um annað. Vaxtahækkunin í hús- næðiskerfinu er van- hugsuð að mati Magn- úsar M. Norðdahl, og til þess fallin að auka enn meira á greiðslu- vandræði lánþega. Vanhugsuð aðgerð Það réð einnig afstöðu minni, að ég er ósammála fjármálaráðherra um að aukin vanskil feli í sér aukna hættu á afskriftum og því þurfi að mæta með aðgerð sem feli í sér hækkun vaxta. Nær væri að lækka þá vexti sem almenningur getur ekki greitt og þá sérstaklega drátt- arvexti sem skila bönkum og lána- stofnunum hundruðum milljóna í tekjur á ári og engum hefur dottið í hug að Iækka þótt ærið tilefni sé til. Hætta vegna afskrifta ræðst að mínu mati fyrst og fremst af þeirri áhættu sem felst í ákvörðun veð- marka við útlán sem í dag eru að jafnaði 65% af brunabótamati fast- eigna. Verðmæti fasteigna hangir síðan ekki alltaf saman við bruna- bótamat þeirra, verðlagsforsendur eftir svæðum geta breyst, veðið getur rýrnað í vörslu veðeiganda o.fl. Vanskil eru hins vegar merki um að lánþegar geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þar liggur því rót vandans og efni lausnarinnar. Þegar hækkun ábyrgðargjaldsins felur í sér hækkun vaxta og gild rök eru ekki færð fram fyrir hækk- un þess get ég ekki samþykkt að leggja þeirri aðgerð lið þegar ljóst er að almenningur getur ekki stað- ið undir núgildandi vöxtum. Eg tel Magnús M. Norðdahl vaxtahækkunina því vanhugsaða og til þess eins fallna að auka enn meira á vandræði lánþega. Næg eru þau fyrir og það skiptir í mínum huga engu máli hvort um er að ræða litla hækkun eða stóra. Greiðslumatið Ráðherrann gagnrýnir mig einn- ig fyrir sleifarlag við endurskoðun greiðslumatsins og segir það ekki hafa verið tilbúið fyrr en seint. Honum mátti vera kunnugt að breytt greiðslumat var samþykkt í stjórn hinn 15. september. Síðar komu fram enn frekari tilmæli um breytingar á greiðslumatinu sem sýndu svo botnlausa vanþekkingu á uppbyggingu þess að stjórnin sá enga ástæðu til þess að taka tillit til þeirra. Hins vegar var hlutfalli ætlaðrar greiðslugetu breytt og það lækkað m.a. til þess að sína ýtrustu varúð vegna aukinna vanskila. Stjórn stofnunarinnar hefur ekki og mun ekki standa í vegi fyrir skynsamlegum og vel grunduðum hugmyndum sem leiða til þess að húsbréfakerfíð þjóni betur þeim til- gangi sem það á að gera. Hann er sá að gera almenningi kleift að kaupa íbúðarhúsnæði án þess að axla drápsklyfjar stuttra lána með okurvöxtum. Við komum því ekki í veg fyrir að ráðherra legði fram frumvarp til fjáraukalaga þegar í upphafi þings. Meðferð frumvarps- ins tekur tíma, gefa þarf út reglu- gerð, prenta bréfin o.fl. Nægur tími var því til að ganga frá nýju greiðslumati nema því aðeins að nota ætti fjárlagavaldið til þess að knýja fram breytingar í húsbréfa- kerfinu, hugsanlega sem þátt í einkavæðingu þess, en það virðist mér hafa verið tilgangurinn. Að standa við fjárlög Fjármálaráðherra gagnrýnir mig einig fyrir að sjá ekki til þess að útgáfa húsbréfa verði innan marka fjárlaga fyrir árið 1994. Þessi gagn- rýni á ekki rétt á sér. Húsbréfakerf- ið er byggt upp sem markaðskerfi og skylt að lögum að skipta fast- "eignaveðbréfum fyrir húsbréf hafi löglega verið staðið að öllum undir- búningi. Stofnunin hefur ekkert að segja um hvort eða hve mikil fast- eignaviðskipti eiga sér stað séu skilyrði laganna uppfyllt. Við höfum sem betur fer aflagt miðstýringu í því efni og ég tel varhugavert.að fara af þeirri braut og reikna með að fjármálaráðherra sé mér sam- mála þar um. Aukin umsvif á fast- eignamarkaði þurfa og ekki að vera neikvæð. Almenningur er í auknum mæli að minnka við sig húsnæði og greiða upp eldri og óhagstæðari lán, allt til þess að aðlaga sig skert- um tekjum og minni greiðslugetu. Það er jákvæð þróun sem ég tel rétt að hamla ekki gegn. Lokaorð Ég vil að lokum segja að ég tel að ég og aðrir stjórnarmenn í Hús- næðisstofnun, sem kjörnir erum beint af Alþingi, eigum að vinna starf okkar af trúnaði, eftir bestu samvisku og á grundvelli þeirra upplýsinga og gagna sem við met- um gild. Óski ráðherrar tillagna fá þeir þær en þeir panta ekki efni þeirra fyrirfram. Önnur vinnubrögð eru ekki sæmandi. Höfundur er stjórnnrformnður Húsnæðisstofnunar. Prófkiör siálfstæðismanna Revkianesi X Kjósum s s Arna Ragnar Arnason í 2.-3. sæti Traustur fulltrúi okkar á Alþingi Helstu baráttumál Árna á þingi: V\ Jafn atkvæðisréttur allra landsmanna Oflug neytendavitund og frjáls samkeppni V Aukin uinhverfisvernd V Aukin atvinnutækifæri Nýting íslenskra auðlinda og íslensks vinnuafls V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.