Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 49
morgunblaðið FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 49 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ HX STORMYNDIN GRIMAN I I M C r £ y „THE MASK er hreint kvikmynda undur. Jim Carrey er sprengja í þess- ari gáskafullu mynd." *★★ Ó.T. Rás 2 ★★★ q.S.E. Morgun- ipósturinn ★★★ D.V. H.K □ l < i Girltii Q Akureyri MASK The Mask er fjör, glens og gaman" -Steve Baska- Kansas City Sun The Mask er meiri hátt- ar hasargrínmynd. Stanslaust fjör! Frammistaða Jim Carrey er framúrskarandi! -Jim Fergusson-Fox tv Geislaplatan með lögunum úr myndinni fæst í öllum hljómplötuverslunum Komdu og sjáðu THE MASK, skemmtilegustu, stórkostlegustu, sjúkleg- ustu, brjáluðustu, bestu, brengluðustu, fyndnustu, fáránlegustu, ferkustu, mergjuðustu, mögnuðustu og eina mestu stórmynd ailra tíma! Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11.05. B. i. 12 ára. Dauðaleikur THE THRILL IS THE KILL SyilMSAif i . mi kthk wsb iSh mm S • I • R • E • INI ■ S Skemmtileg gamanmynd með Hugh Grant úr „Fjögur brúðkaup og jarðarför." Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hörkugóð spennumynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan16 í SÍMI19000 I REYFARI QUENTIN TARANTINO, höfundur og leikstjóri Pulp Fiction, er vondi strákurinn í Hollywood sem allir vilja þó eiga. Pulp Fiction er ótrúlega mögnuð saga úr undirheimum Hollywood, og er nú frumsýnd á íslandi og í Bretlandi. AÐALHLUTVERK: John Travolta, Bruce Willis, Samuel L. Jackson, Uma Thurman, Harvey Keitel, Tim Roth, Christopher Walken, Eric Stoltz og Amanda Plummer. Sýnd í A sal kl. 5 og 9. Sýnd í B sal kl. 7 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Hlaut Gullpálmann í Cannes1994. Regnbogalínan Sími 99-1000 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun á Regnbogalínunni í síma 99-1000. Þú getur unnið boðsmiða á myndina Reyfari og frábæra geislaplötu með lögum úr myndinni. Kr. 39.90 mín. „Bráðskemmtileg bæði fyrir böm og fullorðna, og því tilvalin fjölskyldu- skemmtun." G.B. DV „Hér er ekki spurt að raunsæi heldur grini og glensi og enginn skortur er á því." A.I. Mbl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Allir heimsins morgnar ★★★★ Ó.T Rás2 ★★★ A.l. MBL ★★★ Eintak ★★★ H.K.DV. Sýndkl. 5,7,9 og 11. Ljóti strákurinn Bubby *** A.I. MBL *★* Ó.T. RAS 2. Sýnd kl. 4.50, 6.50,9 03 11.10 Bönnuð innan 16 ara. NEYÐARÚRRÆÐI Sýnd kl.,5 og 11. Bönnuð innan 14 ára. V Eins konar ævihreingeming I dag kemur út fimmta hljómplata Harðar Torfasonar á tveimur árum, og um leið sú sem hann hefur lagt hvað mest í. Sjálfur segir hann plötuna að vissu leyti vera uppgjör við fortíð sína. Ljósmynd/Björg Sveinsdöttir TRÚBADÚRINN Hörður Torfason sendir í dag frá sér fimmtu plötuna á tveimur árum. HÖRÐUR Torfason hefur ver- ið afkastamikill síðustu misseri, því í dag kémur út fimmta plata hans á tveimur árum. Þrjár eru plöturnar breiðskífur með frumsömdu efni, ein barnaplata er I pakkanum og svo safnplata, þar sem Hörður safnaði á einn stað þeim lögum sem hann er yfirleitt mest beðinn um að spila á tónleikum sín- um víða um land. Hörður segir að þessi afköst megi að mestu skýra með því að hann hafi nú tækifæri til að snúa sér alfar- ið að Islandmarkaði eftir að hann fluttist hingað alkominn eftir ára- langa dvöl í Danmörku. „Þessi miklu afköst eru bara vegna þess að ég er fluttur til landsins, áður kom ég hingað sem gestur, gaf út plötur með nokkru millibili og hélt eina tónleika á hveiju hausti, nú er ég sestur að og markaðurinn er þannig að annað hvort er að kýla á þetta eða sleppa því, að duga eða drep- ast,“ segir Hörður ákveðinn. Hann segir á íslandsmarkaður að mörgu leyti erfiður og almennur samdráttur hafi bitnað illa á tónlistarmönnum. „Ég fór illa út úr útgáfunni í fyrra, þó ég telji að platan sem ég gaf út fyrir síðustu jól, Gull, sé ein mín besta plata. Eg er þó ekkert á því að gefast upp,“ segir hann ákveð- inn, „ég legg allt í þessa nýju plötu. Ég gefst þó ekki upp þó hún gangi ekki vel, ég hef alltaf verið baráttu- maður og spyrni við.“ Trúbadúr eða glymskratti? Hörður Torfason er brautryðjandi íslenskrar trúbadúrhefðar og var fyrstur til að ferðast um landið einn með kassagítarinn, sem syngjandi skáld. Hann fór líka ferð í haust, en segist ekki ánægður með þær breytingar sem orðið hafa á trúbad- úrnum á liðnum árum. „Trúbadúr í dag er í vitund fólks einhver strákur sem kann 300 lög og situr úti í horni, en ekki syngjandi skáld. Þegar ég var úti á landi um daginn var mikið um að fólk vildi fá mig inn á krár til að syngja í einhverjum gleðskap, en það er nokkuð sem ég geri alls ekki, ég er ekki glymskratti. Svö rammt kveður að þessu að þegar ég var að koma í plássin, datt fólki ekki annað í hug en að ég væri að syngja á kránni, en það virðast vera krár í öllum plássum úti á landi. Því er ég hættur að kalla mig trúbadúr, ég kynni migsem leikara, leikstjóra, ljóða- og lagahöfund, sem kallar á öðruvísi uppákomu. Nú legg ég meiri áherslu á leikarann sem flytur tónlist og er núna á kafi í að skrifa leikverk þar sem ég flyt rnúsík." íburður Hörður segir að á ferð sinni um - landið að þessu sinni hafí hann bryddað upp á þeirri nýjung að seg- ulband var með í för og undirleik við nokkur lög flutti hann af bandi, „til að venja fólk við“, eins og hann kemst að orði og bætir við að fólk hafi tekið þessar nýbreytni mjög vel „og einn hrópaði yfir salinn á tón- leikum að ég væri eins og vín, ég batnaði með aldrinum". Hörður segir segulband haf a verið nauðsynlegt, því útsetningar á plöt- unni nýju séu allar íburðarmeiri og flóknari en fólk á að venjast á plöt- um hans. Hann segist hafa fengið Jens Hansson til að vinna plötuna með sér, látið hann fá fjölmörg lög og beðið hann að útsetja þau jBg •*. hann sá ýmsa fleti á lögunum sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir. Ur urðu svo allskyns tónlistaráhrif, tangó, salsa, blúsdjass, leikhúsáhrif, grísk áhrif, kántrýáhrif og svo mætti lengi telja. Undirleikurinn er líka mjög mikill og kór leggur mér lið sumstaðar," segir Hörður. Hann segir að í tónlist og ljóðum felist visst uppgjör við ýmsa elskhuga í gegnum tíðina, að vísu ekki alfarið, en segja megi að þema plötunnar sé aldur, ást og frelsið; andleg og líkamleg ást. Hluti af þessum lögum eru skissur sem ég hef sankað að mér á löngum tíma. Ég ætlaði að taka mér sum- arfri í sumar, en komst að því að ég kann ekki að fara í frí, svo ég keypti mér stflabók og ákvað að vinna úr þessum skissum og klára eitt ljóð á dag, sem ég gerði. Þetta var eins konar ævihreingerning."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.