Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 39 Morgunblaðið/Sverrir KARL Eiríksson afhendir Huldu Valtýsdóttur, formanni Skóg- ræktarfélags íslands, og Brynjólfi Jónssyni, framkvæmdastjóra félagsins, 500.000 kr. í landgræðsluskógaverkefnið. Tvær milljónir til skógræktar Landgræðsluskógaverkefnið sem hófst árið 1990 er eitt umfangs- mesta skógræktarátak sem hrund- ið hefur verið í framkvæmd hér á landi, se_gir í frétt frá Skógræktar- félagi Islands. Verkefnið hefur notið stuðnings og fjárframlags fjölda aðila, einstaklinga og fyrir- tækja frá upphafi. Á dögunum afhenti umboðs- maður Becks-bjórs á íslandi, Karl Eiríksson, forstjóri fyrirtækisins Bræðranna Ormsson, framlag þýsku styrktaraðilanna, 500.000 kr., í fjórða sinn og er því styrkur- inn alls orðinn tvær milljónir. Fénu er varið til gróðursetningar í af- markaðan hluta af landgræðslu- skógasvæðinu í Ölfusvatnslandi í Grafningi þar sem er fyrirhugað útivistarsvæði á vegum Reykjavík- urborgar. Fyrirlestur um Evrópu nútímans og framtíð PRÓFESSOR Göran Therborn heldur í dag, föstudag, fyrirlestur undir yfirskriftinni: Evrópa sam- tímans og framtíðarhorfur. Evr- ópsk samfélög 1942-2000. Fyrir- lesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda kl. 16 og er öllum opinn. Dr. Göran Therborn er einn þekktasti félagsfræðingur Norður- landa um þessar mundir, segir í fréttatilkynningu. Hann er nú pró- fessor í félagsfræði við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð en hefur starfað víða á alþjóðlegum vett- vangi. Hann var prófessor í Hol- landi um árabil og hefur starfað sem gestaprófessor í fjölmörgum löndum innan og utan Evrópu. Therborn hefur setið í stjórn nor- rænna og fjölþjóðlegra vísinda- nefnda. Hann lét nýverið af for- mennsku í samtökum félagsfræð- inga á Norðurlöndum og var á sama tíma kosinn í stjórn alþjóða- samtaka félagsfræðinga. Therborn er afkastamikill fræði- maður og hefur skrifað fjölda bóka og vísindagreina. Rannsóknir hans spanna yfir fjölmörg svið innan félagsvísinda og snerta hagfræði og stjórnmálafræði auk félags- fræði. Fyrirlesturinn byggir á nýrri bók Görans Therborns um efnahags- legar og félagslegar breytingar í Evrópu. Bókin er afar yfirgrips- mikil og höfundurinn skoðar Evr- ópu í öðru ljósi en almennt tíðk- ast. Til dæmis sér hann sterkari hliðstæður milli sósíalískra og kap- ítalískra ríkja í Evrópu en margir fræðimenn. Hann fjallar m.a. um nútímann sem hugtak, helstu ein- kenni og sögulegar forsendur. Fyrirlestur Görans Therboms er sá fyrsti af mánaðarlegum fyrir- lestrum sem Félag íslenskra fé- lagsvísindamanna ásamt nemend- um við félagsvísindadeild Háskóla íslands munu standa fyrir í vetur. Maraþon körfubolti NEMENDUR í Fjölbrautarskól- anum Ármúla í Reykjavlk hófu að leika maraþon körfuknattleik kl. 12 á hádegi í gær og er ætlun- in að spila stanslaust í sólar- hring. Þijátíu nemendur taka þátt í uppátækinu og skipa þeir sex fimm manna lið sem eru blönduð piltum og stúlkum. Þar sem skólinn á ekkíert íþróttahús er leikið utandyra í porti skól- ans. Nemendur eru með þessu að safna í ferðasjóð útskriftar- nemenda. Morgunblaðið/Þorkell FRÉTTIR Handverk og iðn- mennt í Geysishúsi SJÖ félög og stofnanir iðnaðar- manna, sem eiga stórafmæli á þessu ári, halda sameiginlega sögu- sýningu og starfskynningu í tilefni þessara tímamóta í Geysishúsi á horni Aðalstrætis og Vesturgötu. Trésmiðafélag Reykjavíkur er 95 ára, Iðnskólinn 90 ára, Félag ís- lenskra gullsmiða 70 ára, Meistara- félag hárskera 70 ára, Iðnnema- samband íslands 50 ára, Meistara- félag húsasmiða 40 ára og Félag íslenskra línumanna 20 ára. Þetta er í fyrsta sinn sem slík sýning er haldin hér á landi en á sýningunni eru m.a. ljósmyndir og skjöl úr sögu sýningaraðila, marg- víslegir smíðagripir, skartgripir, verkfæri, sveinsstykki og listaverk, gömul rakarastofa, gullsmíðaverk- stæði -og trésmíðaverkstæði hafa verið sett upp, gamlir húshlutar og margt fleira. Aðsókn að sýningunni hefur ver- ið góð eða um 1.500 manns frá því að hún var opnuð 13. október sl. en hún verður opin til 27. nóvem- ber nk. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 11-16. Aðgangur er ókeyp- is. ■ KRISTÍN Ástgeirsdóttir seg- ir feministafréttir frá Banda- rikjunum í laugardagskaffi Kvennalistans 29. október. í sept- ember sl. ferðaðist Kristín vítt og breitt um Bandaríkin og mun í kaffinu segja frá því sem er efst á baugi í kvennapólitík þar vestra, m.a. frá heilbrigðismálum kvenna. Kaffið er á Laugavegi 17, 2. hæð, og hefst kl. 11. ■ KYNJAKETTIR, Katta- ræktarfélag íslands og Verslun- in Dýraríkið halda sameiginlega kynningu á verðlaunaköttum frá nýliðinni sýningu Kynjakatta i húsnæði Dýraríkis við Grensásveg laugardaginn 29. október. Á sýn- ingunni verður m.a. Kynjaköttur íslands, Sunna af Kolgu, besti köttur sýningarinnar. Kynjakettir verða einnig með sýningu á starf- semi sinni og fréttabréf sem félag- ið gefur út um ketti. Sýningin er öllum opin er kettirnir verða á staðnum frá kl. 10 en henni lýkur kl. 16. ■ RANNSÓKNA VÖRUSÝN- ING Deiglunnar hf. er haldin dagana 26.-28. október í sal Kvennadeildar SVFÍ, Sigtúni 9. Sýningin er opin frá kl. 10-19 alla dagana. Til sýnis er glervara, plast- vara, einnota plastvara, dauð- hreinsunarpottar, skilvindur, vogir, smásjár, súrefnismælar, filterar, vökvaskammtarar o.fl. sem þarf á rannsóknastofuna, til gæðaeftirlits, fyrir skóla og vísindamenn. Prófkjör dagana 28. og 29. október 1994 Prófkjörið hefst í dag, föstudag. Kjörstaður er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og er kosið frá kl. 13 til 21. Á morgun, laugardag, verður kosið á fimm stöðum í sex kjörhverfum, frá kl. 10-19. kjörhverfi Vestur- og miöbæjarhverfi, Nes- og Melahverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Öil byggöin vestan Snorrabrautar og einnig vestan Rauöarárstígs að Miklubraut. Kjörstaður: Hótel Saga B-salur. g| kjörhverfi Hlíöa- og Holtahverfi, Laugarneshverfi og Langholtshverfi. Öll byggö er afmarkast af 1. kjörhverfi í vestur og suöur. Öll byggö vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suðurlandsbrautar. Kjörstaöur: Valhöll, Háaleitisbraut 1. gjkjörhverfi Háaleitisbraut og Smáíbúöa- og Fossvogshverfi. Hverfiö afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suöurlandsbraut í norður. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. Qj kjörhverf i Árbæjar- og Seláshverfi. Kjörstaður: Hraunbær 102b. gkjörhverfi ** Hóla- og Fellahverfi, Bakka- og Stekkjahverfi, Skóga- og Seljahverfi. Kjörstaður: Mjódd, Álfabakka 14a. g| kjörhverf i Grafarvogur. Kjörstaður: Hverafold 1-3. Hverjir mega kjósa: Allir félagsbundnir sjálfstæöismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík við alþingiskosningarnar 8. apríl 1995 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðis- félag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Hvernig á aö kjósa: Kjósa skal 10 frambjóðendur. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóöenda (þeirri röö, sem óskaö er aö skipi endanlegan framboöslista. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóöanda, sem óskaö er eftir aö skipi fyrsta sæti framboðslistans. Talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóðanda, sem óskað er að skipi annaö sæti framboðslistans. Talan 3 fyrir framan nafn þess, sem óskað er að skipi þriðja sæti framboðslistans o.s.frv. í hvaöa kjörhverfi skai kjósa: Kjósa skal I því kjörhverfi, sem viðkomandi átti lögheimili þann 30. september 1994. Hafi kjósandi flutt I kjörhverfiö eftir þann tima, ber honum að staðfesta það með afriti af staðfestri aðflutningstilkynningu. L Sfe s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.