Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Vegaátak nauð- synlegt á höfuð- borgarsvæðinu ÉG HEF áður lagt áherslu á nauðsyn þess að taka fastar á vega- og gatnamálum höfuðborgarsvæð- isins. Á sl. vori var haldin ráðstefna um þessi efni og þar kom fram að árleg fram- kvæmdaþörf næmi 700 millj. kr. næstu 20 árin. Því miður hefur frekari athugun leitt í ljós að þessi fjár- hæð hrekkur ekki til. Hér er einungis verið að tala um þann hluta gatnakerfisins sem fellur undir þjóðvegi í þéttbýli og Vegasjóður stendur undir. Arðsemi vegaframkvæmda má reikna út með ýmsum hætti. En hvernig sem hún er reiknyð er hún mjög mikil á þeim vegafram- kvæmdum á höfuðborgarsvæðinu þar sem umferðarþunginn er mestur. Þá er m.a. tekið tillit til tímatafar og slysahættu. Ef tekið er dæmi af Ártúnsbrekku upp að Höfðabakka urðu 97 slys á þeim Framkvæmdaþörfín er gífurleg á höfuð- borgarsvæðinu, segir Halldór Blöndal, og fer vaxandi. vegarkafla að meðaltali á árunum 1986 til 1990. Með nauðsynlegum úrbótum og mislægum gatnamót- um er talið að unnt sé að fækka slysunum um helming. Þó svo að þær framkvæmdir kosti 1.250 millj. kr. er arðsemin af þeim mik- il og í rauninni má það ekki drag- ast mikið lengur að í þær sé ráð- ist. Önnur mislæg gatnamót sem brýnt er að ráðast í eru á mörkum Suðurlandsvegar og Vesturlands- vegar 130 millj. kr., Miklubrautar og Skeiðarvogs 450 millj. kr., Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar 700 millj. kr. og Reykja- nesbrautar og Breiðholtsbrautar 500 millj. kr. Þá vil ég nefna breikkun Reykjanesbrautar frá Breiðholtsbraut til Hafnarfjarðar ásamt mislægum gatnamótum 1.200 millj. kr. Þessu til viðbótar er auðvelt að tína til margvíslegar endur- bætur, göngubrýr og undirgöng og land- búnaðarráðherranum er umhugað um reið- vegina, að eftir þeim verði munað og reynt að setja þá upp í fram- kvæmdaröð. Það sem hér er að ofan talið er aðeins það allra brýnasta. Síðan koma fram- kvæmdir eins og þessar: - Breikkun Vesturlandsvegar frá Suðurlandsvegi í Mosfellsbæ ásamt mislægum gatnamótum við Víkurveg 750 millj. kr. End- urbætur Vesturlandsvegar og gatnamót í Mosfellsbæ 200 millj- ónir kr. Sundabraut, Sæ- braut.Kollafjörður 3.600 millj. kr. Eins og þessar tölur sýna er framkvæmdaþörfin gífurlega mikil og vaxandi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er sama reynsla og í ná- grannalöndum okkar hvarvetna þar sem borgir eru að rísa og efl- ast. Erlendis hefur það gefið góða raun að leggja á brúar- og vega- tolla til að standa undir dýrustu umferðarmannvirkjunum. En eins og jafnan kemur fámennið hér í veg fyrir að við getum farið troðn- ar slóðir annarra. Slíkt kerfi tæki of mikið til sín hér á landi til þess að veijandi sé að setja það upp nema í aðgreindum og sérstökum tilvikum eins og Hvalíjarðargöngin eru. Við verðum þess vegna að fjár- magna vegaframkvæmdir með skatti á umferðina og liggur þá bensín- og olíugjald beinast við. Það er vitaskuld erfitt, ef ekki ógjörningur, að reyna að skil- greina framkvæmdaþörfina fyrir sér tíu ár fram í tímann eða svo. En tíminn er fljótur að líða. Á ráðstefnunni í vor var talað um 700 millj. kr. á ári næstu 20 árin. Mér kæmi ekki á óvart þótt þörfin yrði 1.400 millj. kr. á ári næsta áratuginn. Það er því ekki eftir neinu að bíða að búa sig undir frekari framkvæmdir. Höfundur er samgönguráðherra. Halldór Blöndal FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 25 BIRYANI - INDVERSKT: HRÍSGRJÓN MEÐ GRÆNMETl, KJÚKLING OG KRYDDI. TORTIGLIONI - (TALSKT: PASTASKRÚFUR MEÐ GRÆNMETI, NAUTAKJÖTl OG KRYDDI FARFALLE - ÍTALSKT: PASTASLAUFUR MEÐ GRÆNMETI, SKINKU OG OST. Ein msk. smjör á pönnuna, rétturinn út í og allt tilbúið á 5 mín Skyndiréttir sem bragðast og líta út sem bestu sérréttir! o o 2 Z O Nezeril’ losar um nefstíflur Nezeril* er lyf sem losar um nefstíflur af völdum bólgu I nefsllmhúö, t.d. vegna kvefs. Einnig er Nezerif notaö sem stuðningsmeðferö við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Nezerif verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi sem gerir þér kleift að anda eðlilega. Mikilvægt er aö lesa vandlega leiöbeiningar um skömmtun sem eru á fylgiseðli með lyfinu. Jlezeril®0,5m8í«í ••iwpray ^vuxna och barnffto- ?ípmyningar i varderan# .Nwper dag víd fw* liniU'Jt- Neaara 0,1,-;-, HtttT-piBy* ssssr Grænt Nezeril® fyrir ung börn Bleikt Nezeril® fyrir böm Blátt Nezerll® fyrlr fulloröna Nezenil fæst iapólekinu Apóteh Nozerll (oxymetazolln) er tyt som tosar nolstlftur af Vðldum kvels. Vorkun kemur fljótt og varlr (6-8 klst. Aukeverkartlr: Staöbundin erting kemur fyrir og rhmitis medicnmontota við langtlrnanotkun VarúA: Ekki or róðiagt oð taka tyftö oftar en 3svar á dag né tongur en 10 daga 1 oonn. Nezeril & ekki aö nota vlö ofnæmlBbólgum f nefi efts langvarandi nefstlfiu ai Oörum toga noma I samraöi v*ö liokni. Leitrft til teoknts ef ilkanishiti er heetri en 38.5° C lengur en 3 daga Eí mikill verkur er til staftar, t d. oyrnavorkur, toer einnig að tolta Iækní3. Skómmtun: Nofdropar O.S mg/ml- Fullofftnk og oldrl en 10 ára: Innittald Qr einu einnota skemmtahylki I hvora nös tvisvar til þrlsvar sinnum 6 sðlarhring Neldropar 0.25 mg/mt: Böm 2-6 ðra: 2 dropar (innlhold úr u.þ.b. 1 /2 oínnota skammtahylki) I hvora nðstvisvar til þrísvar sinnum 6 sólarhnng Bðrn 7-10 ðro Innihuid 0r einu efnnota skammtahyiki l hvora nðs tvisvar til þrtóver stnnum a eólarttrirtg. Nefdropar 0,1 mg/ml: Bðm 6 mdnafta - 2 öra innihaM úr einu einnata skamrntshyiki I hvora nös tvisvar til þnevar sinnum ö sólarhring. Nýfaodd börn og hðrn ó brjóen meft erfiftlerko vift aft sjúga- 1-2 cfropar l rivora nös 15 mln. fyrtr mAWð. am aft 4 ainnum á sólarfinng. Nelúftaiyf með skammtnúðara 0.1 mg/ml: Börn 7 men8fta - 2 6ra: Tvoir úðaskarnmtar l hvora nös tvisvar til þrísvar sinnum A sóiarhring Nefúftalyf með skammtaúftara 0.25 mg/ml: Böm 2-6 óra Einn Oöaskammtur I hvora nfts tvisvor tli þrisvar sinnum ð sótarhring. Bðrn 7-10 ára: Tveir úftaskammtar I hvora nfts tvlsvar ti» þriavar sinnum 6 sóiarhring. Netúftaiyf moft skammtaúöare 0.5 mg/mi: Fullorönir og bðrn eldri en 10 Ora Tvoir úftaskammtar l hvora nfta tvi3var til þrisvar slnnum á sóiarhrmg Umboft og dreifing: Pharmaco trf ASTSIA mmm Astra ísbnd nMHÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.