Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Daimler-Benz eykur söluna um tæp 10% Bonn. Reuter. DAIMLER-Benz, stærsta iðnfyrirtæki Þýzkalands, jók sölu sína um 9% á fyrstu' níu mánuðum ársins í rúmlega 73 milljarða marka. Gert er ráð fyrir að afkoma Daimler-fyrirtækisins haldi áfram að batna á fjórða árs- fjórðungi og árssalan fari yfir 100 milljarða marka í fyrsta skipti sam- kvæmt bráðabirgðaskýrslu frá fyrirtækinu. Tveir þriðju heildarsölu fyrirtæk- isins fara um Mercedes-Benz-deild þess og því er spáð að heildarsala hennar í ár verði 585,000 bflar miðað við 508,000 í fyrra og 288,000 flutningabílar miðað við 254,000. Söluhá C-lína Sala Mercedes fyrstu níu mánuði ársins jókst um rúmlega 13% í 51.2 milijarða marka. Sala bíladeildar- innar jókst um 29% í 436,100. Daimler viðurkennir að aukning- in stafi að nokkru leyti af lítilli sölu í fyrra, áður en nýja C-línan kom til sögunnar. Bílar af þeirri gerð hafa selzt mjög vel og einnig tókst að auka sölu á E-línunni, sem verð- ur endurnýjuð á næsta ári. Vegna aukinnar sölu er unnið með fullum afköstum. Sérfræðingar telja tölur Mercede góðar og segja að þakka megi bíla- deildinni að allt Daimler-fyrirtækið muni skila hagnaði í ár eftir gifur- legt tap í fyrra. Fréttirnar urðu til þess að hlutabréf í Daimler hækk- uðu um þijú mörk í 749 í Frank- furt, en þau höfðu áður hækkað vegna spádóma um góða afkomu. Sala raftækjadeildarinnar AEG jókst í 7.4 milljarða marka úr 7.0 milljörðum marka, einkum erlendis. Sala fjármálaþjónustudeildarinnar Debis jókst í 7.9 milljarða marka úr 6.8 milljörðum þannig að umsvif hennar eru orðin meiri en AEG í fyrsta skipti. Sala Dasa dróst saman um 9% í 10.5 milljarða marka. Lítill eftir- spurn eftir flugvélum og niður- skurði herútgjalda er kennt um Starfsmönnum Daimters fækkaði um 7% í 338,543. Gert er ráð fyrir að bíladeild Mercedes tryggi fyrir- tækjasamsteypunni hagnað á ný eftir 1.839 milljarða marka tap (samkvæmt bandarískum GAAP- bókhaldsreglum) í fyrra. Auk vöru- bíladeildarinnar búast Dasa og AEG við áframhaldandi taprekstri í ár. Sérfræðingur í London spáir því að hagnaður Daimlers ailt árið verði um 491 milljón marka samkvæmt bandarískum bókhaldsreglum og 1.2 milljarðar marka samkvæmt þýzkum reglum. 20 stærstu hluthafar íslenskra sjávarafurða hf. 26. Október 1994 Hlutabréfaeign, þús. kr. '. Framleiðendur hf. 124.940 18,98 !. Samvinnulífeyrissjóðurinn 71.875 10,92 1. KASK, Hornafirði 51.356 7,80 1. Lífeyrissjóður Austurlands 43.650 6,63 í. Samvinnusjóður íslands hf. 39.000 5,92 f. Kaupfélaga Eyfirðinga Akureyri 31.460 4,78 r. Olíufélagið hf. 29.241 4,44 f. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. 28.820 4,38 1. Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar hf. 26.662 4,05 1. Vátryggingafélag íslands 26.050 3,96 f. Meitillinn hf., Þorlákshöfn 25.585 3,89 ?. Fiskiðja Sauðárkróks hf. 22.540 3,42 ?. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. 16.246 2,47 f. Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf. 15.954 2,42 j. Búlandstindur hf., Djúpavogi 12.650 1,92 l Tangi hf., Vopnafirði 12.082 1,84 1. Hólmadrangur hf., Hólmavík 7.936 1,21 18. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík 7.107 1,08 19. Siglfirðingur hf., Siglufirði 6.036 0,92 20. Guðmundur Runólfsson hf. 4.415 0,67 Aðrir 54.777 8,32 SAMTALS Óráðstafað 658.382 100,00 1.618 Markaðir Málmar enná metverði London. Reuter. MÁLMAR seldust enn á met- verði í gær, fimmtudag, en síðan lækkuðu þeir nokkuð vegna spákaupmennsku. Áltonnið fór á 1,853 doll- ara mest, en lækkaði í 1,8130. Fyrr í vikunni fór verðið yfír 1,800 dollara tonn- ið í fyrsta skipti í fjögur ár. Kopar seldist einnig á hæsta verði í fjögur ár, 2,662 dollara tonnið, en lækkaði síð- an í 2,635 dollara. Því er spáð að verðið muni hækka á ný. Umsnúningi spáð í Jóhannesarborg spáði sérfræðingurinn Michael Howell því að hækkað verð á hráefni mundi snúa við 50% lækkun á undanförnum 15 árum vegna aukinnar eftir- spurnar í Kína og annars staðar í Asíu. Hagfræðingar segja að enn sé ekki mikil hætta á verð- bólgu vegna hækkandi verðs á málmum og verð á gulli virðist staðfesta það. Gull hafði hækkað um einn dollar í gær í 389.90 dollara únsan, en það er 10 dollara lækkun miðað við verðið fyrr í mánuð- inum, ARNI M. MATHIESEN Stuðninösmanna Jundur Stuðningsmenn Áma M. Mathiesen eíha til hádegisverðarfundar f \éitingahúsinu Gafl-inn í Hafnarfirði laugardaginn 29. október milli kl. 11:45 og 13:30. Stuðningsmenn Áma M. Mathiesen em hvattir til þess að mæta á fundinn.* STUeNINQSMANNASKRIFSTDFA DALSHRAUNI 1 1 ■ DPIÐ ALLA DAQA FRÁ KL.10-2Z • SlMAR: 65 43 B9 /65 43 92 Fundarstjórú Iienedikt Sveinsson Ellert Eitiksæn Flugvélaiðnaður Boeing skilar minni hagnaði Seattle. Reuter. BOEIN G-flugvélaverksmiðj urnar skiluðu minni hagnaði á þriðja ársfjórðungi, en binda vonir við varanlegan hagvöxt í Bandaríkj- unum, aukinn markað í Asíu og lok samdráttar í Evrópu. Hagnaðurinn nam 185 milljón- um dollara á fjórðungnum miðað við 189 milljónir 1993. Arður á hlut minnkaði í 54 cent úr 56, en sérfræðingar höfðu spáð því að hann yrði 44 cent. Þó voru fleiri flugvélar afhentar en spáð hafði verið: 65 miðað við 58, sem sérfræðingar höfðu spáð, og 67 í fyrra. Farþegaflug er að glæðast á ný að sögn Boeing, sem telur þó að sala á farþegaþotum verði treg allt næsta ár. Fyrirtækið ver mikl- um fjármunum til tilrauna á nýrri Boeing 737 um þessar mundir. Sérfræðingar segja að löng bið á samningum um sölu flugvéla að andvirði 6 milljarðar dollara frá Boeing og McDonnell Douglas Corp. til Saudi-Arabíu kunni að hafa áhrif á afkomu Boeings seint á næsta ári takist samningar ekki senn. Boeing hafði gert ráð fyrir að hefja afhendingu á 747-breiðþot- um og öðrum flugvélum til Saudi- Arabíu síðla árs 1995, en samning- ar hafa dregizt vegna fjárhags- vanda Saudi-Araba. Snyrtl- og gjafavöruverslun, Háaleitisbtaut 58-60, S. 813525. ‘Mikið úrvaí 'ötum myticC kr. 2.985 (atwardw kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.