Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utandagskrárumræða um meinta hótun félagsmálaráðherra í sjónvarpsþætti Ólafur Ragnar boðar vantraust á ráðherrann ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að ef Guðmundur Árni Stefáns- son félagsmálaráðherra segði ekki af sér ráð- herradómi á næstu dögum myndi hann ræða við aðra þingmenn um flutning vantrauststillögu á ráðherrann. Umræðan fór fram að beiðni Ólafs Ragnars vegna ummæla Guðmundar Áma um samskipti félagsmálaráðherra við Hafnarfjarðarbæ í_ sjón- varpsþætti á þriðjudagskvöldið. Vitnaði Ólafur Ragnar sérstaklega til eftirfarandi orða sem Guðmundur Ámi beindi til bæjarstjórans í Hafn- arfirði í þættinum: „Nú vil ég gjaman eiga við þig orðastað um þau mál, því ég hef orðið satt að segja dálitlar áhyggjur af því í mínum heimabaé og tala þá fyrir sjálfan mig, að menn eru þar sennilega, að því er virðist, að vera að festast í fari og ég vil nú vara þig -við, sem reynslumikill í þínu starfi, að þú farir nú að horfa fram fyrir þig, því að við þurfum að ræða ýmis mál, og þá tala égsem félagsmálaráðherra um reynslusveit- arfélögin, um tilflutning grunnskólans, um húsa- Forsætisráðherra segir ummæli Guðmundar Árna óheppileg leigubætur og nú fer að koma 1. nóvember þegar Hafnfirðingar þurfa að taka ákvörðun hvort að leigjendur í Hafnarfirði ef þeir eigi að fá sínar bætur.“ Ólafur Ragnar sagði að félagsmálaráðherra hefði með þessum orðum hótað bæjarstjóranum embættisvaldi sínu. Davíð Oddsson sagði að þessi ummæli væru óheppileg og þau mætti misskilja. „Ég hef hins vegar rætt við hæstvirt- an félagsmálaráðherra og hann hefur fullvissað mig um það að það hafí ekki vakað fyrir honum að neinu leyti að hafa í hótunum við bæjarstjór- ann,“ sagði Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að ef til þess kæmi að Hafnarfjarðarbær óskaði eftir að félagsmálaráðuneytið athugaði einstaka þætti í rekstri bæjarins þá gerði hann ráð fyrir að Guðmundur Ámi viki sæti hvað það atriði varðaði og að annajc ráðherra yrði skipaður fé- lagsmálaráðherra til að taka við þeim þætti sérstaklega. Guðmundur Árni segist ekki hafa hótað Guðmundur Ámi sagðist hafa setið í umrædd- um sjónvarpsþætti sem fyrrverandi bæjarstjóri. Sagðist hann hvorki hafa verið með viðvaranir né duibúnar hótanir sem félagsmálaráðherra í garð bæjarstjórans í Hafnarfirði. „Ekkert slíkt bjó að baki af minni hálfu,“ sagði hann. Nokkrir þingmenn tóku til máls og gagnrýndu félagsmálaráðherra. Jón Kristjánsson, Fram- sóknarflokki, sagði málið komið á það alvarlegt stig að útilokað væri að félagsmálaráðherra gæti haft forystu í viðræðum við sveitarfélögin. Árni Mathiesen, Sjálfstæðisflokki, sagði að fé- lagsmálaráðherra yrði að gæta orða sinna. Krist- inn H. Gunnarsson, Alþýðubandalagi, sagði ráð- herra iðulega hafa gert sig sekan um dómgreind- arbrest í ummælum sínum og bæri að segja af sér og Kristín Einarsdóttir, Kvennalista, sagði að í orðum félagsmálaráðherra fælist hótun og honum bæri að segja af sér. Könnun hjá foreldrum í Reykjavík Bæta þyrfti við 15-20 leikskól- um í borginni TIL að mæta óskum foreldra barna í Reykjavík á aldrinum eins til fimm ára þarf að bæta við um 60-66 leikskóladeildum í Reykjavík, mið- að við núverandi fjölda bama, eða sem svarar 15-20 leikskólum, hveijum með 3-4 deildum. Þetta er niðurstaða könnunar, sem Dagvist bama í Reykjavík gerði hjá foreldrum 6 mánaða til 5 ára bama. Könnunin fór þannig fram, að bréf var sent til 7.898 foreldra, sem eiga 8.913 börn á þessum aldri. Svör bárust frá 36% aðspurðra, frá tæplega 30% þeirra sem eiga börn í leikskóla og frá um 45% þeirra sem ekki eiga börn í leikskóla. Vilja lengri dvöl í niðurstöðum könnunarinnar segir, að sterkar vísbendingar séu um að þeir sem óski eftir breyting- um, þ.e. lengri dvalartíma fyrir börnin eða nývistun, svari miklu betur en þeir sem em ánægðir með tímann eða óski ekki eftir leikskóla fyrir bam sitt. Af þeim foreldram, sem eiga böm í leikskóla, óska 635 eftir lengri dvöl, eða í samtals 1886 stundir daglega, sem samsvarar um 10 deildum í leikskóla. Sam- kvæmt þessu þyrfti að ijölga leik- skóladeildum um 11-12 til að mæta óskum um dvalartíma barna, sem þegar era í leikskólum. 8-9 stundir Óskir foreldra bama, sem ekki era í leikskóla, lúta að því að flest- ir vilja þeir 8-9 stunda dvöl fyrir börn sín, en aðrir óska 4-6 stunda vistunar daglega. Ef þeir síðar- nefndu deila með sér heilu plássi er alls um 1100 heil pláss að ræða, eða um 55 deildir í leikskóla. Flestir foreldrar vilja að bömin byrji á leikskóla við tveggja ára aídur. Morgunblaðið/Þorkell FJÖLGA þarf um 60-66 leikskóladeildir í Reykjavík til að koma til móts við ýtrustu óskir foreldra ungra barna i borginni. Meirihluti o g minnihluti bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar sammála Húsaleigubæt- ur til reynslu BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar sam- þykkti í gær samhljóða að taka upp húsaleigubætur til reynslu í eitt ár en krefst þess jafnframt að lög um húsaleigubætur verði end- urskoðuð þannig að bætumar verði greiddar gegnum skattakerfið. Magnús Gunnarsson formaður bæjarráðs sagði að þótt bæjarráðs- mönnum þætti á engan hátt nægi- lega vel staðið að framkvæmd málsins af hálfu ríkisins vildu þeir sjá til hvemig mál þróuðust á þessu fyrsta ári sem lög um húsaleigu- bætur gilda. Hann sagði að ekki væri ljóst hver kostnaður bæjarins vegna bótanna yrði. I samþykkt bæjarráðs segir að fjölmargir augljósir annmarkar séu á lögunum um húsaleigubætur sem geri framkvæmdina mjög flókna og torveldi mat á áhrifum og kostnaði. í raun sé ríkisvaldið að biðja sveitarfélögin að skrifa upp á óútfylltan víxil og mun eðlilegra og einfaldara hefði verið að greiða bætumar gegnum skattakerfíð með sama hætti og vaxtabætur og bamabætur. í samþykktinni segir síðan að iög um húsaleigubætur séu þó spor fram á við í þeim skilningi að í þeim sé í fyrsta skipti gert ráð fyrir að jafna aðstöðu þeirra sem kjósa að búa í eigin húsnæði og þeirra sem annaðhvort kjósa það ekki eða hafa ekki til þess fjár- hagslegt bolmagn. Vegna þessa samþykki bæjarráð að taka upp húsaleigubætur í eitt ár en krefjist þess að lögin verði endurskoðuð þannig að húsaleigubætur verði greiddar á sama hátt og vaxtabæt- ur. Þannig verði tryggt að allir þegnar landsins njóti sama réttar óháð búsetu og dregin skýr verka- skiptalína milli sveitarstjórna og ríkisvalds. Rætt um reynslusveitarfélög Bæjarráðið fjallaði einnig um þá afstöðu Reykjavíkurborgar að taka ekki þátt í frekari viðræðum við ríkið um reynslusveitarfélög meðan ríkisstjómin gerir þá kröfu að sveitarfélög greiði 600 milljónir króna til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Magnús Gunnarsson sagði að bæjarráð ætlaði< að gefa sér viku til að skoða þetta mál en boð- aður hefur verið fundur 4. nóvem- ber með félagsmálaráðuneyti og ölium verkefnastjórnum reynslu- sveitarfélaga. INNLENT Bréfið skrifað uppá eindæmi „BAK VIÐ þetta bréf er engin ákvörðun kjörinna fulltrúa. Mér finnast þessi vinnubrögð for- seta borgarstjórnar grátbros- leg,“ sagði Gunnar Jóhann Birgisson sem sæti á í nefnd um reynslusveitarfélög á veg- um Reykjavíkurborgar. „Forseti borgarstjórnar, sem jafnframt er formaður þessarar nefndar, er búin að senda fé- lagsmálaráðherra bréf þar sem hann riftir viðræðum borgar- innar og félagsmálaráðuneytis um reynslusveitarfélög. Fyrir það fyrsta eru þessar viðræður vart hafnar. Það er hins vegar búið að leggja mikla vinnu í undirbúning þeirra. En ekki veit ég í umboði hvers Guðrún Ágústsdóttir hefur rit- að þetta bréf. Ég veit ekki til þess að slík ákvörðun hafi verið rædd á vettvangi borgarstjóm- ar, ekki í borgarráði, borgar- stjórn eða í nefndinni sjálfri. Hún hefur enga ákvörðun kjör- inna fulltrúa á bak við sig. Svona vinnubrögð hljóta að skaða Reykjavíkurborg í þessu mikilvæga verkefni. Meirihluti borgarstjómar og minnihluti eru sammála um að mótmæla harkalega ætlun rík- isstjómarinnar að ganga á gerða samninga. En það er allt annar hlutur en þetta bréf. Ég er boðaður á fund í nefnd- inni klukkan 12 á morgun, föstudag. Verkefnið er vinnu- fundur til undirbúnings viðræð- unum. Og hann hefur ekki ver- ið afboðaður enn.“ 27. refsi- dómurinn mildaður HÆSTIRÉTTUR breytti í gær tveggja ára fangelsisdómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir 31 árs gömlum manni, Sigurði Hólm Sigurðssyni, í 15 mánaða fangelsi. Maðurinn er dæmdur fyrir tvær þjófnaðartilraunir og eitt innbrot. Brotin voru framin í júlí sl., innan við sólarhripg eftir að hann hafði verið látinn laus úr fangelsi. Þetta er 27. refsidómur mannsins frá árinu 1979. Að meðtöldum dómi Hæstaréttar frá í gær hefur hann samtals verið dæmdur til tæplega ll'A árs fangelsisvist- ar. Maðurinn var saksóttur fyr- ir að hafa stolið sex armbands- úrum, fjóram gullhringjum, silfurhring, tveimur byssum og átta rauðvínsflöskum í inn- broti i hús í Árbæjarhverfi. í lialdi síðan í júlí Sömu nótt reyndi hann að bijótast inn í íbúð við Kárastíg en hætti við þegar hann heyrði hund gelta í íbúðinni og reyndi þá að stela kvenmannsveski úr eldhúsglugga við Bjamarstíg þar sem hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarð- hald, sem hann hefur setið í síðan. Eins og fyrr sagði hefur maðurinn hlotið 27 refsidóma, m.a. fyrir þjófnaðar-, ofbeldis- °g kynferðisbrot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.