Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 37 Grænkálið er í garði Kristínar Gestsdótt- ur og er nú orðið eins gott og það getur orð- ið, en það batnar við frost. En fleira þolir frost, steinseljan er líka fagurgræn. Þetta ættum við að nýta okk- ur og fylla okkur af hollustuefnum fyrir veturinn. NÚ ER gott og gjöfult sumar liðið og fagrir haustdagar teknir við. Fólk hefur tekið upp úr görð- um sínum og vonandi borða margir mikið af grænmeti þessa daga, enda verslanir fullar af bæði góðu og ódýru grænmeti. Margir hafa fryst grænmetið, þar á meðal grænkálið, þó það ætti að fá að standa lengi úti eftir að frost er komið, en það batnar við frost. En hvernig stendur á því? Grænkálið inniheldur sterkju, sem breytist í sykur þeg- ar hún þiðnar og kálið verður mildara og betra á bragðið. Grænkálið kann kuldanum vel og stendur oft stinnt og státið langt fram á vetur. Grænkál hefur verið ræktað á íslandi lengi og var mikið borðað Matur og matgerð PÁLMINORÐURSINS GRÆNKÁL þegar ég var að alast upp. Hin síðari ár er minna um það, þótt börn í skólagörðum rækti tals- vert af því. Það er mjög járn- og A-vítamínríkt og í því er kals- íum bg fleiri steinefni. Bretar hafa skömm á grænkáli. í breskri matreiðslubók las ég að það væri óhæft í annað en allra „simpl- ustu“ rétti. Öðru máli gegnir um Þjóðveija, þeir kalla grænkálið pálma norðursins og mörg héruð eiga sinn sérstaka grænkálsrétt, sem eru yfirleitt með bjúgum, en Þjóðverjar eru frægir fyrir mikið úrval af ljúffengum bjúgum. Ég hefi verið að lesa hinar ýmsu grænkálsuppskriftir Þjóðveija, og með hliðsjón af þeim bjó ég til einn rétt með íslenskum pyls- um og annan með íslenskum bjúgum. Grænkáls/ pylsuréttur 300-400 g grænkól saltvatn til að sjóóa kólið í 150 g beikon 2 msk. matarolía 3 meðalstórar gulrætur 6 pylsur 1 msk. parmesanostur 1. Þvoið grænkálið, takið úr því stilkinn. Setjið vatn og salt i pott og látið sjóða, setjið þá grænkálið út í, látið vatnið rétt fljóta yfir. Sjóðið í 5 mínútur, hellið þá á vatn- inu, kreistið vökvann úr því en saxið síðan. 2. Skerið beikonið í lita bita, setjið á pönnu og brúnið ör- lítið. Takið síðan af pönnunni, bætið matarolíu á hana. Skerið gulrætur í þunnar sneiðar. Setjið í feitina ásamt grænkálinu, hafið lágan hita og látið sjóða í feitinni í 10 mínútur. Takið þá úr feitinni og setjið í skál. 3. Skerið pylsurnar í sneiðar, setjið á pönnuna og brúnið örlítið. Setjið allt hitt á pönnuna og hitið vel í gegn. 4. Stráið parmesanosti yfir. Meðlæti: Kartöflustappa eða soðið pasta. Grænkál m/ svínakjöti og bjúgum 400 g grænkól saltvatn til að sjóóa grænkólið í 500 g smótt skorið svínakjöt ( gúllasbitar) 1 stór laukur 2 + 1 msk. matarolía tsk. múskat 1 tsk. salt nýmalaður pipar 1 dl vatn _________1 tsk. súpukraftur____ 3 meðalstór bjúgu, um 500 g 1. Takið stilkinn úrgrænkálinu, sjóðið í litlu saltvatni í 5 mínútur. Hellið köldu vatni á grænkálið, takið síðan úr vatninu, kreistið örlítið, en saxið síðan smátt. Af- hýðið og saxið laukinn. 2. Setjið 2 msk. af matarolíu á pönnu, hitið vel og steikið kjötið í henni, takið kjötið síðan af pönn- urini, bætið á hana 1 msk. af matarolíu og steikið grænkálið og laukinn í feitinni. Setjið hvort tveggja síðan á eldfast fat, stráið yfir það múskati. 3. Leggið kjötið ofan á grænkál- ið, stráið á það salti og pipar. Leys- ið súpukraftinn upp i vatninu og hellið yfir. 4. Skerið bjúgun í 1 cm sneiðar og leggið ofan á fatið. 5. Hitið bakaraofninn í 200C, setjið fatið á miðjan ofninn og bakið í 20-30 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ásgeir og Krislján sigruðu fyrir austan ÁSGEIR Metúsalemsson og Kristján Kristjánsson áttu glæsilegan enda- sprett og sigruðu í aðaltvímenningnum sem lokið er. Þeir hlutu 157 stig yfir meðalskor og 5 stigum meira en Aðal- steinn Jónsson og Gísli Stefánsson sem höfðu haft mjög góða forystu fyrir síðasta kvöldið. Lokastaðan: Ásgeir - Kristján 157 Aðalsteinn - Gísli 152 AuðbergurJónsson-HafsteinnLarsen 112 Svala Vignisdóttir - Ragna Hreinsdóttir 99 ÁmiGuðmundsson-ÞorbergurHauksson 84 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Ásgeir - Kristján 69 Jónlngvarsson-AndrésGunnlaugsson 48 Guðmundur Magnússon - Jónas Jónsson 46 Bridsfélag Suðurnesja Lokið er tveimur umferðum í hrað- sveitakeppni, JGP-mótinu, með þátt- töku ellefu sveita. Staðan eftir tvö kvöld af fjórum: Tveir x tveir 1234 Torfi S. Gíslason 1229 Gunnar Guðbjörnsson 1162 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Torfi S. Gíslason 613 Löggusveitin 599 Gunnar Guðbjörnsson 597 Þriðja umferðin verður spiluð á mánudagskvöld í Hótel Kristínu og hefst spilamennskan kl. 19.45 stund- víslega. Keppnisstjóri er Isleifur Gíslason. Bridsdeild Félags eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 21. október var spilaður tvímenningur og mættu 14 pör. Úrslit urðu: Hannes Alfonsson - Bragi Salómonsson 183 Helga Ásmundad. - Hermann Finnbogason 178 Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Ámason 176 Meðalskor . 156 Þriðjudaginn 25. október var spilað- ur tvímenningur. 20 pör mættu, spilað var í 2 riðlum, A og B. -Úrslit í A- riðli urðu: Garðar Sigurðsson — Cýrus Hjaltason 131 Eysteinn Einarsson - Kári Siguijónsson 125 Þorsteinn Erlingsson - Bergsveinn Breiðfjörð 122 B-riðill: BergurÞorvaldsson - Þórarinn Árnason 135 SveinnSæmundsson-ÞórhallurÁmason 126 Laufey Þórðard. - Hallgrímur Kristjánsson 122 Meðalskoríbáðumriðlum 108 Bridsfélag kvenna Nú er 18. umferð af 23 lokið í baro- meternum og er staða efstu para þannig: Kristjana Steingrimsd. - Hanna Friðriksd. 146 Halla Bergþórsdóttir - Soffía Theodórsdóttir 118 HallaÓlafsdóttir-lngunnBemburg 95 Soffía Daníelsdóttir - Hrafnhildur Skúladóttir 86 Ólína Kjartansdóttir - Ólöf Þorsteinsd. 72 Bridsfélag Hreyf ils Mánudaginn 24. október lauk hausttvímenningi félagsins. Úrslit urðu þessi: Ragnar Bjömsson - Daníel Halldórsson 1553 Sigríður Ólafsson - Flosi Ólafsson 1524 Guðjón Jónsson - Guðlaugur Sæmundsson 1520 Mánudaginn 31. október hefst aðal- sveitakeppni félagsins. Stjórn félags- ins vonast til þess að sjá sem flesta. Bridsfélag Akureyrar Staðan eftir 11 umferðir í Akur- eyrarmótinu í tvímenningi. Staða efstu para er þessi: ReynirHelgason-SigurbjömHaraldsson 280 Pétur Guðjónsson - Anton Haraldsson 164 Hörður Blöndal - Grettir Frimannsson 131 MagnúsMagnússon-StefánRagnarsson 127 Hermann Tómasson - Ásgeir Stefánsson 106 HaukurJónsson-HaukurHarðarson 60 mMUTILIFP^ -GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 - - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.