Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 9 FRÉTTIR Kynningarátakið Islenskt, já takk 1994 á næsta leiti Neytendur hugsi áður en þeir versla Morgunblaðið/Þorkell BENEDIKT Davíðsson forseti ASÍ og Þórarinn V. Þórarinsson. Islensk vara er fyllilega samkeppnishæf KYNNINGARÁTAKIÐ íslenskt, já takk er að hefjast öðru sinni enda er það er talið hafa skilað umtals- verðri söluaukningu á neytendavöru- markaði fyrstu sex mánuði ársins, eða um 12%. Verkefnið er unnið í samvinnu Alþýðusambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, íslensks landbúnaðar, Sam- taka iðnaðarins og Vinnuveitenda- sambands íslands og segir Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, að vonandi sé það upp- hafið að frekara samstarfi þátttak- enda enda eigi allir mikið undir því að vel takist til. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem haldinn var til kynningar með fulltrúum fyrrgreindra samtaka í gær. Er átakinu einkum ætlað að auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu með því að hvetja neyt- endur til þess að velja íslenskt og að hugsa áður en þeir versla. Auk þess að hvetja framleiðendur og verslunarfólk til að kynna íslenska vöru, ekki síst á þeirri forsendu að hún sé góð og hagkvæm. Ekki alltaf dýrari Helga Guðrún Jónasdóttir, for- stöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, sagði til dæmis að markmiðið væri ekki síst að ráðast gegn þeirri ímynd að íslensk fram- leiðsla væri dýrari því svo væri ekki í mörgum tilfellum. Einnig kom fram að samkvæmt niðurstöðum byggð- um á átakinu í fyrra sættu íslenskir neytendur sig við allt að 10% verð- mun á íslenskri vöru og erlendri. Kostnaður 12 milljónir Meðal annars var kynnt 45 sek- úndna auglýsing fyrir sjónvarp en kostnaður vegna kynningarinnar felst einkum í birtingu auglýsinga í fjölmiðlum. í fyrra varð hann 12 milljónir og verður að líkindum örlít- ið lægri í ár að sögn. Lögð er áhersla á höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar en auk þess á verslun og þjónustu sem þeim tengjast óijúfanlegum bönd- um. Sagði Helga Guðrún í því sam- bandi að markmið kynningarher- ferðarinnar væri ekki síst það að skapa umræðu á jákvæðum grunni sem aðrir sæju sér hag í að nota. En einn ávinninga átaksins í fyrra er samstarf tíu verslana innan Kaup- mannasamtakanna, sem hófst um síðustu mánaðamót undir kjörorðun- um þín verslun. Felst það í endurröð- un varnings í hillum verslananna í því augnamiði að gera íslenskri framleiðslu hærra undir höfði. Aukinn áhugi Framkvæmdin er með svipuðu sniði og í fyrra og til dæmis verður íslensk vika opnuð formlega á Sel- fossi 31. október að viðstöddum for- seta íslands. Fram kom í máli margra á fundinum að aukinn áhugi væri á þessu verkefni meðal verslana og fyrirtækja og ætla Hagkaup og Nóatún að láta að sér kveða með því að tileinka tiltekinn dagafjölda íslenskri framleiðslu í október og nóvember svo dæmi séu tekin. Hið sama verður gert í Vestmannaeyj- Áhersla á samhengi Benti Haukur Halldórsson for- maður Stéttarsambands bænda á að svo virtist sem menn skynjuðu betur Samhengi atvinnugreinanna og und- ir það tók Benedikt Davíðsson for- seti ASÍ. En hann sagði þýðingar- mikið að efla atvinnuvegina með aukinni neyslu á innlendri fram- leiðslu og mikilvægt væri að koma þeim skilaboðum áleiðis til fólks. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ lagði áherslu á að herferðin væri farin vegna sam- keppnishæfni íslenskrar vöru en ekki uppruna. Talið hefði verið að íslend- ingar væru betur samkeppnisfærir, bæði hvað varðaði gæði og verð framleiðslunnar, enda væri fram- færslukostnaður sá sami nú og fyrir ári síðan. Þrátt fyrir þetta var lögð áhersla á að þótt afkoma í fram- leiðslu og þjónustu hafi batnað megi lítið út af bera og jafn mikilvægt að standa vörð um ímynd innlendra framleiðslu- og þjónustugreina nú sem fyrr. um. Útsölubomba á eldri lager. Jakkar kr. 5.500. Buxur kr. 2.900. Pils kr.2.900. TBllyjs& sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunni: 60 milljónir Vikuna 20. til 26. október voru samtals 60.404.048 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæö kr.: 20. okt.l 21. okt. 21. okt. 21. okt. 21. okt. 25. okt. 25. okt. 25. okt. 26. okt. Staða Gullpottsins 27. október, kl. 13:00 var 8.075.300 krónur. :za 67, Hafnarfirði......... 103.977 Café Romance.............. 122.470 Háspenna, Laugavegi....... 96.600 Háspenna, Laugavegi....... 50.949 Háspenna, Hafnarstræti.... 99.250 Ölver....................... 341.168 Ölver....................... 110.532 Fossinn, Garðabæ.............. 70.961 Háspenna, Laugavegi....... 107.241 Silfurpottarnir byrja alltaf f 50.000 kr. og Gullpottarnir f 2.000.000 kr. og hækka sföan jafnt og þétt þar til þeir detta. LANDSMÓT HELLA 94 MYNDBANDIÐ ER KOMIÐ ÚT TRYGGÐU ÞÉR EINTAK W’ )"á'j x< EIÐFAXI-VIDEO Sími 91-685316 - Fax 91-686318 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 2S.-29. október til nýrra forystustarfa á Alþingi Eftir 12 ára forystustörf í borgarstjórnarflokki sjálfstœðismanria í liey'kjavík hefur Katrín ákveðið að taka áskorun rnikils fjitlda stuðningsrnanna sinna um að halda áfram að gegna trúnaðarstörfum fyrir Reykvíkinga, uú á Atþingi. Katrín Fjeldstcd er löngu þjóðkunn fyrir störf sín sem stjórnrnálamaður og lœknir og skelegga baráttu í fjölþœttum tnálaflokkum er varða líf og störf liins almenna borgara. 1' (tir stjornmala/nenn búa yfirjafn yfirgríps- mikilliþekkingu á högurn fólks á öllum aldri og úr öllurn stéttum og Katrín Fjeldsted, sem luín ekki síst hefur aflað sér sem heimilislœknir í Reykjavík utn /4 ára skeið. í sania tínia og heilbrígðiskerfi þjóðarínnar stendur á timamótum stóraukins aðhalds og endur- skoðunar á enginn lœknir sœti á Alþingi. Þar er mikil þörf á sétfrœðiþekkingu og reynslu Katrínar. Grundvallarhugsjónir Katrínar byggja á mannúð og betri lífsskilyrðum fólksins í landinu, bœttri heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnuuppbj'ggirígu til að tryggja öllum atvinnu við sitt litvfi. Serri lœknirþekkir hún afleiðingar atvinnulej'sis á fjölskylduna. Sjalfstædismenn í fíeykjavík hafa valið Katrínu ífremstu röð við hlið borgarstjóra ogforseta borgarstjórnar á framboðslista í Reykjavík og œtla lienni eitt af efstn sœtum á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. katnn Fjeldstcd þarf ekki að birta Reykvíkingum langan loforðalista. Þeirþekkja störf hennar, yfirsýn ogþekkingu. Þeirþekkja hanajyrir sjálfstœði í skoðwmm og einurð í málflutningi, enfyrst og fremst sem einri transtasta talsmann Sjálfstœðisflokksins í breiðum hópi samherja. Þess regna fagna stuðningsmenn herínar einlœglega að hún hefur fallist á að bjóða enn á nýfram starfskrafta sína íþágu Reykríkinga og allrar þjóðarínnar á Alþingi. I í(j ukorum (l (llla sjálfstœðismenn að taka þ essu boði og tryggja henni sem Jyrr sœti ífremstu röð á framboðslista flokksins. Stuðningsmenn. KosningaMkrifstofa stuðningsnianna katrínar Fjrldstrd cr ■ Ingólfsstrœti 5. Símar. 22144, 22.*t<>0 og 22361. Opið kl. 16-21 virka daga, kl. 10-19 laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.