Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand 50METIME5 I UE AWAKE AT NI6MT, ANO I THINK ABOUT THE 600P LIFE THAT I HAVE..I REALLV HAVE NO COMPLAINTS.. THEN A VOICE COME5 TO ME FROM OUT OF THE DARK/'WE APPRECIATE VOUR ATTITÖDP '" Stundutn ligg ég vakandi um nætur og hugsa um Þá heyrist rödd úr myrkrinu og segir: „Við kunnum hvað ég á gott Iíf... ég hef í rauninni ekkert til að meta viðhorf þitt!“ að kvarta yfir... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími691100 • Símbréf 691329 Athugasemd vegna greinar um kosningalög Frá Frá Valgarði Guðjónssyni í GREIN eftir Þorkel Helgason í Morgunblaðinu frá 23. október 1994 voru tvær fullyrðingar sem ég hnaut um. í fyrsta lagi segir Þorkell að nýjar fræðilegar athug- anir sýni að úthlutunarákvæði geti ekki í senn verið sanngjörn og ein- föld. Þessa fullyrðingu er hægt að afsanna á einfaldan hátt. Úthlut- unarákvæði þar sem Iandið er eitt kjördæmi og þingsætum úthlutað eftir reglu d’Hondts eru í senn bæði sanngjöm og einföld. Skiptir þá engu fjöldi eða umfang fræði- legra athugana eða hversu merki- legir spekingar standa að þeim. Fullyrðingin er einfaldlega ekki rétt. Regla d’Hondts Varla er hægt að halda fram að reglumar séu flóknar þegar börn geta skilið þær á nokkrum mínút- um. Hvað sanngirnina varðar þá tryggir regla d’Hondts eins jafnan fjölda kjósenda bak við hvern þing- mann og kostur er. Eða réttara sagt: Kjósendur eiga sér fulltrúa í réttu hlutfalli. Sanngjarnari geta reglurnar varla verið frá kjó- sandanum séð. í öðra lagi segir Þorkell að regla d’Hondts hafi mikilvægan ágalla með hliðsjón af markmiði um flokkajöfnuð, hún sé vilhallari atkvæðamestu listunum en aðrar aðferðir. Með „vilhallari" er verið að gefa í skyn að hún sé ósanngjöm. Nú má kannski taka dæmi um einhveija lista sem hugs- anlega vilja starfa saman að kosn- ingum loknum og segja að regla d’Hondts komi illa við þá. En það skiptir að sjálfsögðu engu máli. Kjósendum er boðið upp á viðkom- andi lista sitt í hvora lagi. Eftir stendur að reglan er sanngjörn frá sjónarhóli kjósenda. Kjósendur eru kjarni málsins Þarna er kannski komið að kjarna málsins. Kosningalögin eiga að vera fyrir kjósendur en ekki þá Sem verið er að kjósa. Þaðan af síður reiknifræðinga. Núverandi kosn- ingalög era sennilega mest hróp- andi dæmið um hvað gerist þegar stjórnmálamönnum og reikni- fræðingum er treyst fyrir kosn- ingalögum. Ég get ekki stillt mig um að nefna nokkra helstu gall- ana: Kjósendur sem greiða ákveðn- um lista atkvæði geta orðið til þess að hann missi þingsæti. Örfá atkvæði þarf til að hnika mörgum þingsætum. Vægi atkvæða milli landshluta er ótrúlega ójafnt. Óvíst er að úthlutun takist og því gæti þurft að grípa til viðlagaákvæðis. Lögin era það flókin að töluverða vinnu þarf til að skilja þau. Ég veit ekki hver tilgangur Þorkels með upprifjun á markmiðum gild- andi kosningalaga er. Vonandi er tilgangurinn sá að vara þá við vít- unum sem nú eiga að gera tillögu að nýjum lögum. Sennilega er þó best að sú fötlun sem réð ríkjum við gerð síðustu kosningalaga sé gleymd og grafin. Byrjað verði með hreint borð og markmiðin verði að kosningalögin séu einföld og auðskiljanleg, að kosningalögin séu sanngjörn, að kjósendur hafi bein áhrif á það hvaða einstakling- ar ná kjöri og að heildarfjöldi þing- manna sé í hlutfalli við kjósendur. Og umfram allt að lögin séu fyrir kjósendur. Ekki þingmenn eða rei- knifræðinga. VALGARÐUR GUÐJÓNSSON, vinnur við hugbúnaðargerð. Lokaorð vegna Marðar Frá Sigurði Þór Guðjónssyni: ÞANN 20. október svarar Mörður Árnason í Morgunblaðinu ábend- ingu frá mér vegna setu hans í stjórn Regnbogans og birtist sú ábending i sama blaði 16. október. Óþarfi er að rekja efni hennar hér aftur. En í svari sínu lætur Mörður að því liggja að skrif mín á sínum tíma gejgn siðanefnd Blaðamanna- félags lslands hafi verið fullkom- lega tilefnislaus „atyrði“ út í þá sem í nefndinni sitja og jafnvel einhveija í Blaðamannafélaginu líka. Lítilsvirðing Þetta gæti ekki verið meira rangt. Skrif mín voru algeriega málefnaleg frá upphafi til enda. Ég reyndi með ítarlegum rökum að sýna fram á það, að þrátt fyrir yfírlýsingar um annað hafi siða- nefndin á ýmsan hátt hagað svo orðum sínum að þau gætu skaðað mig í annarra augum og ýttu auk þess undir almenna fordóma. Ég var því einungis að veija sjálfan mig. En það er ljóst að Mörður hefur ekki tekið rök mín alvarleg. Fyrir honum voru þau bara „at- yrði“, en hann talar hins vegar af kurteisi um skrif ýmissa blaða- manna er rituðu einnig gegn nefnd- inni. Mörður heldur áfram að klifa á því að dómur siðanefndarinnar hafí ekki komið mér hið minnsta við og reynir síðan að gera mig hlægilegan. Það er einmitt ámóta lítilsvirðing sem siðanefndin hefur sýnt mér frá upphafi. Við það stend ég. En vitanlega mun siðanefndin aldrei í lífínu bijóta odd af oflæti sínu. Rök Hvað ábendingu mína varðar um setu Marðar Árnasonar í stjóm Regnbogans, þá var hún rökum studd. Að minum dómi eru þau rök ekki út í loftið. Ég skal þó ekki segja hvort hinir ágætu skoðana- bræður mínir í Regnboganum fall- ast á þau í smáatriðum. En þeir hafa bara gott af því að velta þeim fyrir sér. Eg veit að þetta fólk er skynsamt, velviljað og heiðarlegt. Og berst af einlægni fyrir betra þjóðlífi. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON rithöfundur. Allt'efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt t upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.