Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 JACOB'S GOREGA os tannsteini a Corega í gervitönnum leynast hvers kyns afkimar og glufur sem eru gróðrarstía fyrir gerla (bakterfur). Tannsteinn hleöst upp og þegar fram líöa stundir myndast andremma. Best er að eyða gertum (bakteríum) af gervitönnum með Corega freyðitöflu. Um leiö losnar þú við óhreinindi, bletti og mislitunátönnunum. Svona einfalt er það! Taktu út úr þér gervitennurnar og burstaðu þær með Corega tannbursta. Leggöu þær i glas með volgu vatni og einni Corega freyðilöflu. iðandi loftbólurnar smjúga alls staðar þar sem burstinn nær ekki til! Á meöán burstar þú góminn meö mjúkum tannbursta. Gerðu þetta daglega. Þannig kemur þú í veg fyrir að gerlar (bakteríur) nái að þnfast og þú losnar viö tannsteininn og andardrátturinn verður frísklegur og þægilegur. Corega freyði- töflur - frlsklegur andardráttur og þú ert áhyggju- laus í návist annarra. FRÉTTIR: EVRÓPA Afgreiðslu reglna um aðgang að fiskimiðum frestað Óttast áhrif Spán- ar og Portúgals Brussel. Reuter. EVROPUÞINGIÐ hefur samþykkt að fresta afgreiðslu skýrslu um reglur þær er eiga að gilda umað- gang að fiskismiðum fram í desem- ber. Er þetta túlkað sem áfangasig- ur fyrir norður-evrópska þingmenn sem vilja fresta afgreiðslu málsins fram yfir áramót er ný aðildarríki bætast í hóp ESB-ríkja. Telja margir þingmenn nauðsyn- legt að bíða með afgreiðslu málsins þar til Evrópuþingmenn t.d. Norð- manna hafa tekið sæti á Evrópu- þinginu enda aðgangur spænskra og portúgalskra sjómanna að norsk- um fiskimiðum mjög viðkvæmt mál. „Við gerum okkur grein fyrir því að hlutur Spánvetja í fiskveiði- nefndinni er mjög mikili og höfum áhyggjur af því,“ segir breskur Evrópuþingmaður. „Auðvitað erum við hræddir við að afkastageta spænska og portúg- alska fiskveiðiflotans muni draga enn úr hinum viðkvæmu fiskistofn- Norðanmenn á EÞ óttast fiskimenn að sunnan. um Norður-Evrópu. Að mínu mati eigum við ekkert að ana að því að taka ákvörðun einungis vegna þess að spænska ríkisstjórnin beitir okk- ur þrýstingi," sagði breski Evrópu- þingmaðurinn. Náðarhögg EES? • NIC Grönvall, framkvæmda- stjóri Eftirlitsstofnunar EFTA, segir að það yrði náðarhögg fyr- ir EES-samninginn ef Svíar sam- þykktu aðild. „Akveðin lág- marksstærð er nauðsynleg og ég tel hana vera Svíþjóð, Noreg og Island. Hvernig liti það út ef eft- irlitsstofnun skipuð Norðmönn- um og Islendingum ætti að tryggja að Norðmenn og fslend- ingar færu eftir reglum?“ • FYLGI stuðningsmanna og andstæðinga ESB-aðildar í Sví- þjóð er aftur orðið hnífjafnt, ein- ungis viku áður en þjóðarat- kvæðagreiðslan fer fram. Kemur þetta fram í skoðanakönnun sem Dagens Nyheter birti í gær. 40% Svía sögðust ætla að styðja aðild en 39% greiða atkvæði á móti. Óákveðnum hefur fækkað úr 25% í 21%. Samkvæmt skoðana- könnun í Expressen ætla aftur á móti 48% að segja já en 42% nei. • Samtök ESB-andstæðinga í Svíþjóð hafa klárað allt fjármagn sitt, segir í frétt í Svenska Dag- bladet. Þau hafa sótt um auka- fjárveitingu til ríkisstjórnarinn- ar en þeirri beiðni var hafnað. Fyrri ríkissljórn úthlutaði stjórn- málaflokkum 12 milljónir sæn- skra króna fyrir kosningabarátt- una, samtökum stuðningsmanna 22 milljónir og samtökum and- stæðinga 26 milljónir. • ESB tapar um 600 milljörðum króna árlega vegna svindls í tengslum við niðurgreiðslur, fjárdráttar og fjármálasukks, segir franski stjórnmálamaður- inn Frangois d’Aubert í bók sem kemur út í næstu viku. Hann segir að ekki sé komið í veg fyr- ir þessa sóun, þar sem hún sé aldrei gerð opinber. • AUSTURRÍKI hefur að undan- förnu auglýst þann hag, sem svissnesk fyrirtæki geti haft af því að setja upp útibú í landinu og fá þannig aðgang að innri markaði ESB eftir að Austurríki gengur í sambandið um áramót. Með því að framleiða vörur í sambandsfylkinu Vorarlberg, geta svissnesk fyrirtæki komizt hjá kostnaðarsömu landamæra- eftirliti ESB. Embættismenn ESB hafa samþykkt að hefja við- ræður við Sviss um að aflétta ýmsum hömlum á innflutning frá Sviss. Fríverzlun með land- búnaðarvörur í NAFTA en ekki EES ALÞJ ÓÐ ASTOFNUN Háskólans segir í nýlegri skýrslu sinni til ríkis- stjórnarinnar að hugsanlegur frí- verzlunarsamningur við Norður- Ameríkuríkin, hvort sem væri í formi tvíhliða samnings við Banda- ríkin og Kanada eða aðildar að Fríverzlunarsamingi Norður-Amer- íku (NAFTA) myndi sennilega ná jafnt til unninna og óunninnna land- búnaðarvara, þó hugsanlega með einhveijum undantekningum. Frí- verzlun með sjávarafurðir eigi að vera auðsótt, þó með nokkrum að- lögunartíma, en tollar á sjávaraf- urðir í N-Ameríku séu hvort sem er að falla niður. Munur á NAFTA og EES Um muninn á NAFTA og EES- samningnum segir stofnunin: „Ólíkt EES-samningnum sem kveður á um „frelsin fjögur" kveður NAFTA- samningurinn ekki á um frjálsan vinnumarkað, heldur eingöngu ftjáls vöru-, þjónustu- og fjármagn- sviðskipti. Þá setur NAFTA-samn- ingurinn aðildarríkjum ekki sameig- inlegar reglur um t.d. samkeppnis- mál, tæknilega staðla og svokölluð jaðarmál, m.a. vinnumál, neytenda- mál og umhverfismál, líkt og gert er með EES-samningnum. Stofnunin segir að stofnanaþátt- ur EES sé þróaðri og allt eftirrlit með þeim samningi því betur út- fært, enda gerðar meiri kröfur en í NAFTA. „Hins vegar nær NAFTA-samningurinn yfir allt vörusviðið, þ.á.m. landbúnaðarvör- ur og sjávarafurðir, en vöruvið- skiptahluti EES-samningsins er að mestu takmarkaður við iðnaðarvör- ur.“ ) ) ) > \ I í i I í i i i i I i í I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.