Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Lýðveldisafmælið
o g landkynning
í SUMAR fylgdist Miðlun hf.
með umfjöllun erlendra fjölmiðla í
14 þjóðlöndum um 50 ára afmæli
lýðveldis á íslandi. Nýlega voru
niðurstöður úr þessari könnun
kynntar opinberlega og ótrúlegar
tölur komu í ijós. I þessum löndum
voru birtar 663 fréttir í 364 fjöl-
miðlum af lýðveldisafmælinu.
Reyndar er þessi tala Miðlunar hf.
hvergi tæmandi, því að önnur lönd
sem samantektin tók ekki til fjöll-
uðu einnig um afmæli lýðveldisins,
eins og t.d. japanska ríkissjónvarp-
ið, sem m.a. sendi beint til Japans
frá Þingvöllum á þjóðhátíðardag-
inn. Ég hef sjálfur lesið samantekt
Miðlunar hf. og kynnt mér inni-
hald skrifa erlendra fjölmiðla um
lýðveldisafmælið. Það vakti strax
athygli mína hve umfjöllunin var
umfangsmikil og jákvæð og greint
bæði frá sögu og atvinnuháttum
þjóðarinnar, auk þess sem fjallað
var um hátíðina sjálfa.
Á sama tíma og ís-
lenskir fjölmiðlar ein-
blíndu á hinar nei-
kvæðu hliðar lýðveld-
isafmælisins, svo sem
brest á salemisaðstöðu
og umferðarvanda á
vegum, einbeittu er-
lendir fjölmiðlar sér að
hátíðinni sjálfri og
kynningu á landi og
þjóð.
Ég tel að of fáir
geri sér grein fyrir
mikilvægi hinnar
geysilegu landkynn-
ingar sem jafn viða-
mikilli umfjöllun fylgir. Það er
þekkt staðreynd að fréttaskrif hafa
miklu meiri áhrif en beinar auglýs-
ingar. Mikil og jákvæð fréttaskrif
um land og þjóð í útbreiddustu fjöl-
miðlum heims eru margfalt áhrifa-
meiri en landkynning
í formi auglýsinga.
Það væri skemmtilegt
verkefni að reikna út
dálksentimetra dag-
blaða og tímarita og
mínútur í ljósvökum
þeirra tæplega 700
íjölmiðla sem fjölluðu
um lýðveldisafmælið
erlendis. Umreikna
síðan þá tölu yfir í
auglýsingaverð sömu
fjölmiðla. Ég leyfi mér
að fullyrða að sú tala
yrði stjarnfræðilega
há. Lýðveldisafmælið
var því ekki aðeins góð
fjárfesting sem landkynning á er-
lendri grundu, það var fjárfesting
sem skilar sér margfalt og er
hvergi séð fyrir endann á þeim
skilum.
íslendingar sjá ekki alltaf hlut-
Jón Ásbergsson
Lýðveldisafmælið var
ekki aðeins góð fjárfest-
ing sem landkynning á
erlendri grundu, segir
Jón Asbergsson, það
var fjárfesting sem skil-
aði sér margfalt.
ina í samhengi og e.t.v. allra síst
í alþjóðlegu samhengi. Lýðveldis-
afmælið er gott dæmi um þetta.
Fjölmiðlar blása upp neikvæða
stemmningu í landinu að loknu
afmæli og almenningur kemur ekki
auga á það sem vel er gert eða
sem skiiar hreinum hagnaði fyrir
land og þjóð. Hin hugarfarslega
einangrun ríkir alltof oft og víða
í okkar ágæta samfélagi. Góð og
mikil landkynning er undirstaða
þess að íslenskt atvinnulíf geti
brotist fram á erlendum mörkuð-
um. Markaðssetning íslenskrar
framleiðslu og sérþekkingar verður
öll auðveldari ef landið og hinar
jákvæðu hliðar þess eru þekktar
fyrir erlendis. Þess vegna er hin
mikla umfjöllun erlendra fjölmiðla
um lýðveldisafmælið sögulegur at-
burður sem íslenskir ráðamenn
ættu að taka til alvarlegrar íhug-
unar.
Nefna má tvo atburði sem kom-
ið hafa íslandi á heimskortið í síð-
ari tíð. Sá fyrri er skákeinvígi Fis-
hers og Spasskys í upphafi áttunda
áratugarins og sá síðari leiðtoga-
fundur Reagans og Gorbatsjovs í
Höfða á níunda áratugnum. Mér
þykir líklegt að viðamikil umfjöllun
um 50 ára afmæli lýðveldisins
skapi lýðveldisafmælinu varanleg-
an sess sem þriðja stóra landkynn-
ingarviðburðinum, ekki síst fyrir
þá sök að nú var athyglinni beint
að landinu sjálfu og fólkinu sem
hér býr.
Ef hægt er að fjárfesta í atburð-
um, sem kalla á erlenda frétta-
menn frá öllum heimsins hornum,
sem síðan skilar mikilli og já-
kvæðri landkynningu, þá er það
fjárfesting til framtíðar. Það er í
þessu stóra alþjóðlega samhengi
sem íslendingar verða að hugsa
ef þeir eiga ekki að eignangrast í
samfélagi þjóða.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Útflutningsráðs íslands.
„Eg bið um stuðning þinn í eitt qfþremur efstu sætunum í
prófkjöri Sjúlfstæðisfiokksins í Reykjaneskjördæmi í dogS'
ÁRNI 1 M 1. MATHIESEN
í E 1 T T A F ÞREMUR EFSTU