Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 13 LANDIÐ Grj ótvarnarg’arð- ur endurbyggður við Jaðarsbakka Akranesi - Nú er verið að vinna við frágang brimvamargarðs við Jaðars- bakka í framhaldi af þeirri vinnu sem unnin var í sumar neðan við íþrótta- völlinn. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra á Akranesi, er hér um að ræða um 300 m varnargarð frá íþróttavell- inum að Jaðarsbraut og fékkst auk- afjárveiting til að vinna þetta verk. Þama var áður gijótvamargarður sem var nær sokkinn í sandinn og skapaði það nokkuð landbrot á svæð- inu. Gísli segir að fyrir liggi að halda áfram gerð gijótvarnargarðs frá íþróttavellinum að Sólmundarhöfða og sé unnið að því að fá fjármagn til. Þama sé vonast til að verði öflug brimvöm sem eigi eftir að duga vel sé til framtíðar litið. Gísli telur að þegar þessari framkvæmd sé lokið verði hægt að fara að gera ýmislegt á Langasandi sem ekki hefur áður verið mögulegt. Komið upp vísi að baðströnd Á efsta hluta sandsins næst Sól- mundarhöfða hefur orðið mikil breyt- ing á undanförnum ámm, m.a. mikil- ir sandflutningar. Þarna hefur verið rætt um að koma fyrir útivistarað- stöðu og m.a. komið til tals að leiða lagnir fyrir heitt affallsvatn niður í sjóinn og byggja þar upp vísir að baðströnd. Þegar þessum framkvæmum verð- ur lokið við Jaðarsbakka má segja að nánast allur sjávarbakkinn innan bæjarmarkanna sé nú varinn. Mest hefur verið framkvæmt á síðustu tíu árum eða frá þeim tíma sem mikið eignartjón varð þegar sjór gekk á land á stórum kafla strandlengjunnar við Akranes, að sögn Gísla bæjar- stjóra. „Aðeins eru nú minniháttar svæði eftir sem þarf að sinna, t.d. Krókalón og síðan utan byggðarlags- ins við Innsta-Vog,“ sagði Gísli. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson UNNIÐ að gerð brimvarnargarðs við Jaðarsbakka á Akrane'si. Bj örgunar sveitin Lónfell í nýtt húsnæði Barðaströnd - Björgunarsveitin Lónfell á Barðaströnd tók í notkun nýtt húsnæði 29. október sl. Þetta er 100 fm hús á tveimur hæðum. Uppi er góður fundarsalur og eldunaraðstaða en niðri eru geymslur undir tæki. Formenn flestra aðildarfélaga Landsbjargar voru viðstaddir. At- höfnin hófst með ávarpi formanns Lónfells, Jóhanns Péturs Ágústsson- ar frá Bijánslæk. Því næst vígði sr. Hannes Björnsson húsið og að því loknu fluttu ávörp fulltrúar margra hjálparsveita og gáfu gjafir. Enn- fremur færði Bjarni Hákonarson, bæjarfulltrúi, kveðju og árnaðaróskir frá Vesturbyggð. Við athöfnina voru 120 manns og var öllum boðið í kaffisamsæti í Birkimel eftir vígslu. POTTAPLÖNTUR SKYNDISALA í dag og á morgun Míkíð magn af pottaplöntum 50% afsláttur Brennheit pólitík Morgunblaðið/Ágúst. Blöndal STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR þrír sem starfa í Nes- kaupstað eru nú allir komnir undir sama þak. Ný- lega festu sjálfstæðismenn kaup á jarðhæð hússins Brennu, en fyrir voru framsóknarmenn á miðhæð- inni og Austurland, málgagn Alþýðubandalagsins, er með skrifstofur á efstu hæðinni. Myndin sýnir húsið Brennu og á eflaust eftir að verða þar heitt í kolunum svona af og til í kringum kosningar. tryggjum C atvinnu ÆlM vet 4* Æ TU verslum I heima Skyrfrá KEA er sannkcdL rááherraskyr oý fæstnú í flestum ))iatvöriL50riilimm l>aó er eina skynð sem er uátturu legá fi tusnautt £dV6'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.