Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 23 Chirac í forseta- framboð JACQUES Chirac, borgar- stjóri Parísar og leiðtogi gaull- ista, varð í gær fyrstur til að tilkynna framboð í forseta- kosningunum í Frakklandi á næsta ári. Chirac hefur tvisvar tapað í forsetakosningum, á árunum 1981 og 1988, og samkvæmt skoðana- könnunum nýtur hann mun minna fylgis en Edouard Balladur, flokksbróðir hans og for- sætisráðherra, og Jacques Delors, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins og líklegur fram- bjóðandi Sósíalistaflokksins. Balladur og Dellors standa jafnir að vígi, en Chirac virð- ist hafa dregist aftur úr sam- kvæmt nýjustu könnunum. Mál Mielke fellt niður ÞÝSKUR dómstóll ákvað á fimmtudag að hætta réttar- höldum yfir Erich Mielke, fyrrverandi yfirmanni austur- þýsku öryggislögreglunnar Stasi, vegna slæmrar heilsu hans. Mielke er 86 ára að aldri og þegar réttarhöldin hófust fyrir tveimur mánuðum átti hann við hjartasjúkdóm að stríða og síðan virtist hann daufur og þjást af minnis- leysi. Sálfræðingar úrskurð- uðu að hann skildi ekki lengur hvað færi fram í réttarhöldun- um. Stríð gegn umbótum KOMMÚNISTAR og banda- menn þeirra í Úkraínu lýstu í gær yfir stríði á hendur um- bótastefnu Leoníds Kútsjma forseta eftir miklar værð- hækkanir að undanförnu. Þeir hvöttu til fjöldafunda út um allt land í næstu viku til að mótmæla versnandi lífskjör- um. Prandini gef- ur sig fram GIOVANNI Prandini, fyrrver- andi ráðherra á Ítalíu, kvaðst í gær ætla að gefa sig fram við lögreglu eftir að hún hafði reynt að hafa uppi á honum í viku. Prandini gaf út yfirlýs- ingu þar sem hann kvaðst ekki vera á flótta undan rétt- vísinni. Hann fór með opinber- ar framkvæmdir í stjórn Kristilegra demókrata fyrir nokkrum árum og er sakaður um að hafa þegið mútur fyrir verksamninga. Rússneskt geimfar lendir RÚSSNESKA geimfarið Soy- uz TM-19 lenti í Kazakhstan í gær með geimfara frá Rúss- landi, Þýskalandi og Kaz- akhstan innanborðs. Evrópska geimvísindastofnunin fjár- magnaði geimferðina að hluta. ERLEIMT Stj órnarkreppa í Slóvakíu og áhrif Meciars aukast Þingið ógildir cinkavæðingu Bratislava. Reuter. VLADIMIR Meciar, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu, virtist nálægt því að komast aftur til valda í gær eftir að þingið ógilti sölu stjórnarinn- ar á hlutabréfum og fyrirtækjum í eigu ríkisins. Áður en tillagan var samþykkt lagði Jozef Moravcik forsætisráðherra fram afsagnarbeiðni sína en forsetinn bað hann að gegna embættinu áfram þar til ný stjórn yrði mynduð. Flokkur Meciars, Hreyfing fyrir lýðræðislegri Slóvakíu, fór með sigur af hólmi í þingkosningum fyrir fimm vikum, fékk 35% atkvæða, en honum hefur ekki enn tekist að mynda nýja samsteypu- stjórn. Flokkurinn greiddi atkvæði með ógilding- unni ásamt tveimur vinstriflokkum, Þjóðarflokkn- um og Verkamannaflokknum, en sá síðarnefndi er undir forystu Jans Luptaks sem þykir fara sínar eigin leiðir í stjórnmálum. Talið er líklegt að Meciar myndi nýja samsteypustjórn með þess- um flokkum, með 83 þingsæti af 150 á bak við sig. Meciar er þjóðernissinni og höfðar einkum til fátækra Króata. Fyrri stjóm hans var alltaf völt í sessi og varð að segja af sér í mars eftir að þingið samþykkti vantraust á hana. Miðjumaður- inn Jozef Moravcik myndaði þá nýja stjórn sem hóf sölu á fyrirtækjum í eigu ríkisins, en stjórn Meciars hafði nánast hætt allri einkavæðingu. Þingið samþykkti að ógilda sölu hlutabréfa og fyrirtækja sem seld vom eftir 6. september. Sam- þykktin nær ekki til margra fyrirtækja en hún þykir til marks um að Meeiar sé staðráðinn í að hægja á einkavæðingunni komist hann til valda. Vicil heigj franiufid^ laugardag kl. 10-16 sunnudag kl. 13-17 um helgina ERRO j dag verður opnuð i Kringlunni syning á gr iðarstórum verkum eftír Erro Á sunnudaginn kl. 13.30 - 16.00 verður Erro i Krínglunni og áritar nyutkomna bók um list sina. Islensk fyrirtæki, handverks- og listafólk kynnir vörur sínar. Matvörur, bækur, værðarvoðir, hákarlalýsi, handunninn pappír, keramik, angorufatnaður, tískufatnaður o.fl. heil helgi framundan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.