Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ -| Pltrgmiilílalii STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐ VELJA ÍSLENSKT HERFERÐ, þar sem neytendur eru hvattir til að velja . íslenskar vörur frekar en erlendar, með kjörorðinu „íslenskt, já takk“, fer nú fram annað árið í röð. Að átak- inu standa í sameiningu, líkt og á síðasta ári, Alþýðusam- bandið, BSRB, íslenskur landbúnaður, Samtök iðnaðarins og Vinnuveitendasamband íslands. í samtali við Harald Sumarliðason, formann Samtaka iðnaðarins, í Morgunblaðinu um síðustu helgi kemur fram að átakið „íslenskt, já takk“ á síðasta ári skilaði 12% heildarsöluaukningu á neytendavörumarkaðnum fyrstu sex mánuði ársins. Nefnir hann sem dæmi að 21,1% aukning hafi orðið í matvælaiðnaði og 18,3% í sápu- og þvottaefnagerð. Það er jákvætt að fulltrúar íslensks atvinnulífs standi með þessum hætti saman að kynningu á innlendri fram- leiðslu. Islensk fyrirtæki eru mun smærri í sniðum en erlend samkeppnisfyrirtæki þeirra á markaðnum og því getur oft reynst erfitt fyrir þau að heyja samkeppni við þekkt erlend vörumerki. íslensk fyrirtæki mega hins vegar ekki falla í þá gryfju að ætlast til þess af neytendum að þeir taki innlenda vöru fram yfir erlenda á þeirri forsendu einvörðungu að hún sé framleidd á íslandi. Slíkt skilar engum árangri til lengri tíma litið. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, lagði á það áherslu, á blaðamannafundinum þar sem átakið var kynnt, að herferðin væri farin vegna samkeppnis- hæfni íslenskrar vöru en ekki uppruna. Islendingar væru betur samkeppnisfærir en áður, hvað varðaði verð og gæði, þar sem framleiðslukostnaður væri sá sami nú og fyrir ári. Ef herferð af þessu tagi á að skila árangri verða ís- lensk framleiðslufyrirtæki að nýta sér þessa bættu sam- keppnisstöðu. Kynningarátak sem þetta vekur tímabund- ið athygli neytenda á íslenskum vörum og kann að gera það að verkum að þeir taki þær fram yfir erlendar. Til lengri tíma ræðst hins vegar val neytenda af samspili verðs og gæða. Það á ekki að vera kvöð að velja íslenskt heldur fýsilegur kostur. Takist íslenskum framleiðendum að uppfylla kröfur markaðarins kemur það öllum til góða; fyrirtækjum, neyt- endum og þjóðfélaginu í heild. „VERSLUM HEIMA“ KAUPMANNASAMTÖK íslands hafa einnig hafið her- ferð, sem beint er gegn erlendri samkeppni. Kjörorð hennar er „verslum heima“ og er ætlunin að varpa ljósi á mikilvægi verslunar sem atvinnugreinar. í ávarpi, sem Bjarni Finnsson, formaður Kaupmanna- samtakanna, flutti við upphaf herferðarinnar, kom fram að verslun er fjölmennasta atvinnugrein á íslandi. Tæp- lega 20 þúsund íslendingar starfa við verslun eða um 14% af vinnuaflinu og er heildarvelta hennar um 250 milljarðar króna. Sömu rök eiga við um innlenda verslun og innlenda framleiðslu: Hún verður að standast hina erlendu sam- keppni. Það verður að segjast íslenskum kaupmönnum til hróss að þeir hafa unnið mikið starf í þeim efnum á undanförn- um árum. Vöruúrval hefur aukist og verðlag færst nær því sem gengur og gerist érlendis. A mörgum sviðum er verðlag jafnvel orðið síst óhagstæðara hér en erlendis. Það er þó langt frá því altækt. Nýleg dæmi af raftækjum og heimilistækjum sýna svo ekki verður um villst að enn er svigrúm til að lækka vöruverð á mörgum sviðum. Það sem helst háir innlendri verslun í samkeppninni við svokallaðar „verslunarferðir" til útlanda er sá kostur, sem býðst ferðamönnum, að fá virðisaukaskatt endur- greiddan. Það er Islandi mikilvægt að hér haldi áfram að byggj- ast upp öflug verslun og öflugur framleiðsluiðnaður. Auðvitað verður slík atvinnustarfsemi að standast erlenda samkeppni á eigin fótum, en þá verður einnig að búa henni sambærileg skilyrði og gengur og gerist annars staðar. EVRÓF OVISS FRAMTÍÐ EES Ýmsar efasemdir hafa komið fram í EFTA- ríkjunum um gagnsemi EES-samningsins fyr- ir þau ríki, sem standa munu utan Evrópusam- bandsins. Steingrímur Sigurgeirsson og Olafur Þ. Stephensen segja að það, sem - —-----------------------^------------ hins vegar snúi nú einkum að Islandi, sem ekki hefur stefnt að ESB-aðild, sé hvemig breyta megi stofnunum EES ef flest hin EFTA-ríkin ganga í sambandið. FRAMTÍÐ samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er þessa stundina mikið til umræðu í þeim ríkjum Fríverslunarsam- taka Evrópu (EFTA), sem enn hafa ekki gert upp hug sinn varðandi aðild að Evrópusambandinu (ESB). Svíar og Norðmenn taka afstöðu til ESB-aðildar í þjóðaratkvæða- greiðslum síðar í mánuðinum en ís- lendingar hafa kosið að sækja ekki um aðild að sinni. Tvær EFTA-þjóðir, Austurríkismenn og Finnar, hafa þeg- ar ákveðið að ganga í Evrópusam- bandið frá og með næstu áramótum. Það er því þegar ljóst að EFTA-ríkj- unum, sem aðild eiga að EES-samn- ingnum, mun fækka 1. janúar 1995. Þau verða í mesta lagi þijú, ef Svíar og Norðmenn fella aðild, en ef þessar þjóðir greiða atkvæði með aðiid munu Islendingar standa einir eft-______ ir EFTA-megin. Hugsan- lega mun Liechtenstein svo bætast við á næsta ári. Skipta má umræðunni um framtíð EES í tvennt. EFTA-ríkin verða enn háðari ESB í fyrsta lagi er rætt um hvernig samn- ingurinn muni efnislega þjóna hags- munum þeirra EFTA-ríkja, sem munu standa áfram utan ESB. Þessi um- ræða er mjög áberandi í Noregi og Svíþjóð en síður hér á landi. Eru það ekki síst stuðningsmenn ESB-aðildar, sem benda á ókosti EES-samnmgsins í samanburði við ESB-aðild. í öðru lagi er um það rætt hvernig aðiaga megi stofnanaþátt EES-samningsins að fækkun EFTA-ríkjanna. Það vandamál, sem er fyrst og fremst tæknilegs eðlis, snýr kannski einkum að íslendingum, enda erum við eina EES-þjóðin sem ljóst er að ekki verð- ur gengin í Evrópusambandið um ára- mótin. Uppbygging EES Til að gera sér grein fyrir þeim eðlisbreytingum, sem verða á EES- samstarfinu þegar ElTA-rikjunum fækkar, er nauðsynlegt að rifja upp grundvallaruppbyggingu EES. Helstu stofnanirnar, sem settar voru á fót vegna samningsins, eru fjórar. • í fyrsta lagi EES-ráðið, sem er skipað ráðherrum ríkisstjóma ESB- og EFTA-ríkjanna. Ráðið á að vera „pólitískur aflvaki" varðandi fram- kvæmd samningsins og setja almenn- ar viðmiðunarreglur fyrir sameigin- legu EES-nefndina. • í öðru lagi er sameiginlega EES- nefndin, sem skipuð er fulltrúum EFTA-ríkjanna og framkvæmda- stjórnar ESB. Hún fjallar um upptöku nýrra reglna Evrópusambandsins í EES-samninginn, auk þess sem hún reynir að Ieysa úr erfiðleikum í sam- skiptum EFI’A og ESB og vandamál- um, sem koma upp í. framkvæmd eða túlkun EES-samningsins. EFTA-ríkin taia einum rómi í nefndinni og hefur sérhvert ríki því neitunarvald. • í þriðja lagi er Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), en hlutverk hennar er að sjá um eftirlit með því að EFTA-rík- in taki reglur EES-samningsins upp í löggjöf sína og að opinberir aðilar og fyrirtæki í ríkjunum fari eftir þeim. Einkum gegnir stofnunin mikilvægu hlutverki við að tryggja framkvæmd samkeppnisreglna. Eftirlitsstofnun- inni stjórna fimm eftirlitsfulltrúar EFTA, sem starfa sjálfstætt og er ekki heimiit að taka við skipunum frá EFTA-ríkjunum. • í ijórða lagi er EFTA-dómstóllinn, sem er skipaður dómurum frá EFTA- ríkjunum fimm, sem eru aðilar að EES, og úrskurðar í deilumálum sem rísa vegna meintra brota á reglum EES. • Auk þessara fjögurra stofnana eru fáeinar létt- vægari, til dæmis sameig- inleg þingmannanefnd ESB og EFTA, sem skipuð er 66 þingmönnum, og sameiginleg ráð- gjafarnefnd, sem einkum er skipuð aðilum vinnumarkaðarins, og fasta- nefnd EFTA. Með samningnum var ríkjum EFTA veitt aðild að innri markaði ESB og fjórfrelsinu sem þar ríkir: Fijálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og vinnu- afls gildir á ölíu Evrópska efnahags- svæðinu. EFTA-ríkin samþykktu að taka upp óbreyttan ESB-rétt á þessum sviðum, gegn því að. þau mættu hafa áhrif á þær reglur er bætast myndu við í framtíðinni. Takmörkuð áhrif Það, sem að mati margra EFTA- megin er helsti ókostur samningsins, er hversu takmörkuð þau áhrif eru í raun. Sérfræðingar EFTA hafa tæki- færi til að koma sínu áliti á framfæri við undirbúning draga að tillögum, sem fara síðan fyrir nefndir fram- kvæmdastjórnar ESB. Framkvæmda- stjórninni ber að ráðgast við sérfræð- inga EFTA-ríkjanna á sama grund- velli og sína eigin sérfræðinga. Á þessu stigi, þ.e. við ákvarðanamótun, hafa EFTA-ríkin best tækifæri til að hafa áhrif á nýja löggjöf. EFTA-ríkin geta einnig mótað sam- eiginlega afstöðu til tillagna sem í undirbúningi eru og komið athuga- semdum á framfæri við ESB í sameig- inlegu EES-nefndinni. Framkvæmda- stjórnin á jafnframt að tryggja að við ákvarðanir í ráðherraráði ESB sé sjón- armiðum EFTA komið á framfæri, en efasemdir hafa komið upp um að hún geti gegnt því hlutverki sem skyldi án nærveru fulltrúa EFT’A-ríkjanna á ráðherraráðsfundum. Eftir að tilskip- un eða reglugerð ESB hefur verið gefin út, geta EFTA-ríkin ekki breytt henni, heldur einungis tekið afstöðu til þess hvort þau taki hana upp eður ei. EFTA-ríkin hafa því engin áhrif á sjálfa ákvörðanatökuna heldur ein- ungis ákvarðanamótunina, og ESB hefur alltaf síðasta orðið. Taki ESB upp nýjar reglur, sem EFTA-ríkin hafna að taka upp í EES-samninginn (nóg er að eitt þeirra segi nei), falla samsvarandi eldri reglur út úr samn- ingnum og þá er markmiðið um sam- einað markaðssvæði með sameiginleg- um reglum í rauninni fyrir bí. EFTA- ríkin eiga því fáa kosti, þegar á annað borð er búið að samþykkja löggjöf ESB á þeim sviðum, sem snúa að innri markaðnum. Nic Grönvall, framkvæmdastjóri ESA, segir að óvæntir gallar í sam- ráðsferlinu hafi komið í ljós og nefnir að togstreita Evrópuþingsins og ráð- herraráðsins um nýja löggjöf hafi gert EFTA-ríkjunum enn erfiðara að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. EFTA þarf nægan styrk Ulf Bernitz, prófessor í Evrópurétti við Stokkhólmsháskóla, segir í blaða- grein að forsenda þess að fram- angreint samráðsferli þjóni tilgangi sínum í raun sé að EFTA-ríkin hafi nægan styrk til að ESB telji þess virði að taka tillit til sjónarmiða þeirra. „Efnahagslegur og pólitískur styrk- ur EFTA-hliðarinnar er því grundvall- aratriði EES-kerfísins,“ segir Bernitz. Bendir hann á að úr þessum styrk hafi verulega dregið er Sviss, efna- hagslega mikilvægasta EFTA-ríkið, hafnaði EES. Nú hafi Finnar og Aust- urríkismenn að auki ákveðið að yfír- gefa hópinn. „Ef Svíar segja nei mun því EFTA- stoðin innan EES líklega samanstanda í raun af Svíum og Norðmönnum þar sem íslendingar eru mjög lítil þjóð og 90% af útflutningi þeirra er fiskur og sjávarafurðir," segir Bemitz. Háðari ESB í framtíðinni? Hann segir þegar bera á þeirri skoðun innan ESB að samráðskerfíð við EFTA-ríkin sé of þungt í vöfum og þó að því yrði formlega viðhaldið myndu tvíhliða samskipti við ríkin lík- lega verða niðurstaðan í raun. „Við fyrstu sýn kann það að virðast mjög þægilegt fyrirkomulag. Menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að Svíþjóð sem EFTA-ríki mun aldrei fá að taka þátt í ákvarðanatöku innan ESB og við munum ekki lengur geta beitt fyrir okkur sameiginlegri EFTA- afstöðu. Niðurstaðan getur varla orðið önnur en sú að við verðum mun háð- ari ESB í framtíðinni en við erum innan EES í dag.“ Sambærilega skoðun er að finna í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um kosti og galla ESB-aðild- ar. Þar segir meðal annars að missi eftirlitsstofnanir EES áhrif með inn- göngu hinna ElTA-ríkjanna skerðist möguleikar íslendinga til að koma í veg fyrir tæknilegar viðskiptahindran- ir ESB-ríkjanna, til dæmis í formi uppruna- og heilbrigðisreglna. Hagfræðistofnun segir einnig: „Meira en 70% af viðskiptum íslands verða við ríki ESB ef hin EFTA-ríkin samþykkja aðild að ESB. Þar af leið- andi mun ESB þafa töluverð áhrif á efnahagsstjórn íslendinga hvort sem af aðild verður eða ekki. Það gæti orðið óhjákvæmilegt að lúta kröfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.