Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vanskil á meðlagi gætu
bitnað á sveitarfélögum
SVO gæti farið að einungis verði
hægt að greiða til sveitarfélaga
innan við helming af þjónustu-
framlögum til þeirra úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga. Ástæðan er
erfið fjárhagsstaða sjóðsins vegna
vanskila meðiagsgreiðenda, sem
eru áætluð um 530 milljónir á
þessu ári.
Félagsmálaráðuneytið sendi. í
fyrradag bréf til sveitarstjóma þar
sem kemur fram að undanfarið
hafí verið ljóst, að kröfur Inn-
heimtustofnunar sveitarfélaga á
hendur Jöfnunarsjóði, vegna óinn-
heimtra barnsmeðlaga, yrðu mun
hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Leitað hafí verið leiða í viðræðum
milli félagsmálaráðuneytis, fjár-
málaráðuneytis og forsvarsmanna
Sambands íslenskra sveitarfélaga
til að tryggja innheimtustofnun-
inni viðbótarfjármagn, svo ekki
þurfí að skerða þjónustuframlögin
til sveitarfélaganna. En dragist
lausnin á langinn, verði sveitarfé-
lögunum greiddur sá hluti fram-
laganna sem fjárhagur sjóðsins
leyfir, eða um 40% þeirra, en frek-
ari greiðslur ráðist af því hvort
viðbótarfé fæst. Þjónustuframlög-
in voru áætluð 267 milljónir alls,
þannig að greiðslur gætu sam-
kvæmt þessu numið um 107 millj-
ónum.
230 milljónir vantar
Jón Kristjánsson þingmaður
Framsóknarflokks tók erfíða fjár-
hagsstöðu Jöfnunarsjóðs vegna
vanskila meðlagsgreiðslna upp
utan dagskrár á Alþingi í fyrradag
og sagði að um 230 milljóna króna
aukafjárveiting væri nauðsynleg
svo Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
geti sinnt hlutverki sínu.
„Ef ekkert verður að gert mun
þetta ganga á þjónustuframlög frá
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem
greiðast áttu út í þessum mánuði.
Þetta mun bitna á 44% sveitarfé-
lögum í landinu, einkum þeim sem
hafa unfíir 3.000 íbúa. Þessi fram-
lög nema um 270 milljónum króna
og sveitarfélögin hafa reiknað með
framlögunum í fjárhagsáætlunum
sínum,“ sagði Jón.
Fram kom hjá Guðmundi Áma
Stefánssyni félagsmálaráðherra
að í viðræðum fulltrúa ráðuneyta
og sveitarfélaga, sem getið var
um hér að ofan, væri einnig verið
að ræða fleiri mál varðandi sam-
skipti þessara aðila, svo sem fram-
hald átaksverkefna vegna at-
vinnuleysis. Kristinn H. Gunnars-
son þingmaður Alþýðubandalags
sagði að stjórnvöld vildu greinilega
nota þetta mál til að ná peningum
frá sveitarfélögunum í Atvinnu-
leysistryggingasjóð, en um það
hafa ríki og sveitarfélög deilt und-
anfarið.
Guðmundur Árni Stefánsson
félagsmálaráðherra sagði að verið
væri að ræða við forsvarsmenn
sveitarfélaganna um aðgerðir til
að tryggja að Jöfnunarsjóður geti
sinnt hlutverki sínu. Það væri í
fullu samræmi við samkomulag
ríkis og sveitarfélaga fyrir ári.
Sjaldséður
gestur í
heimsókn
GRASTÍTA er sjaldséður
gestur á íslandi. Tegundin
er upprunin í Norður-
Ameríku og hafði aðeins
sést fimm sinnum hér á
landi þegar vart varð við
þrjá fugla á Suðurnesjum
I haust. Fuglinn er ekki
ósvipaður stelknum í útliti
en fæturnir eru styttri og
algulir. Grastíta heldur sig
oftast á snöggslegnu grasi
eða niðri í fjöru þar sern
henni finnst gott að tína
ýmis smádýr í gogginn.
Dómsmálaráðherra um ummæli utan-
ríkisráðherra á þingi Barnaheilla
Hefðbundin
Telur fráleitt að lögin um umgengnisí
rétt stríði gegn mannréttindasáttmálá
DÓMSMÁLARÁÐHERRA kveðst
telja alveg fráleitt að núgildandi lög
um umgengnisrétt stríði gegn mann-
réttindasáttmálum, en utanríkisráð-
herra sagði á þingi Bamaheilla um
seinustu helgi að svo kynni að vera.
Þorsteinn Pálsson dómamálaráð-
herra segir að utanríkisráðherra
hefði átt að taka málið upp við dóms-
málaráðuneytið um leið og hann
fékk lagalegar skýringar með
ákvörðun ráðuneytisins, stríddi
ákvörðunin gegn ákvæðum mann-
réttindasáttmála, en ekki mörgum
mánuðum síðar á öðrum vettvangi.
Þorsteinn segist þó áhugasamur um
breytingar á lögunum í þá veru að
símtöl og bréfaskipti flokkist undir
umgengnisrétt.
Venjuleg vinnubrögð
Þorsteinn segir það vekja sér-
staka athygli sína að utanríkisráð-
herra hafi haft upplýsingar um
ákvörðunina mánuðum saman án
þess að hafa „gert minnstu athuga-
semdir um margra mánaða skeið
gagnvart ráðuneytinu, heldur kaus
að draga málið upp á samkomu
Barnaheilla. Þetta eru bara venjuleg
vinnubrögð utanríkisráðherrans og
ekki mikið um þau að segja. Ég lít
svo á að hefðbundin pólítísk átök
af hans hálfu sé að ræða,“ segir
Þorsteinn.
Ummæli utanríkisráðherra féllu
vegna máls James Brians Graysons,
sem óskaði þess að mega hafa sam-
band við dóttur sína tvisvar til þrisv-
ar í viku símleiðis, en ráðuneyti
dómsmála staðfesti þá ákvörðun
sýslumannsembættisins í Reykjavík
að símtöl og .bréfaskipti féllu ekki
undir hugtakið umgengnisréttur.
„Margir mánuðir eru síðan utan-
ríkisráðherra var gerð grein fyrir
lagalegri stöðu málsins og þeirri
staðreynd að ekkert fínnst í íslensk-
um lögum sem skilgreinir símhring-
ingar sem hluti af umgengnisrétti,"
segir Þorsteinn. „Honum var líká
bent á að ef stjórnvöld úrskurðuðu
að símhringingar væru hluti af því
sem skilgreint er sem umgengnis-
réttur, þyrftu þau að hafa einhver
úrræði til að knýja á um að þeim
úrskurði yrði framfýlgt, en fá ef
nokkur úrræði eru til þess í lögum “
Ekkert bannar símtöl
„Mat dómsmálaráðuneytisins
hefur því verið að þetta standi fyrir
utan skilgreiningu á því hugtaki,
hvort heldur er eftir íslenskum lög-
um eða ákvæðum mannréttindá-
sáttmála. Ekkert bannar rnönnum
í raun að hafa samband í gegnum
síma og engin stjórnvöld hafa lagt
stein í götu þess að Grayson hafi
slíkt samband, þannig að rangt er
að stjórnvöld hafi meinað einhveij-
um þessa. Hins vegar hafa lögin
ekki falið í sér úrræði til úrskurða
um skyldu til þess að rúma þettp
innan umgengnisréttar, og um það
snýst málið. Það sér hver maðúr
að verulegur munur er hefðbundintíi
umgengni og rétt til samskipta ef|-
ir tæknilegum leiðum, en ég t^l
mjög áhugavert að reyna að tryggja
slíka heimild í löggjöf. í því sarn-
bandi má benda á að um nokkurh
tíma hefur verið í athugun í þeirri
deild ráðuneytisins sem um þessi
mál fjallar, hvort að við ættum að
hafa frumkvæði að setningu slíkra
lagaheimildá, sem flokki símhring-
ingar og bréfaskipti undir um-
gengngisrétt. Ekki er einfalt að
gera slíka breytingu, ekki síst vegna
þess að hún hefur lítið gildi ef ekki
eru til úrræði til að fylgja henni
eftir og við komum fljótt að þeim
vanda.“
Forstöðumaður Vinnumiðlunar Hafnarfjarðar
Þekkt að bætur séu þáðar á
móti færri vinnustundum
Bótaþegar flestir hjá fyrirtækjum
í verslunargreinum og fiskvinnslu
FORSTÖÐUMAÐUR Vinnu-
miðlunar Hafnarfjarðar, Theresía
Viggósdóttir, segist þekkja til þess
að fyrirtæki séu að fækka vinnu-
stundum hjá starfsmönnum sem
Ieiti síðan til bæjaryfirvalda til að
bæta sér það upp. Haft var eftir
framkvæmdastjóra Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs, Margréti Tómas-
dóttur, í Morgunblaðinu í gær að
slíkt væri farið að tíðkast. Segir
Theresía einkum um að ræða fyrir-
tæki í verslunargreinum.
Theresía sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að starfsfólk
Vinnumiðlunar Hafnarfjarðar yrði
vart við tilvik á borð við þau sem
getið var í upphafí. „Það er dálítið
um þetta. Ég get nefnt eitt tilvik
sem ég var að afgreiða í gær
[fyrradag]. Það var hérna kona
sem var í fullri vinnu en hafði
misst tvo tíma á dag og fær bara
sex tíma hjá fyrirtækinu." Hún
vildi ekki tilgreina nöfn en sagði
að þetta vekti undrun hjá Vinnu-
miðluninni því viðkomandi fyrir-
tæki væru í fullum rekstri.
Aðspurð í hvaða starfsgreinum
þetta væri helst áberandi sagði
Theresía að aðallega væri um að
ræða verslunargreinar. „En það
er líka áberandi með fiskvinnsl-
una því þeir eru hættir að fastr-
áða. Þeir vilja geta kallað í fólk
þegar fiskast og sent það á bætur
inn á milli.“
Stór hluti í íhlaupavinnu
Aðspurð hvort fiskvinnslufyrir-
tæki hefðu ekki heimild til þess
að senda fólk heim vegna hrá-
efnisskorts sagði hún að þegar
starfsfólkið hefði fastráðningar-
samninga yrði að tilkynna það
með fyrirvara og einungis væri
leyfilegt að loka 6 vikur á ári.
Þá sendu fyrirtækin Atvinnuleys-
istryggingasjóði lista með nöfnum
viðkomandi starfsmanna og þeir
þyrftu ekki að „standa í því að
sækja alls kyns pappíra og skrá
sig en það virðist vera liðin tíð.
Fólkið er skráð atvinnulaust en
stór hluti þess er í íhlaupavinnu
í fiskvinnslu eða uppskipun, þar
sem menn eru kannski skráðir
atvinnulausir í þijá til fjóra daga
og vinna í tvo daga,“ segir Ther-
esía og segir jafnframt að á þessu
hafi borið síðastliðin tvö ár.
Minni launakostnaður
Aðspurð hvort hún teldi að
fyrirtæki væru að spara sér launa-
kostnað með þessu fyrirkomulagi
sagði Theresía: „Það er til í því.
Við þurfum ekki annað en að líta
á fiskvinnsluna,“ segir hún og
bendir á fyrirtæki á Suðurnesjum.
„Það var til dæmis verið að biðja
um fólk í ígulker í Vogunum og
fullt af fólki á atvinnuleysiskrá en
þegar á reyndi var það í vinnu hjá
öðrum fiskvinnslustöðvum og gat
ekki ráðið sig í ígulkerin á meðan,
virtist vera.“
Theresía segir ekki mögulegt í
einni svipan að átta sig á því
hversu hátt hlutfall atvinnulausra
sé í þessum sporum. En fram kom
í samtali við Margréti Tómasdótt-
ur að tekið hefði verið í notkun
nýtt tölvukerfí hjá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði sem síðar yrði tek-
ið upp hjá úthlutunarnefndum
verkalýðsfélaganna og vinnumiðl-
unum sveitarfélaganna og væru
áramótin nefnd í því sambandi.
Sem stæði væru upplýsingar af
þessu tagi hvergi á einum stað
því verkalýðsfélögin hefðu sitt
eigið kerfi eða ynnu bótaumsókn-
ir í höndunum.
Skrúfu-
blöð flug-
véla verði
sýnilegri
LOFTFERÐAEFTIRLIT
Flugmálastjómar hefur
ákveðið að skrúfublöð ákveð-
inna tegunda flugvéla skuli
gerð sýnilegri þegar hreyfill
er í gangi, en ástæðan er sú
að skrúfublöðin verða þá nán-
ast ósýnileg við ýmis birtu-
skilyrði og geta valdið slysum.
Eiga skrúfublöðin að vera
máluð hvítum og svörtum
borðum þannig að um það bil
fjórir borðar séu á hveriu
blaði.
Breyta skal sem fyrst
Þær flugvélategundir sem 1
fyrst og fremst er um að ræða
eru Fokker F27, Fokker 50,
Fairchild Metro, Domier 228,
DHC& og Partenavia P-68.
Breyta á öllum loftskrúfum í
samræmi við reglur loftferða-
eftirlitsins eins fljótt og unnt
er, en þó eigi síðar en 1. febr-
úar næstkomandi eða fyrir
endurnýjun loftferðaskírteinis
viðkomandi flugvélar, hvort
heldur er síðar.