Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Velta Skinnaiðnaðar hf. orðin 500 milljónir Hagnaðurinn 80 milljónir HAGNAÐUR af rekstri Skinna- iðnaðar hf. á Akureyri var rúmar 80 milljónir króna skv. milliupp- gjöri fyrstu 9 mánuði ársins. Velta fyrirtækisins á tímabilinu nam rúm- um 500 milljónum. Að sögn Bjama Jónassonar, fram- kvæmdastjóra Skinnaiðnaðar, eru menn vel sáttir við niðurstöður milli- uppgjörs félagsins. Þá bendi allt til áframhaldandi hagnaðar á rekstri fyrirtækisins það sem af er árinu, þó of snemmt sé að nefna tölur í því sambandi. Mikil eftirspum sé eftir framleiðsluvörum fyrirtækisins og horfur fyrir árið 1995 góðar. Hlutafélagið Skinnaiðnaður hf. var stofnað 15. október 1993 í kjöl- far gjaldþrots íslensks skinnaiðnað- ur hf. um miðjan júní 1993. Frá þeim tíma til 15. október var rekst- urinn í höndum Rekstrarfélags ÍSI hf. Línur að skýrast Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá hefur stjórn Skinnaiðnað- ar leitað til stjórnar Loðskinns hf. á Sauðárkróki um viðræður með sameiningu félaganna í huga. Ekk- ert hefur enn komið út úr þeim við- ræðum, en að sögn Bjarna Jónas- sonar standa vonir til að málin skýr- ist frekar í næstu viku. Makaskiptin um Holidayhm skýrast EKKI verður endanlega ljóst fyrr en í næstu viku hvort samningar takast milli Samvinnulífeyrissjóðs- ins og íslandsbanka um makaskipti á fyrram húsi Sambands íslenskra samvinnufélaga við Kirkjusand annars vegar og hótel Holliday Inn ogtveimur hæðum i Húsi verslunar- innar hins vegar. Stjórn Samvinnu- lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að taka tilboði Þróunarfélagsins í hót- elið verði af makaskiptunum, en fleiri sýndu einnig áhuga. Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyris- sjóðsins, sagði að enn ætti eftir að ganga frá nokkrum atriðum varð- andi makaskiptin sem enn ætti eft- ir að ganga frá, þó menn hefðu hug á að ná saman. Sjóðurinn á fjórar hæðir af fímm í húsinu. íslenskar sjávarafurðir eiga fímmtu hæðina og verðpur hún keypt ef samningar um makaskiptin takast. Samvinnulífeyrissjóðurinn átti í upphafí bara eina hæð í hús- inu, en eignaðist þijár til viðbótar vegna skuldaskila við Sambandsins. er vel menntuð kona með mikla reynslu af sveitar- stjórnarmálum. Hún hefur reynst dugandi og traustur þingmaður og einarður málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Hún er dugnaðarforkur - hún er heiðarleg og samviskusöm. Tryggjum henni glæsilega kosningu í prófkjörinu á laugardaginn með því að velja hana í eitt af efstu sætunum Veljum forystukonu í fremstu röð Stuðningsfólk Prófkjör Sjálfstæðisflokksins f Reykjaneskjördæmi 5. nóv. Komur erlendra g ferðamanna til landsins frá 1985 g 160 þús. -------7^1 140 120 100 = 80 60 40 20 Með skemmti- ferðaskipum A. 85 86 87 89 90 91 92 93 94 Erlendir ferðamenn í janúar-október 1 QQd Brcyt. frá Fjöldi % fyrraári 1. Þýskaland 32.431 19,7 +9,7% 2. Bandaríkin 22.545 13,8 +3,7% 3. Danmörk 18.464 11,2 +38,7% 4. Svíþjóð 18.169 11,0 +33,0% 5. Bretland 16.098 9,8 +16,3% 6. Noregur 13.850 8,4 +17,7% 7. Frakkland 8.921 5,4 +21,0% 8. Holland 6.453 3,9 +31,7% 9. Sviss 4.622 2,8 •7,3% 10. Finnland 3.541 2,1 +10,6% Önnur lönd 18.725 11,4 +2,H ERLENDIR ferðamenn sem komið hafa til íslands á þessu ári eru þegar orðnir mun fleiri en allt síðasta ár. Fyrstu tíu mánuði þessa árs komu til landsins 164.903 erlendir ferðamenn en þeir voru 157.326 allt árið 1993. Það er því Ijóst að á þessu ári verður um töluverða fjölgun ferðamanna að ræða annað árið í röð, en á milli áranna 1992 og 1993 fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi um 15 þúsund eða rúmlega 10%. Fyrstu 10 mánuði þessa árs fjölgaði erlendum ferðamönnum um 14% miðað við sama tímabil í fyrra, en þegar október sl. er borinn saman við október 1993 var um að ræða 2% fækkun erlendra ferðamanna á milli mánuðanna. Tölvur NýjarlBM og Apple einkatölvur New York. Reuter. IBM, Apple og Motorola munu bráðlega skýra frá nýjum staðli fyrir einkatölvur sem byggist á PowerPC-kubbnum að sögn New York Times. Þar kemur einnig fram að fyrirtæki eins og Canon, Toshiba o. fl. munu tengjast þessu banda- lagi tölvuframleiðanda. Tölvurnar verða ekki fáanlegar fyrr en 1996. Stýrikerfi IBM og Apple hafa verið ólík og ósamhæfð. Fyrirtækin eru gamlir keppinautar, en tóku höndum saman með Motorola fyrir þremur árum um að þróa PowerPC- kubbinn. Sameiginlegur staðall fyr- ir IBM og Apple einkatölvur eykur áhrif fyrirtækjanna á hugbúnaðar- framleiðendur og -kaupendur, en meirihluti fyrirtækja hefur notað tölvur sem byggjast á Intel. Stýrikerfíð nýja verður ólíkt þeim eldri, en þarf sérstakan tölvukubb til að hægt sé nota Microsoft Windows 95 stýrikerfi að einhveiju gagni. Fyrirtækjaráðgjöfin Gerum gott betur Litið á vaxtarmöguleika fremur en fjárhagsstöðu TILGANGUR samstarfssamnings Iðntæknistofnunar og þriggja ráð- gjafarfyrirtækja um ráðgjöf til 20 framleiðslufyrirtækja, sem greint var frá í síðasta viðskiptablaði, er ekki sí?t að kynna nýjungar í stjórn- un og nýja tækni til að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Þetta kom fram í máli Hallgríms Jónassonar forstjóra Iðntæknistofnun- ar þegar samningur fyrirtækjanna var undirritaður. Sagði Hallgrímur við það tæki- færi að ekki væru gerðar stífar kröfur hvað snerti fjárhagsstöðu fyrirtækis sem sækti um, heldur væri litið til vaxtarmöguleika þess. Styrkt starfsskilyrði Ráðgjöfin, sem er hluti af Sprint tækniáætlun Evrópusambandsins, hefur sex milljónir tii ráðstöfunar frá ESB og segir Hallgrímur til- ganginn ekki síst þann að styrkja innri starfsskilyrði fyrirtækjanna. En fram kom í skýrslu um starfs- skilyrði iðnaðar, sem gefin var út í haust, að nauðsynlegt væri að efla rannsóknar- og þrcunarstarf auk framleiðni og nýsköpunar. Mat og framkvæmdaáætlun Ráðgjafarfyrirtækin eru Hag- vangur, Ráðgarður og Nýsir og hefur Þórleifur Jónsson hjá Sam- tökum iðnaðarins verið fenginn til eftirlits á vegum ESB. Vinnulagið verður þannig að sögn Hallgríms að farið er yfír stöðu fyrirtækjanna, síðan lögð fram framkvæmdaáætlun auk þess sem eftirlit er haft með starf- semi þeirra í hálft ár til að fylgja henni eftir. Sótt er um styrkinn til Iðntæknistofnunar og fást eyðublöð þar og hjá atvinnuráðg- jöfum víðs vegar um land. Greidd verða 70% af kostnaði vegna ráð- gjafarinnar, eða 170 þúsund krón- ur að hámarki en skipting fram- lags ESB fer til undirbúnings, kynningar og eftirlits. Til beinnar ráðgjafar fara um 3,4 milljónir að því er fram kom á kynningarfund- inum. Bílaiðnaður íJapan eflist London. Reuter. BILAIÐNAÐUR Japana verður lík- legra öflugri en fyrr eftir samdrátt þann sem hefur ríkt hefur og gæti minnkað kostnað um 20-30% á næstu tveimur árum samkvæmt könnun Andersen-ráðgjafafyrirtækisins, há- skólans í Cambridge og verzlunar- skólans í Cardiff. Gæði í evrópskum bílaverksmiðj- um era enn rýr samanborið við bíla- iðnað Japana. Framleiðni í Frakk- landi og á Spáni er nánast tvöfalt meiri en í Bretlandi, en afkastageta í öðram Evrópulöndum er mjög mis- munandi. Framleiðslan í Bretlandi hefur ekki batnað nógu fljótt til þess að Bretar geti keppt við Japana, Banda- ríkjamenn og Evrópubúa, þrátt fyrir kostnaðaryfírburði og raunveralega framleiðniaukningu. Að sögn eins þeirra sem unnu að könnuninni þurfa brezkir framleið- endur að gera róttækar ráðstafanir til þess að gera bílaiðnaðinn sam- keppnihæfan á næstu öld. „En ástandið má bæta,“ sagði hann. „Framleiðni eykst í mörgum brezkum verksmiðjum og aukin afköst japan- skra framleiðenda bæta stöðuna." Toyota, Nissan og Honda hafa nýlega opnað bílaverksmiðjur í Bret- landi og sterk staða jensins hefur hvatt Japönum til þess að flytja stærri hluta framleiðslunnar til Bretlands. Að sögn prófessors Dan Jones í Cardiff ætti skýrslan að vekja alla bílaframleiðendur til umhugsunar um gífurlegan sparnað, sem megi koma til leiðar með endurbótum í rekstrinum. Gallar tíðari í Evrópu Af öðrum niðurstöðum könnunar- innar má nefna: - í Evrópu er framleiðni minnst í Bretlandi og gæðum mest ábótavant á Ítalíu. - Gallar á framleiðslunni í Evrópu era rúmlega sjö sinnum meiri en í Japan. - Framleiðni í Japan er um 35% meiri en í Evrópu. Framleiðni í Bandaríkjunum er um 15% meiri en í Evrópu. - Japanskar verksmiðjur juku framleiðni um 38% á árunum 1992- 1994, þótt sölumagn minnkaði um 16% vegna samdráttarins. Spá hækk- un dollars New York. Reuter. DOLLARINN mun hækka smátt og smátt á næstu mán- uðum samkvæmt skoðana- könnun Reuters. Könnunin var gerð áður en bandaríski seðla- bankinn kom til stuðnings doll- aranum og náði til 45 sérfræð- inga víða um heim. Ef trúa má könnuninni verð- ur dollarinn stöðugur gagnvart marki og jeni eftir einn mán- uð. Eftir þijá mánuði mun hann komast í 1.5250 mörk og um 98.80 jen. Eftir sex mánuði búast sér- fræðingarnir við að dollarinn hafi hækkað í 1.5540 mörk og um 101.70 jen, en eftir eitt ár í 1.5760 mörk og um 104.70 jen. Á fimmtudag kom banda- ríski seðlabankinn dollaranum til hjálpar í annað skipti á tveimur dögum og mun hafa greitt 1.5155 þýzk mörk og 97.90 japönsk jen fyrir hvern dollar sem hann keypti. Sérfræðingar benda á að m.a. vaki fyrir bandaríska seðlabankanum sé að stuðla að stöðugleika á innlendum hluta- og skuldabréfamarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.