Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Auð- unsdóttir fædd- ist í Dalsseli undir Eyjafjöllum hinn 23. september 1903. Hún lést á sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 26. október siðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- laug Helga Hafliða- dóttir og Auðunn Ingvason, bóndi og kaupmaður í Dalss- eli. Guðrún var elst tólf alsystkina, en átti auk þess einn hálfbróður af fyrr hjónabandi Auðuns. Systkini hennar er upp komust voru Ólafur Helgi, f. 1905, Leif- ur, f. 1907 (látinn), Hafsteinn, 1908, Hálfdan, f. 1911, Mar- grét, f. 1912 (látin), Valdimar, f. 1914 (látinn), Konráð, f. 1916, og Guðrún Ingibjörg, f. 1918 (látin). Hinn 27. maí 1939 gift- ist Guðrún Ólafi Sveinssyni, f. 30. október 1908, bónda í Stóru- Mörk. Einkadóttir þeirra er Áslaug Ólafsdóttir, f. 24. októ- ÞVÍ lengra sem vegferð.okkar um lífsins braut teygist, því fleira sam- ferðafólk er kvatt hinstu kveðju. Nú hefur kvatt jarðvist sína mágkona mín, Guðrún Auðunsdóttir skáld- kona og húsfreyja í Stóru-Mörk und- ir Vestur-Eyjafjöllum, níutíu og eins árs að aldri, elst tíu barna hinna víðkunnu Dalsselshjóna. I formála ljóðabókar Guðrúnar, „Við fiöllin blá“, segir séra Sigurður skáldprest- ur í Holti meðal annars eftirfarandi um þau Dalsselshjón, foreldra Guð- rúnar, og æskuheimili: „Auðunn var umsvifamaður mikill, bjó stóru búi á þeirra tíma vísu og rak að auki umfangsmikla verslun. Dalssel lá þá í þjóðbraut og var jafnan gestkvæmt hjá Auðuni. Húsfreyja var val- kvendi, er hvers manns vanda vildi leysa, Auðunn glaðvær maður, hag- orður og hnyttinn í svörum, gestris- inn og veitull ... í þessum foreldrahúsum ólst Guð- rún upp í hópi níu systkina. Glað- vært var á bænum, systkinin söngv- in og sum hagorð og hændist þang- að æska nágrennisins. Bókakostur var allgóður á heimilinu, skáldsögur íslenskra höfunda og ljóðabækur ís- lenskra skálda. Þær drakk Guðrún í sig í bemsku og hefur eflaust num- ið af þeim tungutak. Á skólagöngu var ekki mikill kostur í sveitinni á æskuárum Guðrúnar, aðeins tveir mánuðir á vetri, en Guðrún átti góða kennara og varð dijúgt úr stuttu námi. Sautján ára að aldri fór Guð- rún fyrst úr föðurgarði, dvaldi þá í ber 1939, gift Ólafi Auðunssyni húsa- smíðameistara frá Ysta-Skála, f. 13. júlí 1934 , d. 27. ágúst 1986. Börn þeirra eru fjögur: 1) Guðrún, börn hennar eru Nökkvi og Áslaug Rún. 2) Auður, gift Guð- mundi T. Sigurðs- syni, börn þeirra eru Sindri, Ottar og Hugrún. 3) Ólafur Haukur, kvæntur Sigrúnu Konráðs- dóttur, börn þeirra eru Ólafur Þór, Hafliði Orn og Alexandra Ósk. 4) Yngstur er Siguijón Þorri, unnusta Guðný Gísla- dóttir. Guðrún og Ólafur bjuggu í Stóru-Mörk ásamt Eymundi bróður Ólafs til 1984 er þau fluttu að Kirkjuhvoli í Hvolhreppi. Tvær ljóðabækur hafa komið út eftir Guðrúnu: í föðurgarði fyrrum, 1956, og Við fjöllin blá, 1982. Útför Guð- rúnar fer fram frá Stóradais- kirkju í dag. Reykjavík um skeið hjá góðu og myndarlegu fólki, nam þar heimilis- stjórn og háttu prúðra manna, kynntist menntuðu fólki, las og þroskaðist. Það var hennar fram- haldsskóli." Nú á kveðjustund rifjast það upp þegar ég kom fyrst austur undir Eyjafjöll á þeim merkisdegi þegar hið mikla mannvirki Markarfljótsbrú var vígð sunnudaginn 1. júlí 1934. Það kom því ekki í minn hlut að kynnast Markarfljóti sem farartál- manúm viðsjála, óbeisluðum, því ég varð þess aðnjótandi ofanfrá brúar- gólfi að sjá straumþunga fljótsins klofna á styrkum stoðum nývirkis- ins. Á þeim merkisdegi var skartað í Rangárþingi því besta sem þá var tiltækt í orðsins og tónsins list á landsins mælikvarða. Um níu árum síðar naut ég fjölfegurðar Eyjafjalla undir suðurhlíðum þeirra er ég var í för með Vestmannakórnum á leið til Víkur í Mýrdal. í þriðja sinn er ég kominn austur undir Eyjafjöll á fögrum sumardegi 1950 og nú sem gestur Leifs Auð- unssonar í foreldrahúsum hans í Dalsseli. Þar býr þá enn Auðunn faðir Leifs og systkina hans. Hann er þá kominn á níunda tug ára sinna og hefur verið ekkjumaður í um átta ár. Hinn aldni héraðshöfðingi kemur gestinum svo fyrir sjónir: Hann er hár maður vexti, silfurhærður, með fyrirmennsku í svip og hátterni. Þijú systkini Leifs eru þar enn í foreldrahúsum og halda heimili með föður sínum: Konráð verkstjóri ut- anhúss og systurnar Margrét og_ Guðrún Ingibjörg (Donna) innan- húss. Þær byggja enn í smáu og stóru á þeim grunni sem mannkosta- konan móðir þeirra hafði lagt. Ég varð þess aðnjótandi að kynnast hinu víðþekkta Dalsselsheimili. Urðu það örlagaspor á lífsbrautargöngu. Á haustdögum sama árs var þar eystra talinn ávinningur að ég legði liðveislu til styrktar þeim grunni er þá var þar nýlagður til eflingar fjór- rödduðum kirkjusöng. Þar kynntist ég eyfellsku mannlífi í heiðarleik vinnuskyldunnar og nýtingar tóm- stunda í uppbyggjandi samfagnaði. Þá kynntist ég séra Sigurði Ein- arssyni skáldpresti og mælskusnill- ingi í Holti, konu hans og heimili. Ég spurði hann hver væri galdur þess að flytja orðræður af munni fram og hann svaraði að hans að- ferð væri að orðtaka bækur við lest- ur þeirra og eignast með því ógrynni orða er tiltæk væru því efni er flytja skyldi. Ég kynntist einnig menningar- heimilinu Stóru-Mörk. Þar skipaði Guðrún eldri frá Dalsseli rausnar- og mannkostasæti húsfreyjunnar og maður hennar Ólafur Sveinsson skipaði sæti hins hörkuduglega góð- bónda er nýtti sér alla kosti og möguleika jarðarinnar í farsælu eignarsamfélagi við ljúfmennið Ey- mund eldri bróður sinn. Voru þeir bræður komnir af sterkum bænda- stofni í uppsveitum Rangárþings sem og velkunnum borgfirskum kennimönnum í föðurætt. I móður- ætt voru þeir í ættferli Þorsteins skálds Erlingssonar. Á heimili þeirra Guðrúnar í Stóru- Mörk dvaldi hin greinda og fróða móðir Ólafs og systkina hans Guð- leif Guðmundsdóttir í ekkjudómi til æviloka umvafin hlýju og umhyggju frá tengdadóttur og bömum sínum. Ólafur bóndi var mikill félags- hyggjumaður og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Fyrr en varði var ég tengdur Dalsselssystkinum venslaböndum, þar með urðu böm mín og eiginkonu minnar Guðrúnar Ingibjargar barna- böm hinna víðkunnu Dalsselshjóna. Þess nutu þau í mörgu: Húsnæðis í Reykjavík í frumbemsku, sumardv- alar í Fljótshlíð og Stóru-Mörk. Ógleymanlegt og heillandi var að renna í hlað Stóru-Merkur. Þá kom Guðrún húsfreyja út og fagnaði komu okkar á áhrifamikinn hátt. Enn er í fersku minni þegar ég brá mér norður fyrir túngarð Merkur- bæja, á meðan elsta og yngsta Dalss- elssystir áttu góða samvemstund, og naut þar hins áhrifaríka fjalla- faðms að baki friðsællar Fljótshlíð- arinnar ásamt hinum lágværa vatna- kliði frá lifandi straumflæði er Iiðað- ist milli hinna dökku eyrarfláka og gáfu þar með risavöxnum myndfleti dulúð og magnþrunginn kraft. Það var mikil lífsfylling að fara með börn okkar ung í Merkurheim- sókn, niður á eyramar og týna upp litríka smásteina sem straumflæðið hafði slípað; koma svo heim að há- degisborði á neðstu hæð hins traust- byggða steinhúss og setjast þar að hlaðborði sem húsfreyjan mágkona mín byggði upp dag hvern fyrir heimilisfólk, gesti og gangandi allan ársins hring. Umhverfis matborðið mikla ríkti fijálsyrt tal og notaleg stemmning. Það var með ólíkindum að hús- freyjan, matmóðirin mikla, sem gaf svo ríkulega af sjálfri sér í þágu hins kröfuharða búskapar í háönn á heyskapartíð, gat samtímis byggt upp ljóðræn hugverk, römmuð inn í braglistaferil að erfðagjöf stórættar sinnar. Guðrún Auðunsdóttir var í föður- ætt af skáldmæltum forfeðrum og -mæðrum komin. Til marks um það voru Samúel Pálsson langafi hennar og Jónas listaskáldið góða í jöfnum ættliðum frá bræðrunum séra Agli á Útskálum og séra Hallgrími á Grenjaðarstað Eldjárnssonum en í móðurætt átti hún ættir að rekja til Þórðar biskups Þórðarsonar. Guðrún var heilsteyptur og gjöfull persónu- leiki og gaf ríkulega af sjálfri sér, sem húsfreyja í afbragðs heimilis- haldi og í ljúfum hugverkum öðrum til yndis. Hún naut þess sem mörgum er ekki ljóst að eiga aðeins það sem maður gefur. Guðrún var gædd hugþekkri frá- sagnarhæfni og frábæru minni sem hún hélt til háaldurs síns. Hún mundi gamla Dalsselsbæinn sem þar stóð áður en húsið reis, sem byggt var 1907 svo sem fram kemur í ljóði hennar „Hinsta minning": Frá liðnum stundum geymi ég ennþá ylinn þann eim ég kenni, reyk frá lágum hlóðum. Er sólin gyllti gömlu bæjarþilin á grænni þekju prúðir flflar spruttu og litlir fætur löbbuðu og duttu í Ieik og sorg i vemd af englum góðum. Úr ljóði Guðrúnar „Heimabyggð": Þar veltur úthafsaldan upp að sandi og ósinn breiðir faðminn spegilskyggn, hinn bratti gnúpur skrýddur skýjabandi skoðar í vatnsins dýpi sína tign. Þar una býlin smá við brekkurætur og breiður elfur klífur gráan sand, í fjallsins greipum fossinn hlær og grætur og flytur ljóðin um vort kæra land. Með innilegri þökk fyrir vensla- tryggð, vináttu og ljúf samskipti á lífstíðarbraut. Konráð Bjarnason. Hún Gunna frænka er dáin, eflaust hvíldinni fegin. Hún var elst Dalselssystkinanna og henni fánnst skrítið að bæði eiginmaður og mörg yngri systkina sinna skyldu fara á undan sér. Við lát Gunnu leitar hugurinn til baka inn í eldhúsið í Stóru-Mörk, þar sem ég sit á rauða kassanum við hliðina á kolaeldavélinni og mala kaffi. Húsfreyjan stendur við eldavélina, pikkar í flatkökur og snýr þeim í gríð og erg. Einkadóttir- in hnoðar við eldhúsborðið. Þær hlæja og spjalla um nýjustu fréttirn- ar í sveitinni, og ég, borgarbarnið, hlýði hugfangin á þær mæðgur og drekk í mig hvert ort. Þvílík frá- sagnarlist. Hún gleymist engum sem á hafa hlýtt. Seinna hugsaði ég oft um það hvort Ijóðin hennar hafi orðið til yfir flatkökubakstrinum, eða þegar hún gekk um hlaðið og heilsaði maríuerlunni sem kom daglega að eldhúsglugganum. Eða þegar hún strauk fingxirgómunum um blöð tijánna sem hún hafði ræktað og fegruðu brekkuna. Eða þegar hún lá í baðstofunni með spenntar greip- ar á bijósti sér og tærnar hreyfðust fram og til baka án sýnilegrar ástæðu. Eða kannski þegar hún stóð við gluggann í kvistherbergi þeirra hjóna og fléttaði hár sitt og horfði út til fjallanna sinna. Geysilega var ég sjálf hreykin af að vera orðin þátttakandi í þulunni hennar, Krakkarnir í Mörk, sem lýsir svo vel daglegum önnum á þessum tíma. Það verður seint þakkað að hafa fengið að upplifa og taka þátt í daglegum störfum í Stóru-Mörk. Og geta miðlað þannig af eigin þekkingu til afkomanda sinna hvernig var að vinna án rafmagns eða nægjanlegs vatns, og án margra þeirra hluta sem við teljum svo sjálf- sagða í dag. Elsku Áslaug og fjölskylda, guð blessi ykkur cg styrki. Guð blessi minningu Gunnu frænku og hafi hún þökk fyrir allt. Kristjana og fjölskylda. Fjalls af brúnum falla í þröng fossar kristaltærir. Kvaka fuglar kvöldin löng, kylja laufin bærir. Þessi vísa er úr kvæði sem hefur yfirskriftina Útsýni frá Dalseli. Höf- undur þessa ljóðs er sú kona sem við kveðjum í dag. Þetta Dalsel sem við er átt er sveitabær undir Eyja- flöllum. Þar er Guðrún Auðunsdóttir fædd í september 1903. Hún og maður hennar, Ólafur frændi minn bjuggu h.v. í Stóru-Mörk í sömu sveit í rúmlega 40 ár. Þar hófust kynni mín af Guðrúnu sem vöruðu meðan bæði lifðu. Lífshlaup Guðrún- ar Auðunsdóttur var ekki margbrot- ið, búandi í sömu sveit allt sitt líf. í heimilinu í Mörk var Guðleif, tengdamóðir Guðrúnar, sem vissu- ___________________MIMIMIIMGAR GUÐRÚN A UÐUNSDÓTTIR SIGURÐUR MAGNI MARSELLÍUSSON + Sigurður Magni Marsellíusson fæddist á Isafirði 7. júní 1940. Hann lést á Landspítalan- um 30. október síð- astliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Al- berta Albertsdóttir, f. 11.2. 1899, d. 24.2.1987, og Mars- ellíus og S.G. Bern- harðssonj skipa- smiður, Isafirði, f. 16.7. 1897, d. 2.2. 1977. Systkini Sig- urðar eru: Jónína Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 5. júní 1922; Stefanía Áslaug Kristjánsdóttir, f. 30. maí 1923; Krislján Sveinn Kristjánsson, f. 30. júlí 1924; Guðmundur Jón Dan Marsellíusson, f. 26. októ- ber 1927, d. 22. febrúar 1994; Kristín Marsellíusdóttir, f. 30. september 1928; Sigríður Guðný Marsellíusdóttir, f. 27. september 1929, d. 23. janúar 1930; Helga Þuríður Marsellíusdóttir, f. 24. nóvember 1930; Kristinn Marselliusson, f. 13. mars 1932, d. 16. október 1932; Högni Marsellíus- son, f. 14. október 1933; Bettý Mars- ellíusdóttir, f. 18. desember 1935; Þröstur Marsell- íusson, f. 16. sept- ember 1937; Mess- iana Marsellíusdóttir, f. 18. maí 1942. Hinn 25. maí 1963 kvænt- ist Sigurður eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðrúnu Lilju Kristjánsdóttur frá Litla-Bæ í Ogurhreppi. Börn þeirra eru Þórhildur, f. 31.3. 1963, sam- býlismaður Snorri Jónsson; Kristján Guðni, f. 21.12. 1964, eiginkona Anna Gunnarsdóttir, sonur þeirra Daníel Örn, f. 2.8. 1992. Sigurður starfaði alla tíð i Skipasmíðastöðinni á ísafirði. Útför hans fer fram frá fsa- fjarðarkapellu í dag. Sérhver stund að sama kvöldi líður, sorg og gleði er ráðinn dagur hver, sama nótt við sólarlag oss bíður, sama lending, hvar sem fley vort ber. Einn er guð oss öllum sami faðir, einn vor himinn, þegar lýkur för, ■ söm, er þiýtur ár og aldaraðir, eilífs við hans náðarskör. Forsjón pðs, en hvorki hryggð né kæti, hverja stund oss leiðir sigri nær. Hvort sem grund eða grýtt er undir fæti, guð oss þrótt hvern dag að kvöldi ljær. Hvar sem stormar æða og öldur rísa, ein er rödd, sem mælir ljúfum hreim. Sömu stjörnur veg öllum vísa, veg að einu marki, - heim. (Þýð. L.G.) Kæri bróðir. Nú ert þú farinn, annar bróðir- inn á sama árinu. Eftir stutt en erfið veikindi hefur þú fengið hvíld. Stórt skarð er höggvið í stóra fjöl- skyldu. Þú varst næstyngstur af okkur systkinunum, en enginn ræður sínum næturstað, það er einn sem ræður. Við þökkum þér samveruna, hlýjuna og vináttuna. Eftir sitja minningar um.góðan bróður. Við sendum Lilju, Þórhildi, Snorra, Kristjáni, Önnu og litla Daníel Erni innilegar samúðar- kveðjur. Guð styrki þau á erfíðum tíma og blessi minningu Sigga. Messíana, Þröstur, Bettý, Högni, Hejga, Kristín, Krislján, Áslaug og Jónína. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Elsku Siggi, við eigum eftir að sakna þín yfír kaffíbollanum á Austurveginum. Þegar þú kvaddir okkur fyrir rétt rúmri viku í eldhús- inu á efri hæðinni, hvarflaði það ekki að okkur að við ættum ekki eftir að sjá þig aftur. Minningin um góðan dreng mun lifa í hugum okkar allra. Blessuð sé minning þín. Helga, Þórður, Finnur, Áslaug, Magnús, Helga og Rakel. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Okkur systkinin langar að skrifa nokkur minningarorð um látinn vin sem var giftur föðursystur okkar. Við áttum margar góðar stundir með Sigga og gátum alltaf leitað til hans ef eitthvað bjátaði á. Við vorum alltaf velkomin á heimili þeirra, og áttum margar góðar stundir með honum þar. Þegar við vorum börn ríkti mikil eftirvænting þegar farið var á ísa- fjörð, því þá var iðulega farið í heimsókn til þeirra. Og alltaf færð- ist bros yfír andlit ókkar þegar þau komu í heimsókn til okkar í sveitina. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast jafn góðum manni og Siggi var. Elsku Lilja, Þórhildur, Kristján og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk á sorgarstundu um alla framtíð. Hafdís, Arnþór, Guðrún og Ragnar, Hvítanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.