Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 43 FRÉTTIR Basar haldinn á Grand HALDINN verður basar laugar- daginn 5. nóv.kl. 13-17, á munum heimilisfólksins á Grund í fönd- ursalnum á jarðhæð Litlu Grund- ar, sem er á baklóð Elliheimilisins Grundar á Hringbraut 50. Margvíslegir munir verða til sölu á basárnum, auk þess sem heitt verður á könnunni fyrir gesti og gangandi. Viðhorf til baraa og gildi fjölskyldunnar í TILEFNI af ári fjölskyldunnar á vegum Sameinuðu þjóðanna gangast Félag íslenskra barna- og unglinga- geðlækna og Félag íslenskra barna- lækna fyrir ráðstefnu í Menningar- miðstöð Gerðubergs, Gerðubergi 3-5, laugardaginn 12. nóvember kl. 9 árdegis til 17 síðdegis. Ráðstefnustjórar verða Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður og for- maður Félags ísl. barnalækna, og Helga Hannesdóttir, formaður Fé- lags ísl. barna- og unglingalækna. Fjöldi fyrirlesara mun halda erindi m.a. um viðhorf til barna og ungl- inga hér á landi; áhrif efnahags á fjölskyldulíf og félagslega velferð einstaklinga; hvernig má styrkja fjöl- skyldur í nútíð og framtíð; áhrif skilnaðar á börn og unglinga og hvað hefur áhrif á sálfélagslegan þroska barna og unglinga frá sjónarhóli fjöl- skyldunnar. í umræðuhópnum verður fjallað um börn og ofbeldi, áfengi og fjöl- skyldulíf, fjölskylduofbeldi, kreppu- ástand, fjölskyldumeðferð, kennslu og menningu fyrir fjölskyldur og umhverfi barna með tilliti til slysa- varna. Ráðstefna þessi er sérstaklega ætluð starfsfólki á sjúkra- og heilsu- gæslustofnunum. Þátttöku þarf að tilkynna á Barna- og unglingageð- deild Landspítalans. Fríkirkju- basar ■ Á ÚTVARSSTÖÐINNIFM 957 hefur Rúnar Sigurbjartarson verið ráðinn markaðs- og sölustjóri. Rúnar starfaði áður hjá íslenska útvarpsfé- laginu sem aðstoðarsölustjóri. Einn- ig hefur Gunnlaugur Helgason verið ráðinn til starfa við stöðina og mun hann stýra morgunþættinum alla virka daga, segir í fréttatilkynn- ingu frá FM 957. Mannaráðningar þessar komu í kjölfar breytinga á rekstri fyrirtækisins en fyrir skemmstu tóku nýir eigendur við rekstrinum og er meirihlutinn í eigu Sambíóanna. ■ ENSKI miðillinn Joan Mount- gomery starfar á vegum Sálar- rannsóknarfélagsins í Hafnar- firði næstu viku 7.-12. nóvember. Fáeinir einkatímar eru enn til ráð- stöfunar og þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við formann félgsins, Símon Jón Jó- hannsson. Fimmtudaginn 10. nóv- ember heldur miðillinn almennan skyggnilýsingarfund í Gúttó kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókabúð Olivers Steins. Merki blindra STJÓRN Blindrafélagsins hefur fyrir sitt leyti samþykkt að merk- ið, hvítur maður með staf á blá- um gninni verði tákn blindra og sjónskertra á Islandi. Merkið hefur verið samþykkt af World blind union sem alþjóðlegt merki og hefur nú verið samþykkt í fjölmörgum löndum, m.a. öllum Norðurlöndunum. KVENFÉLAG Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur basar í safnaðar- heimili kirkjunnar, Laufásvegi 13, í dag kl. 14. A basarnum verður m.a. jóla- varningur, hannyrðir, fatnaður og heimabakaðar kökur. Einnig verður efnt til happdrættis, þar sem vining- ar eru jafnmargir útgefnum miðum. Kvenfélag Fríkirkjunnar er elsta starfandi kirkjukvenfélag landsins og eitt af elstu kvenfélögum hér á landi, stofnað snemma árs 1906. ■ FFA, Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, sem Landssamtök- in Þroskahjálp, Sjálfsbjörg lands- samband fatlaðra, Styrktarfélag Iamaðra og fatlaðra og Styrktar- félag vangefinna standa að halda fræðslu og umræðukvöld þriðjudag- inn 22. nóvember nk. kl. 20-23 í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12 (vesturendi), Reykjavík. Fræðslu- og umræðukvöld eru ætluð fullorðn- um systkinum fatlaðra (18 ára ald- urstakmark), mökum þeirra og öðr- um sem standa í svipuðum sporum gagnvart fötluðum einstaklingum. ■ DR. KERSTIN Hagg sem er . sálfræðingur, kennari og félags- fræðingur, flytur þriðjudaginn 8. nóvember opinberan fyrirlestur í boði Rannsóknarstofu í kvenna- fræðum við Háskóla íslands. Fyr- irles'turinn verður fluttur á sænsku og nefnist: „Om kön och vardag i förándring - en ortsstudie i ett köns- teoretiskt perspektiv". Kerstin Hagg er með doktorspróf í félagsfræði frá háskólanum í Umeá, Svíþjóð. Dokt- orsritgerð hennar fjallar um breyt- I ingar á bæjarsamfélaginu í Kiruna i í Svíþjóð 1900-1990 í ljósi kenninga ( um kynferði. Dr. Hagg er lektor við ( Umeáháskóla. Hún hefur kennt við kvennafræðastofu háskólans í mörg ár og er einnig aðstoðarforstöðu- maður stofnunar í uppeldisfræði og ber ábyrgð á rannsókna- og þróunar- starfi þennar. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Lögberg og hefst kl. 17.15. ■ Flugbjörgunarsveitin í Reykja- ( vík verður með fjallabjörgunarsýn- ingu á Kjörgarðshúsinu við Lauga- * veg í dag, laugardaginn 5. nóvem- I ber, kl. 13-16. Gestum verður boðið að leika sjúklinga sem verða látnir síga niður húsið ásamt björgunar- mönnum. Fallhlífahópur sveitarinn- ar verður með fallhlífastökksýningu í Hljómskálagarði kl. 13.30. Hóp- urinn getur stokkið með skíði, tjöld, bakpoka, sjúkrabúnað og allan ann- an búnað sem þörf er á hverju sinni, j segir í fréttatilkynningu. Fjarskipta- , bíll og snjóbíll sveitarinnar verða til ' sýnis á Laugaveginum þennan dag. < Samhliða þessum sýningum verða félagar sveitarinnar með tann- burstasölu. ■ HAUSTHRAÐSKÁKMÓT Taflfélag Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 6. nóvember í félags- heimilinu í Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eft- ir monrad-kerfi. Umhugsunartími er » 5 mínútur á mann. Hausthraðskák- ( mótið er jafnan eitt sterkasta og fjöl- i mennasta hraðskákmótið sem haldið er hér á landi. Öllum er heimil þátt- taka. í Dýraríkinu á morgun, sunnudaginn 6. nóvember, frá klukkan 10.00-17.00 DÝRARÍKIÐ ...fyrir dýravini! Þessir hundar verða á sýningunni: Sýndar verða sjaldgæfar hundategundir sem sumar hafa aldrei áður verið sýndar á íslandi. Saga þeirra sögð og sérkennum lýst. Shih Tzu-MiniaturePincher- WestHighland White Terrier- Briard - Weimaraner - Pekingese - Papillon - Dalmatian - ^ Nýfundnalands-hundur -Maltese - Yorkshire Terrier-Boxer Sýningartímar: kl. 11.00, 12.00, 13.00, 14.00, 15.00 og 16.00 Dýralæknar verða á staðnum Hundaþjálfari veitir ráðgjöf um þjálfun Balance, Wafcolog Tuffy’s 20% afsláttur af öllum hunda- vörum á meðan á sýningunni stendur DÝRARÍKIÐ Við Grensásveg - sími 68 66 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.