Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 5. NÓVBMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR Garðyrkjan og kart- öfluræktin á heljar- brún óvissunnar? ER tvískinnungur í umræðunni? Á sama tíma og opnaðir eru íslenskir dagar undir kjörorðinu „íslenskt - A^a takk“, vita íslensk- ir garðyrkjubændur ekkert um hvernig ríkisstjómin ætlar að bæta samkeppnis- stöðu greinarinnar svo hún geti keppt við erlenda starfsbræður sína og innflutta vöru. Það kom fram í umræðu á Alþingi að landbúnaðarráð- herra hafði lítið gert í málefnum sem snerta garðyrkj- una á síðustu misserum. Boðað er að GATT taki gildi eftir 8 mánuði og leikreglur og *«tarfsskilyrði íslenskra bænda eru ekki á hreinu og lítið að gerast í málinu. Mikilvægum hagsmunum var óvænt fómað í EES eða með samningi þar sem tollfrjáls inn- flutningur var leyfður á ákveðnum árstímum - ekkert tillit tekið til mikilla breytinga í gróðurhúsum vegna lýsingar og nýrrar geymslu- tækni. Samband garðyrkjubænda hef- ur ítrekað átt fundi með alþingis- mönnum og ráðhermm og fyrir *■ tæpu ári lögðu þeir fram lista um brýnar aðgerðir til að ná fram bættri samkeppnisstöðu til að geta staðist innflutning. í garðyrkju em 500 ársstörf í beinni framleiðslu - „íslenskt - já takk.“ Eitt þúsund önnur störf tengjast þessari matvælafram- leiðslu sem færir á borð neytenda úrvalsvöm framleidda án eitur- efna. íslensk garðyrkja nýtur ekki styrkja en starfsbræður í Evrópu fá styrki allt að 25% af fram- leiðsluverðmæti. Hér hafa útflutningsuppbætur verið aflagðar en tekin upp frí- verslun þótt vörurnar njóti ríkis- . styrkja erlendis, en 30-40% tollur fellur á okkar vöru ætli bændur að flytja hana út. Hér er um fjötra og mismunun að ræða sem verður að jafna. Hér rennur vatnið í gegnum rándýrar virkjanir. Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt fremur en það renni til sjávar ónotað. Gróðurhúsin fá kwst. á 2,80-3,00 kr. og sæta rofáhættu þar sem verðið hleypur upp í 10 kr. á kwst. Ef þessi nýja aðferð í matvælaframleiðslu fengi kwst. á 1,50 kr. myndi það spara garð- yrkjunni 11-12 millj- ónir og gera hana hæfari að takast á við samkeppni. íslensk stóriðja er matvæla- framleiðsla úr sjávar- fangi og frá landbún- aði fullvinnsla afurða sem verður að veija í landinu. Rafmagnið á Hrun blasir við í kart- öflurækt, að mati Guðna Agústssonar, verði ekkert að gert. lægra verði þýðir meiri notkun og meiri árangur þjóðarinnar og ör- ugglega ekki verri afkomu raf- magnssölufyrirtækj a. EES Eitt mikilvæga.sta eftirlitsatrið- ið í EES er krafan um að uppruna- vottorð fylgi sendingum. Hér vefst þetta fyrir tollinum vegna pökk- unarákvæðis sem heimilar undan- þágu séu sendingar ekki meira en 500 þús. kr. virði. Ijóðin er fá- menn og því allar sendingar hing- að í minni kantinum. GATT Svo kórónar ríkisstjórnin GATT með því að miða einungis við eitt ár en ekki -þijú eins og heimilt er. Ríkisstjórnin velur árið 1988 sem er afbrigðilegt ár vegna mikils innflutnings. Því eru líkur á og þykir sýnt að tollígildin nái ekki að vernda íslenska framleiðslu. Verður nú garðyrkjunni enn fóm- að í GATT - hvar er landbúnaðar- ráðherra? Kartöflubændur eru nú með fjölskyldur sínar á hungurmörkum margir hveijir. Það blasir við hrun og gjaldþrot greinarinnar verði ekkert að gert. Best sést staðan að verslunin er farin að selja kílóið á 5-10 kr. meðan það liggur klárt fyrir að framleiðslukostnaður er 45-50 kr. á kíló. Gulrófnabændum fannst mörgum ekki taka því að taka upp í haust til að láta Bónus og fleiri sparka á sínum mannrétt- indum með því að selja úrvalsvöru á broti af framleiðslukostnaði. Starfandi bændur finna nú fyrir járnhæl verslunarvaldsins og hvernig sundruð stétt deyr innan frá. Sölukerfi eins og Bretar Flestar þjóðir skilja að atvinnu- greinar verða að búa við frelsi innan skipulags. Bretar og Norð- menn og flestar menningarþjóðir skilja þetta. Þeir mæla uppskeru á haustin og setja umframfram- leiðslu í skepnufóður eða annað. Þar búa framleiðendur við hlut- fallslegar afsetningarreglur og hafa aðgang að afurðalánum. Þar er varan flokkuð eftir stærð, útliti og þurrefnisinnihaldi. Neyt- andinn á það nefnilega ekki alltaf tryggt að kartafla sé kartafla. í sumum tilfellum getur hún verið rýr að gæðum og hreint skepnu- fóður. Kartöflubændur sem hafa í ára- tugi helgað sig þessu starfi eru nú að tapa eignum og atvinnu sinni. Hvar er „íslenskt - já takk“? Bera stjómvöld enga ábyrgð þó heil atvinnugrein glatist vegna glundroða, þótt heilt byggðarlag eins og kartöflubærinn Þykkvibær fari í eyði? Málið snýst um vöru til neyt- enda og mannréttindi framleið- enda sem búa við það að eiga ekkert kerfi eða tæki til að selja eða semja um sína vöru eins og fijálsir menn. Þeir eru án verka- lýðsfélags og mannréttindi þeirra eru fótum troðin. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi. Guðni Ágústsson $NBA Frísport, Reykjavík, sími 623811 Sportkringlan, Reykjavík, sími 686010 Útilíf, Reykjavík, simi 812922 íþróttabúðin, Reykjavík, sími 620011 Fjölsport, Hafnarfirði, sími 652592 K-Sport, Keflavík, sími 92-14017 Sportbær, Selfossi, sími 98-21660 Akrasport, Akranesi, sími 93-12290 Sportver, Akureyri, sími 96-11445 Sporthlaðan, (safirði, sími 94-4123 Borgarsport, Borgarnesi, simi 93-71707 Skagfirðingabúð, Sauðárkróki, sími 95-35200 Táp og Fjör, Egilsstöðum, 97-12012 Sportvörur, Flúðum, sími 98-66777 Skóbúð Húsavíkur, sími 96-41337 Fullvinnsla vikurs og vikur- útflutningur Á ÞESSU ári og því síðasta hefur orðið mikil aukning á vik- urútflutningi frá Is- landi. Útflutningurinn hefur margfaldast milli ára. Mestur hluti vikurs- ins er flokkaður í til- teknar stærðir og þveginn. Þannig er hann fiuttur út þar sem hann er að mestu notaður til framleiðslu á ýmiss konar bygg- ingahlutum og að hluta til ræktunar í gróðurhúsum og til ýmissa annarra þarfa. Aðeins lítill hluti vikurs er fluttur óhreinsaður og óflokkaður frá landinu þótt það sé sjálfsagt að gera ef það er hag- kvæmt og kaupendur finnast. Margir aðilar hafa á undanförn- um áratugum leitað fyrir sér með útflutning á vikri og vörum úr vikri og hefur árangur af því starfi ekki verið mikill fram að þessu. ítrekaðar kannanir hafa leitt í ljós að ekki er grundvöllur fyrir framleiðslu og útflutningi á full- unnum byggingahlutum úr vikri frá íslandi sem stendur og eru breytingar á því ástandi ekki fyrir- sjáanlegar. Fyrirtæki, sem eru í vikurút- flutningi, eru í sifelldri leit að mörkuðum fyrir vikur og vikurvör- ur til þess að auka fjölbreyttni og verðmæti framleiðslu sinnár. Ástæður þess að nú er hægt að flytja út mikið magn vikurs frá íslandi eru þær miklu breytingar á byggingamarkaði í Þýskalandi sem urðu við sameiningu landsins fyrir fáum árum og svo þær að gengið hefur ört á vikumámur í Þýskalandi hin síðari ár. Fyrirtæki þar eru að klára námur sínar og þurfa að flytja inn vikur til fram- leiðslu sinnar. Ennfremur eru líkur á því að verulegur markaður opnist í Hol- landi fyrir vikur til nota í gróður- iðnaði. Við tilraunir með ýmis efni í gróðurhúsaræktun hefur vikur unnið á í þeirri keppni og ef hann verður tvímælalaust ofan á, sem mestar líkur em á, verður um mik- inn markað að ræða. Það em því mestar líkur á því að vikurútflutningur frá Islandi verði varanlegur atvinnuvegur næstu áratugina. Vikur er fluttur inn til Þýska- lands, Hollands, Bretlands og Norðurlandanna frá Tyrklandi, Grikklandi, Ítalíu, Senegal, Kan- aríeyjum og Asoreyjum auk vikurs frá íslandi þannig að við eigum í talsverðri samkeppni á þessu sviði sem öðrum. f Síðan vikurútflutningurinn tók þann fjörkipp sem hann er nú í hafa ýmsir orðið til þess að skrifa í blöð hugleiðingar sínar um vikur- útflutninginn. Menn hafa gagnrýnt útflutnings óunnins hráefnis og látið að því liggja að bregðast þurfi við slíkri ósvinnu. Hvernig þau viðbrögð - kjarni málsins! ættu að vera er óljóst en þó má helst skilja að leggja ætti bann við þessum útflutn- ingi. Enginn þeirra sem tjáð hafa sig um þetta efni nýlega hefr bent á nokkrar framleiðslu- vörur úr vikri sem selja mætti með árangri úr landinu. Skrifin hafa almennt lýst mikilli vanþekk- ingu höfunda á því sem þeir skrifa um. Þar á meðal er smá- grein eftir Guðmund Hallvarðsson, alþingismann, sem birtist í Morgunblaðinu 23. þ.m. Í þessari grein segir Guðmundur „Það er ekki vansalaust að flytja Ef til vill stuðlar þing- maðurínn að auknu f)ár- magni til tilrauna og markaðssetningar, seg- — ir Arni Þormóðsson, til að styrkja stöðu ís- lenskrar framleiðslu. landið okkar út með þessum hætti án þess að kannaður sé markaður fyrir fullunnar vörar úr þessu verð- mæta og eftirsótta hráefni." Hvemig má það vera að þing- maður sem vill að mark sé tekið á því sem hann segir láti þvílíkt frá sér fara? 'Það er tæplega hægt að ætla þingmanninum það, fyrst hann er að skrifa um þessi mál, að hann viti það ekki að mikið hefur verið unnið að því af mörgum aðilum undanfarna áratugi að leita mark- aða fyrir vikurvörur frá íslandi. Ef þingmaðurinn hefur vitn- eskju eða þekkingu á vikuriðnaði, sem þeir aðilar sem reka vikuriðn- að hafa ekki, er hún áreiðanlega vel þegin. Skrif af þessu tagi eru til þess fallin að valda þeim aðilum sem að vikurútflutningi standa skaða og illu áliti. Koma því inn hjá fólki að um sé að ræða framstæðan „gullgröft" óhagstæðan þjóðinni. Það er óhætt að fullvissa þing- manninn, og aðra sem lítið vita um þessa „nýju“ starfsemi, að þau fyrirtæki sem að henni standa leggja sig fram um að gera fram- leiðslu sína sem verðmætasta. Það mætti jafnframt benda þingmann- inum á það að fé til þessarar starf- semi, þar með talið markaðskann- ana, hefur ekki verið auðfengið. Bankar og aðrar stofnanir hafa legið á liði sínu varðandi fyrir- greiðslu til þessarar starfsemi og hafa ekki lagt það á sig að kanna horfur í þessari grein atvinnustarf- semi til þessa. Væntanlega er að verða á því breyting þegar aug- ljóst er orðið að þeir sem að vikur- útflutningnum standa hafa haft rétt fyrir sér varðandi aukna út- flutningsmöguleika vikurs. Ef til vill beitir þingmaðurinn sér fyrir auknu fjármagni frá hinu opinbera til tilraunaframleiðslu og markaðssetningar á íslenskum framleiðsluvörum yfirleitt. í því sambandi er líklegt að full- vinnsla á fiskafurðum ætti að hafa forgang. Höfundur starfar að vikurútflutningi frá Ólafsvík. Arni Þormóðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.