Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrstu tvær skákirnar á mótinu voru erfiðastar Dómsmálaráðherra á dómaraþingi Vísbendingar um aukinn hraða í málsmeðferð Siglufjarðar- kaupstaður Samningar umkröfur nást við Is- landsbanka Siglufirði. Morgunblaðið. SIGLUFJARÐARKAUPSTAÐUR þarf að greiða íslandsbanka tæp- lega níu og hálfa milljón vegna ábyrgðar, sem bærinn var í, vegna Dýpkunarfélagsins hf. Bæjar- ábyrgð þessi var veitt í apríl 1988. Dýpkunarfélagið hf. var lýst gjaldþrota fyrir um J)að bil ári. Framreiknuð krafa Islandsbanka var um 18 milljónir kr. og var málið á leið fyrir dómstól er samn- ingar náðust milli Sigluijarðarkaup- staðar og bankans um að bærinn greiði 9.418.000 kr. Að sögn Bjöms Valdimarssonar, bæjarstjóra á Siglufirði, var gert ráð fyrir að bær- inn þyrfti að Jeggja fram fé fyrir ábyrgðinni. „Á þessum árum var algengt að sveitarfélög gengju í ábyrgðir fyrir fyrirtæki, en reynslan hefur sýnt að þetta hefur komið mörgum sveitarfélögum í koll og því hefur Siglufjarðarkaupstaður ekki gengið í ábyrgðir fyrir fyrirtæki síð- astliðin fimm ár,“ segir Bjöm. ♦ ♦ «----- Fluttur á slysadeild úr reykjar- mekki MAÐUR á fímmtudagsaldri var fluttur á slysadeild síðdegis í gær eftir að íbúð hans fylltist af reyk vegna þess að pottur hafði gleymst á heitri hellu. Slökkviliðið var kallað að húsi við ofanverðan Laugaveg þar sem allir gangar þess höfðu fyllst af brælu og reyk. Reykkafarar fóm inn í íbúð mannsins og fundu hann og var þá mjög af honum dregið. Var hann því fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Að sögn slökkviliðs urðu ekki teljandi skemmdir á öðm en pottin- um og þeim ókunna rétti sem verið hafði á hlóðunum. „ÉG HAFÐI ekki teflt lengi og var alls ekki viss um að vinna. Sérstaklega eftir fyrstu skák- irnar á móti Hörpu og Svövu. Hinar voru léttari,“ sagði Ás- laug Kristinsdóttir skákkona eftir sigur sinn á íslandsmóti kvenna í skák í gærkvöldi. Ás- laug hefur teflt með hléum síð- ustu níu ár og hampað íslands- meistaratitli tvisvar áður, 1979 og 1983. Aðspurð sagði Áslaug að hléin í skákinni mætti rekja til þess að hún hefði undanfarin ár sinnt uppeldi tvíburadætra sinna sem nú eru 8 ára. Hún sagðist reikna með að snúa sér frekar að skákinni á næstunni og sagði að báðar hefðu dætur hennar sýnt skákinni áhuga. Þær eru með móður sinni á myndinni, Hulda vinstra megin og Bima hægra megin. Áslaug vann allar sjö skákir sínar. Anna Björg Þorgríms- dóttir varð önnur, Harpa Ing- ólfsdóttir og Svava Bjamey Sigbertsdóttir í 3.-4. sæti, Helga Guðrún Eiríksdóttir í því 5., Rut Guðmundsdóttir í 6., Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir 17.-8. sæti, Bergrún íris Sævarsdóttir í 9. og Þorbjörg Elsa Ingólfs- dóttir í 10. sæti. ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra sagði í ávarpi við setn- ingu dómaraþings í gær að vís- bendingar væru fyrir hendi um að náðst hefði árangur við að bæta úr því ófremdarástandi sem Hæstiréttur hefði staðið frammi fyrir vegna gríðarlegrar fjölgunar áfrýjaðra mála og lenging biðtíma á afgreiðslu þeirra. „í síðustu viku kvað Hæstiréttur upp dóma í tveimur áfrýjuðum refsimálum, sem risu af brotum sem framin voru í júlí á þessu ári. Þarna liðu því þrír mánuðir frá broti til hæstaréttardóms, sem er ákaflega athyglisvert og ber gott vitni þeim áhuga sem lögregla, ákæruvald og dómstólar hafa á að hraða meðferð mála,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Ráðherra bar lof á frumkvæði dómara á þessum málum og sagði ákaflega brýnt að halda áfram á þeirri braut að reyna að auka skil- virkni og stytta málatíma, sérstak- lega varðandi einkamál þar sem enn virtist töluvert í land og vék í því sambandi að tilmælum ráð- herranefndar Evrópuráðsins um sjálfstæði, skilvirkni og hlutverk dómara þar sem lögð væri áhersla á skilvirkni dómskerfisins. Breytt mat á hæfni hæstaréttardómara Hann sagði einnig að í fram- haldi af fyrrgreindum tilmælum ráðþerranefndarinnar mætti fall- ast á að í ljósi breyttra viðhorfa væri ástæða til að taka upp um- ræðu um hvort ástæða væri til að viðhafa svipað fyrirkomulag við val hæstaréttardómara og tekið var upp við val héraðsdómara rtieð aðskilnaðarlögunum, sem tóku gildi 1. júlí 1992, þ.e. að dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda. „Mitt mat er að það komi vel til álita,“ sagði Þorsteinn Pálsson. „Það þarf hins vegar að ígrunda vel hveijir ættu að éiga sæti í slíkri nefnd og hver ætti að skipa hana. Það getur orkað tvímælis að dómar- arnir sjálfir velji slíka nefnd, a.m.k. eingöngu." Sjómannasamband íslands Þingið harmar ákvörðun SVFÍ Á ÞINGI Sjómannasambands ís- lands var einróma samþykkt ályktun þar sem hörmuð er _sú ákvörðun Slysavarnafélags ís- lands að víkja Hálfdani Hemys- syni, deildarstjóra leitar- og björg- unar, úr starfi og ekki síst hin harkalega aðför sem þar var höfð í frammi. Tíu björguunarsveitir hafa nú mótmælt harðlega uppsögn Hálf- dans, þær eru Sigurvon í Sand- gerði, Kyndill á Kirkjubæjar- klaustri, Stjarnan í Skaftártung- um, Lífgjöf í Álftaveri í Skaftár- hreppi, Víkveiji í Vík í Mýrdal, Garðar á Húsavík, Björg á Eyrar- bakka og Ægir í Garði. Auk þess ályktuðu björgunarsveitin Strákar og slysavarnardeildinn Vörn á Siglufirði sameiginlega og hluti af stjóm björgunarsveitarinnar Ingólfs í Reykjavík mótmælti upp- sögninni. Um tíu sveitir aðrar hafa óskað eftir sáttum við Hálf- dan eða harmað uppsögnina og óskað frekari skýringa, sem stjórn SVFÍ telur að hafi komið fram í yfirlýsingu varaforseta félagsins L fjölmiðlum í gær. MikiH meiri- hluti starfsmanna SVFÍ hefur jafnframt mótmælt uppsögninni. Niðurstaða embættismanna Hafnarfjarðar um fjármál listahátíðar Stjóm listahátíðar ber ábyrgð á bókhaldsóreiðuimi STJÓRN hlutafélagsins Listahátíð- ar í Hafnarfirði hf. ber fulla ábyrgð á bókhaldsóreiðu við uppgjör Iista- hátíðar í Hafnarfirði á síðasta ári. Bókhald félagsins var ekki í sam- ræmi við hlutafélagalög sem kveða á um eftirlit með bókhaldi og með- ferð fjármuna félags. Rökstuddur grunur leikur á að launagreiðslur til stjórnarmanna komi ekki fram í bókhaldinu og hafi þannig farið fram hjá skatti. Stjómin tók einnig ákvarðanir um útgjöld vegna hátíð- arinnar. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu bæjarlögmanns og bæjarendurskoðanda Hafnarfjarðar sem leggja á fram á aukafundi bæjarráðs Hafnarfjarðar á mánu- dag- Skýrslan liggur ekki fyrir í end- anlegri gerð en Magnús Jón Árna- son bæjarstjóri gerði bæjarráði Hafnarfjarðar munnlega grein fyrir helstu atriðum hennar á fundi á fimmtudag. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum Morgunblaðsins kemur fram í skýrslunni að rökstuddur grunur leiki á um að nærri 900 þúsund króna gat á uppgjöri lista- hátíðarinnar skýrist að miklu leyti af því að einn stjórnarmaður hluta- félagsins sem hafi tekið 550 þúsund krónur af samningsbundnum Iaun- um sínum vegna vinnu við hátíðina, út úr veltunni án þess að skjöl séu fyrir því í bókhaldi. • Einnig kemur fram að annar stjórnarmaður hafi skrifað launa- greiðslur á son sinn undir lögaldri vegna vinnu við listahátíðina að því er virðist til að losna við skatt- greiðslur. Enginn getur firrt sig ábyrgð Gunnar Gunnarsson, stjórnarfor- maður Listahátíðar í Hafnarfirði, hf. afhenti bæjarlögmanni gerða- bók stjórnarinnar í gær en þar eru skráðar fundargerðir funda sem stjórnin átti með Arnóri Benónýs- syni fjármálastjóra hátíðarinnar. Fól bæjarstjóri bæjarlögmanni jafn- framt að hafa upp á Sverri Ólafs- syni, framkvæmdastjóra félagsins, svo hann gæti komið fram með þær skýringar sem hann hefði fram að færa en Sverrir hefur verið fjarver- andi undanfarið. Magnús Jón Árnason vildi í sam- tali við Morgunblaðið ekki tjá sig um innihald embættismannaskýrsl- unnar. „En það stendur sem ég bókaði í bæjarráði fyrr í haust að enginn geti firrt sig ábyrgð sem hefur komið að rekstri þessarar hátíðar." Stjórn Listahátíðar í Hafnarfirði hefur hingað til ekki viljað taka á sig ábyrgð á framkvæmd listahátíð- arinnar og lýsti því yfir bréflega fyrir nokkru að eftir að Arnór Ben- ónýsson var ráðinn fjármálastjóri hátíðarinnar af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði í febrúar 1993 hafi þeir ekki lengur haft möguleika á að fylgjast með íjármálum hátíðarinn- ar. Túlkun bæjarlögmanns mun hins vegar vera sú að með samn- ingi Hafnarfjarðarbæjar og Lista- hátíðar í Hafnarfirði hf. um fram- kvæmd hátíðarinnar frá mars 1993, þar sem samþykkt var að skipta launagreiðslum til Amórs Benónýs- sonar á milli bæjarins og félagsins, hafi félagið yfírtekið Amór sem starfsmann. Skattarannsókn Samkvæmt ömggum heimildum Morgunblaðsins hefur bókhald Listáhátíðar í Hafnarfirði hf. verið til skoðunar hjá skattayfirvöldum • Hafnarfirði. Þar hefur meðal annars komið í ljós að launamiðum, sem Listahátíð í Hafnarfirði hf. hefur sent frá sér, ber ekki saman við fmmrit launamiðanna sem Hafnar- fjarðarbær gaf út. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar kemur saman í dag vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar bæjarins en listahátíðarmálið verð- ur þar einnig til umfjöllunar. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er lögð áhersla á að Ijúka mál- inu með einhverjum hætti á mánu- dag en ekki liggur fyrir hvort lagð- ar verða fram kærur til rannsóknar- lögreglu, eða ef svo fer hveijir verði kærðir og fyrir hvaða sakir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.