Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 39 j lega lagði sitt af mörkum til heimilis- | haldsins, en ég tel, að Guðrún hafi sýnt það bæði í orði og á borði, að hún mat tengdamóður sína mikils. A milli þeirra ríkti gagnkvæm virð- ing og vinátta. Þó svo Guðrún hafi aðeins eignast eina dóttur þá hygg ég að þeir séu ekki margir sem hafa átt jafn mik- inn þátt í að koma jafn mörgum . einstaklingum, bæði konum og köri- ' um tii manns. Ég er viss um að það | eru einhverjir tugir ungmenna sem | urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tækifæri til að dvelja sumarlangt, sumir ár eftir ár undir verndarvæng Guðrúnar í austurbænum í Stóru- Mörk. Undirritaður var svo lánsmur að fá að fylla þann flokk. Fyrstu árin nokkrar vikur í senn en þau seinni alveg frá byijun júni til loka september. Það var bæði gaman og . g'ott að vera í Mörk. Maður hefði vart sótt jafnmikið í sveitina hefði svo ekki verið. Alltaf fór um mann | einhver sælutilfinning þegar komið var upp á Langhólinn og séð varð heim að Mörk og svo er reyndar enn. Þegar ég nú hugsa til baka er það einkum tvennt sem upp úr stend- ur. Maður lærði að taka til hend- inni, ekkert gerist af sjálfu sér. Til að skapa verðmæti þarf að vinna. E.t.v. mættu þeir sem nú eru milli ■ tektar og tvítugs skilja það betur. Hitt sem flýtur ofan á er að þar öðlaðist maður hæfileika til að tala ■ og skilja kjarnyrt íslenskt mál. Ég ' minnist þess að eitt sinn kom kona að Mörk í þeim erindum að afla sér fróðleiks um íslenska hesta og ef ég man rétt þá taldi hún sig ekki koma að tómum kofunum. Fyrir utan að stýra og stjórna á annasömu búi og farast það vel úr hendi hafði Guðrún hæfileika til að setja saman orð í bundið mál. Þó ekki gæfist mikill tími til þeirrar iðju liggja eftir hana tvær ljóðabæk- I ur. í föðurgarði fyrrum, safn af ' þulum sem út kom 1956, og Við fjöllin blá, ljóðasafn sem út kom 1982. Sr. Sigurður Einarsson í Holti var sveitungi og sóknarprestur Guð- rúnar um árabii. Enginn lýsir kveð- skap hennar betur. „Ég tek stundum þulur Guðrúnar Auðunsdóttur og les þær á sama hátt og ég hlusta á sönglist. Les þær til að láta sýnirnar, sem hún sér, verða mér lifandi fyrir augum, skynja með hennar innileik og nær- gætni það líf, sem hún er að lýsa, láta sfðan klið þessara látlausu hend- inga síast inn í hugarin eins og suð í lind eða lækjarnið." Vart er hægt að hugsa sér já- kvæðari ritdóm. Ég tek undir orð Sigurðar af heilum hug. Að vísu þekki ég sögusviðið og margar af þeim persónum sem Guðrún yrkir um en mitt mat er að það breyti engu. Ljóð hennar túlka vel hug hennar til sinna nánustu, náttúrunn- ar og lífsins yfirleitt. Þau eru í mörg- um tilfellum rómantísk en þó laus við alla væmni. Það er kúnst að skilja þar á milli. Svo bið ég Guð að blessa þig og mig þó blási kalt um lífsins ókunn svæði. Ég þrái að lifa lengi fyrir þig og litla bamið sem við eigum bæði. Þessi vísa er úr kvæði sem Guð- rún kallar Til bónda míns. Ákaflega hugljúfur og einlægur kveðskapur. Vonandi ert þú sammála mér les- andi góður. Nú er Guðrún horfin á bakvið móðuna miklu þangað sem leið okk- ar allra liggur fyrr eða síðar. Minn- ingin um góða konu og húsmóður lifir. Það var lán hveijum þeim sem fékk tækifæri til að dvelja undir verndarvæng Guðrúnar í Stóru- Mörk. Leifur Þorsteinsson. Með Guðrúnu Auðunsdóttur frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum er gengin úr garði sú kona sem sló einna fegurstan tón í garði íslenskr- ar Ijóðadísar á tímabili þessarar ald- ar. Við fráfall hennar vakna upp margar bjartar minningar. Hún ólst upp á miklu menningarheimili hjá foreldrum sínum, Auðuni Ingvars- syui bónda og kaupmanni í Dalsseli og Guðlaugu Hafliðadóttur frá Fjós- um í Mýrdal, á heimili sem var um áratugi nokkurskonar miðstöð mannlífs um austanvert Rangár- þing. Systkinahópurinn var fjöl- mennur. Margan glaðan gest bar að garði og við margt unað fram yfir það að eija fyrir daglegu brauði. Ást á ljóðum cg söng var einkenni fjölskyldunnar, húsbóndinn hagorð- ur vel og börnin mörg snemma lið- tæk við ljóðagerð. Guðrún menntað- ist vel heima og heiman. Örlögin hösluðu henni völl handan Markar- fljóts, uppi í Stóru-Mörk. Hún gift- ist 1939 Ólafi Sveinssyni, sem þá var tvímælalaust glæsilegastur allra ungra manna undir Eyjafjöllum. „Aldrei var mér greitt við Galtará en garpur bar mig yfir Markarfljót" sagði Guðrún í ljóðperlu. Heimili þeirra í Stóru-Mörk þekkti ég vel. Þar voru gestrisni og glaðværð í öndvegi og öilum fagnað hressum huga. Heimilið prýddi ógleymanleg kona, vitur og merk, Guðleif Guð- mundsdóttir móðir Ólafs, að ég gleymi ekki Eymundi bróður hans sem vann öllum stundum að hag fjölskyldunnar á sinn hlýja og hljóðl- áta_ hátt. Ólafur var um margt forystumað- ur í sveit sinni, kvaddur til margra mála, lengi i sýslunefnd Rangár- vallasýslu. Hugstætt er mér hve vel hann studdi þar að málefnum byggðasafnsins i Skógum og lét sér engu síður annt um velferð safn- varðar en safns. Þar er enn ein af ógreiddum þakkarskuldum mínum. Ekkert værðárstarf beið Guðrún- ar í Stóru-Mörk. Þar var unnið hörð- um höndum allan ársins hring við búsýslu og ærin önn oft í móttöku gesta. í starfi og stopulum tóm- stundum krafðist svo ljóðlist síns hlutar og árangurinn vakti þjóðar- athygli er á prenti birtist árið 1956 myndskreytt Jiulusafn Guðrúnar undir heitinu „I föðurgarði fyrrum". Útgefandinn var bókaforlagið Norðri. íslenskar skáldkonur á þess- ari öld, eigi síst Theódóra Thorodd- sen, höfðu vakið þuluformið til nýs lífs með list og prýði og Guðrún í Mörk reyndist í öllu jafnoki þeirra að eigi sé meira sagt. Líklega er þó kveikjan að þessum hætti í skáld- skap hennar fólgin í þulu dr. Sigurð- ar Nordal, „Gekk ég upp á hamar- inn“. Árið 1982 gaf Goðasteinsút- gáfan í Skógum út ljóðabók Guðrún- ar, Við fjöllin blá. Má líta á hana sem nokkurs konar úrval áður óprentaðra ljóða og sýndi svo að ekki varð um villst að höfundurinn var skáld en ekki hagyrðingur en raunar er oft erfitt að gera upp á milli þessara tveggja hugtaka. Hjá Guðrúnu fór saman í ljóði látleysi og fegurð, sönn tilfinning og djúpt mannvit, tungutak og kveð- andi af bestu kostum. Rangæingar mega vera stoltir af framlagi henn- ar til ljóðlistar og ljóð hennar ættu að vera um hönd höfð í öllum skól- um héraðsins. Oft er þörf en nú er nauðsyn ef arfur aldanna á ekki að fara forgörðum hjá menningarþjóð. En hvers er von ef við gleymum Þorsteini Erlingssyni og Guðmundi skólaskáldi? Ég sé Guðrúnu enn fyrir mér á verðlaunapalli á landnámshátíð Rangæinga 1974 við Merkjá í Fljótshlíð, tígulega sýnum, klædda hátíðabúningi. Þar tók hún við við- urkenningu fyrir hátíðarljóð helgað landnámi Rangárþings. Hún var mér þar líkt og tákn þeirra kvenna sem um aldir hafa glætt og haldið í loga ást á ljóðlist og menningu og gefið æsku landsins í arf. Best greinargerð um skáldskap Guðrúnar Auðunsdóttur er ritgerð þjóðskáldsins sr. Sigurðar Einars- sonar í Holti í tímaritinu „Heima er bezt“ 1963, endurprentuð í ljóða- bók hennar 1982. Þeir bræður Ólafur og Eymundur brugðu búi í Stóru-Mörk og flutt var í dvalapheimilið Kirkjuhvol í Hvolsvelli. Ólafur andaðist 1986. Að honum var mikill sjónarsviptir og Guðrúnu skilnaðurinn þungbær. Hljóðlát voru síðustu æviárin með þverrandi krafta en andinn alltaf samur við sig. Ég ann Guðrúnu vel hvíldarinnar eftir langan og anna- saman æviferil. Áslaugu dóttur hennar, fjölskyldu og Eymundi Sveinssyni sendi ég samúðarkveðj- ur. Þórður Tómasson. MESSUR Allra heilagra messa ÁSKIRKJA: Allra heilagra messa. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Friðrik Hjartar þrédikar. Kaffisala Safnað- arfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00. Guðsþjónusta ki. 14.00. Allra heilagra messa - látinna minnst. Einsöngur: Þórður Búason. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. DÓMKIRKJAN: Allra heilagra messa kl. 11.00. Minning látinna. Flutt verður tónlag dagsins. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Kammer- kór Dómkirkjunnar syngur. Organ- isti Marteinn H. Friðriksson. Barna- starf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Skírnarguðsþjónusta kl. 14.00. Kl. 17.00Tónleikar Dómkórs- ins í Landakotskirkju. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA:Barnasamkoma kl. 11.00. Barnakór Grensáskirkju syngur, stjórnandi Margrét Pálma- dóttir. Messa kl. 14.00. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- stund kl. 10.00. Sr. Karl Sigur- björnsson flytur erindi um engla og þátt þeirra í trúarlífi kristinna manna. Messa og barnasamkoma kl. 11.00. Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Orgeltónleikar kl. 17.00. Minn- ingar- og þakkarguðsþjónusta kl. 20.30. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti Hörð- ur Áskelsson. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Sigrún Óskarsdóttir. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11.00. Allra heilaga messa. Minnst látinna. Ræðuefni: Látinn lifir. Ekki trú aðeins, heldur vissa. Tónlistarflutningur á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur. Einsöngur: Guðrún María Finnbogadóttir. Blásarakvint- ett Reykjavíkur leikur á undan mess- unni. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefáns- son. Kór Langholtskirkju syngur. Barnastarf á sama tíma. Skátar annast gæslu yngstu barnanna. Molasopi að messu lokinni. LAUGARNESKIRKJA: Messa á allra heilagra messu kl. 11.00. Fermdar verða Guðlaug Pálmarsdóttir, Hof- teigi 21, og Halla Margrétardóttir, Hofteigi 20. Organisti Jónas Þórir. Barnastarf á sama tíma. Að lokinni messu og léttum málsverði, um kl. 12.30 flytur dr. Einar Sigurbjörns- son erindi: „Hvar eru hinir látnu?" Eins og yfirskriftin bendir til verða ræddar kenningar kristinnar trúar um upprisu og eilíft líf. Barnagæsla á meðan. Sr. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Sr. Frank M. F-lall- dórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Viera Gulasciova. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur og Sigurlínar ívarsdóttur. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Allra heilagra messa. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altar- isganga. Kaffisala kirkjukórsins eftir messu. Organisti Daníel Jónasson. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Barnasam- koma í Digraneskirkju kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Þorbergur Kristj- ánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- Guðspjall dagsins: (Matt. 5.). Jesús prédik- ar um sælu. mundur Karl Ágústsson. Barnakór kirkjunnar syngur við guðsþjón- ustuna. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón Ragnar og Ágúst. Prestarn- ir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Valgerður, Hjörtur og Rúna aðstoða. Guðsþjónusta kl. 14. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur einsöng. Kaffisala eftir guðsþjón- ustuna. Allur ágóði rennur í Líknar- sjóð kirkjunnar. Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eirlaugardag kl. 13. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Prestur og kór kirkjunn- ar taka þátt í guðsþjónustu að Melstað í Miðfirði kl. 14. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. 12-13 ára börn úr skólakór Kársness syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra, ásamt börnum úr barnastarfi. Helgistund kl. 14 með heimilismönnum á Land- spítalanum, Kópavogi. Umsjón María Eiríksdóttir. Organisti Orn Falkner. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. FRÍKIRKJAN, Rvík: í dag verður basar kvenfélagsins í safnaðar- heimilinu kl. 14. Sunnudag guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Sr. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, Holtavegi: Sam- koma á morgun kl. 16.30. Líf mitt með Jesú. Vitnisburðir: Helga Magnúsdóttir og Ragnar Baldurs- son. Hugleiðing: Ástríður Haralds- dóttir. Stundin er komin: Kynning á samkomuröð Billy Graham í mars nk. Barnastundir á sama tíma. Eftir samkomuna verða pylsur á boð- stólum gegn vægu verði. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl 18 30 HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hreinn Bernharðsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Daníel Óskarsson frá Hjálpræðis- hernum. Gospelkórinn syngur. Barnasamkoma og barnagæsla á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Ann Merethe og Sven stjórna og tala. Hjálpræðis- samkoma kl. 20. Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna og tala. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Allra heil- agra messa. Kirkjukaffi í safnaðar- heimilinu eftir messu. Sigurður Jó- hannsson, viðskiptafræðingur, ræðir um sorg og sorgarviðbrögð. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjuleg- an hring. Sr. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN: Messa í Garðakirkju kl. 14. Allra heilagra messa. Lótinna ástvina minnst. Dr. Gunnar Kristj- ánsson prédikar. Bílferð verður far- in frá safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13.30. Sunnudagaskóli í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli „kl. 13. Sr. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Allra heilagra messa. Látinna minnst. Flutt verður verkið: Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré. Einsöngur: Sigurður Skag- fjörð Steingrímsson. Selló: Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. Orgelleikari: Elías Davíðsson. Kór Víðistaða- sóknar syngur. Stjórnandi: Úlrik Ólason. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Alt- arisganga. Látinna minnst. Organ- isti Helgi Bragason. Báðir prestarn- ir þjóna. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Sr. Einar Eyjólfs- son. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. St. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kí. 14. Barn boriðtil skírn- ar. Fermingarbörn lesa ritningar- lestra. Organisti Steinar Guð- mundsson. Sr. Baldur Rafn Sig- urðsson. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í dag kl. 11 í Stóru-Vogaskóla. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Messa kl. 14 í Kálfatjarnarkirkju. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- starfið kl. 11. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Minnst látinna. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Látinna minnst. Prestur sr. Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur, einsöngvari María Guðmunds- dóttir, Litanía Bjarna Þorsteinsson- ar sungin. Organisti Einar Örn Ein- arsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn lesa ritning- arlestra og syngja. Organisti Ester Ólafsdóttir. Sunnudagaskóli í grunnskólanum Sandgerði kl. 12.30. Nýtt efni kynnt. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Bar- naguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að mæta með börn og barnabörn og taka þátt í kirkjustarfinu. Björg, Sig- rún og Tómas. Messa kl. 14. Gíde- onfélagar koma í heimsókn. Sr. Tómas Guðmundsson. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í báðum kirkj- unum í prestakallinu. Kl. 14 verður messað í Stóra-Núpskirkju og kl. 16 í Ólafsvallakirkju á Skeiðum. Allra heilagra messa er sungin þennan dag en hún er minning- ardagur kirkjunnar um þá sem dán- ir eru í Kristi og vitnisburður henn- ar um lífið eftir dauðann. Minnst verður sérstaklega þeirra sem látist hafa í prestakallinu á síðasta ári og boðið verður upp á að kveikja á kertum fyrir hinum látnu og þannig að gera bæn sína að verki. Vilji menn að nöfn séu nefnd við fyrir- bæn má koma þeim til prests í síma 66057 eða á annan hátt. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Kvöldmessa sunnudag kl. 21. Aðal- safnaðarfundur að messu lokinni. Sr. Sigurður Jónsson. ODDASÓKN: Sunnudagaskóli í Grunnskólanum á Hellu kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli kl. 11. Sunnudaga- skóli á Hraunbúðum kl. 13.15. Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Altaris- ganga. Prédikun: Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur: „Leyfið börnunum að koma til mín.“ Barna- samvera í safnaðarheimili meðan á prédikun stendur. Boðið til um- ræðna í messukaffi um efni prédik- unarinnar. Unglingafundur KFUM & K kl. 20.30. BORGARPREST AKALL: Bar- naguðsþjónusta verður í Borg- arneskirkju kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Seljasókn í Reykjavík kemur í heimsókn og annast guðsþjón- ustuna. Árni Pálsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í dag kl. 11. Stjórnandi Sigurður Grétar Sigurðsson. Kirkju- skóli yngstu barnanna í safnaðar- heimilinu kl. 13. Stjórnandi Axel Gústafsson. Hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 14. Kirkjudagur safnað- arins. Kirkjunefnd kvenna býður til kaffidrykkju í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Sr. Björn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.