Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Til eru fræ ... Hvert flyst Kópavogshæli? í ÁRATUGI hefur Kópavogshæli verið öruggt skjól margra vangefinna einstakl- inga á íslandi og um leið veitt aðstandend- um þeirra ómetanlega hjálp við vandasamar aðstæður. í áranna rás hefur rekstur Kópa- vogshælis tekið stór- tækum breytingum hvað varðar mannúð- leg sjónarmið og um- hverfí hinna fötluðu, og reyndar er samfélagið í heild ekki lengur haldið fordómum og þekkingarleysi í garð vangefíns fólks. I dag eru 120 vistmenn með fasta búsetu á Kópavogshæli og af þeim hafa 106 vinnu á vinnu- stofu hælisins, að auki hafa 10 vangefnir einstaklingar sótt vinnu sína þangað, þótt þeir búi ýmist áfram í foreldrahúsum, í leigu- íbúðum eða sambýli. Nú hefur það borið til tíðinda að flytja á þennan griðastað inn- an nokkurra ára, en hvert er ekki vitað. í augum aðstandenda mætti líkja þessu við „von, sem hefir vængi sína misst“, þegar ekkert er vitað hvað á að taka við. Að eignast þroskaheft barn Þeir sem aldrei hafa umgengist þroskahefta eiga oft erfitt með að setja sig í spor að- standenda þeirra: Þeir eiga heldur ekki möguleika á að skynja hið gífurlega álag og vinnu sem fylgir því að eignast barn, sem aldrei mun geta náð þroska fullorðins manns og sífellt mun þarfnast umönnunar. Eins og gefur að skilja er vart hægt að hugsa sér meira bindandi og krefjandi hlut- Hvaða ráðstafariir hafa veríð gerðar, segir Páll Björgvinsson, í sam- bandi við framtíð vist- manna Kópavogshælis? skipti sem aðstandandi en einmitt þetta. Það er því alls ekki of sterkt til orða tekið að fullyrða að Kópa- vogshæli hafi verið bjargvættur margra fjölskyldna á íslandi og án starfsemi þess hefði verið fokið í flest skjól hjá þessum fjölskyld- um. Til þess að skýra vandann örlítið betur er vert að geta þess að 2.000 manns eru á örorkuskrá á Reykjanesi einu saman og þar af eru 900 á skrá Svæðisskrifstofu Reykjaness í Kópavogi. Vitað er að 62 af þessum 900 eru í búsetu á vegum Svæðisskrifstofunnar en ekki hve margir eru í eigin hús- næði eða í búsetu á vegum ann- Páll Björgvinsson arra aðila s.s. hagsmunasamtaka. Það er hins vegar deginum ljósara að 144 manns skipa nú þegar bið- lista eftir búsetu á vegum Svæðis- skrifstofunnar og má þannig reikna með 250 manns á biðlista vegna vistunar við lokun Kópa- vogshælis. Biðtími hinna 144 get- ur orðið langur því húsnæði virðist síður en svo liggja á lausu hjá Svæðisskrifstofunni í Kópavogi. Breyting á rekstri - Kópavogshælis Starfsmenn Kópavogshælis hafa unnið tillögur um framtíð vistmannanna 120 sem eru til umijöllunar í, Heilbrigðisráðuneyt- inu. Fyrir dyrum stendur að rekstri hælisins verði breytt í endurhæf- ingardeild fyrir Landspítalann og þar verði einnig aðstaða fyrir 30 sjúka fatlaða. Hinum 10 fötluðu sem ekki búa á hælinu og sótt hafa þangað vinnu á daginn hefur þegar verið tilkynnt um breyting- í prófkjörinu. Erindi mitt við þig, ágæti kjósandi, er að óska eftir stuðningi þínum. Ég keppi að því ná góðri kosningu í 1. sæti listans. Á kjörtímabilinu hef ég gegnt ráðherraembætti í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Þannig hef ég fengið tækifæri til að vinna að umfangsmiklum endurbótum á flestum sviðum þjóðlífsins. Verðbólga er í lágmarki, viðskiptajöfnuður hagstæður þriðja árið í röð og vextir hafa farið lækkandi. Á sama tíma hafa ríkisútgjöld verið lækkuð, kaupmáttur farið vaxandi og erlendar skuldir verið greiddar niður um 23 miiljarða. Ekkert af þessu er sjálfsagt. Með setu minni í ríkisstjóm hef ég lagt mitt af mörkum til þess að bæta lífskjör þjóðarinnar til framtíðar. Góð þátttaka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins markar upphaf öflugrar kosningabaráttu. Mjög mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn fái góðan stuðning í kosningum á komandi vori, svo að unnt verði að halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á kjörtímabilinu. Með sterkum lista í næstu Alþingiskosningum verður sigurinn okkar. Með bestu kveðju, Kosningaskrifstofa Kirkjulundi 19. Símar 659022, 659023 og 659026. una og reynt verður að útvega þeim störf annars staðar. Stóru spumingarnar eru hins vegar: Hvaða ráðstafanir hafa verið gerð- ar í sambandi við framtíð vist- manna Kópavogshælis? Ennfrem- ur, hvað verður um vangefna fólk- ið sem bíður nú þegar eftir vistun þegar skriðan verður meira en tvöfölduð fyrir árið 2000, eins og tillögur starfsmanna gera ráð fyr- ir? Er einnig gert ráð fyrir störfum til handa hinum 106 vistmönnun- um eftir flutningana? Starfsmenn Kópavogshæli hefur 183 stöðu- gildi og heyrir undir Heilbrigðis- ráðuneytið. Svæðisskrifstofa Reykjaness í Kópavogi hefur hins vegar 117 stöðugildi, en 150-60 starfsmenn, þar sem margir eru í hlutastarfi. Svæðisskrifstofan heyrir undir Félagsmálaráðuneyt- ið. Samtals gerir þetta 300 stöðu- gildi, en þá er eftir að geta fjölda starfsmanna á vegum ráðuneyta eða annarra. Einhver samvinna er á milli Kópavogshælis og Svæð- isskrifstofu, en á hvaða sviðum eða í hve miklum mæli er ekki ljóst. Það hlýtur hins vegar að hafa torveldað samvinnu og flækt óþarflega sameiginleg markmið þegar stofnanimar tilheyra sitt hvoru ráðuneytinu. Fjárveitingar ríkisins Framlag ríkisins til Kópavogs- hælis á síðustu 2 árum var kr. 358 milljónir 1993 og kr. 339 milljónir 1994. Þessar upphæðir fékk hælið í gegnum heilbrigðisgeirann, þ.e. fjárveitingu ríkisins til ríkisspitala - í þessu tilviki Landspítala, sem svo úthlutar af sínu fjármagni til Kópavogshælis. Svæðisskrifstofa Reykjaness í Kópavogi fékk hins vegar kr. 175,3 milljónir árið 1993 og kr. 184,2 milljónir árið 1994, en Svæðisskrifstofa Reykjavíkur kr. 215 milljónir árið 1993 og kr. 225 milljónir árið 1994. Nú þegar virðist búið að leggja niður nafnið „Kópavogshæli“, því þegar hringt er þangað er svarað- „Landspítali" eða „Endurhæfing- ardeild Landspítalans í Kópavogi"! Spurningin er, hvenær var nafnið á stofnuninni lagt niður og hvem- ig er það mögulegt á meðan hún heldur áfram að hýsa vangefna vistmenn? Þrátt fyrir þessa stað- reynd hafa alls kr. 52 milljónir af fjárveitingum Kópavogshælis farið í framkvæmdir á áranum 1993-94 eða 44 milljónir ’93 og 8 milljónir ’94. Ótrúlegar framkvæmdir hjá stofnun sem á að leggja niður inn- an skamms. Framtíð á nýjum stað Sé gert ráð fyrir að Kópavogs- hæli flytji innan 5-6 ára er eins gott að bæði starfsmenn hælis og skrifstofu sem og ráðamenn þjóð- arinnar leggist á eitt um að hraða fyrirgreiðslu þessa viðkvæma málaflokks og hafi þá aðstandend- ur og sérfræðinga með í ráðum. Vangefið fólk er lítið fyrir breyt- ingar og þarf langan tíma til að- lögunar. Breyting af þessu tagi getur samt verið af hinu góða, sé rétt að henni staðið. Til þess að starfsmenn, vistmenn og aðstand- endur þeirra þurfi ekki að kvíða þessari stórtæku breytingu og búa við sífellda óvissu næstu árin er nauðsynlegt að taka strax ákvarð- anir um framtíðina, sem allir hlut- aðeigandi eru sammála um og geta sætt sig við að séu af hinu góða. Með því móti væri kvíða og óróleika snúið upp í eftirvæntingu og gleði, og þannig e.t.v. hægt að virkja vistmenn og vandamenn þeirra til þess að taka að ein- hveiju leyti þátt í framkvæmdun- um og fylgjast með þróun málsins frá byijun til enda. Lykilorðin hér era samstaða og samvinna gegn sundrungu. Lokaorð Fram hefur komið að í dag bíða 144 fatlaðir eftir vistun á Reykja-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.