Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ
32 LAUGARDAGUR 5. NÓVRMBER 1994
í Borgarkringlunni
Hvaðaskoðun
hefurþú?
Er fjármavnsskattur
rétthetismal
I dag kl. 14.00 í Málpípunni munu Pétur Blöndal og
Ögmundur Jónasson rœða þessa áleitnu spumingu.
Umraðunum verður útvarpað á Rás 2.
Reglur fyrir Málpípuna: Frummælendur fá 4 mín. í fyrri umferð og 2 mín. í seinni umferð. Fyrir hverja spurningu sem þeir fá frá fólki úr sal fá þeir 70 sek. til að svara.
I MÆTUM ÖLL OG LfHIJ TÖKUMÞÁTTÍ MÁLPÍPUNNI á t
NOVEMBERTILBOÐ A
HREINLÆTISTÆKJUM O.FL.
20-40% AFSLÁTTUR
VATNSVIRKINN HF.
Ármúla 21, simar 68 64 55 - 68 59 66
-kjarni málsins!
ISLENSKT MAL
Ekki er að spyrja að Páli
Bergþórssyni. Hann er jafnorð-
hagur sem hann er áhugasamur
um móðurmálið okkar góða.
Hann skrifar mér bréf sem ég
birti með þökkum, og eftir vin-
samleg inngangsorð til umsjón-
armanns segir svo (og þarf ekki
um að bæta):
„í dag (30. september 1994)
las ég frásögn af könnun á sjón-
varpsnotkun á Akureyri. Þar
stendur: „í skýrslunni kemur
fram að myndhandaeign sé mun
almennari en fram hafi komið í
rannsóknum áður.“
Orðið myndband er hér notað
í einni af mörgum merkingum
sem lagðar eru í það. Þannig er
líka farið með orðið video á
enskri tungu. Ég sé ekki betur
en viðeigandi væri að eignast
orð sem gera okkur fært að
greina á milli þessara merkinga.
Það má auðvitað gera á ýmsa
vegu, en helst dettur mér í hug
að ráða fram úr vandanum eins
og í eftirfarandi setningu:
Myndband er band á mynd-
snældu. Með bandmyndavél eða
með upptöku beint úr sjónvarpi
má taka bandmynd á mynd-
bandið og síðan er hægt að setja
myndsnælduna í myndstokk og
sýna á sjónvarpsskjá.
Orðin myndband og band-
mynd skýra sig sjálf (samanber
bréfsíma og símbréf). Fyrir-
myndin að myndstokknum er
hins vegar snældustokkurinn
gamli sem er reyndar nokkuð
framandi ungu fólki en því kunn-
ari körlum úr Hvítársíðu og
Svarfaðardal. Allt eru þetta orð
sem þarf að nota mikið á flestum
heimilum landsins. En þá er
heldur ekki nema eðlilegt að þau
séu stytt í daglegu tali, í þeim
atvikum þegar ekki getur valdið
misskilningi. Þá væri einfaldlega
talað um bandið, myndina,
snælduna, myndavélina og
stokkinn. Er ekki framvinda
menningarinnar reyndar sú, að
bráðum þekkjum við engin önn-
ur bönd, engar aðrar myndir,
snældur, myndavélar eða
stokka?“
★
Umsjónarmaður hefur oft
sagt vanþóknun sína á „aula-
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
769. þáttur
júinu“ í máli okkar og þá jafnan
vitnað í fræga Eimreiðargrein
eftir Halldór Laxness um vondar
dönskuslettur. Hér fer á eftir
kafli úr sögu Akureyrar eftir Jón
Hjaltason, en þar er brugðið ljósi
á innreið „aula-júsins“ í mál
okkar:
„Og í bréfaskiptum við bróður
sinn, Júlíus amtmann, notaði
Jakob [Havsteen konsúll] alltaf
dönsku og fékk skrifað til baka
á sama tungumáli. Vitaskuld
má horfa til þess að þeir áttu
til danskra að telja en hitt var
einnig að danska var tunga
herraþjóðarinnar og höfðingja-
kærum kaupstaðarbúum þótti
ekki lakara að geta gripið til
hennar. Má jafnvel ímynda sér
að Jakob hafí viljandi undirstrik-
að stéttarstöðu sína með
dönskuskotinni íslensku en það
orð fór af honum að hann teldi
sig öðrum betri. „Ég og konan
mín erum yfir þá alla“, var haft
eftir honum og af því tilefni ort
í orðastað kaupmannsins:
Ég þekki jú þessa karla
þeir eru jú bara svín.
Ég er jú yfir þá alla,
og eins er jú konan mín.“
★
Hlymrekur handan kvað:
Mannanna börnin mörg á
maddama Þrúður á Hörgá
og þeim lítillátum,
ljúfum og kátum
verður hún þrásinnis örg á.
★
Sigurði Karlssyni í Reykjavík
þótti að vonum furðulegt að
þaulvanur útvarpsmaður á Rás
eitt skyldi segja á þá leið, að
best væri „að segja amen á eft-
ir efninu". Umsjónarmaður tek-
ur að sjálfsögðu undir þetta.
Ríkisútvarpinu er ætlað að vera
öðrum til fyrirmyndar, og verður
þá til þess að ætlast, að þar sé
vitnað rétt í sígildar bókmenntir.
í Manni og konu eftir Jón Thor-
oddsen segir séra Sigvaldi á
Stað:
„Vér viljum því, kærir bræð-
ur, á þessu litla stundarkorni í
kortleika og eftir vorum brost-
feldugu efnum yfírvega út af
þessa dags evangelio; primo eða
í fýrsta máta, að vér allir séum
vankaðir - rétt er það, sagði
prestur, og secundo eða fyrir það
annað - já, þar hef ég nú ítem
- að vér, rétt er það, etc., hum,
hum - en hér er galli á gjöf
Njarðar, vantar sumsé tvö eða
þijú blöð aftan af ræðunni, og
svo mun ég hafa fengið hana -
skaði er, hvernig allt fúnaði og
skemmdist hjá honum sauðnum,
hum, hum - og bænina, hum,
hum, en úr því er nú betra að
ráða - en hitt var verra - en
látum samt sjá, hér getur verið
amen eftir efninu, hum, hum.“
Amen eftir efninu (þ.e. sam-
kvæmt efninu) er auðvitað allt
annað en amen „á eftir efninu“.
Þá þykir bréfritara sem stjórn-
málamenn ofnoti mjög orðasam-
bandið „með ... hætti“, t.d.
„með greinilegum hætti“, „með
eðlilegum hætti“ o.s.frv. Hann
vill fremur segja á eðlilegan
hátt, á greinilegan hátt, eða
nota aðeins atviksorðin greini-
lega og eðlilega. Við Sigurður
vitnum um þetta efni í hina
ágætu bók Málkróka eftir Mörð
Árnason.
Umsjónarmaður þakkar svo
Sigurði vingjarnleg orð um þátt-
inn og þann sem um hann sér.
★
í fylgiskjali nr. 6 með tillögum
og greinargerð nefndar nokkurr-
ar sem skipuð var af félagsmála-
ráðherra, segir meðal annars
svo:
„Atriðið til úrbóta.
Tekið verði upp skatt-
gjald/þarnagjald á alla borgara,
þannig að böm okkar verði eign
allrar þjóðarinnar, en ekki gerð
eign einstaklinga, en síðan tekin
fegins hendi inn í ríkisbúskap-
inn, þegar þau verða skattgreið-
endur.“
Umsjónarmaður biðst velvirð-
ingar á því, að hann stendur
klumsa gagnvart þessu lesmáli.
★
Steldu á meðan ungur ert,
oft og smáu saman,
uns það verður opinbert,
öllu sláðu í gaman.
(Gömul heilræðavísa.)
★
I DV stóð um daginn: „Einar
Áskell er eitthvað sem allir hafa
treyst“. Er þetta danska?
Sófasett - hornsófar
Hvíldarstólar í leöri og áklæði.
Borðstofuhúsgögn - svefnsófar.
ofw
v»
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375.
UNO
DANMARK
LÍKA í GAMLA
MIÐBÆNUM
MNGHOLTSSTRÆTI 6
(Annað hús frá Bankastræti)
FRJÁLSLEG FÖT
ÚR NÁTTÚRUEFNUM
15%
OPNUNARAFSLÁTTUR
5.-15. NÓVEMBER
Borgarkringlunni, s. 683340
Þingholtsstræti 6, s. 20740
Blab allra landsmanna!
fftwðtœMatofe
-kjarni málvim!