Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sj&varútveggrAðherra segir að aldrei hafl verið farið eftir ráðgjttf fisklfrteðlnga Segir álitaefni að stöðva jj,,, fjölgimfullvinnsluskipa; Hallelúja, Hallelúja, kraftaverk, kraftaverk. Blindur fær sýn Margvísleg innræðu- efni utan dagskrár Bréffrá Alþingi Þrjár utandagskrárumræður voru á Alþingi í vikunni og í samantekt Guðmundar Sv. Hermannssonar kemur fram að það er nokkuð yfír meðaltali síðustu ára enda kosn- ingaár framundan. Heldur rólegt var yfir Al- þingi í vikunni en al- mennt er búist við að 'öllu hvassara verði í þeirri næstu í kjölfar væntanlegrar skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjárhagsendurskoðun á heilbrigðis- ráðuneytmu í ráðherratíð Guð- mundar Árna Stefánssonar. Utandagskrárumræður settu nokkurn svip á þinghald vikunnar. Á mánudag ræddi Guðni Ágústs- son þingmaður Framsóknarflokks um vanda garðyrkjubænda vegna erfiðrar samkeppnisstöðu þeirra gagnvart innflutningi á útlendu grænmeti. Anna Ólafsdóttir Björnsson þingmaður Kvennalista fjallaði um samskiptaörðugleika lögreglumanna í Kópavogi á mið- vikudag og á fimmtudag talaði Jón Kristjánsson þingmaður Fram- sóknarflokks um þrönga fjárhags- stöðu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna mikilla vanskila meðlags- greiðenda og áhrif þessa á framlög úr sjóðnum til sveitarfélaga. Utandagskrárumræður hafa verið nokkuð algengar á þessu haustþingi enda kosningar í vænd- um og þessum umræðum er eink- um ætlað að ná- eyrum fjölmiðla og almennings. Almennt eru það stjórnarandstöðuþingmenn sem óska eftir utandagskrárumræðum enda er þar gjarnan kallað eftir svörum ráðherra við spurningum varðandi atburði eða vandamál í þjóðfélaginu. Þess eru þó dæmi að stjómarþingmenn biðji um slíkar umræður. Fyrir skömmu ræddi Egill Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokks til dæmis utan dag- skrár á Alþingi um fréttaflutning Ríkissjónvarpsins af verðmismun á landbúnaðarvörum hér og í Banda- ríkjunum. Nokkuð löng hefð er fyrir umræðum utan dag- skrár á Alþingi og talið er að þær hafi byrjað upp úr 1945 þegar núverandi skipulag komst á fundadaga. Sam- kvæmt núgildandi þingsköpum Alþingis geta þingmenn tekið fyrir mál utan dagskrár með litlum eða engum fyrirvara, hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurn- ar til ráðherra. Gert er ráð fyrir að umræðurnar standi í hálftíma og málshefjandi mégi tala í þrjár mínútur í upphafi og aðrir ekki iengur en tvær mínútur í senn, í mesta lagi tvívegis. Forseti Alþingis getur leyft að ræðutíminn sé lengri þyki málið mikilvægt og þá er fyrirvarinn einnig lengri. Þá mega máls- hefjandi og viðkomandi ráðherra tala í allt að hálftíma í upphafi og aðrir þingmenn í 15 mínútur. Einn- ig er hægt að semja við þingflokka um að Iengri umræður takmarkist við ákveðinn heildartíma og tíman- um er þá skipt jafnt á milli flokk- anna. Þessar reglur voru settar árið 1985 að frumkvæði Þorvalds Garð- ars Kristjánssonar þáverandi for- seta Sameinaðs Alþingis. Fyrir þann tíma giltu mjög rúmar reglur um utandagskrárumræður. Þær vildu teygjast verulega í annan endann og settu því þinghald úr skorðum, til dæmis meðan þorska- stríðin stóðu en þá kostaði hver atburður langar umræður utan dagskrár á Alþingi. Síðan 1986 hafa utandagskrár- umræður verið alls 202, þar af 159 stuttar og 43 langar. Áð jafnaði hafa þessar umræður verið 20-30 á hveiju þingi eða um ein í hverri viku. Flestar urðu umræðurnar þingið sem stóð 1991-1992'feða 41. Þar voru haldnar 866 ræður og ræðutími var alls 74 klukkustundir eða 10% af tíma þingsins. Á næsta þingi voru utandagskrárumræður 39 og á síðasta þingi voru þær 27, þar af 21 stutt og 6 langar. Þá voru haldnar 430 ræður sem stóðu í alls 27 klukkustundir eða innan við 5% af ræðutímanum. Eins og rakið var hér að framan eru umræðuefni utandagskrárumræðna mjög mismunandi og stundum hafa vaknað efasemdir um réttmæti þeirra. Þannig gerðu nokkrir þingmenn athugasemdir við að málefni lögreglunnar í Kópa- vogi væru rædd á Alþingi með þessum hætti þar sem þar væri í raun um of persónuleg mál að ræða. Það er þó þingmannanna sjálfra að meta hvort umræðuefnið á erindi í ræðustól Aiþingis. Salome Þorkelsdóttir forseti Al- þingis segir að þingmenn hafi mjög rúman rétt til að biðja um stuttar utandagskrárumræður, sama hvert efni þeirra er. Hins vegar þurfi þingmenn að fara varlega í þessum efnum því stundum bland- ist inn í umræðurnar einstaklingar utan þingsins sem ekki geti borið hönd fyrir höfuð sér. Atak SVFI í öryggismálum hafna Fj öldi slysa árlega í höfn- um landsins Þórir Gunnarsson Samkvæmt skýrslum Rannsóknarnefndar sjóslysa drukknaði 81 maður í höfnum lands- ins á tímabilinu 1964- 1991 og 104 slösuðust við að fara að eða frá skipum á árunum 1986-1991, eða að meðaltali 21 slys á ári. Slysavarnafélag íslands hefur ákveðið að í þessum mánuði verði gert átak í öryggismálum hafna og munu slysavarnadeildir um allt land gera úttekt á ástandi öryggisbúnaðar, bryggjustiga og björgunar- tækja í höfnum. Að sögn Þóris Gunnarssonar, deild- arstjóra slysavarnadeildar SVFÍ, munu slysavarna- deildirnar skipa vinnuhópa sem sjá munu um verkefnið, en haft verður samband við hafnar- stjóra til kynningar og samstarfs. Niðurstöður verða síðan sendar til slysavarnadeildar SVFÍ til úr- vinnslu, og síðan verður gengið eftir úrbótum sem allra fyrst, en þó verður tekið tillit til fjárhags- getu viðkomandi hafnarstjórnar hveiju sinni. Að sögn Þóris er ástand hafna hvað varðar öryggisbúnað og björgunartæki víða afleitt, en ann- ars staðar hefur frumkvæði hafn- arvarða verið töluvert við að koma þessum hlutum í lag. „I Vestmannaeyjahöfn til dæm- is er ástandið mjög gott, en þar eru meðal annars komnir upplýst- ir neyðarstigar, og Reykjavíkur- höfn hefur verið að gera mjög góða hluti. Það hefur aðallega verið fólgið í því að útbúa sérstaka standa við hafnirnar þar sem eru Markúsarnet og bjarghringur auk krókstjaka, og að auki hafa neyð- arstigarnir verið endumýjaðir og málaðir. Einnig hafa bryggjurnar verið endurnýjaðar til sóma að mörgu leyti. Þessi úttekt sem við ætlum að gera núna er ekki þess eðlis að við ætlum að vera einhver vöndur sem kemur og segir mönn- um til syndanna heldur ætlum við að koma til að veita aðstoð við að koma því í betra lag sem kann að vera ábótavant á einhvern hátt. Leiðbeinendur í slysavamaskóla SVFÍ hafa verið mjög duglegir við að gera úttekt á þeim höfnum þar sem þeir hafa verið staddir hveiju sinni á Sæbjörginni, og það má segja að þetta sé á vissan hátt framhald á þeirra vinnu.“ - Verður þessu fylgt eftir á einhvern hátt af ykkar hálfu? „Já, hugmyndin hjá okkur í Slysavamafélaginu er að láta hanna skápa sem staðsettir verða við hafnir og í yrðu helstu neyðartæki eins og til dæmis bjarghring- ur, krókstjaki og Mark- úsamet, en þegar þessi skápur yrði opnaður færi í gang væla sem væri neyðarmerki. Þetta er svona á teikniborðinu ennþá og engar fund- arsamþykktir fyrir því komnar, en þetta hefur verið í umræðunni og við erum mjög spennt fyrir þessu. Þá má geta þess að nokkrar kvennadeildir SVFÍ úti á landi hafa verið að kaupa björgunarvesti fyrir böm og unglinga. Vestin hafa gjaman verið til staðar á hafnar- vigtunum þar sem krakkarnir geta fengið þau áður en þeir fara niður á bryggjurnar. Þetta er eitt af því sem hægt er að gera án þess að ailt of mikið sé fyrir því haft.“ ►ÞÓRIR Gunnarsson er fæddur árið 1941 í Reykjavík. Hann er lærður pípulagningamaður og starfaði við þá iðn fram til 32 ára aldurs. Þá hóf hann störf í slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli og starfaði þar sem slökkviliðsmaður til ársins 1986, en þá hóf hann störf þjá Slysa- varnafélaginu. Þar vann hann við kennslu í slysavarnaskólan- um og tók þar við skólastjórn 1990, en varð siðan deildarstjóri slysavarnadeildar þegar hún var stofnuð 1992. Þá var Þórir jafn- framt formaður björgunarsveit- arinnar Alberts á Seltjarnarnesi í átta ár. Eiginkona hans er Ragnheiður Baldursdóttir og eiga þau fjögnr börn. - Hveijir eru það sem helst verða fyrir slysum í höfnum? „í flestum tilfellum verða slysin þegar verið er að fara að eða frá skipi. Landgangarnir em svo mál út af fyrir sig. Akureyrarbær hefur til dæmis smíðað mjög skemmti- lega hannaða landganga sem era staðsettir þannig að sjómenn geta gripið þá og notað við skip sín. Það er mikil nauðsyn á að auka notkun landganga því það er oft ósköp að sjá hvemig sjómenn fara að og frá skipi. Á stærri toguram og kaupskipum er þetta væntan- lega í betra standi en þar gilda ákveðnar reglur og menn era með net undir landgöngunum, en hvað vertíðarbátana og minni skipin varðar er ósköp að horfa upp á hvemig ástandið er og „hér um bil“ slysin er áreiðanlega fjölmörg.“ - Hvert hefur viðhorf hafnar- stjóma verið til öryggismála? „Mér finnst áhugi bæði hafnar- stjóma og hafnarvarða vera að aukast fyrir því að hafa hafnir sínar í sem bestu lagi, en því miður eru til þær hafnir sem era hrein ósköp að sjá. Ég hef óskað eftir tillögum um varúðarskilti og aðrar merkingar sem við gætum látið búa til hjá okkur og haft á boðstólum, en þeim yrði ætlað að ýta undir áhuga fólks á að hafa hlutina í lagi. Þá er neyðarsími á bryggjum eitt af því sem vantar víðast hvar, en Bolvíkingar hafa þó komið upp slíkum síma. Þetta er eitt af þeim málum sem rætt hefur verið um varðandi öryggis- mál í höfnum landsins, en engar lausnir hafa þó fundist á því enn- þá. En hvað sem öllu slíku líður þá langar okkur að taka vel á þessum málum núna.“ Slysin verða þegar verið er að fara að eða frá skipi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.