Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Forystan fylkir sér um Jiang Seoul. Reuter. FORYSTUMENN Kína fylkja sér nú um Jiang Zemin forseta sem eftir- mann Dengs Xiaopings, leiðtoga landsins, eftir að hann fellur frá, að sögn Lis Pengs forsætisráðherra í gær. - Li sagði á blaðamannafundi áður en hann hélt til Kína eftir opinbera heimsókn í Suður-Kóreu að kenning- ar Dengs um sósíalíska þróun hefðu fest djúpar rætur í Kína og nlyndu halda velli eftir andlát hans. Deng, sem er níræður, er talinn við slæma heilsu og orðrómur hefur margoft komist á kreik í Kína um að hann sé að deyja. „Þriðja forystukynslóðin er að styrkja sig í sessi, með Jiang Zemin aðalritara flokksins í fylkingar- brjósti," sagði Li Peng aðspurður um hver tæki við af leiðtoganum. Hann vísaði til Maós Tsetungs og Dengs sem leiðtoga tveggja fyrstu forystu- kynslóða Kína. Li kvaðst sannfærður um að Jiang myndi hvergi hvika frá umbótastefnu Dengs. ? ? ? „Kommún- isminn sigrar u Tókí'ó. Reuter. DAGBLÖÐ í Norður-Kóreu birtu í gær fræðilega ritgérð eftir nýjan leiðtoga landsins, Kim Jong-il, og þar bendir ekkert til þess að hann falli frá harðlínukommúnismanum. Ritgerðin var birt undir fyrirsögn- inni: „Sósíalisminn er vísindi". Kim segir þar að þrátt fyrir hrun kom- múnismans í öðrum löndum haldi norður-kóresk útgáfa hans velli og beri sigurorð af kapítalismanum. Ritgerðin þykir í aðalatriðum end- urtekning á kenningum föður leið- togans, Kims Il-sungs, „leiðtogans mikla", sem lést 8. júlí. Reuter SÉÐ yfir svæðið þar sem flugvöUurinn verður byggður. Myndin er tekin af Tsing Ma-brúnni, einni stærstu brú í heimi, sem nú er verið að reisa. Fimm ára deila Breta og Kínverja um flugvöll í Hong Kong Víðtækt samkomulag næst en deilunni er ekki lokið Hong Koiig, Peking. Reuter. KÍNVERJAR og Bretar undirrituðu í gær drög að víðtæku samkomulagi um fjármögnun flugvallar í Hong Kong og er litið á það sem kafJaskipti í fimm ára deilu ríkjanna. „Sögunni er alls ekki lokið," sagði þó Sir Ham- ish MacLeod, fjármálaráðherra bresku nýlendunnar. Samningamaður Breta, Hugh Davies, og Guo Fengmin, fulltrúi Kínverja, undirrituðu sam- komuíagsdrögin, sem kveða á um að stjórn Hong Kong veiti að minnsta kosti jafnvirði 500 milljarða króna í flugvöliinn og að tekin verði lán upp á tæplega 200 milljarða. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi 5. nóvember 1994 Vjð Vestfirðingar styðjum xVrna iva^tiar Arnason til áframhaldadni þingsetu - tryggJum þingsetu - tryggjum honum góða kosningu - AlbertK Sanders, deildarsöóri, Njarðvík. Jóhann lindaljóhannsson, rekstrarstjóri, Njarðvík. Eriing Þór Hermannsson, rafvélavirki, Hamarfirði. Salome Guðmundsdóttir, húsmóðir, Garðabæ. Guðrún Guðmundsdottir, læknaritari, Keílavfk. Sigríður Friðriksson, kennari, Hafnarfirði. Jónas Guðmundsson, pípul.m., Keflavík. Halldór íbsen, framkvæmdasrjóri, Keflavík. Helga Hermannsdóttir, deildarstjóri, Kópavogi. Kristmundur Gíslason, Garðabæ. Ása Helgadóttír, húsmóðir, Garðabæ. Benedikt E. Guðbjartsson, hdl, Hafharfriði. Sturla Haraldsson, byggingameistari, Hamarfirði. Kosningaskriffstofurnar eru opnar meðan kosning fer fram: Hafnargata 32, Keflavík, 3. hæð. Símar: 92-15733 og 92-15723 Hamraborg 10, Kópavogi. Símar: 91-644664 og 91-644664 „Þetta er ekkert „sesam, opnist þú"," sagði Davies og vitnaði til töfraþulunnar sem opnaði helli ræn- ingja fyrir Ali Baba í Þúsund og einni nótt. „Við erum ekki að ganga inn í einhvern töfrahelli vegna þessa samkomulags. En hvert skref fram . á- við er auðvitað í rétta átt." Sigur fyrir Hong Kong? Deilan um flugvöllinn hefur yerið til marks um þá tortryggni sem rík- ir nú milli Kínverja og Breta, rúm- um tveimur árum áður en nýlendan verður færð undir stjórn Kínverja. Enn á eftir að semja um ýmsa lausa enda, einkum um ábyrgðir og end- urgreiðslur lánanna, og stefnt er að því að ganga frá þeim í næstu viku. Athyglin beinist síðan að öll- um líkindum að deilum n'kjanna um höfn og fyrirhugaða flotastöð Kín- verja í Hong Kong. Það tók samningamennina næst- um fimm mánuði að ganga frá sam- komulagsdrögunum og lýðræðis- sinnar í Hong Kong sökuðu Breta um undanlátsemi. „Bretar létu und- an öllum kröfum Kínverja," sagði Albert Chan, talsmaður Lýðræðis- flokksins. Bretar vísuðu þessu á bug. „Þetta er ekki ósigur fyrir Breta, þessi árangur er sigur fyrir bæði ríkin og í grundvallaratriðum einnig fyrir Hong Kong," sagði Davies. Kínverjar eignuðu sér heiðurinn af samkomulaginu og sögðu að þessi árangur hefði náðst vegna þrautseigju kínversku samninga- mannanna. Þeir hefðu fengið því framgengt að lántökurnar vegna flugvallarins yrðu miklu minni en gert var ráð fyrir í fyrstu fjármögn- unaráætlunum stjórnarinnar í Hong Kong. Ný kosningalög samþykkt í Japan Tókýó. Keuter. NEÐRI deild japanska þingsins samþykkti á miðvikudag róttækar breytingar á kosningalöggjðfinni sem marka tímamót í stjórnmála- sögu landsins og auðvelda stjórnar- andstöðunni að knýja fram þing- kosningar í desember. Stjórn Morihiros Hosokawa, sem er nú í stjórnarandstöðu, boðaði breytingarnar í janúar og þetta eru mestu kosningaumbætur í Japan frá árinu 1925. Kjördæmum er breytt og tekið upp kerfi þar sem 300 þingmenn eru kjörnir í ein- menningskjördæmum og 200 í hlut- fallskosningum. Ennfremur erusettar strangari reglur um fjármögnun framboða og stjórnmálaflokka og viðurlög við brotum á þeim hert til að stemma stigu við spillingu sem hefur tröll- riðið japönskum stjórnmálum. Rík- isstyrkir verða veittir flokkum sem hafa að minnsta kosti fimm þing- sæti og 2% heildaratkvæða í þing- kosningum. Kosninga krafist Búist er við að efri deildin sam- þykki umbæturnar síðar í mánuðin- um og þær öðlast gildi mánuði síð- ar eftir að stjómin hefur kynnt þær fyrir þjóðinni. Stjórnarandstaðan, undir forystu Tsutomu Hata, fyrr- verandi forsætisráðherra, hefur krafist þess að stjórnin boði til kosn- inga um miðjan desember, eða um leið og Iögin öðlast gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.