Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 36
tB.6 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGIBJÖRG K.
> KRISTINSDÓTTIR
+ Ingibjörg
Kristinsdóttir
fæddist á Skarði á
Skarðsströnd 7.
desember 1924.
Hún lést á heimili
sínu á Skarði 29.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Krist-
inn Indriðason og
Elínborg Bogadótt-
ir. Ingibjörg var
jTjngst þriggja
syst.ra, elst var
Boga, sem búsett
er á Skarði II, og í
miðið Guðborg,
sem lést ung að árum. Eftirlif-
andi eiginmaður Ingibjargar er
Jón G. Jónsson. Þau eignuðust
tvö börn, soninn Kristin, f. 1944,
sem er bóndi á Skarði og er
kvæntur Þórunni Hilmarsdótt-
ur, og dóttur sem dó í fæðingu
1954. Bamabörn Ingibjargar,
börn Kristins, eru þrjú og
langömmubörnin fimm. Útför
Ingibjargar fer fram frá
Skarðskirkju í dag.
•■(P/EÐJA til ástkærrar móður,
tengdamóður og ömmu sem varð
bráðkvödd á heimili sínu 29. okt. sl.
Með henni hverfur mikill og sterk-
ur persónuleiki af heimilinu, því aldr-
ei var nein lognmolla í kringum
hana. Áhugamálin voru mörg, þó
músík og handmennt stæðu efst af
þessu, enda lék hún alla tíð listavel
á harmoníku, og oft var nikkan tek-
in upp þegar gesti bar að garði, og
var þá mikið sungið.
Fjölskyidan var henni mikils virði,
venda var hún alltaf fyrst til að vilja
hjálpa ef einhvers þurfti með, og
gekk allt út á að allir í fjölskyldunni
stæðu sa,man, hvað sem kom fyrir,
sem sannast best á því að hér á
Skarði hafa búið fleiri fjölskyldur
saman árum saman og aldrei borið
skugga á sambúðina.
Mesta lán Ingu var þegar hún
kynntist eftirlifandi eiginmanni sín-
um Jóni G. Jónssyni frá Ási í Stykk-
ishólmi, þar sem þeirra sambúð var
mjög farsæl. Inga náði sér aldrei
fullkomlega eftir að hún missti dótt-
ur í fæðingu. Hún var alltaf frekar
heilsulítil en bar sig vel.
Æðsta ósk Ingu var að fá að vera
alla tíð með fjölskylduna hjá sér, og
var sonurinn henni mikils virði, og
' slðan þegar bamabömin þijú komu
þá snerist allt um þau, og var hún
sífellt að spyija um þau eftir áð þau
fóru að fara að heiman. Inga eignað-
ist fimm barnabamabörn og fannst
hennr hún vera ríkust allra að eiga
þetta allt.
Ingu er sárt saknað
af heimilinu hér á
Skarði og þá sérstak-
lega af ungu nöfnunni
hennar sem var hjá
henni öllum stundum
að mála og föndra í
skúrnum þar sem Inga
sinnti störfum sínum
seinni árin.
Við viljum kveðja
Ingu og þakka henni
samfylgdina og allt
það sem hún var okk-
ur, alla umhyggjuna
fyrir okkur, öll árin
sem við vorum saman
hér á heimilinu. Við
biðjum góðan Guð að vernda hana
á nýjum stað og einnig að styrkja
eiginmann hennar í hans miklu sorg.
Af bamanna munni þú bjóst þér til hrós
og búið þér loforð hefur
þú drottinn er skaptir líf og ljós
og líkn þína’ oss öllum gefur.
Þú græddir oss marga gleðirós
og geislum oss björtum vefur.
Ó, skyldum við bömin þegja þá
og þakka ekki dásemd slíka
hve blessar þú vel þín bömin smá
og blómin á jörðu líka.
Því skulum við hrós og heiður tjá
um hjartað þitt elskurika.
(V. Briem)
Kristinn, Stella
og Inga Dögg.
Elsku amma, tengdaamma og
langamma. Nú er allt í einu komið
að kveðjustund, allt of fljótt finnst
okkur.
Inga amma á Skarði, þó að erfið-
leikar og veikindi höfðu sett sitt
mark á þig áttir þú svo mikið að
gefa öðrum og styrk þinn sóttir þú
til þeirra sem farnir voru og guðs-
trú þína.
Þú skilur svo mikið eftir þig, all-
ar dýrmætu minningarnar sem við
eigum. Þú varst svo hreykin af
langömmustelpunum þínum, sem
þú varst sífellt að gleðja með gjöfum
og kossum. Þegar við settumst nið-
ur til þess að skrifa þessa minning-
argrein vissum við ekki hvar við
áttum að byija, en efst í huga okk-
ar er samt þakklæti, þakklæti fyrir
allar þær ánægjustundir sem við
áttum saman er þú varst að rifja
upp þínar gömlu og skemmtilegu
minningar frá því þegar þú varst
að spila með hljómsveitinni Frost-
rósum og öllum þeim ættingjum og
forfeðrum frá Skarði þar sem
Skarðið og Skarðsættin var þitt
stolt.
t
ELSA MARÍA HERTERVIG
lést þann 28. október sl. Útförin hefur farið fram.
Kjartan Jónsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORGEIR SIGURÐSSON,
trósmiður,
frá Hólmavík,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði föstudaginn 4. nóvember.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Systir okkar,
ANNA RAGNHEIÐUR SVEINSDÓTTIR,
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 3. nóvember.
Þorgerður Sveinsdóttir,
Sigurður Sveinsson,
Hallsteinn Sveinsson.
Elsku amma, söknuður okkar er
mikill, það gladdi þig ekkert eins
mikið eins og það að geta gert eitt-
hvað fyrir aðra eða gleðja aðra.
Biðjum við þig góði guð að varð-
veita ömmu okkar þar sem hún var
kölluð á þinn fund, þar sem við trú-
um því að henni sé ætlað æðra og
meira verk.
Biðjum við þig góði guð að
styrkja afa í hans miklu sorg við
svo skyndilegt fráfall Ingu ömmu.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
Ijósgeisli af minninpm hlýjum.
(H.I.H)
Hilmar Jón, Hrefna og
langömmustelpurnar.
Þær vov.eiflegu fréttir bárust mér
fyrir nokkrum dögum að náfrænka
mín, Ingibjörg Kristinsdóttir frá
Skarði á Skarðsströnd, væri látin
og gerðist þetta eins og hendi væri
veifað án nokkurra fyrirboða eins
og slökkt hefði verið á kerti.
Segja má að þétta sé í rauninni
óskadauði allra sem skilað hafa lífs-
starfi og orðnir eru saddir lífdaga.
Þessu var ekki þannig farið hjá Ingu
frænku. Hún var enn á besta aldri,
sífeilt starfandi og full af lífskrafti
og andiát hennar mjög svo ótíma-
bært.
Þegar ég rifja upp kynni mín af
Ingu frænku þá kynntist ég henni
fyrst þrettán ára gamall er ég kom
í heimsókn að Skarði í fyrsta skipti
með föðum mínum heitnum, Jónasi
Sveinssyni lækni. í þá daga voru
húsbændur á Skarði merkishjónin
Kristinn Indriðason óðalsbóndi og
kona hans Elínborg Bogadóttir
Magnussen en hún og faðir minn
voru systrabörn. Börn Kristins og
Eiínborgar voru Boga Kristín ekkja
Eggerts Ólafssonar á Skarði, Guð-
borg sem kvænt var Þorsteini Karls-
syni í Búðardal á Skarðsströnd en
Guðborg lést á besta aldri, og yngsta
dóttirin var Ingibjörg heitin eða Inga
á Skarði eins og hún var nefnd inn-
an fjölskyldunnar og meðal vina og
kunninga.
Ekki óraði mig fyrir því í þessari
fyrstu ferð minni að Skarði hversu
nánum vináttuböndum ég átti eftir
að tengjast þessum ættingjum mín-
um í föðurættt og ættarsetrinu
Skarði.
Sannað er að sama ættin hefur
búið á Skarði frá því skömmu fyrir
aldamótin 1100 en margt bendir til.
að rekja megi ættir til Geirmundar
heljarskinns sem fyrstur manna nam
land á Skarðsströnd um árið 990.
Næsti bær neðan við Skarð er Geir-
mundarstaðir en talið er af mörgum
fræðimönnum að Geirmundur hafi
aðeins dvalið þar vetrarlangt en síð-
an flutt aðsetur sitt að þeim stað
þar sem Skarð stendur nú. Það er
einsdæmi að sama ættin hafi búið
óslitið á sömu jörð frá landnámstíð
og haldið þar að auki kirkju í einka-
eign með öllum þeim merku gripum
og sögu sem henni fylgja.
Skömmu eftir mín fyrstu kynni
af Ingu frænku kom hún heim til
mín á Sólvallagötu þar sem ég bjó
ásamt systkinum mínum og móður
Sylvíu Siggeirsdóttur heitinni. Inga
var þá komin til að kynna sinn heitt-
elskaða unnusta, Jón G. Jónsson frá
Stykkishólmi. Að mig minnir var
Inga þá tvítug. í kjölfarið voru Inga
og Jón gefin saman og eignuðust
þau dreng sem skírður var í höfuðið
á afa sínum, Kristni. Kristinn Jóns-
son núverandi óðalsbóndi á Skarði
er kvæntur Þórunni Hilmarsdóttur
og eiga þau þrjú mannvænleg börn,
ARNÞRÚÐUR
HALLDÓRSDÓTTIR
+Arnþrúður
Halldórsdóttir
var fædd á Gilhaga
í Öxarfirði 2. októ-
ber 1936. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
fimmtudaginn 27.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Hall-
dór Sigvaldason, f.
27. nóvember 1902,
d. 27. september
1988, bóndi á Gil-
haga í Öxarfirði, og
kona hans Laufey
Guðbjörnsdóttir, f. 4. maí 1913,
frá Syðra-Álandi í Þistilfirði.
Bróðir Arnþrúðar er Brynjar,
f. 16. febrúar 1934, bóndi á
Gilhaga 2. Arnþrúður stundaði
nám í Laugaskóla á árunum
1952-1953, en vann síðan
heima hjá foreldrum sínum í
nokkur ár. Hinn 20. júlí 1957
giftist hún Einari Þorbergs-
syni, f. 25. október 1934, frá
Hraunbæ í Álftaveri, og bjuggu
þau fyrstu árin í Reykjavík.
Einar og Arnþrúður hófu bý-
skap á Gilsbakka í Öxarfirði
árið 1960, og byggðu upp hús
á jörðinni en hún hafði þá ver-
ið nytjuð frá Gilhaga um nokk-
urra ára skeið. Þau bjuggu á
Gilsbakka til ársins 1989 en
ANDLAT Arnþrúðar kom ekki á
óvart þeim sem fylgst höfðu með
veikindum hennar síðustu árin. Hug-
rekki hennar og bjartsýni fyllti menn
aðdáun á andlegum styrk hennar,
meðan hinn líkamlegi styrkur lét
undan síga í baráttunni við óvæginn
sjúkdóm. Arnþrúður var sívinnandi
svo lengi sem kraftar leyfðu. Hún
sleppti aldrei pijónum eða útsaumi
og á ótrúlega skömmum tíma vann
hún verkin hvert öðru fallegra, sem
bera vott um dugnað hennar og
handlagni. Síðustu vikurnar fyrir
andlátið var Arnþrúður á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri og naut þar
góðrar aðhlynningar, auk stöðugrar
umönnunar eiginmanns, móður og
fluttu þá í nýtt
einbýlishús, sem
þau höfðu byggt
sér annars staðar
á landareigninni
og nefndu bústað-
inn Kinn. Þau
fóru bæði að
starfa hjá fisk-
eldisstöðinni Silf-
urstjörnunni hf.
þegar þau hættu
búskap og var
Arnþrúður þar í
starfi þar til hún
varð að hætta
vegna veikinda.
Einar og Arnþrúður eignuðust
fjögur börn. Þau eru Einar
Halldór, f. 13. október 1958,
símsmiður, búsettur á Húsavík,
kvæntur Ingunni Halldórsdótt-
ur, f. 29. mars 1961 á Húsavík,
og eiga þau eitt barn; Þorberg-
ur Arnar, f. 3- febrúar 1961,
búfræðingur og bóndi á Gils-
bakka, hann á eitt barn; Óli
Björn, f. 4. nóvember 1963,
smiður á Kópaskeri, kvæntur
Kristbjörgu Sigurðardóttur, f.
22. október 1968 frá Núpskötlu
á Sléttu og eiga þau tvö börn;
Laufey Marta, f. 5. september
1969, verslunarkona, búsett á
Húsavík og á hún tvö börn.
Jarðarför Arnþrúðar fer fram
frá Skinnastaðakirkju í dag.
annarra ástvina, sem voru samhent
við að gera henni baráttuna léttari.
Arnþrúður eða Lillý eins og við
kölluðum hana jafnan, átti því láni
að fagna að alast upp í fögru um-
hverfi í skjóli góðra og duglegra
foreldra og eldra bróður.
Þó bústörfin og uppeldi barnanna
hafi notið stærsta hlutans af starfs-
orku foreldranna á Gilhaga, voru
alltaf aðkomubörn hjá þeim í sveit
á sumrin, sem kölluðu á aukna
umönnun og aðgæslu.
Þessir sumargestir undu sér ætíð
vel í glaðværum félagsskap heima-
fólksins auk þess sem þeir fengu að
taka þátt í fjölbreyttum störfum
þess.
Hilmar Jón, Boga Magnussen og
Ingibjörgu Dögg.
Ég þekkti Ingu og fjölskyldu
hennar mjög náið þau þijátíu ár sem
ég hef starfað sem læknir. Segja
má að ég hafi vanið komur mínar
að Skarði svo til árlega í allan þenn-
an tíma. Mér er það mjög kærkomið
að sonur minn, Jónas Sveinn, dvald-
ist á Skarði nokkur sumur og kynnt-
ist föðurættfólki sínu vel.
Það er eitthvað seiðmagnað að-
dráttarafl sem dregur mann vestur.
Að missa af réttum í Skarðsrétt er
hið versta mál. Þar hefur maður
kynnst mörgu afbragsfólki og með
árunum hefur myndast óijúfanleg
vinátta við margt þetta fólk.
Inga var af mörgu leyti stórbrot-
inn og litríkur persónuleiki. Hún tók
ekki öllum enda skapstór kona. Hún
átti ekki langt að sækja það. For-
móðir hennar Ólöf ríka á Skarði
sagði þau fleygu orð „eigi skal gráta
Björn bónda heldur safna liði og
hefna“. Inga sagði sína meiningu
hreint út hvort sem mönnum líkaði
betur eða ver. Hún hafði sterka til-
finningu til Skarðs, eiginmanns síns,
sonar síns, tengdadóttur, barna-
barna og nánustu skyldmenna. Hún
átti einnig ómældan fjölda vina sem
hún hafði kynnst í gegnum árin og
haldið tryggð við. Inga var listræn
kona. Tónlist, málaralist, vefnaður
og útsaumur lék í höndum hennar.
Hún var ein af stofnendum hljóm-
sveitarinnar Frostrósa sem lék á
dansleikjum víða um land, einkum
þó fyrir vestan. í stórum dráttum
lýsir þetta mjög svo hæfileikaríkri
konu á öllum sviðum mannlífsins.
Ég vona Jón minn, Kiddi, Stella
og nánustu ættingar, að æðri mátt-
arvöld veiti ykkur styrk í sorg ykkar
sem skall á svo óvænt.
Haukur Jónasson.
Þeir eru orðnir fjölmargir, búsett-
ir víða um land og nú komnir á fuil-
orðinsár, sem minnast með mikilli
ánægju þeirra stunda sem þeir áttu
í sveit á ,Gilhaga.
Ættingjar og vinir húsráðenda
nutu gestrisni þeirra í ríkum mæli
og oft var þar þröngt setið í hlýleg-
um húsakynnum.
Lillý var því vel undir það búin
að takast á við umsýslu á stóru heim-
ili þegar hún giftist Einari Þorbergs-
syni og þau hófu að byggja upp á
jörðinni Gilsbakka, sem hafði verið
í eyði um nokkurt skeið.
Það var mikil vinna fólgin í því
að byggja upp íbúðarhús og útihús
og rækta land fyrir þann mikla bú-
rekstur sem þau Einar og Lillý komu
á fót á Gilsbakka. Þau voru samhent
í störfum sínum og börnin þeirra
íjögur nutu þess að alast upp á
umsvifamiklu heimili þar sem nóg
var að starfa og gleðin ríkti.
Lillý hélt þeim góða sið foreldra
sinna að lofa börnum ættingja og
vina að dvelja á Gilsbakka á sumrin.
Þessi börn sem nú eru orðin fulltíða
fólk minnast þessara sumra með
ánægju og þökk.
Þegar þau Einar og Lillý hættu
búrekstrinum byggðu þau sér hús á
fallegum stað í landareigninni, þar
sem þau hafa saman notið síðustu
fimm ára.
Við sem þessar línur skrifum átt-
um því láni að fagna að njóta oft
gestrisni og hjálpsemi þeirra Lillýar
og Einars. Til þeirra var ætíð gott
að koma og kynnast fórnfýsi þeirra
og dugnaði. Þó söknuður fylli hug
okkar á þessari stundu minnumst
við einnig með þakklæti fjölmargra
ánægjustunda sem við áttum á heim-
ili þeirra um leið og við minnumst
með aðdáun og djúpri virðingu æðru-
leysis vinkonu okkar og frænku í
miklum veikindum sem hún sjálf
vissi hvert leiða myndu; henni var
mikið gefið.
Megi minningin um góða eigin-
konu, móður, ömmu, dóttur, systur
og vin, sem ætíð var tilbúin til fórna
ef það mætti létta öðrum lífsbarátt-
una, veita ölium ástvinum hennar
huggun og líkn. Við biðjum almátt-
ugan Guð að blessa þessa kveðju-
stund í björtu ljósi minninganna um
Lillý.
Við sendum eftirlifandi maka,
börnum og öðrum ástvinum innileg-
ar og einlægar samúðarkveðjur.
Laufey og Sigurður.