Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 21 ERLENT Fordæma frásögn Paris- Match París. Reuter. FRÖNSK dagblöð vönduðu ekki tímaritinu Paris-Match kveðjurnar í gær en það hafði daginn áður birt mynd af laundóttur Frangois Mit- terrands Frakklandsforseta. Var það í fyrsta skipti sem franskur fjölmiðill fjallaði opinberlega um einkalíf háttsetts stjómmálamanns með þessum hætti. Dagblaðið Le Figaro sagði tíma- ritið stunda „svínastíublaða- mennsku" og France-Soir varaði við því að franskir ijölmiðlar tækju upp sömu siði og þeir bresku og „eltu stjómmálamenn upp í rúm“. „Ámm saman hefur Frakkland verið vígi skynseminnar í hafsjó slúðurfréttamennsku, sem mengar bandaríska, breska, ítalska og þýska fjölmiðla," sagði Figaro. Blaðið spurði einnig hvaða ávinn- ingur væri i því fyrir lýðræðið ef fyrrum ástkonur stjórnmálamanna færu að skrifa bækur og veita við- töl í hagnaðarskyni líkt og í Banda- ríkjunum. „Éru þetta mistök eða fjölmiðla- bylting? Við teljum það vera hið fyrrnefnda," sagði France-Soir. Heimildir hermdu í gær að forset- inn hefði vitað af hinni væntanlegu myndbirtingu fyrir þremur vikum og reynt að koma í veg fyrir hana. Tímaritið hefði hins vegar ákveðið að birta myndirnar í trássi við and- stöðu Mitterrands. ----♦ ♦ ♦--- Chicago-flugslysið Athygli beinist að afísingar- búnaði Merilville. Reuter. BANDARÍSKA öryggismálastofn- unin í samgöngumálum varaði á fimmtudag við því að sjálfstýring væri sett á vélar af gerðinni ATR 72 þegar hætta væri á ísingu. Ræður stofnunin frá því að sjálf- stýring og afísingarbúnaður slíkrar vélar séu í gangi samtímis. Vél sömu gerðar fórst á mánudag á akri, suð-austur af Chicago og með henni 68 manns. Stofnunin upplýsti að flugmenn vélarinnar, sem er frönsk-ítölsk, hafi reynt að ná stjórn á henni síð- ustu 36 sekúndurnar, eftir að kerf- ið gaf frá sér varúðarmerki. Rann- sókn hefur leitt í ljós að sjálfstýring- in var á nokkrum mínútum áður en vélin fórst en slökkt hafði verið á henni þegar slysið varð. Þá kom í ljós að afísingarbúnaður var settur í gang 16 mínútum fyrir slysið. Prófkiör siálfstæðismaima Reykianesi X Kjósum Árna Ragnar Árnason fu í 2.-3. sæti tíl Traustur fulltrúi okkar á Alþingi Helstu baráttumál Árna á þingi: y Jafn atkvæðisréttur allra landsmanna 0] Öflug neytendavitund og frjáls samkeppni 0j Aukin umhverfisvernd 0 Aukin atvinnutækifæri 0 Nýting íslenskra auðlinda og íslensks vinnuafls GRAFlSK'HÖNNUN: MERKISMENN HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.