Morgunblaðið - 05.11.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.11.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 21 ERLENT Fordæma frásögn Paris- Match París. Reuter. FRÖNSK dagblöð vönduðu ekki tímaritinu Paris-Match kveðjurnar í gær en það hafði daginn áður birt mynd af laundóttur Frangois Mit- terrands Frakklandsforseta. Var það í fyrsta skipti sem franskur fjölmiðill fjallaði opinberlega um einkalíf háttsetts stjómmálamanns með þessum hætti. Dagblaðið Le Figaro sagði tíma- ritið stunda „svínastíublaða- mennsku" og France-Soir varaði við því að franskir ijölmiðlar tækju upp sömu siði og þeir bresku og „eltu stjómmálamenn upp í rúm“. „Ámm saman hefur Frakkland verið vígi skynseminnar í hafsjó slúðurfréttamennsku, sem mengar bandaríska, breska, ítalska og þýska fjölmiðla," sagði Figaro. Blaðið spurði einnig hvaða ávinn- ingur væri i því fyrir lýðræðið ef fyrrum ástkonur stjórnmálamanna færu að skrifa bækur og veita við- töl í hagnaðarskyni líkt og í Banda- ríkjunum. „Éru þetta mistök eða fjölmiðla- bylting? Við teljum það vera hið fyrrnefnda," sagði France-Soir. Heimildir hermdu í gær að forset- inn hefði vitað af hinni væntanlegu myndbirtingu fyrir þremur vikum og reynt að koma í veg fyrir hana. Tímaritið hefði hins vegar ákveðið að birta myndirnar í trássi við and- stöðu Mitterrands. ----♦ ♦ ♦--- Chicago-flugslysið Athygli beinist að afísingar- búnaði Merilville. Reuter. BANDARÍSKA öryggismálastofn- unin í samgöngumálum varaði á fimmtudag við því að sjálfstýring væri sett á vélar af gerðinni ATR 72 þegar hætta væri á ísingu. Ræður stofnunin frá því að sjálf- stýring og afísingarbúnaður slíkrar vélar séu í gangi samtímis. Vél sömu gerðar fórst á mánudag á akri, suð-austur af Chicago og með henni 68 manns. Stofnunin upplýsti að flugmenn vélarinnar, sem er frönsk-ítölsk, hafi reynt að ná stjórn á henni síð- ustu 36 sekúndurnar, eftir að kerf- ið gaf frá sér varúðarmerki. Rann- sókn hefur leitt í ljós að sjálfstýring- in var á nokkrum mínútum áður en vélin fórst en slökkt hafði verið á henni þegar slysið varð. Þá kom í ljós að afísingarbúnaður var settur í gang 16 mínútum fyrir slysið. Prófkiör siálfstæðismaima Reykianesi X Kjósum Árna Ragnar Árnason fu í 2.-3. sæti tíl Traustur fulltrúi okkar á Alþingi Helstu baráttumál Árna á þingi: y Jafn atkvæðisréttur allra landsmanna 0] Öflug neytendavitund og frjáls samkeppni 0j Aukin umhverfisvernd 0 Aukin atvinnutækifæri 0 Nýting íslenskra auðlinda og íslensks vinnuafls GRAFlSK'HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.