Morgunblaðið - 05.11.1994, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.11.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 43 FRÉTTIR Basar haldinn á Grand HALDINN verður basar laugar- daginn 5. nóv.kl. 13-17, á munum heimilisfólksins á Grund í fönd- ursalnum á jarðhæð Litlu Grund- ar, sem er á baklóð Elliheimilisins Grundar á Hringbraut 50. Margvíslegir munir verða til sölu á basárnum, auk þess sem heitt verður á könnunni fyrir gesti og gangandi. Viðhorf til baraa og gildi fjölskyldunnar í TILEFNI af ári fjölskyldunnar á vegum Sameinuðu þjóðanna gangast Félag íslenskra barna- og unglinga- geðlækna og Félag íslenskra barna- lækna fyrir ráðstefnu í Menningar- miðstöð Gerðubergs, Gerðubergi 3-5, laugardaginn 12. nóvember kl. 9 árdegis til 17 síðdegis. Ráðstefnustjórar verða Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður og for- maður Félags ísl. barnalækna, og Helga Hannesdóttir, formaður Fé- lags ísl. barna- og unglingalækna. Fjöldi fyrirlesara mun halda erindi m.a. um viðhorf til barna og ungl- inga hér á landi; áhrif efnahags á fjölskyldulíf og félagslega velferð einstaklinga; hvernig má styrkja fjöl- skyldur í nútíð og framtíð; áhrif skilnaðar á börn og unglinga og hvað hefur áhrif á sálfélagslegan þroska barna og unglinga frá sjónarhóli fjöl- skyldunnar. í umræðuhópnum verður fjallað um börn og ofbeldi, áfengi og fjöl- skyldulíf, fjölskylduofbeldi, kreppu- ástand, fjölskyldumeðferð, kennslu og menningu fyrir fjölskyldur og umhverfi barna með tilliti til slysa- varna. Ráðstefna þessi er sérstaklega ætluð starfsfólki á sjúkra- og heilsu- gæslustofnunum. Þátttöku þarf að tilkynna á Barna- og unglingageð- deild Landspítalans. Fríkirkju- basar ■ Á ÚTVARSSTÖÐINNIFM 957 hefur Rúnar Sigurbjartarson verið ráðinn markaðs- og sölustjóri. Rúnar starfaði áður hjá íslenska útvarpsfé- laginu sem aðstoðarsölustjóri. Einn- ig hefur Gunnlaugur Helgason verið ráðinn til starfa við stöðina og mun hann stýra morgunþættinum alla virka daga, segir í fréttatilkynn- ingu frá FM 957. Mannaráðningar þessar komu í kjölfar breytinga á rekstri fyrirtækisins en fyrir skemmstu tóku nýir eigendur við rekstrinum og er meirihlutinn í eigu Sambíóanna. ■ ENSKI miðillinn Joan Mount- gomery starfar á vegum Sálar- rannsóknarfélagsins í Hafnar- firði næstu viku 7.-12. nóvember. Fáeinir einkatímar eru enn til ráð- stöfunar og þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við formann félgsins, Símon Jón Jó- hannsson. Fimmtudaginn 10. nóv- ember heldur miðillinn almennan skyggnilýsingarfund í Gúttó kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókabúð Olivers Steins. Merki blindra STJÓRN Blindrafélagsins hefur fyrir sitt leyti samþykkt að merk- ið, hvítur maður með staf á blá- um gninni verði tákn blindra og sjónskertra á Islandi. Merkið hefur verið samþykkt af World blind union sem alþjóðlegt merki og hefur nú verið samþykkt í fjölmörgum löndum, m.a. öllum Norðurlöndunum. KVENFÉLAG Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur basar í safnaðar- heimili kirkjunnar, Laufásvegi 13, í dag kl. 14. A basarnum verður m.a. jóla- varningur, hannyrðir, fatnaður og heimabakaðar kökur. Einnig verður efnt til happdrættis, þar sem vining- ar eru jafnmargir útgefnum miðum. Kvenfélag Fríkirkjunnar er elsta starfandi kirkjukvenfélag landsins og eitt af elstu kvenfélögum hér á landi, stofnað snemma árs 1906. ■ FFA, Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, sem Landssamtök- in Þroskahjálp, Sjálfsbjörg lands- samband fatlaðra, Styrktarfélag Iamaðra og fatlaðra og Styrktar- félag vangefinna standa að halda fræðslu og umræðukvöld þriðjudag- inn 22. nóvember nk. kl. 20-23 í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12 (vesturendi), Reykjavík. Fræðslu- og umræðukvöld eru ætluð fullorðn- um systkinum fatlaðra (18 ára ald- urstakmark), mökum þeirra og öðr- um sem standa í svipuðum sporum gagnvart fötluðum einstaklingum. ■ DR. KERSTIN Hagg sem er . sálfræðingur, kennari og félags- fræðingur, flytur þriðjudaginn 8. nóvember opinberan fyrirlestur í boði Rannsóknarstofu í kvenna- fræðum við Háskóla íslands. Fyr- irles'turinn verður fluttur á sænsku og nefnist: „Om kön och vardag i förándring - en ortsstudie i ett köns- teoretiskt perspektiv". Kerstin Hagg er með doktorspróf í félagsfræði frá háskólanum í Umeá, Svíþjóð. Dokt- orsritgerð hennar fjallar um breyt- I ingar á bæjarsamfélaginu í Kiruna i í Svíþjóð 1900-1990 í ljósi kenninga ( um kynferði. Dr. Hagg er lektor við ( Umeáháskóla. Hún hefur kennt við kvennafræðastofu háskólans í mörg ár og er einnig aðstoðarforstöðu- maður stofnunar í uppeldisfræði og ber ábyrgð á rannsókna- og þróunar- starfi þennar. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Lögberg og hefst kl. 17.15. ■ Flugbjörgunarsveitin í Reykja- ( vík verður með fjallabjörgunarsýn- ingu á Kjörgarðshúsinu við Lauga- * veg í dag, laugardaginn 5. nóvem- I ber, kl. 13-16. Gestum verður boðið að leika sjúklinga sem verða látnir síga niður húsið ásamt björgunar- mönnum. Fallhlífahópur sveitarinn- ar verður með fallhlífastökksýningu í Hljómskálagarði kl. 13.30. Hóp- urinn getur stokkið með skíði, tjöld, bakpoka, sjúkrabúnað og allan ann- an búnað sem þörf er á hverju sinni, j segir í fréttatilkynningu. Fjarskipta- , bíll og snjóbíll sveitarinnar verða til ' sýnis á Laugaveginum þennan dag. < Samhliða þessum sýningum verða félagar sveitarinnar með tann- burstasölu. ■ HAUSTHRAÐSKÁKMÓT Taflfélag Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 6. nóvember í félags- heimilinu í Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eft- ir monrad-kerfi. Umhugsunartími er » 5 mínútur á mann. Hausthraðskák- ( mótið er jafnan eitt sterkasta og fjöl- i mennasta hraðskákmótið sem haldið er hér á landi. Öllum er heimil þátt- taka. í Dýraríkinu á morgun, sunnudaginn 6. nóvember, frá klukkan 10.00-17.00 DÝRARÍKIÐ ...fyrir dýravini! Þessir hundar verða á sýningunni: Sýndar verða sjaldgæfar hundategundir sem sumar hafa aldrei áður verið sýndar á íslandi. Saga þeirra sögð og sérkennum lýst. Shih Tzu-MiniaturePincher- WestHighland White Terrier- Briard - Weimaraner - Pekingese - Papillon - Dalmatian - ^ Nýfundnalands-hundur -Maltese - Yorkshire Terrier-Boxer Sýningartímar: kl. 11.00, 12.00, 13.00, 14.00, 15.00 og 16.00 Dýralæknar verða á staðnum Hundaþjálfari veitir ráðgjöf um þjálfun Balance, Wafcolog Tuffy’s 20% afsláttur af öllum hunda- vörum á meðan á sýningunni stendur DÝRARÍKIÐ Við Grensásveg - sími 68 66 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.