Morgunblaðið - 22.12.1994, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Maður og kona lítt meidd eftir veltu þar sem fljótandi köfnunarefni flóði um bíl þeirra
„Sckúnduspursmál
að sleppa lifandi“
MAÐUR og kona sluppu naumlega
og lítið sködduð þegar vindhviða
feykti sendibíl hlöðnum köfnunar-
efnisdunkum út af hálum veginum
undir Hafnarfjalli í gærmorgun.
Bíllinn fór 2l/i veltu niður a.m.k.
20 metra bratta hlíð og við veltuna
fóru köfnunarefnisdunkamir á
fleygiferð inni í bílnum og opnuð-
ust þannig að h-196 gráðu kalt
fljótandi köfnunarefni flæddi um
bílinn. Fólkið, Ingimar Einarsson,
starfsmaður nautastöðvarinnar á
Hvanneyri, og Sigríður Gróa Jak-
obsdóttir, starfsmaður á Hvann-
eyri, gat strax losað sig úr bflbelt-
um og komist út um brotna hliðar-
rúðu áður en fljótandi köfnunar-
efnið flóði um allt farþegarými
bílsins.
Bæði hlutu kalsár
Litlu mátti þó muna, að sögn
Ingimars, og bæði hlutu kalsár,
2. stigs bruna, við það að köfnun-
arefni slettist á þau. „Það var sek-
únduspursmál að við næðum að
komast í tæka tíð lifandi út úr
bílnum þar sem hann stóð á toppn-
um og fljótandi köfnunarefnið lak
út úr tönkunum," sagði hann í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Ingimar Einarsson er starfs-
maður nautastöðvarinnar á
Hvanneyri og var á leið til Reykja-
víkur þeirra erinda að ganga frá
sendingum til sæðingamanna víða
um landið. í sendibílnum var á
annan tug 10-30 lítra dunka, sem
í var sæði geymt í +196 gráðu
köldi köfnunarefni. Mikið hvass-
viðri var í hlákunni í gærmorgun
og vegurinn glerháll undir Hafnar-
fjalli. Við hæðina hjá Gijóteyri
hreif vindhviða bílinn og þeytti út
fyrir veg þar sem hann valt a.m.k.
20 metra niður gil og hafnaði á
toppnum. Bæði Ingimar og farþegi
hans voru í bílbeltum, meiddust
ekki og gátu strax komist út úr
gjörónýtu bílflakinu.
„Nánast um leið og bíllinn
stoppaði gat ég losað festinguna
á beltinu og komst svo út um
brotna hliðarrúðu en hún var að-
eins lengur að losa beltið og
brenndist kannski heldur meira en
ég fyrir bragðið," sagði Ingimar.
„Strax og bfllinn fór í veltuna
ultu kútarnir um og það fór að
hellast úr þeim en þeir eru með
lausum töppum. Það myndaðist
strax mikil gufa þegar efnið kom
í samband við andrúmsloftið. Önn-
ur höndin á mér fór í lækinn sem
rann um bílinn,“ sagði Ingimar.
í bráðri lífshættu
„Það er ekki spurning að við
vorum í bráðri lífshættu þarna
inni í bílnum og það var sekúndu-
spursmál fyrir okkur að ná að
komast út í tæka tíð til að halda
lífí,“ sagði hann.
Ingimar sagði að veður hefði
verið snælduvitlaust í veðravítinu
undir Hafnarfjalli í gærmorgun.
Þau Sigríður Gróa klöngruðust
upp á veg og gengu síðan áleiðis
að Borgarnesi. Ferðin þennan spöl
tók um klukkustund og á leiðinni
lá oft við að þau fykju um koll.
Helst var að þau gætu staðið af
sér veðrið á þeim köflum þar sem
vegurinn var svo hátt byggður upp
að skjól var að norðanverðu. A
veginum sjálfum var ekki stætt
vegna hálku og vindhviða. Ekki
varð bfll á vegi Ingimars og Sigríð-
ar fyrr en við vegamótin að Borg-
arfjarðarbrúnni. Þau voru flutt í
söluskálann við brúna og fengu
þar skjól og kaffísopa meðan lög-
regla var kvödd á staðinn.
Síðan var Sigríður flutt á heilsu-
gæslustöðina til aðhlynningar
vegna kalsáranna sem hún hlaut
á fæti inni í bílnum.
Ingimar sagði að bæði hefðu
líklega hlotið 2. stigs kalbruna sem
vonast væri til að jafnaði sig á
nokkrum dögum eða vikum.
Sjálfur fór hann rakleiðis á slys-
staðinn að nýju og var þar lung-
ann úr deginum í gær við að bjarga
því af farmi bílsins sem bjargað
varð. Hann sagði að þorri köfnun-
arefniskútanna hefði staðist velt-
una og náðst óskemmdur úr bíl-
flakinu.
Léleg vegargerð
Ingimar sagðist telja að óhent-
ugar vegaraðstæður hefðu átt rík-
an þátt í því að bfllinn valt. Á
þessum hættulega kafla væri ekk-
ert grindverk eða leiðari til að
hindra útafakstur. Þá væri vegar-
hallinn þama öfugur og því þyrfti
mun minna en ella til að þeyta
bílum út af veginum. Loks vantaði
hentuga vegaröxl til að hægt væri
að koma a.m.k. tveimur hjólum á
fast undirlag þegar um slíka hálku
væri að ræða. Ingimar kvaðst
strax í gær hafa gert athugasemd-
ir við þetta við Vegagerðina í
Borgarnesi.
Morgunblaðið/Þorkell
Samningsveð til umfjöllunar í allsherjarnefnd
Sátta leitað um veð-
setningu kvóta
FORMAÐUR allsherjamefndar
Alþingis segist vona að samkomu-
lag náist um breytingar á ákvæði
í stjómarfmmvarpi um samnings-
veð sem orðið hefur að deiluefni
milli stjómarflokkanna.
Fmmvarp um samningsveð var
fyrst afgreitt í ríkisstjórn og lagt
fram á þingi fyrir tveimur árum
en varð þá ekki að lögum. Fmm-
Hagnaðurá
Pósti og síma
AFKOMA Pósts og síma er 350
milljónum kr. betri á þessu ári en
ráð var fyrir gert í fjárlögum og
verður aukinn hagnaður notaður til
að fjárfestinga.
Veija á 300 milljónum af þessum
fjármunum til sæsímastrengsins
Canus milli Kanada og Bandaríkj-
anna, sem er framhald af Cantat-3
Ijósleiðarastrengnum milli Evrópu
og Kanada.
varpið var aftur Iagt fram á þingi
í haust og er nú til meðferðar í
allsheijarnefnd. f því er ákvæði
um að þegar skip sé sett að veði
geti veðrétturinn einnig náð til
veiðiheimilda skips. Nú hefur Sig-
hvatur Björgvinsson viðskiptaráð-
herra mótmælt þessu ákvæði og
sagt það stríða gegn því ákvæði í
lögum um stjóm fískveiða að físki-
miðin séu sameign þjóðarinnar.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur á móti sagt að ef
þetta yrði bannað væri grundvell-
inum kippt undan sjávarútvegi víða
á landsbyggðinni.
Leitað samkomulags
Sólveig Pétursdóttir formaður
allsheijamefndar sagði að þessum
þætti fmmvarpsins hafí verið vísað
til sjávarútvegsnefndar þingsins
og þaðan hefði ekki borist svar.
„Það er hugsarilegt að taka á þessu
máli milli jóla og nýárs, halda fundi
í báðum nefndunum og skoða hvort
hægt sé að fínna samkomulag,
jafnvel með einhverri breytingartil-
lögu,“ sagði Sólveig.
Hugmyndir hafa verið í nefnd-
inni um að breyta orðalagi tillög-
unnar þannig að hún tengist fyrstu
grein laga um stjórn fiskveiða, sem
kveður á um að fískimiðin séu sam-
eign þjóðarinnar. Bent er á, að í
11. grein laganna um stjórn fisk-
veiða er ákvæði um að við sölu á
fiskiskipi fylgi aflahlutdeild þess
nema samið sé um annað. Því þyki
eðlilegt að sama meginregla gildi
við veðsetningu.
Sólveig sagði að með umræddri
frumvarpsgrein væri verið að stað-
festa þann hátt sem nú sé hafður
á við veðsetningu skipa og því teldi
hún ekki skynsamlegt að fella
greinina út úr frumvarpinu. „Ég
held að þetta mál byggist á mis-
skilningi. Við erum í allsheijar-
nefnd að ijalla um þetta mál sem
réttarfarsmál, þar sem verið er að
setja heildarlög um samningsveð
og því verðum við að taka á þessu,“
sagði Sólveig.
57 stúdent-
ar braut-
skráðir
fráMH
MENNTA- og fjölbrautaskól-
ar landsins útskrifa margir
stúdenta um þessar mundir.
Meðal þeirra er Menntaskól-
inn við Hamrahlíð sem braut-
skráði í gær 57 stúdenta, 32
konur og 25 karla.
Rektor minntist í ræðu sinni
Kristjáns Reynis Guðmunds-
sonar, nemanda skólans, sem
lést 24. nóvember sl.
Nokkur tónlistaratriði voru
flutt við athöfnina. Blokk-
flautusveit nemenda flutti
nokkur jólalög kór skólans
söng eins og venja er, Halla
Steinunn Stefánsdóttir ný-
stúdent og dúx flutti Adagio
úr 1. einleikssónötu fyrir fiðlu
eftir J.S. Bach og kammer-
sveit nemenda lék Pastorale
úr Jólakonsertinum eftir
Archangello Corelli.
Magnús Ingólfsson kennari
ávarpaði nýstúdenta og Egill
Heiðar Anton Pálsson flutti
samkomunni kveðju nýstúd-
enta.
Halldór Laxness
Fágætt
safn verka
finnst
FUNDIST hefur í Kaupmannahöfn
safn af frumútgáfum verka Halldórs
Laxness, segir Bragi Kristjónsson í
Bókavörðunni. Alls er um að ræða
73 prentanir af verkum skáldsins.
Bragi segir að safnið hafí fundist
þegar elsta fornbókaverslun Norð-
urlanda, Lynge og Sön í Kaup-
mannahöfn, keypti bókasafn hins
látna prófessors Chr. Westergaard-
Nielsen, sem lést nýlega. Hann var
þekktur málvísindamaður í norræn-
um tungum, mikill vinur Halldórs,
auk þess sem hann var mörgum ís-
lendingum að góðu kunnur frá bar-
áttudögum handritaheimtar.
Margar fágætar
frumútgáfur
Bragi segir að safnið innihaldi
m.a. sumar af allra fágætustu frum-
útgáfum á verkum skáldsins,
Kvæðakver, Barn náttúrunnar, allar
útgáfur af Vefaranum mikla frá
Kasmír og hinar umdeildu pólitísku
bækur skáldsins frá 4. áratugnum.
Að sögn Braga er auk þess að finna
í safninu fáséðustu frumútgáfu Lax-
ness sem ber titilinn Nokkrar sögur
og er sérprent úr Morgunblaðinu frá
árinu 1923.
♦ » *-------
Fannst
látinn í
höfninni
KAFAKAK fundu í gær lík í
mannsins sem saknað hafði vi
á Siglufirði frá því
aðfaranótt síð-
astliðins sunnu-
dags. Maðurinn
hét Theódór Sig-
uijón Norðquist .
til heimilis á Urð- f
arvegi 18 á
ísafirði.
Theódór var
matsveinn á
Hafrafeili ÍS og
fannst lik hans í höfninni um
degisbil í gær eftir mikla
Theódór var 61 árs gamall
lætur hann eftir sig eiginkoni
fjögur uppkomin börn.
Theódói
Norðquis