Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Alþýðubandalagið vill bjóða út ný lán og eldri skuldir Styðja auknar lán- tökur hækki fjár- magnskostnaður ekki TILLÖGU fulltrúa Alþýðubandalags- ins í bæjarstjórn Akureyrar um að könnuð verði hagkvæmni þess að bjóða út ný lán og eldri skuldir Akur- eyrarbæjar, sem eru á óhagstæðum kjörum, í enn frekari mæli en nú er gert með það fyrir augum að ná fram lækkun á ijármagnskostnaði bæjar- ins, sem lögð var fram við umræðu um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, var vísað til frekari skoðunar í bæjar- ráði. í greinargerð með tillögunni kem- ur fram að áætlaður fjármagnskostn- aður bæjarsjóðs á árinu 1995 sé 70 milljónir króna og framkvæmdasjóðs um 55 milljónir króna eða samtals 125 milljónir. Auk þess stefni hafnar- sjóður í umtalsverðar lántökur vegna flotkvíarkaupa. „Leiði könnun sú, sem hér er gerð tillaga um, í ljós að mögulegt sé að lækka fjármagnskostnað bæjarins sem hlutfall af heildarútgjöldum er Alþýðubandalagið reiðubúið, með til- liti til þeirrar takmörkuðu fram- kvæmdagetu sem fjárhagsáætlun ársins 1995 ber með sér, að styðja auknar lántökur enda hækki fjár- magnskostnaðurinn ekki frá því sem áætlunin gerir ráð fyrir,“ segir í greinargerð sem Sigríður Stefáns- dóttir flutti á fundi bæjarstjórnar. Breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun næsta árs sem Sigríður lagði fram voru allar felldar við afgreiðslu áætlunarinnar á bæj- arstjórnarfundi á þriðjudag. Þær gerðu ráð fyrir að Rafveitu Akur- eyrar yrði gert að greiða 2% afgjald, eða 16,5 milljónir króna af eigin fé veitunnar, til bæjarsjóðs. Þá lagði hún til 5,5 milljóna króna lækkun útgjalda en þetta fé átti að mæta 22 milljóna króna útgjaldahækkun sem hún lagði til. Þar var m.a. um að ræða framlag til jafnréttis- og fræðslufulltrúa, til Menntasmiðju kvenna, til ritunar sögu Akureyrar og til framkvæmda á.sviði menning- ar- fræðslu- og félagsmála. Oft séð það svartara Sigríður sagðist styðja heilshugar ákvörðun meirihlutans um að setja skólamá! í forgang. Hún sagði of marga lausa enda í áætluninni en mikið væri talað um þrönga stöðu bæjarsjóðs. Sú staða sem Akureyrar- bær stæði frammi fyrir væri þó barnaleikur þegar mið væri tekið af bæjarfélögum af svipaðri stærðargr- áðu. „Við stöndum ekki frammi fyrir eins slæmri stöðu og margir telja, víða standa tekjur vart undir rekstri sveitarfélaga og ég tel að við höfum oft séð það svartara en núna, en vissulega er minna svigrúm til fram- kvæmda en stundum áður,“ sagði Sigríður. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir fjárhagsáætlun metnaðarlausa Ekki minna svig- rúm nú en áður SIGURÐUR J. Sigurðsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, sagði við síðari umræðu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs í bæjarstjóm Akureyrar að núverandi meirihluti hefði ekki minna fé til ráðstöfunar en fráfarandi meirihluti hafði nema að einu leyti, hvað gatnagerðargjöldin varðar, en það kæmi til af döpru ástandi í bygg- ingariðnaði. Fyrrverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubanda- lagsins hefði þurft að glíma við ýmis erfíð peningamál sem ekki væru á borðinu nú. „Það er ekki minna svig- rúm nú en áður eins og þráfaldlega er haldið fram, vandamálið sem meiri- hlutinn á við að glíma eru þau loforð sem hann gaf bæjarbúum fyrir kosn- ingar og þarf nú að draga í land með,“ sagði Sigurður. Rafveita greiði arð Sigurður lagði til að Rafveitu Akureyrar yrði gert að greiða árlegt framlag, 20 milljónir króna, sem arð af starfsemi sinni til Framkvæmda- sjóðs en sú tillaga var felld. Rafveit- an væri vel stætt fyrirtæki sem þyldi vel að leggja fram fé til uppbygging- ar atvinnulífs í bænum. Bærinn hefði á undanförum árum lagt mikið fé í að endurreisa fyrirtæki sem væru nú stórir viðskiptavinir veitunnar og því væri ekki óeðliegt að hún legði sitt af mörkum nú. Bæjarstjóri sagði meirihlutann ekki geta fallist á slíkar tillögur og taldi það svigrúm sem væri eða myndi skapast hjá veitunni ætti að koma notendum til góða í lækkuðu orkuverði. Sigurður gagnrýndi meirihlutann fyrir metnaðarlausa fjárhagsáætlun, skattar væru hækkaðir og dregið úr framkvæmdum, engin tilraun gerð til að greiða skuldir, eins og fyrrver- andi meirihluta hefði tekist að gera og kæmi öllum til góða. „Það er keyrt í afturábakgír," sagði Sigurður og benti á að stórum verkefnum væri ekki sinnt, eins og byggingu við Amtsbókasafnið, verkefni við sundlaug og félagslegum íbúðar- byggingum. AKUREYRI Síðasta djasskvöld ársins í Deiglunni SÍÐASTA djasskvöldið á ár- inu verður í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 22. desember. Djassinn hefur verið fastur liður í Gilinu frá upphafi Listasumars ’94 en hann hefur verið haldinn í samstarfi við Café Karólínu. Nýjar útsetningar á íslenskum jólalögum Að þessu sinni verður að mestu flutt frumsamið efni, nýjar útsetningar á íslenskum jólalögum og lög þekktra höf- unda ens og Benny Golson, Vayne Shorter og fleiri. Flytjendur eru þeir Jón Rafnsson, kontrabassaleik- ari, Kari Olgeirsson, hljóm- borð og Karl Petersen á trommur. Þeir eru allir kenn- arar við Tónlistarskólann á Akureyri auk þess að hafa tekið virkan þátt í blómlegu djasslífi bæjarins á undan- förnum árum. Tónlistarmennirnir hefja leikinn á sama tíma og verslanir loka, það er klukkan 22.00. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kaupmenn kvarta ekki ANNIR eru nú í hámarki vegna undirbúnings jólahátíðarinnar og sagði Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannasamtaka Akureyrar, að flestum verslun- armönnum bæri saman um að jólaverslunin væri ívíð meiri en var í fyrra. Langstærstu versl- unardagarnir væru þó eftir, en verslanir á Akureyri verða opn- ar til kl. 22 í kvöld og á Þorláks- messu er opið til 23. „Og síðan er ætíð geysimikið verslað á aðfangadagsmorgun,“ sagði Ragnar. Hann sagði að þegar tíð væri góð eins og verið hefði undanfarna daga kæmi mikið af fólki til að versla í bænum, sumir langt að eins og frá Blönduósi og jafnvel allt austan af Egilsstöðum. -----♦ ♦------ Síðustu sýningar á Landi míns föður Dalvík.. Morgunblaðið LEIKFÉLAG Dalvíkur hefur að undanförnu sýnt leikritið Land míns föður við ágætar viðtökur og hefur aðkomufólk verið sérstaklega dug- legt að sækja sýninguna. Á milli jóla og nýjárs verða þijár sýningar á verkinu, hin fyrsta 27. desember og síðan 29. og 30. desember og er áætlað sú sýning verði sú síðasta. Bæjarstjórn Akureyrar Styrkur til kvenna- handbolta umdeildur „EF ÞETTA er angi af jafn- réttisbaráttu í landinu þá er ég hættur að skilja," sagði Heimir Ingimarsson, bæjarfull- trúi Alþýðubandalags, á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í til- efni af styrkjum til jafnréttis- verkefna sem jafnréttisnefnd bæjarins veitir. Styrkurinn sem varð Heimi tilefni til vanga- veltna er 100 þúsund króna styrkur til uppbyggingar kvennahandbolta á Akureyri. „Má það vera að íþróttafor- ystan í þessu sveitarfélagi sé með þeim ósköpum gerð að þurfa að fara þessa leið svo konur geti stundað áhugagrein sína í íþróttum,“ sagði Heimir og vildi vita hvar ósköpin gætu endað og hversu marga 100 þúsund kalla væri hægt að kría út úr jafnréttisnefnd til íþrótta. Gísli Bragi Hjartarson, Al- þýðuflokki, sagðist fagna því að jafnréttisnefndin sæi sér fært að styrkja þetta verkefni. Ljóst væri að á vissum stigum ætti íþróttastarfsemi kvenna undir högg að sækja. Engir bruggarar? „ÞAÐ er alltaf verið að taka bruggara fyrir sunnan og um daginn var einn tekinn á Rauf- arhöfn. Það hefur vakið athygli að hér á Akureyri er aldrei tek- inn bruggari. Hér virðist vera látið óátalið að menn bruggi allt að 1.600 lítra á mánuði til eigin þarfa,“ sagði Oddur Hall- dórsson, bæjarfulltrúi, á fundi bæjarstjómar í tilefni af bókun félagsmálaráðs um átak í úti- vistarmálum barna og ung- menna. Forseti bæjarstjómar bað bæjarfulltrúann vinsamleg- ast að koma þessum upplýsing- um til lögreglunnar. Reglur rýmkaðar Félagsmálaráð leggur til að útivistarreglur verði rýmkaðar þannig að ungmenni á aldrin- um 13 til 16 ára fái að vera úti tveimur tímum lengur tvö kvöld í viku, um helgar eða til kl. 24. íþrótta- og tómstunda- ráð hafði lagt til að reglurnar yrðu rýmkaðar meira þannig að útivistartíminn yrði til kl. 1 eftir miðnætti um helgar. Odd- ur sem er fulltrúi í ráðinu sagði að ráðið hefði jafnfiamt viljað taka upp harkalegri aðgerðir til að stemma stigu við ungl- ingadrykkju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.