Morgunblaðið - 22.12.1994, Side 13

Morgunblaðið - 22.12.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 13 LANDIÐ Stykkishólmskirkja Nýjar kirkju- klukkur vígðar Stykkishólmi - Við messu á aðfanga- dag er stefnt að því að vígja nýjar kirkjuklukkur í Stykkishólmskirkju. Um er að ræða fjórar klukkur sem smíðaðar eru hjá fyrirtækinu Royal Eijsbouts. Stærsta klukkan vegur um 700 kg en samtals vega klukkurnar um 1.600 kg. Þrjár klukkurnar eru með vélbún- aði og þar að auki með utaná liggj- andi hamar. Minnsta klukkan er föst og er í henni aðeins hamar. Hringing- artækin eru frönsk frá Bodet og eru mjög fullkomin. Þau eru tölvustýrð og er stýringin sú fullkomnasta sem hefur verið sett í kirkju á Islandi. Með þessum búnaði er hægt að spila íjögurra tóna stef og stilla á sjálfvirka hringingu hvenær sem óskað er. Búið er að mata klukkurnar að spila rétt fyrir kl. 12 svokallað Westminster-stef og slá síðan 12 högg og þær leika aftur stefið kl. 18 og slá þá 6 högg. Vélaverkstæði Jóhanns Ólafssonar í Hafnarfirði smíðaði burðarvirkið til að halda uppi klukkunum sem er mikil smíð. Morgunblaðið/Árni Helgason VERIÐ að setja nýju klukkurnar í Stykkishólmskirkju á sinn stað. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir YNGSTU nemendur Tónskóla Egilsstaðaskóla á tónleikum. Jólatónleikar Tónskóla Egilsstaða Egilsstöðum - Nemendur Tón- skóla Egilsstaða léku fyrir gesti á árlegum jólatónleikum skólans í Egilsstaðakirkju. Blásarasveit, strengjasveit, einleikarar á píanó, selló og flautur komu fram. Poppsveit skólans spilaði tvö lög. Yngstu nemendurnir fluttu frumskóg- arsinfóníu í fjórum þáttum við mikla hrifningu foreldra og gesta. Tónlistarlíf á Egilsstöðum er blómlegt um þessar mundir og nemendum í Tónskólanum hefur fjölgað um 30 nemendur í vetur. Heilsuleysi á Hólmatindi Skipstj ómarmenn veiktust skyndilega SKIPSTJÓRI og 1. stýrimaður skut- togarans Hólmatinds frá Eskifirði veiktust skyndilega um helgina þar sem togarinn var á veiðum og þurfti því að sigla í land. Skipið kom til hafnar aðfaranótt þriðjudags, en átti upphaflega ekki að koma fyrr en rúmlega degi síðar. . Emil Thorarensen útgerðarstjóri sagði að síðdegis á sunnudag hefði 1. stýrimaður orðið tilfinningalaus eða lamast í öðrum helmingi andlits- ins og verið fluttur í land að ráði læknis. Á mánudagsmorgun hafi skip- stjórinn síðan verið farinn að kenna sér meins. Lýstu einkenni hans sér sem jafnvægisleysi, einnig sá hann tvöfalt og segir Er.iil að augun hafi ekki hreyfst sem skyldi. Emil segir að þá hafi verið ákveðið að sigla í land, enda ekki hægt að hafa það úti án vanra skipstjórnarmanna. Ekki einu veikindin Þetta eru ekki einu skipstjórnar- menn skipsins sem hafi veikst, því nýlega hafi maður sem leysir af 1. og 2. stýrimann einnig veikst og verið frá vinnu síðan. Emil segir að það hafi vakið undrun að einungis þeir sem vinni í brúnni hafi veikst. Báðir mennirnir eru nú í Reykja- vík til frekari rannsóknar. Maripé skór ^ og töskur úrvali J/ólagjöfin hennar Opið frá kl. 9-22 SKÓVERSLUN KÓPAV0GS Hamraborg3, sími41754. Árbókin ÁRI01993 er komin út ÁrbókinÁRlÐ 1993 er komin út. Merkustu atburöir alþjóðamála raktir í máli og myndum. Sórkaflar um læknisfræði, tækni, umhverfismál, kvikmyndir, myndiist, tísku og íþróttir. ítarlegur íslandskafli. Ómissandi fróðleiksnáma fyrir alla fjölskylduna. Verð aðeins 5.995,- 1 5% afsláttur til áskrifenda ATHUGIÐ, NÝR ÚTGEFANDI Árbókin - bókaútgáfa jörundarholti 139 - 300 Akranesi sími 93-14660 - fax 93-14666 Skötuhlaðborð Þorláksmessu, 23. desember - hádegisverður Kæst tindabikkja, kæst skata, söltuð skata, skötustappa, steikt fersk tindabikkja, saltfiskur, plokkfiskur, rúgbrauð, rófur, kartöflur, hamsatólg, vestfirðingur, smjör. Eftirréttahlaðborð. P E R L A N Veitingahús Öskjuhlíð, sími 620200, fax 620207

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.