Morgunblaðið - 22.12.1994, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
„Sagan gleymda“
LIST OG
HÖNNUN
Aðalstræti 6 6
LEIÐIN TIL LÝÐVELDIS
Sýning Þjóðminja- og Þjóðskjala-
safns íslands. Opið frá 11-17 laugar-
daga, sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga til jóla.
ÞEGAR ég snemmsumars skrif-
aði smápistil um hina athyglis-
verðu sýningu „Leiðin til lýðveldis“
sem Þjóðminja- og Þjóðskjalasafn-
ið standa að í tilefni 50 ára af-
mæli þess, átti ég frekar von á
að hún vekti mikla athygli og
umræður. Studdist ég þá við
reynslu mína af svipuðum fram-
kvæmdum erlendis, en slík er ör-
tröð fólks að sá má teljast góður
sem nær að skoða þær í þokkalegu
næði. Hins vegar er líkast sem hér
hafi tekist að gera fortíðina að
úreltu og ómerku hugtaki og mik-
ilvægast sé að rækta hið fáfengi-
lega á ytri byrði samtímaflórunn-
ar. Rithöfundurinn sem skrifaði
pistil undir fyrirsögninni „Þjóð í
upphlut“ virðist þannig ekki aðeins
hafa haft á réttu að standa, held-
ur verður vísunin beinskeyttari
eftir því sem líður á afmælisárið.
Þannig er sem þessi þjóð vilji
ekki þekkja sögu sína og menn-
ingu, vilji ekki vita af meginstoð-
um lýðveldisins og vilji helst varpa
íslenzkum sérkennum fyrir róða
með hraði. Frekar gleypir hún við
erlendum (ó)siðum og þá helst þá
sem skara andleysu neysluþjóðfé-
lagsins, þar sem lífsfyllingin er
mammon og staðlaður draumur í
glysumbúðum.
En þetta er sem betur fer ekki
alveg rétt, en tímarnir eru erfiðir
hjá þjóð sem virðist hvorki hafa
öðlast tilfinningu fyrir deginum
eftir daginn á morgun, né vill
viðurkenna að til hafi verið dagur
á undan gærdeginum. Þó er það
álit fróðra spekinga á nýrri tímum,
að hér sé nokkuð jafnvægi nauð-
synlegt og að sá sé jarðtengdastur
samtímanum og jafnframt heil-
brigðastur, sem líti jafnt til nútíð-
ar fortíðar og framtíðar. það telj-
ast þannig engin ellimörk að hafa
áhuga á fortíðinni, einungis að lifa
alfarið í liðnum tíma, sem er að
sjálfsögðu allt annar handleggur.
Það fyllti margan forundran að
sjá allan þann fjölda, sem virtist
helst valfarta á Þingvelli til að
nærast á ruslfæði og ropvatni í
tilefni afmælisins. Ennfremur líta
það prúðbúna lið augum, sem
safnar skuldum og er í þann veg-
inn að sökkva þjóðarskútunni.
Sömuleiðis undrast maður að lesa
í fréttum að t.d. 30 þúsund manns
hafí komið á bílasýningu sem opn-
in var um eina helgi, og að 50-60
þúsund manns borgi inn á heimilis-
sýningar sem standa í eina viku,
þó þar sjáist trauðla annað en
hver og einn getur leitað uppi á
Laugaveginum hafi hann augun
opin.
Þó bíla- og vörusýningar njóti
einnig hylli í útlandinu og þjóðhá-
tíðir gleymist ekki, telst vart um
aðra eins múgsefjun í skrautum-
búðum að ræða og hér á landi.
Hins vegar vekja sýningar sem
skara þjóðarvitundina eins og t.d.
„í Deiglunni“ og sú sem hér um
ræðir ekki síður athygli og virð-
umst við enn eiga nokkuð í land
að jarðtengja söguna og vekja upp
forvitni hjá ungum sem öldnum.
annig var báðum þessum sýning-
um gerð undarlega lítil skil í fjöl-
miðlum og þær svo til dæmdar
úr leik. Útlendir fjölmenntu þó á
listasafnið, en færri komu í leigu-
húsnæðið í Aðalstræti 6., þannig
að slá má föstu að sú mikilvæga
sýning hafi fullkomlega mætt af-
gangi. Má þó telja að leiðin til
fullveldis, sem fæddi af sér lýð-
veldið, sé dýrmætasta eign hvers
fijálsborins íslendings. Þá er
menntakerfinu og almennri upp-
lýsingamiðlun þannig háttað að
fölvitringar framhaldsskóla vita
vart meira en mannapar um
heimslistina, sé dæmi tekið af
spurningaþáttum í vörpunum.
Eitthvað hefur farið úrleiðis og
þá öðru fremur, að við höfum ekki
af nægilegum metnaði fylgt
straumi tímans. Sú þróun sem
hefur átt sér stað í hámenningar-
ríkjum um virðingu fyrir andlegum
verðmætum hefur þannig síður
náð hingað. Á meðan því efnislega
er lyft á stall, öllu sem eyðist og
glatast, rýrnar að sama skapi virð-
ingin fyrir varanlegum verðmæt-
um bæði handföstum sem andleg-
um.
Enginn er ég sagnfræðingur og
því ekki mitt hlutverk að skrifa
um þá hlið framkvæmdarinnar
sem er um leið veigamesti þáttur
sýningarinnar, en hún skarar um
sumt svið lista og hönnunar, en
helst óar mér tómlætið í kringum
hana. Samt er verið að segja frá
því er upp, upp, reis íslands þjóð.
Sýningin er hafsjór af fróðleik og
við skoðun hennar getur fólk lesið
sögu mikilvægasta tímabils full-
veldisbaráttunnar milliliðalaust.
Miðað við allar aðstæður hefur
hönnun hennar tekist vel, en meg-
inveigurinn telst að þar er svo
margt sem forvitni vekur, lýsir upp
sálarkirnuna og hreyfir við hjarta-
vessunum. Einkum hinar mörgu
ágætu ljösmyndir, en sumar þeirra
eru óborganlegar heimildir um
atvinnuhætti og mannlíf á tímabil-
inu. - Vildi með þessum línum
öðru fremur vekja athygli á sýn-
ingunni og minna á að senn falla
dyr að stöfum.
Bragi Ásgeirsson
Guðirnir voru
geimfarar
KVIKMYNPIR
Regnboginn
STJÖRNUHLIÐIÐ
„STARGATE" ★ ★ Vi
Leikstjóri: Roland Emmerich. Hand-
rit: Emmerich og Dean Devlin. Aðal-
hlutverk: Kurt Russell, James Spad-
er, Jaye Davidson. Carolco Pictures.
1994.
ÞÆR ERU orðnar allt of sjald-
séðar útgeimsmyndirnar frá Holly-
wood. Jólamynd Regnbogans,
Stjörnuhliðið eða „Stargate", bætir
sáran skort á slíkum myndum og
er því kannski bitastæðari en ella.
Hún er ekkert stórvirki á sínu sviði
en haganlega gerð og byggð á þeim
forvitnilegu kenningum að guðirnir
hafi verið geimfarar þótt ekki hafi
þeir beint verið merkilegir heldur
svona illþýði sem má finna óvíða í
dýrum Hollywoodmyndum.
Sagan er forvitnileg framan af
og ágætlega útfærð þótt leikstjór-
inn, Roland Emmerich, komist ekki
með tærnar þar sem t.d. James
Cameron og Steven Spielberg hafa
hælana og maður hálfpartinn sakn-
ar þeirra trausta handbragðs. Und-
arlegur hringlaga gripur finnst í
eyðimörkinni við pýramídana í
ATRIÐI úr Stjörnuhliðinu.
Egyptalandi og bandaríski herinn
fær fornleifafræðing, ágætlega pró-
fessorslegan James Spader, til að
ráða í rúnir hans. Fræðingurinn
kemst að því að gripurinn er hlið
inn í annað stjörnukerfi og heldur
í gegnum það ásamt litlum hópi
Mikil átök um
stofnun félagsins
Bók um sögu verkalýðshreyfingar
A-Skaftfellinga komin út
GISLI Sverrir Arnason bókasafns-
fræðingur hefur skráð sögu At-
vinnufélags Hafnarverkalýðs á
Hornafirði. Félagið var starfandi á
árunum 1929-42, en þá var það
leyst upp og Verkalýðsfélagið Jök-
ull stofnað. „Stofnun félagsins var
sérstök og urðu átök strax mikil
um nafn þess. Það var nýtt fyrir
verkamenn á Hornafirði að tala um
verkalýðsfélag og hlaut það að lok-
um nafnið Atvinnufélag hafnar-
verkalýðs á Hornafirði," sagði Gísli
í samtali við Morgunblaðið.
Aðalatvinnurekandinn á staðnum
var kaupfélagið og fáeinum árum
eftir stofnun verkalýðsfélagsins
gerðist kaupfélagsstjórinn félagi.
„Verkamennirnir treystu sér ekki
til að koma í veg fyrir að hann fengi
inngöngu, því þeir áttu allt sitt
undir kaupfélaginu. Hann var áber-
andi í félagsstarfinu og tók þátt í
átökum um veru félagsins í ASÍ,
sem endaði með því að félagið sagði
sig úr Alþýðusambandinu 1939.“
Upp úr því fór að flosna um fé-
lagsskapinn og menn voru óánægð-
ir með þátttöku kaupfélagsstjórans.
Fór svo að félaginu var slitið á sögQ-
legan hátt 1942. Sama kvöld var
óháð félag, Jökull, stofnað.
Fundagerðarbókin kom
í leitirnar eftir áratugi
Það var að undirlagi forsvars-
manna félagsins og þá einkum
Björns Grétars Sveinssonar að bók-
in var skrifuð. Gísli segir hafa
gengið ótrúlega vel að safna gögn-
um og kveikjan að skrifunum hafi
að hluta til verið að fundargerðar-
bók gamla félagsins fannst eftir
marga áratugi, en hún hafði verið
talin glötuð. „Varðandi heimildirn-
ar var ég svo heppinn að ég tók
viðtöl við gamalt fólk þegar ég
hófst handa árið 1987. Margt af
þessu fólki er látið núna, þannig
að þar náði ég í mikinn fjársjóð.
Einnig náði ég í heimildir á söfnum
og í einkaeigu."
Fjöldi ljósmynda prýða bókina
og eru fjölmargar þeirra úr eigu
einstaklinga. Aftast í bókinni eru
æviskrár félagsmanna og hefur tek-
ist að útvega myndir af nær því
öllum.
Nýjar bækur
Æviminningar
Lauru Goodman
Salverson
ÚT ERU komnar Játningar land-
nemadóttur, eftir kanadísku skáld-
konuna og Vestur-íslendinginn
Lauru Goodman Salverson í þýð-
ingu Margrétar Björgvinsdóttur. Á
frummálinu heitir' bókin Confess-
ions of an Immigrant’s Daughter.
Hún var fyrst gefin út í Lundúnum
árið 1939.
Laura Goodman Salverson fædd-
ist árið 1890 í Winnipeg. Foreldrar
hennar voru Lárus Guðmundsson
frá Ferjukoti og Ingibjörg Guð-
mundsdóttir frá Kollsá í Stranda-
sýslu. Þau fluttust vestur um haf
árið 1887 og settust fyrst að í
Winnipeg þar sem þau bjuggu við
kröpp kjör.
í kynningu útgefanda segir:
„Játningar landnemadóttur eru
æviminningar skáldkonunnar og
hlaut hún á sínum tíma æðstu bók-
menntaverðlaun Kananda fyrir frá-
sögn sína. í bókinni er dregin upp
sannverðug mynd af kjörum og
aðbúnaði innflytjenda um síðustu
aldamót og sagt frá örlögum íslend-
inga í Vesturheimi sem nutu ekki
þeirrar velgengni sem oftast er
haldið á lofti. Þetta er þroskasaga
konu sem skrifar af einlægni og
kímni um eigið líf og rithöfundar-
feril."
Laura Goodman Salverson var
fyrsti íslendingurinn í Kanada sem
samdi meiriháttar bókmenntaverk
á ensku. Hún var sæmd margvísleg-
um verðlaunum á rithöfundarferli
sínum. Að undanskilinni einni smá-
sögu er þetta fyrsta verk hennar
sem kemur út í íslenskri þýðingu.
Útgefandi er Bókaútgáfan Orms-
tunga. Bókin er 460 síður. Hönnun
kápu og umbrot annast auglýsinga-
stofan Einn, tveir og þrír. Hún er
prentuð hjá Steindórsprenti-Guten-
berg.
hermanna undir stjórn brodda-
klippts Kurts Russells.
Stjörnuhliðið byrjar mjög vel og
besti hluti myndarinnar kynnir per-
sónurnar til sögunnar og hið dular-
fulla stjörnuhlið og tekst Emmerich
og félögum að skapa talsverða eftir-
væntingu og spennu. En þegar til
hinnar fjarlægu plánetu kemur fer
sagan smám saman að verða kunn-
uglegri með uppreisnaröflum sem
ferðalangarnir beijast með gegn
hinum illa kúgara (Jaye Davidson)
og sagan fellur í gömlu stjörnu-
stríðsklisjuna. Hasarinn er ágæt-
lega framsettur en spennan aðeins
viðunandi eins og myndin öll.
Þótt myndin sé alls ekkert stór-
virki hefur hún ákveðið skemmti-
gildi en bestu útgeimsmyndirnar
eru annað og meira en hrein
skemmtun. Þær gera nýjar upp-
götvanir og fara með mann þangað
sem enginn hefur áður farið. Við
höfum áður farið í þetta ferðalag.
Arnaldur Indriðason
Nýjar plötur
Söngvar
Karmelsystra
ÚT er kominn geisladiskur með
söng Karmelsystra í Hafnarfirði.
Diskurinn ber heitið Söngvar
Karmelsystra með undirtitlinum
Bænir fyrir ísland, Pólland og heim-
inn og hefur að geyma 20 lög og
sálma úr ýmsum áttum.
Meðal laga á disknum er fyrsti
þjóðsöngur Pólveija frá 13. öld, og
ennfremur íslensk þjóðlög og lög
eftir ýmsa höfunda svo sem Eyþór
Stefánsson, Pál ísólfsson, Þórarin
Guðmundsson, J.S. Bach, W.A.
Mozart og fleiri.
Japis sá um útgáfuna, en diskur-
inn er til sölu í Karmelklaustrinu í
Hafnarfirði, Bókasölu kaþólskra,
Kirkjuhúsinu, Japis og í Fríhöfninni
á Keflavíkurflugvelli.