Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 41
MINNINGAR
ÁSDÍS ÓLÖF
INGVADÓTTIR
+ Ásdís Ólöf
Ingvadóttir
fæddist á Akureyri
10. desember 1968.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 13. desem-
ber síðastliðin. For-
eldrar Ásdísar eru
Ásgerður Snorra-
dóttir, gjaldkeri, og
Ingvi Þórðarson, at-
vinnurekandi.
Systkini Ásdísar eru
Þórey, f. 1966,
Fanney, f. 1971,
nemi í Háskóla
íslnds, og Sigfús, f.
1963, prestur, kvæntur Laufeyju
Gísladóttur, kennara, f. 1970.
Utför Ásdísar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag.
MÍN KÆRA systurdóttir Ásdís
Ólöf er látin eftir langa baráttu við
erfiðan sjúkdóm. í huga mínum er
hún ljósgeisli sem stöðugt veitti mér
og öðrum birtu og yl. Eg á margar
ljúfar minningar um vel gerða
frænku mína og á auðvelt með að
sjá frítt og glaðlegt andlit hennar
fyrir mér þó hún sé farin af jarðríki.
Ljóðið helgistef eftir Stefán Hörð
Grímsson á einkar vel við um þá
mynd sem ég sé fyrir mér þegar ég
hugsa til Ásdísar en það hljóðar svo:
Af fegurð blóms
verður aldrei sagt
aldrei sagt
með orðum
né þinni
með neinum orðum.
Það sem vakti at-
hygli þeirra sem kynnt-
ust Ásdísi sem barni og
unglingi var m.a. hve
hún hafði gott vald á
rökhugsun og hversu
ákveðnar skoðanir hún
hafði á ólíkum hlutum.
Hún var næm á líðan
annaira og lagði sig
fram um að gleðja þá
sem hún umgekkst.
Hún var réttsýn og ör-
lát og góð við þá sem
henni fannst að ættu
erfitt.
Hún var róleg að
eðlisfari og tók hvaða
vanda sem að steðjaði með mikilli
rósemi og æðruleysi. Þó svo hún verði
ekki, í orðsins fyllstu merkingu, í
faðmi Ijölskyldu sinnar þessa kom-
andi jólahátíð veit ég minning hennar
lifir, í hjörtum aðstandenda, sem björt
stjama á himni sem skín um eilífð.
Ég veit að það gleddi Ásdísi að
við sem lifum hana myndum biðja
fyrir fögnuði og friði á fæðingarhá-
tíð frelsarans. Henni hefði ugglaust
mislíkað að sjá okkur hnuggin og
hrygg því sjálf var hún að eðlisfari
bjartsýn og kát.
Ég bið Guð um styrka hönd til
að leiða ykkur á lífsins vegi elsku
Ásgerður, Ingvi og systrabörn og
votta ykkur öllum dýpstu samúðar.
Ég hugsa með ástúð til systur Ásdís-
ar sem dvelst erlendis um þessar
mundir og bið almættið að styðja
hana í hennar systramissi sem og
ykkur öll.
Blessuð sé minning ástkærrar
systurdóttur.
Hvíli hún í Guðsfriði.
Guðlaug Snorradóttir.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast ástkærrar mágkonu
minnar, Ásdísar Ólafar Ingvadóttur.
Ég kynntist henni fyrst fyrir sex
árum og minnist þess að hún tók á
móti mér oþnum örmum og með sínu
fallega brosi. Þannig var hún, svo
hlý og notaleg og góða skapið og
hennar létta lund væru aldrei langt
undan. Þegar ég fór að vera meira
inni á heimilinu urðum við góðar
vinkonur og hún skipaði sérstakan
sess í hjarta mínu.
Við fórum oft saman í bíltúr og
skruppum í bæinn. Áður en við héld-
um af stað tókum við okkur til, ég
setti varalit á hana og „spray“ í hár-
ið og hún ljómaði öll af ánægju, því
það var henni mjög mikiisvirði, að
líta vel út og vera í fallegum fötum.
Eitt atvik stendur upp úr í minn-
ingunni. Ásdís var veik og lá á
sjúkrahúsi. Ég og Sigfús maðurinn
minn fórum í heimsókn til hennar.
Við sátum hnuggin við rúmi og báð-
um í hljóði fyrir heilsu hennar og
lífi. I því opnar hún augun, lítur á
okkur og segir. „Ég er bara veik,
en þetta er allt í lagi.“ Þetta snerti
mig djúpt og ég man að ég táraðist
og hugsaði: Hvílík þolinmæði og
styrkur sem Guð gefur henni. Það
er svo oft með þá sem eru sjúkling-
ar og þurfa að glíma við mikla erfið-
leika að þeim er gefið ótrúlega mikið.
Við hjónin höfum oft lagt Ásdisi
í hendur Guðs og beðið fyrir henni
í veikindum hennar. Guð tók ekki
veikindin frá henni en Guð gaf henni
æðruleysi til að berjast við sjúkdóm
sinn. Guð hefur einnig gefið foreldr-
um hennar og- systkinum mikinn
styrk til að ganga í gegnum þessi
veikindi með henni.
Jesús sagði: „Ég er upprisan og
lífið, hver sem trúir á mig mun lifa
þótt hann deyi.“
Einnig sagði Jesús: „Ég lifi og
þér munuð lifa.“
Ég bið Drottin Guð að blessa og
hugga fjölskyldu Ásdísar.
Laufey Gísladóttir.
Létt lund, kímnigáfa og hlý fram-
koma einkenndu Ásdísi Ingvadóttur.
Unga stúlku, fulla af atorku og
dugnaði, sem tók þátt .í hringiðu lífs-
ins með fjölskyldu sinni og vinum.
Næstyngst íjögurra systkina, stolt
foreldra sinna, samviskusöm og dug-
leg. Foreldrarnir vöktu yfir velferð
og þroska barnanna sinna. Ræturnar
voru góðar og traustar. Umhverfið
ástríkt óg uppbyggjandi. Ákjósan-
legar aðstæður fyrir ungviðið sem
undirbúningur fyrir lífið og viðfangs-
efni þess. Þessi var jarðvegur Ásdís-
ar, og sem barn og unglingur átti
hún góða og áhyggjulausa daga
heima á Akureyri.
Enginn skilur og enginn veit hvað
ræður. Sjúkdómur gerði vart við sig,
svo alvarlegur að hann dró smám
saman úr þreki hennar og hæfni til
að fylgja eftir í samtímanum og taka
þátt í atburðum dagsins með öðrum.
Þessar óviðráðanlegu aðstæður urðu
hennar hlutskipti í lífinu, og hún
stóð þær með reisn þar til yfir lauk.
Af miklu æðruleysi og stillingu tók
hún hveijum degi og hverri rannsókn
og meðferð sem hún þurfti að ganga
gegnum. Studd af fjölskyldunni sem
alltaf stóð þétt við hlið hennar.
Margir, bæði fagfólk heilþrigðiskerf-
isins og aðrir, reyndust ijölskyldunni
einnig mjög vel og veittu stuðning
og styrk. Umhyggja hennar sjálfrar
fyrir sínum nánustu og umhverfi
sínu var mikil. Sambandið milli móð-
ur og dóttur var einstakt og náið,
líkt og það hefði lækningamátt á
erfiðum stundum.
Nú er Ásdís horfin, eftir situr
minningin um dökkhærða stúlku
með stór falleg augu, alvarleg og
með festu í svipnum. Þrátt fyrir
veikindin og skerðinguna bjó hún
alltaf yfir heilindum sem voru gef-
andi og sterk.
Elsku Gerða, Ingvi, systkini og
mágkona Ásdísar og aðrir ástvinir.
Minningin um góða og heilsteypta
stúlku er dýrmæt. Stúlku sem tókst
á við það sem varð hennar hlut-
skipti í lífinu og gekk í gegnum það
af ótrúlegri stillingu og æðruleysi.
Ég og fjölskylda mín sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur. Guð gefi
ykkur styrk og friðsæla jólahátíð.
Gunnhildur Valdimarsdóttir.
Elsku Ásdís.
Við minnumst þín sem lítillar
stúlku með bjart bros. Þú komst til
okkar í bekkinn um miðjan barna-
skóla. Það fór lítið fyrir þér en með
brosinu bjarta og hinu rólega fasi
eignaðist þú þinn sess í bekknum.
Þó við værum öll ung að árum gerð-
um við okkur öll ljóst að þú gekkst
ekki heil til skógar. Fjarvistir voru
tíðar, en það breytti því ekki að þú
varst velkomin aftur í hópinn og við
vonum að þú hafir fundið það.
Það er furðuleg tilfinning fyrir
okkur sem finnst við vera í blóma
lífsins að heyra af láti þínu. Leiðir
skildu eftir barnaskólann, en við
fylgdumst alltaf með þér úr ljar-
lægð. Við vissum að veikindi þín
hefðu sett mark á þig, en dauðinn
kemur alltaf jafn mikið á óvart og
er okkur unga fólkinu svo fjarlægur.
Við þökkum þér fyrir þær fallegu
minningar sem þú gafst okkur og
við munum alltaf bera í hjarta okk-
ar. Vissa okkar er sú að nú sért þú
á fallegum og góðum stað.
Skín ei ljúfast ævi þeirra yfir,
sem ung á morpi lífsins staða nemur,
og eilíflega, óháð, því sem kemur,
í æsku sinni tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki
(Tómas Guðm.)
Við vottum fjökskyldu Ásdísar
innilega samúð.
Bekkarfélagar í Lundaskóla
1979-82.
ALLUR AGOÐIAF SÖLU
BÓKARINNAR RENNUR TIL
WÓÐBÓKÁSJÓÐS STÚDENTA!
f/vuui er | •
augnayndi
Þjóð á Þingvöllurn, bókin um afmælishátíðina í tilefni 50 ára
afmælis lýðveldisins í sumar, er einhver glæstasta og um leið sú
þjóðlegasta ájóbbókamarkaðnum að þessu sinni. í bókinni eru
um 200 litmyndir, teknar affremstu Ijósmyndurum landsins.
Ur ritdómi:
/
„ Eg minnist þess varla að hafa séð glæsilegri
prentgrip. ... Bók þessi er augnayndi að skoða
og hafa í höndum ... Ingólfur Margeirsson,
sem margt gott hefur skrifað, hefur leyst verk
sitt vel af hendi... Frágangur bókarinnar er
sömuleiðis skýr vitnisburður um það hvers
íslenskir bókagerðarmenn eru megnugir ef
þeir fá tækifæri.“
— Sigwrján Bjömsson, Morgunblaðinu
44
Ingólfur Margeirsson
Skoðaðu Þjóð á Þingvöllum
í næitu bókavorilun!
Einstök bók - minning til framtíðar!
'\t>cins v l«S() kr.
VAKA-HELGAFÍLL
SIðumúla 8, 108 Reykjavík