Morgunblaðið - 22.12.1994, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 22.12.1994, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Hátekjufólkið í landinu - Einstæðar mæður - Frá Ernu Sigurðardóttur: „Æ SIFRÉTT AGREIN“ Morgun- blaðsins sem birtist 6. desember með feitletraðri yfirskrift „Ráð- stöfunartekjur mæðranna nærri tvöfalt hærri“ er tilefni minna skrifa. Er ekki raunhæft að bera ein- stæðar mæður saman við annað barnafólk? Það er hjón eða fólk I sambúð með börn. Einstæð móðir má gjöra svo vel að lifa á lægri ráðstöfunartekjum en hjón með börn. Því svo undar- lega vill til að fyrir launajafnrétti kynjanna er ekki hægt að hrópa húrra. Hver heilvita maðúr hlýtur að sjá það að barnabætur éinar og sér hrökkva ekki til fyrir þeim kostnaði sem er í kringum börn. Svo taka verður af laununum í það sem upp á vantar. Hjá einstæðri móður er ekki annar möguleiki- en ein fyrirvinna á heimili. Fær hún með tvö börn á framfæri undir sjö ára aldri 42.393 kr. ársijórðungslega í barnabætur. Hjá hjónum eða sam- býlisfólki er möguleiki á tveimur fyrirvinnum á heimili. Fá hjón með fjögur börn á framfæri undir sjö ára að aldri 52.750 kr. ársfjórð- ungslega, sem er sami barnafjöldi á hvern fullorðinn og hjá einstæðri móður. Á meðlag og mæðralaun að brúa bilið þarna á milli hjá ein- stæðri móður? En allir eiga rétt á barnabótaauka, hann er tekju- tengdur. Karlar yfirleitt með hærri laun Það er raunhæft að gefa sér að forræðislaus faðir sé alltaf töluvert hærra launaður en einstæð móður. Þó svo að karlar vermi láglauna- bekkinn með konum, þá hefur for- ræðislaus faðir lág- eða hálaunaður alltaf tíma fyrir aukavinnu til að hækka launin sem einstæð móður hefur engin tök á, því hún þarf að gegna jafnt móður- sem föðurhlut- verki, sem hjón geta t.d. deilt með sér. Lífið er einfaldlega meira en bara þrældómur í launavinnu. Fólk verður líka að hafa tíma til að sinna því sem lífíð hefur upp á að bjóða t.d. umhyggju barnanna. Fólk verð- ur að hafa efni á því að lifa. Svo það hlýtur öllu hugsandi fólki að vera ljóst að einstæð móðir þarf að sjá fyrir sér og sínum börnum. Forræðislaus faðir virðist hafa það val að hafa einungis um sjálf- an sig að hugsa, ef honum býður svo við. Því er fréttagrein Morgunblaðs- ins algjörlega úr takt við raunveru- leikann. Það er furðulegt að blaðið láti fara frá sér slík skrif sem barn hefði ráðið betur við en illa upplýst- ur fréttamaður sem hlut átti að máli. Er verið að rægja einstæðar mæður? Á svona fréttaflutningur að sýna rétta mynd af kjörum fólksins í landinu? Eða er markmiðið einung- is það að rægja einstæðar mæður? Finna einhveija sem hægt er að troða endanlega niður í svaðið? Til hvers? Er verið að slá ryki í augu láglaunafólks, kvenna í stórum meirihluta? Er einhver hræðsla sem liggur að baki svona skrifum? Því að viðhalda launamisrétti landsmanna, sem væri efni í aðra grein. Gaman hefði verið ef upplýs- ingar hefðu fylgt með fréttagrein- inni um hversu margar einstæðar mæður fá 110.000 kr. í mánaðar- laun, hvað þá 150.000 kr. Ætli þær fyrirfinnist í miklum mæli í velferðarþjóðfélaginu íslandi? Á meðan launajöfnuður ríkir ekki er ekki hægt að afgreiða líf fólks með einföldum reiknings- dæmum. Það er mjög einfalt að etja saman láglaunahópum í þjóð- félagi til þess eins að hóparnir standi ekki saman og engar úrbæt- ur verði. Það er skiljanlegt að þeir geri það sem hafa hagsmuna að gæta. En að láta slíkt frá sér fara sem frétt er hræsni. Það er of auðveld lausn að ráð- ast á þá sem minnst mega sín. Hver verður næstur? Hinn almenni láglaunamaður, ellilífeyrisþegar, fatlaðir, einstaklingar eða almennt fjölskyldur? Því eflaust er hægt að koma með álíka dæmi hvað fólk hefur það djöfullega gott. ERNA SIGURÐARDÓTTIR, Rauðárstíg 7, Reykjavík. Könnun Félags einstæðra foreldra á framfærslu barna Kostnaður á bam 386-550 þúsund á ári KOSTNAÐUR af framfæralu einB bams í heilt 6r er á bilinu 886 þúsund krónur og upp í tæp 650 þúsund krónur eftir aldri bamsins, samkvæmt könnun sem Félag ein- 8tæðra foreldra framkvæmdi með- al félagsmanna sinna 6 órinu 1991. Tölumar eru framreiknaðar til verðlags í dag. og hæstur 549 þúsund í aldure- flokknum 18-15 óra. Kðnnunin var þannig fram- kvæmd að félagar i Félagi ein- Btæðra forcldra héldu saman koBtnaði við framfærslu barna sinna á árinu 1991 og eru þær tölur sein birtar eru hér til hliðar meðaltal niðuretaðna af kostnaði^ af einBtökum liðum fn kostnaður vegna gæslu 1-5 ára gamals bams vera 126 þúsund krónur á óri eða 10.500 krónur á mánuði. Ekkert opinbert yfirlit til Samkvæmt upplýsingum stofu íslands yfíri Aths. ritstj. í KJÖLFAR umræddrar fréttar birti Morgunblaðið frétt 8. desem- ber um kostnað af framfærslu barna samkvæmt könnun sem Fé- lag einstæðra foreldra fram- kvæmdi fyrir nokkrum árum og voru töiulegar upplýsingar sem þar var safnað saman framreiknaðar til verðlags í dag. Hvorugur bréf- ritara getur þessa. - í umræddri frétt var leitast við að greina frá tölulegum staðreynd- um um ráðstöfunartekjur ein- stæðra foreldra annars vegar og forsjárlausra foreldra hins vegar að teknu tilliti til greiðslna úr skattkerfinu. Ekkert efnisatriði fréttarinnar hefur verið hrakið og þar er hvergi lagður dómur á kjör þeirra sem um er fjallað. Morgunblaðið vísar á bug bolla- leggingum um „hræsni“, æsi- fréttamennsku og ógrunduðum aðdróttunum um ástæður frétta- skrifanna og ítrekar að óiíkar hlið- ar málsins hafa verið reifaðar þótt greinahöfundum þyki ekki ástæða til að minnast á það. Bóm yngri en 7 ára Ráðstöfunartelqur einstæðra mæðra og forræðislausra feðra með 110 þúsund króna inána ðarlann Ráðstöfunar- tekjur mæðr- anna nærri Wöfalt kærri Ýmsar bætur hækka tekjur mæðra en meðlag dregst frá tekjum feðranna Bíntttt(«ii7ára i RlT 2 ./ ; V-r'S® H * < . ■ ,i Launámán. 66.000 110.000 150.000 65.000 110.000 150.000 i MMMaunámán..; • 6.ooau 6.000 /'1,000-- 0 -.0- ;-l:..;o Samtals laun 70.000 115.000 151.000 65.000 110.000 150.000 i ■ -S.3JT í , -«*» V É 1 c t4% lífeyrissj. og 1 % félagsgj. á fbán. -3.500 -5.750 -7.550 -3.250 -5.500 -7.500 ?{ MpðffkrWllRémán .50*» 50.(00 10.30Ö -20.600 -20.600 -10300 i vm W.Ó5Í öiSií BRMMHHBBm ó Skeröing bli.auka á án -39.456 -106.838 -87.768 0 0 0 fiá&tðftjflBrtefcÍuráárl 1.27030« 1456*16 1.452.419 4M.380 7im 1420215^ Ráðstöfunartekjur á mán. 106.525 121270 121.035 37^85^6178^ Nokkur orð um einstæðar mæður og forsjárlausa feður Frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur: í MORGUNBLAÐINU 6. desember sl. gaf að líta eftirfarandi fyrir- sögn: „Ráðstöfunartekjur ein- stæðra mæðra og forræðislausra feðra með 110 þús. kr mánaðar- laun. Ráðstöfunartekjur mæðra nærri tvöfalt hærri. Ymsar bætur hækka tekjur mæðra, en meðlag dregst frá tekjum feðranna“. Uppistaða greinarinnar er tafla er sýnir nokkur dæmi um ráðstöf- unartekjur einstæðra foreldra ann- ars vegar og forsjárlausra feðra hinsvegar. Tilgangur greinarinnar virðist vera að sýna misréttið sem forsjárlausir feður búa við. Auk þess læðist að manni sá grunur að verið sé að sjá ofsjónum yfir þeim félagslega stuðningi sem einstæðar mæður fá. Félagsmálastofnun Reykjavíkur þekkir nokkuð vel til mála þeirra sem tekjulægstir eru í Reykjavík enda er það sá hópur sem stofnun- in má koma til aðstoðar hvað fjár- hag snertir. Sem dæmi má nefna að árið 1993 fékk fimmta hver ein- stæð móðir í Reykjavík fjárhagsað- stoð hjá stofnuninni, þriðji hver einstæður faðir og tíundi hver ein- lileypur karl. Hluti þeirra eru eflaust forsjárlausir feður. Hátt hlutfall einstæðra foreldra fær því fjárhagsaðstoð hjá stofnuninni þrátt fyrir fullyrðingu þá sem fram kemur í greininni um „háar ráðstöf- unartekjur" einstæðra mæðra. Hvernig má það vera? Það liggur í því að fjárhagsað- stoðin sem veitt er, er reiknuð á grundvelli tekna og útgjalda. Til þess að hafa möguleika á að fá fjárhagsaðstoð frá félagsmála- stofnun þarf að uppfylla ströng skilyrði um lágar tekjur. Foreldri með forsjá barns/bama greiðir auk þess allan kostnað samfara því að vera með barnið/börnin. Allir sem hafa haft fyrir börnum að sjá vita hver kostnaður er því samfara - við gæslu, ferðir, fatnað, mat og eftir að skólaaldri er náð, til viðbót- ar við allt sem lýtur að skólagöngu og henni samfara, auknar kröfur barnsins, sem ekki vill skera sig úr hópnum. í umræddri grein er m.a. saman- burður á ráðstöfunartekjum ein- stæðra mæðra og forsjárlausra feðra, að gefnum 65.000 kr. grunn- tekjum. í því dæmi urðu ráðstöfun- artekjur einstæðu móðurinnar kr. 106.525, en forsjárlausa föðurins kr. 37.685. Þar er þó ólíku saman að jafna þegar ekkert tillit er tekið til þeirra fjárskuldbindinga sem forsjá og uppeldi barna óhjákvæmilega hefur í för með sér. Enginn sem einhveij- ar fjárhagsskuldbindingar hefur í okkar samfélagi getur lifað af 65.000 kr. á má.nuði, hvorki ein- stæðir foreldrar, forsjárlausir feður né aðrir. Eins og sést á ofangreind- um ráðstöfunartekjum, hefur sam- félagið komið til móts við það for- eldrið sem forsjána hefur með hagsmuni bamsins í huga. I umræddri grein gleymdist auk útgjaldahliðarinnar alveg að geta þess að einstæðir foreldrar hafa ekki sömu möguleika og aðrir hóp- ar samfélagsins til að auka við sig vinnu og þar með tekjur sínar, sé einhvetja vinnu að hafa. Auk þessa eru einstæðir foreldrar oftast konur (95%) og allar rannsóknir sýna að konur eru lægra launaðar en karl- ar. Því er mun hærra hlutfall kvenna en karla sem fær greidd laun skv. lægstu launatöxtunum sem greidd eru í íslensku samfélagi. Það kemur á óvart að svo virt blað sem Morgunblaðið, sem vana- lega er með vandaða og ábyrga fréttamennsku, slái gagnrýnislaust upp frétt af þessu tagi. Vissulega eru margir forsjárlausir feður ekki ofsælir af kjörum sínum og stöðu, ekki síst þeir sem stofnað hafa nýja fjölskyldu og hafa þar fyrir börnum að sjá. En leiðrétting á þeirra kjörum má aldrei verða á kostnað einstæðra foreldra. ís- lenskt þjóðfélag þarf að huga betur að kjörum og aðstæðum barna og fjölskyldna þeirra. Skrif og fréttir af því tagi sem birtust um ofan- greint er ekki til þess fallið að vinna að hagsmunum barna og fjöl- skyldna þeirra. F.h. Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, LÁRA BJÖRNSDÓTTIR. Hjá okkur er altt á góðu Hjolavagn fyrir bilaviðgerðir Verð kr. 1.980 Inni/úti jólasería 40 Ijósa með spennubreyti. Verð kr.800 Samlokugrill Verð kr. 2.490 Reiðhjalmur stærðir31 -60 Verð kr. 2.190 Hnakkur Verð kr. 10.450 Brún rfslenska Pðstverslunin Smiðjuvegi 30 Simi 871400 Opið fimmtudag og föstudag kl. 9-22, aðfangadag kl. 9-12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.