Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 46

Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ,T ^ _ ___• yL’jj k 11 k %x3$iÁí fm fyrir afa og ömmu ■ Verð /ró kr. 1.490. |M m. SKOVERSLUN K0PAV0GSHSS' Orbitel GSM SÍMI á meðan birgðir endast Rétt verð kr. 69.900 Tilboðsverð kr. 58.900 Sölustaðir: W VA&tÁS Dvergholti 16, kjallara sími 5668144 Mosfellsbær. Símabær Gjafabær. Armúla 32, sími 5883840 ÓTVÍRÆÐIR YFIRBURÐIR I TÆKNI -ÞlNN TÍMI MUN KOMA SEIKO Hlutabréf Til sölu eru hlutabréf í Pharmaco hf. Nokkrir einstaklingar og hlutafélag bjóða til sölu nokkum hluta af hlutabréfaeign sinni í Pharmaco hf., sem er eitt af stærstu fyrirtækjum í innflutningi og heildsölu á lyfjum, hjúkrunarvörum og snyrtivörum. Seld verða hlutabréf að nafnvirði um 7 milljónir á gengi 7.95. 70% kaupverðs lánað vaxtalaust í allt að 24 mánuði. Skattafrádráttur nýtist vegna kaupa. íslandsbanki, Strandgötu 1, Hafnarfirði, mun annast móttöku greiðslna og frágangs skuldabréfa vegna sölunnar. Nánari upplýsingar em gefnar daglega frá kl. 9 til 22 í síma 95-13363. Einnig má gera fyrirspumir eða pantanir með símbréfi 95-13416. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Naustsins ELÍSABET Guðmunds- dóttir vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Nautsins, en það hafði samband við hana vegna gullarmbands sem hún hafði tapað þar. Hún vissi ekki hvort það var starfs- fólk Naustsins sem fann armbandið eða einhver gestur, en kann hún finnandanum bestu þakkir fyrir heiðarleikann. Um hamborgar- hryggi í ÁRAVÍS hef ég fengið brimsaltan hamborgar- hrygg fyrir jól. Eg gæti alveg eins keypt annars flokks saitkjöt. Er ketið úldið, eða hvað? Hvar fæ ég ætan hamborgarhrygg með vínbragði eins og maður fékk í Kaupmanna- höfn? Ég hlakka til þegar frí- verslunarbandalagið er staðreynd. Anna Tapað/fundið Leðurhúfa tapaðist RAUÐBRÚN . Ieðurder- húfa tapaðist sl. sunnudag, líklega við Háaleiti eða Fákafen. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 98-22474. Hringur tapaðist GULLHRINGUR með glærum steini tapaðist, lík- lega á planinu við Heimilis- tæki, í byijun nóvember. Finnandi vinsamlega hringi í síma 870267. Fundarlaun. Rúskinnsúlpa tapaðist BLÁ vattfóðruð rúskinns- úlpa með gulum, grænum og rauðum röndum að framan og gulfóðraðri hettu tapaðist fyrir nokkru. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 680694 (símsvari). Gleraugu töpuðust MJÓ gleraugu í brúnleitri umgjörð töpuðust á veit- ingastaðnum Fjörunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. desember sl. Hafi ein- hver tekið þau í misgripum er hann vinsamlega beðinn að koma þeim þangað. RG. Gæludýr Týndur köttur GULRAUÐBRÖNDÓTT- UR högni tapaðist frá Mánagötu 16. nóvember sl. Hann er ómerktur, á heima í Hafnarfirði og gæti hafa leitað þangað. Ibúar í nærliggjandi hverf- um eru beðnir að athuga í skúra eða geymslur hjá sér því hann gæti hafa lok- ast einhvers staðar inni. Upplýsingar í síma 27214. Farsi 'Bg-Péfck- Berstót kjðr hja þéim- öLLum-" O 1994 Farcus Cartoong/Dotnbutsd by Unrvsrtal Prws Syndcata LJAIS&t-ASS/cooltK4/1T SKÁK sóknarstíl og Kínveijar höfðu fyrir 10-15 árum þeg- ar þeir voru að byija að tefla. Þeir gerðu jafntefli, 2-2, við Úkraínu í fyrstu umferð. Island og Víetnam háðu hörku viðureign í tólftu um- ferð sem lauk með sigri ís- lands, 2lh-V/i. Um tíma leit illa út, en í endatöflunum reyndust Víetnamamir afar illa lesnir og fengu aðeins hálfan vinning úr tafllokum þar sem þeir hefðu hugsan- lega getað fengið tvo með allra bestu taflmennsku. Umsjón Margjeir Pétursson ÞESSI staða kom upp á Ólympíuskákmótinu í Moskvu í viðureign tveggja alþjóðlegra meistara. Víet- naminn A.D. Nguyen (2.340) hafði hvítt og átti leik, en Beat s Ziiger (2.420) var með svart. 7 sjá stöðumynd 25. Hh7+!! - Kxh7, , 26. Dhl+ - Kg8, 27. Dh6 - Rce5, 28. Hhl 7 (Svartur er nú í óveij- andi mátneti en skák- aði nokkrum sinnum , áður en hann gafst upp.) 28. - Rxf3+, 29. Kdl - Rxb2+, 30. Kcl - Rd3+, 31. Kbl og svartur gaf. Eins og þessi skák sýn- ir eru Víetnamarnir stór- hættulegir og hafa svipaðan Víkveiji skrifar... AÐALSTÖÐIN byijaði fyrir nokkru að útvarpa frá fund- um borgarstjórnar Reykjavíkur. Ekki telur Víkveiji þetta samkom- unni til framdráttar. Hann átti satt að segja von á að umræður í borgar- stjórn væru á hærra plani. Engu að síður er þetta framtak Aðal- stöðvarinnar þakkarvert. Aukahljóð alls konar trufla hlustandann mjög, s.s. skijáf í blöðum og þungt fóta- tak, einkum þó þegar borgarfulltrú- ar á háhæluðum skóm ganga til og frá ræðupúlti. Líklega eru það mis- tök að hafa borgarstjórnarsalinn ekki teppalagðan en því má auð- veldlega kippa í liðinn. xxx VÍKVER.JI varð undrandi þegar inn á borð til hans kom frétta- tilkynning um jólaumferðina í Reykjavík. í tilkynningunni, sem er frá bílastæðasjóði Reykjavíkur, lögreglunni og umferðarnefnd borgarinnar, er skýrt frá því, að 10.-24. desember verði gjaldskylda í stöðumæla og miðamæla frá kl. 10-17 virka daga. Bílahúsin og Alþingisstæðið verði hins vegar opin í samræmi við almennan af- greiðslutíma verslana í desember, gegn 30 króna gjaldi fyrir fyrsta klukkutímann og 10 króna gjaldi á hvetjar 12 mínútur þar á eftir. Ástæða undrunar Víkveija var sú, að samkvæmt þessu er gjald- skylda í bílahúsin mun lengri á degi hveijum en í stöðumæla og miðamæla. Þannig má vel ímynda sér, að eftir kl. 17 reyni ökumenn að leita uppi stöðumæla og miða- mæla, því þar geta þeir lagt bifreið- um sínum ókeypis, enda stöðuverð- ir þá sjálfsagt hættir störfum. Hins vegar hafa borgaryfirvöld talað oft og lengi um nauðsyn þess að borg- arbúar notuðu bílahúsin og því með ólíkindum að þau skuli ekki gerð eftirsóknarvérðari í desember en raun ber vitni. Þrátt fyrir að gjald- skylda í þau sé að jafnaði lengri á hveijum degi en í mælana, þá ættu borgaryfirvöld að nota tækifærið í desember og láta gjaldskyldu í hús- in aðeins gilda frá 10-17. Þá myndu borgarbúar miklu fremur venjast á að nota húsin, sem skilaði sér í meiri nýtingu þeirra framveg- is. Þetta ættu borgaryfirvöld að athuga fyrir næstu jól. xxx VÍKVERJI fékk fyrir skömmu bréf frá veðdeild Landsbanka íslands, þar sem honum er boðið að fylla út eyðublað, óski hann eft- ir að gjalddögum á húsnæðisláni hans verði fjölgað úr 4 á ári í 12. Víkvetji er með tvö húsnæðislán, nokkurra ára gömul. Þetta væri auðvitað ekki í frásögur færandi, en það kom Víkveija hins vegar spánskt fyrir sjónir að veðdeildin sendi ekki eitt bréf, heldur tvö og kunningi Víkveija, sem er með þijú lán, fékk auðvitað þijú bréf. Þetta er að sjálfsögðu í samræmi við þá hætti veðdeildarinnar, að senda tvö umslög, hvort með sínum greiðslu- seðlinum, þegar kemur að gjald- daga. Auðvitað er um tvö lán að ræða, en gerir tölvutæknin veðdeildinni ekki kleift að keyra út greiðsluseðla eftir kennitölu og stinga þeim seðl- um í sama umslag sem greiðast eiga á sama tíma? Nú, þegar ijölga á gjalddögum og kostnaður eykst óhjákvæmilega við fleiri greiðslu- seðla, finnst Víkverja að veðdeildin ætti að huga að sparnaðaraðgerð- um á borð við þessa. Svo mikið er víst, að útfylltu eyðyblöðin tvö, sem Víkveiji ætlar að senda veðdeild- inni, fara í sama umslagið. xxx * OHUG SLÆR að Víkveija við þær fréttir að svartrottur muni hugsanlega nema hér land, en þær hafa sem kunnugt er borist hingað með rússneskum togurum. Fátt í heimi hér veit Víkveiji ógeðs- legra en rottur og því vill hann skora á heilbrigðisyfirvöld að beita sér að alefli gegn svartrottunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.