Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 53

Morgunblaðið - 22.12.1994, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 53 I I I I I > 9 \ - 'KaSNlNGAR. jroJtöVFJNV ('RA,MlH.VHAU\;<Ri KYNSHJKIH'iíWKKSfv kann iimn,' KANNSKT A H'AD FINNASER ANNAD ' STARF? Ðiana RIGG Sean CONNERY u)uis - cl^ FRIELS , ^ , Jdanne __ WHALIJEY-KILMER \ J ★★★ [ Ól. H. TorfasorV ★★★ ^Jj Á. Þ. Dagsljós^^ S&QuXu STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ HX Jólamynd 1994 GÓÐUR GÆI frá leikstjóra Driving Miss Daisy, Bruce Beresford. Frábær grínmynd um nakta, níræða drottn- ingarfrænku, mislukk- aðan, drykkjusjúkan kvennabósa og spillta stjórnmálamenn. Valinn maður í hverri stöðu: Sean Connery (James Bond, Hunt for Red October), John Lithgow (Raising Cain), Joanne Whalley Kilmer (Scandal), Louis Gossett Jr. (Guardian), Diana Rigg (Witness for the Prosecution) og Colin Friels. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. mASR ★ ★★ ó.T. Rás 2 ★ ★★ G.S.E. Morgun- pósturinn ★ ★★ D.V. H.K Komdu og sjaðu THE MASK, skemmtilegustu, stórkostlegustu, sjúklegustu, brjáluðustu, bestu, brengluðustu, fyndnustu, fáránlegustu, ferskustu, mergjuðustu, mögnuðustu og eina mestu stórmynd allra tíma! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bjartmar snýr aftur TONUST Geisladiskur BJARTMAR Breiðskífa Bjartmars Guð- laugssonar, sanutefnd honum. Bjartmar semur öll lög og texta, syngur og leikur á munnhörpu, en honum til að- stoðar eru helstir Peder af Ugglas sem leikur á orgel, slide-gítar og flygil og Johan Johansson sem leikur á gítar og slagverk. Einnig kemur n\jög við sögu sænska h(jóm- sveitin Bad Liver sem skipuð er Dan Johansson trommu- leikara, Lars Tovinger slag- verksleikara, Leif Jordansson gítar- og mandólínleikara og Magnus Stenberg bassaleik- ara. Útsetningar önnuðust Jo- han Johansson, Bjartmar, Bad Liver og Christian Edgren. Hrypjandi hf. gefur út, Skifan dreifir. 53,21 mín., 2.199 kr. BJARTMAR Guðlaugs- son hefur lítið látið í sér heyra síðan hann fluttist til Danmerkur fyrir nokkrum árum, þó hann hafi reyndar sent frá sér eina breiðskífu 5 rnillitíðinni. Þó hann hafi fengið að reyna súrt og saatt; ýmist selst í bílförmum eða lítið sem ekkert, hélt hann sínu striki og eftirsjá af honum af dægurlaga- oiarkaðnum, sem er öllu bragðdaufari fyrir vikið. Það var því gaman að fá í hend- urnar breiðskífuna Bjartm- ar, sem hann hljóðritaði í Svíþjóð og er víst vísir að landvinningum hans í Skandinavíu. Bjartmar er snjall rokk- lagasmiður þó hans aðal sé textagerðin, og fáir standast honum snúning í meinhæðnum og hnitmiðuðum text- um, þegar sá gállinn er á honum. Það eru og á plötunni fjöl- mörg dæmi um skemmtilega háðska og beitta texta, þó stundum gleymi Bjartmar sér í lík- ingaflaumnum og innihald textans hverfur um stund eða gleymist. Það má viða sjá að Bjartmar yrkir frá útlöndum og veltir fyrir sér landi og þjóð í mörgum text- anna, ekki síður en sjálfum sér og sinni sögu, þannig að á köflum hljómar plat- an eins og uppgjör, til að mynda í Hvíta albúminu, Mynd frá ’74, Katli gufu og Hobbýsál, en aðrir textar hafa almennari skír- skotun, til að mynda Til eru menn og Plott og pólitík. Aðstoðannenn Bjartmars eru ekki af verri endanum og sú tilhögun að taka plöt- una upp líkt og á tónleikum hefur skilað skemmtilega hrárri plötu, án þess þó að nokkuð sé slakað á kröfum um fyrsta flokks hljóm og vandaðar útsetningar. Ró- legri lög plötunnar ganga þó ekki öll upp, en það er helst í hröðum lögum plötunnar sem sveitin nær vel saman, til að mynda í Óléttum áður fyrr og Eingetnu ljóði, þar sem hljómsveitin fer á kost- um. Einnig er vert að geta lagsins Plott og pólitík, þar skemmtilega háðskur á nýrri plötu sinni. sem lipurlega er leikið á gít- ar, og Hobbýsálar, sem hefur yfir sér skemmtilega afs- lappaðan blæ og Mynd frá ’44, en þar eins og víða hafa menn lagt sig eftir því að láta útsetninguna undir- strika textann með góðum árangri. Lokalag plötunnar minnir svo mjög á Blonde on Blonde tímábil Dylans; undirleikur eins konar sveitasöngvafyllerí og text- inn bráðskemmtileg klifun með hárbeittu ívafi; prýðis endir á skemmtilegri plötu, en mikið hefði verið gaman að fá að sjá Bjartmar og aðstoðarmenn á sviði hér heima. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Sverrir BJARTMAR Guðlaugsson er víða Djassyfirlýsing í Ronnie Scotts DJASS II O t II 0 u s c JAZZKVARTETT REYKJAVÍKUR Upptökur af tónleikum Jazz- kvartetts Reykjavíkur ásamt Guy Barker í cjjassklúbbi Ronnie Scotts i London, febr- úar 1994. Flytjendur: Sigurð- ur Flosason saxófónn, Eyþór Gunnarsson pianó, Tómas R. Einarsson kontrabassi, Einar Valur Scheving trommur og Guy Barker trompet DJASS er samstarf ein- staklinga sem sameinast um að gefa dálítið af sjálfi sinu í fijálsum spuna og áheyr- enda sem taka við. Þannig er líka diskur Jazzkvartetts Reykjavíkur Hot House. Til að gefa tónlistinni merkimiða mætti tala um nýbopp. Hot House er gefinn út af djass- klúbbi Ronnie Scotts í Lond- on. Upptakan fór fram í klúbbnum í Frith Street. Diskurinn hefur að geyma sex lög samin af Einari Val Scheving, Tómasi R. Einars- syni og Sigurði Flosasyni, og tvo standarda, titillagið Hot House og Alone Together, sem líka má heyra á sam- nefndum diski Quartet West. Guy Barker lék með Jazz- kvartettnum í Reykjavík á síðasta ári og er aftur í góð- um hópi, nú í London þar sem kvartettinn/kvintettinn hit- aði upp fyrir kvartett George Coleman eina viku í febrúar síðastliðnum. Hot House hef- ur þennan anda sem yfirleitt næst ekki nema á tónleikum, þá helst litlum klúbbum, nærveru, persónuleika og ló- fatak. Barker er í feiknastuði á heimavelli og gefur strax tóninn í Alone Together í blúsuðum spuna og mörgum klemmdum nótum. Sigurður tekur likkið upp og sveiflar laginu en Eyþór fer blíðlega um hljómborðið í lýrískum inngangi að fantahröðu og góðu sólói. Tómas er glettinn í dálítið Mingusarlegum tón- smíðastellingum í Tongue in Cheek sem Barker skreytir glæsilegum sólóum. Sigurður íhugulli í All the Time, og blúsaðri í Dark Thoughts. Einleikur Barkers í Hot Ho- use er með öllum fínustu blæ- brigðum bíbopparans - hraði, fínlegur vefnaður og heitar áherslur. Sigurður blæs ekki síðra sóló í Hot House, með valdsmannsleg- um alt og algjörlega sinni röddu fer hann inn og út úr tóntegund, en lang. heitastur er hann í sínum þungu þönk- um, Dark Thoughts. Hot House er góður diskur í safnið og víst að hann safn- ar ekki ryki í rekkanum. Hún hefur verið eftirminnileg vik- an í febrúar fyrir Lund- únabúa. Fróðlegt hefði verið að heyra hveiju kvartett Cole- mans hafði við djassyfirlýs- ingu Jazzkvartetts Reykja- víkur að bæta. Guðjón Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.