Morgunblaðið - 04.01.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 04.01.1995, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG ÞAÐ slær gullnum blæ á gröf gula keisarans Qin Shi Huangdi. Af Chengde ogXian Geymdi mér að segja frá ferð- inni til Chengde, sérkenni- legs þétbýliskjarna við jaðar Yansan-fjallagarðsins og 256 kíló- metra norður af Peking, en þaðan er fjögurra tíma bílferð. Ferðin þangað er mér einfaldlega svo minn- isstæð að ég vildi geta hennar i upphafí næstu greinar. Nú voru allir lentir, að segja má, úthvíldir og vel hressir eftir fjórar nætur á hótelinu, og nutu í ríkum mæli fegurðar lands- lagsins er við blasti út um bflglugga- na og ljósmynduðu í gríð og erg. Guðimir höfðu verið hér örlátir um fjölbreytileika í náttúrunni sem átti athygli okkar óskipta alla leiðina. Úpprunalega nefndist Chengde Jehol, og þar var var sumardvalar- staður Qing-keisaranna er ríktu frá 1644 til 1911, og liggur 350 metra yfir sjávarmáli. Loftslagið er því mun svalara og mildara en í Peking, og þannig er meðalhitinn í júlí 24,4 á celsíus, sem er tveim gráðum lægri en í höfuðborginni. Telst kannski ekki mikill munur, en lega staðarins gerir hann mjög ákjósanlegan til sumardvalar. Keisaramir eru sagðir hafa verið í átta daga á leiðinni með fríðu föruneyti og fullkomnustu far- kosti er þá voru til í ríkinu. Trúlega hafa þeir svo notið náttúrufegurðar- innar betur en við, þó ferðalagið hafí reynt margfalt meira á þá. Og vel hafa þeir nestað sig af konum, því sagan segir þá hafa átt ótöluleg- an fjölda eða allt upp í þijú þúsund er best lét! Á leiðinni sér til elsta hluta múrsins mikla hátt uppi í fjöll- unum og reyndist mikilfengleg sjón, því þennan dag var sjónlínan skörp og stórbrotin, og svo var sem saga hins mikla mannvirkis hríslaðist um okkur er við skynjuðum einn af snertipunktum hennar í næsta ná- grenni. Áfangastaðurinn liggur í skjóli fjallanna og yndisfagurt vatn, umkringt gróðursælum garði, er djásn hans og augnayndi. Fjöllin búa Það fer ekki hjá því að menn fínni til smæðar sinnar, er þeir standa frammi fyrir þessum mikil- feng-legu áþreifanlegu minjum löngu liðins tíma, skrifar Bragi Asgeirsson, og væri upplit á vestr- inu, ef það ætti þó ekki væri nema örlitla hliðstæðu HINN furðulegi Qingchui hnjúkur í Chengde. Ef vel er gáð má sjá mannfjöldann á leið upp og við hann. yfír mörgum sérkennilegum formun- um og er þar Oingchui hnjúkurinn, sem gnæfír eins og þumalfíngur upp í loftið hrikalegastur og sérstæðast- ur. Þangað valfartar fólkið enda er sagt að hann búi yfir náttúrumögn- um og kraftbirtingi. í fjöllunum eru átta musteri og í umhverfi þeirra og fjallabyggðinni getur að líta ijóm- ann af garðskrúði norður og suður Kína, og blandast gróðri frá ýmsum þjóðum. Þó Chengde líti helst út sem vinalegur og lítill borgar- kjarni, er staðurinn miðja þéttbýlis sem telur 800.000 manns, og kom sú vitneskja mér mjög á óvart. Bústaður keisaranna er auð- vitað hápunkturinn og er dijúg lifun að skoða vistarverurnar, byggingar, hof og pagóður með sínum einkenn- andi uppsveigðu þökum, sem eru stundum sem stigar til guða himins- ins. Mikill og aflangur skáli hýsti keisarana, þjóna þeirra, lífverði og hjákonur og mátti líta margt for- vitnilegt inn um gluggana, en nær var ekki komist. I öðrum endanum bjó keisarinn og þar var svefnhýsi hans og vistarrými, en i hinum end- anum héldu hjákonurnar til. Fyrir miðju voru svo verðirnir og þegar keisaranum hugnaðist að sinna kon- unum, leituðu þeir hátt og lágt á þeim sem hann stefndi til sín, til að þær kæmust ekki inn til hans með nein bitvopn. Má þetta vera sönnun þess að keisararnir óttuðust um líf sitt og að konurnar hafi sumar hveij- ar ekki verið tiltakanlega upptendr- aðar af hamingju yfír hlutskipti sínu. Hinar víðu ermar er einkenndu klæði hjákvennanna eru sagðar til komnar vegna þess að þær grétu svo mikið og því þurfti mikið efni til að taka við öllum tárunum og auk þess huldu þær andlit sín bak við ermamar þegar þær voru miður sín, eða af öðrum og aðskiljanlegum orsökum. Ljósmynd/ Edda Jónsdóttir GAMALT og nýtt er sem árf- arvegur lífsins, getur bág- lega án hins verið, og hvað ungur nemur, gamall temur. A bak við sérhvern aldinn hal leynist ungur snáði, og á bak við sérhvern ungan dreng er gamall maður. Keisarinn hefur skiljanlega ekki get- að sinnt nema litlum hluta þeirra, sem sumar hafa verið teknar eign- arnámi eða gefnar honum. Tilfinn- ingaböndin hafa þannig verið mjög á reiki. Það var fyrst 1978 að staður- inn var opnaður almenningi og síðan koma yfír milljón ferðalanga þangað árlega og straumurinn eykst með ári hveiju. Við nutum vel dvalarinnar og einkum var undursamlegt að ganga meðfram vatninu og svo ekki síður áhugavert að koma í eitt klaustrið á hæðunum þar sem sá vítt yfir héraðið. í Chengde og klaustrinu sáum við mikið af Búddhastyttum, sem sumar voru hreint gersemi í formrænni fegurð og einkum gengdi brosandi Búddha miklu hlutverki, en hann er tákn gleði, jafnlyndis, hamingju, bjartsýni, fijósemi og ást- ar. Hefur víst ekki verið vanþörf á guði gleði og ástþrunginna leikja á þessum stað með hliðsjón af öllum konum keisaranna. Komnir aftur á hótelið í Peking var stutt í að leiðir skildust, því opin- beru gestimir héldu fljótlega heim- leiðis ásamt þremur úr hópi lista- mannanna. Kvöldið áður voru þeir kvaddir í veitingabúð forsalar hótels- ins, og var það ánægjuleg stund og víst var þeirra jafn mikið saknað, og því fagnað, að opinbert umstang yrði minna. Annað mál var svo, að þeir stóðu sig mjög vel og einkum sópaði að Svavari Gestssyni, en á honum mæddi að halda margar ræð- ur sem hann fór létt með og sköm- lega. Morguninn eftir var flogið til Xian, sem sumir nefna vöggu menningarinnar og var áður höfuðborg kínaveldis og aðsetur keisaranna. Allir sem koma til landsins nálgast staðinn í mikilli eftirvæntingu því eins og margur veit fannst gröf hins mikla Qin Shi Huangdi þar fyrir nær tveim áratug- um. Það er mikil saga að baki fund- arins því að á annarri öld f.Kr. sam- anstóð landið-af sex óháðum ríkjum sem áttu í innbyrðis. stríði. í einu ríkjanna Qin, varð Qin Shi Huangdi keisari aðeins 13 ára að aldri, og á næstu árum braut það undir sig hin ríkin eitt af öðru og árið 221 varð Qin Shi Huangdi fyrsti keisari sam- einaðs Kínaveldis. Það áttu sér stað miklar fram-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.