Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SiyJÓFLÓÐIÐ í SÚÐAVÍK • • Sigríður Rannveig Jónsdóttir og Þorsteinn Orn Gestsson misstu dóttur sína og foreldra Þorsteins í snjóflóðinu Það eru lífín sem skipta öllu ísafírði. Morgunblaðið. „Ég vaknaði við sprengingn og sá snjóinn koma í átt að mér á 100 kílómetra hraða. Ég gleymi aldrei þessari mynd. HJÓNIN Sigríður Rannveig Jóns- dóttir, 22 ára, og Þorsteinn Öm Gestsson raisstu sautján mánaða gamla dóttur sína, Hrafnhildi Kristínu, í snjóflóðinu sem reið yfír Súðavík á mánudagsmorgun og hreif með sér Tún- götu 4, húsið sem fjölskyldan flutti í 17. desember sl. Áður bjuggu þau á Aðalgötu 2 í flölbýlishúsi sem snjóflóðið kom ekki nærri. Eldri dóttir þeirra, Linda Rut Ásgeirsdótt- ir, fimm ára gömul, hafði verið föst undir snjóflóðinu í 4-5 klst. þegar hún fannst heil á húfi, fljótlega eftir að skipulögð leit hófst. Foreldrar Þorsteins Amar, Hrafnhild- ur Þorsteinsdóttir og Sveinn Gunnar Salóm- onsson, vom meðal þeirra sem fundust látin í Súðavík á þriðjudag. Sigríður Rannveig og Þorsteinn Öm dveljast nú á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isafírði. Þar röktu þau at- burði mánudagsins, missi sinn og lífs- reynslu, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Hildur Helgadóttir hjúkmn- arfræðingur úr áfallahjálparhópi heilbrigðis- starfsfólks var viðstödd frásögn þá sem hér fer á eftir. „Við vomm nýsofnuð. Við höfðum verið hrædd um að eitthvað mundi gerast og eft- ir að ég svæfði stelpurnar sátum við frammi þangað til klukkan var farin að ganga fimm. Við sváfum í svefnherberginu, yngri dóttir okkar svaf í herberginu við hliðina á okkur og eldri dóttirin í endaherberginu," segir Sigríður. „Ég vaknaði við sprengingu og sá snjóinn koma í átt að mér á 100 kílómetra hraða. Ég gleymi aldrei þessari mynd. Ég reyndi að klóra mig áfram og mér tókst að klóra mig upp og svo hlýt ég að hafa flotið áfram með flóðinu. Mér fannst ég sjá fata- skápinn í herberginu mínu og sá ég allan tímann ljós, sem hafa ábyggilega komið frá bryggjunni. Þegar flóðið stoppaði vom lapp- imar á mér hálffastar en ég gat losað mig. Ég var bara í náttgalla og hann var rifinn. Ég fór strax að leita að börnunum. Ég sá Þorstein strax en ég hugsaði ekkert út í það og fannst að hann hlyti að vera að leita líka. Ég heyrði einhvern gráta og hélt að það væri Linda Rut en ég veit ekki hvort það var grátur í öðm fólki í kringum okk- ur. Þegar ég var búin að leita í smátíma sá ég konu. Ég var orðin svo mgluð að ég hélt að flóðið hefði bara farið á húsið mitt og þess vegna fannst mér að hún hlyti að vera að koma til að hjálpa mér að leita að mínum bömum. Ég hélt mig væri að dreyma, ég hélt að þetta gæti ekki gerst," sagði Sigríður Rannveig Jónsdóttir. Rankaði við mér 100 metra frá „Svo rankaði ég við mér og þá áttaði ég mig á að við vomm á Aðalgötunni, við póst- húsið, í meira en 100 metra fjarlægð frá þeim stað þar sem húsið okkar hafði verið. Þama var símklefi og ég burstaði allan snjóinn af sþmanum og reyndi að hringja í lögregluna. Ég var ekki viss um hvert núm- erið væri og hringdi og hringdi í 4422 en náði ekki sambandi. Ég frétti í dag að núm- erið er 4222. En það var sama hvert ég hringdi, það var alls staðar á tali. Þá hélt ég að allir vissu hvað hafði gerst en auðvit- að var bara símkerfið ónýtt. Konan sem var með mér vildi að við hlypum inn í hús en ég var alveg búin að vera. Mér var svo kalt og ég var alblóðug og fann ekkert fyr- ir fótunum á mér. En ég komst inn í bíl sem var þama rétt hjá og leitaði alls staðar að lyklunum til að fá hita en fann þá hvergi. Ég leitaði um allan bílinn og fann sjúkra- kassa. í honum var álteppi sem ég óf um mig alla. Síðan settist ég í bílstjórasætið og lagði höfuðið niður á flautuna og þá fór mig að dreyma. En þá kom Guðjón Kjartansson, hann fann mig og bjargaði lífi mínu. Hann náði í hjálp og síðan var farið með mig niður á bensínstöð. Mér fannst við vera heila eilífð á leiðinni en þegar við komum þangað var ég dúðuð og nudduð í 2-3 klukkustundir því ég var svo köld.“ Á bensínstöðinni hitti Sigríður Rannveig Þorstein Öm, sem þangað var kominn eftir þær hrakningar sem hann rekur hér á eftir. Björguðum lífi hvortannars „Ég man ekkert eftir snjóflóðinu,“ segir Þorsteinn Öm. „Ég raknaði við standandi í snjó við hliðina á einhveijum vegg. Ég hélt að þetta væri húsið okkar og ég gekk eins og í svefni fimm hringi í kringum vegg- inn að leita að innganginum en það var enginn inngangur, bara þessi veggur og svo snjór út um allt. Algjör eyðilegging. Þegar ég áttaði mig á þvi leit ég niður á sjálfan mig og sá að ég var nakinn og blóðugur og með klakahröngl á líkamanum. Mér var svo kalt en reyndi að hreyfa mig og gekk í átt að ljósi sem ég sá. Þá heyrði ég kallað og gekk á hljóðið þangað til ég sá konu, Berglindi Kristjánsdóttur, sem var að kalla á bömin sín. Þá leit ég í kringum mig og sá að við vomm við pósthúsið," sagði Þor- steinn, sem vissi þama ekki af Sigríði Rann- veigu í bílnum örskammt frá. „Berglind ætlaði að hlaupa til fólks sem hún þekkti en það var of langt að fara. Þá sá ég bensín- stöðina og dró hana með mér þangað. Þar var allt harðlæst og ég reyndi að bijóta rúðuna en það gekk ekkert fyrr en hún fann ruslatunnu sem hún rétti mér. Ég braut rúðuna með tunnunni en skar mig í leiðinni á púls, djúpt inn í bein. Ég veit ekki hvem- ig mér tókst það en einhvern veginn með guðs hjálp gat ég svo klöngrast allsnakinn inn um rúðuna í eins og hálfs metra hæð og gat svo dregið Berglindi inn á eftir mér. Fyrst þegar ég var kominn inn áttaði ég mig virkilega á því hvað mér var orðið kalt. Við ráfuðum um bensinstöðina og þegar mér varð litið á púlsinn á mér og sá blóðið út um allt fann ég sjúkrakassa og batt um sárið. Hún fann svo tvær lopapeysur sem við gátum klætt okkur í og líka galla, ullar- sokka og stígvél. Inni á skrifstofunni virk- aði síminn og hún náði sambandi við ein- hveija og bað um hjálp. Við höfum bjargað lífi hvort annars því ég veit ekki hvemig ég hefði komist þetta einn. Síðan sáum við ljós nálgast fyrir utan og þá voru leitar- menn komnir með Sigríði." Nú tók við bið á bensínstöðinni í Súðavík þar sem Sigríður Rannveig og Þorsteinn Óm dvöldust ásamt fleirum og biðu komu björgunarmanna með skipi frá ísafirði til að hefja leit að dætmm þeirra og öðmm sem saknað var eftir hamfarirnar. „Tíminn leið svo hægt meðan við vorum að bíða eftir bátnum," segir Sigríður Rann- veig. „Á meðan vomm við farin að syngja og svo fómm við öll með faðirvorið." Eftir að hjálp barst var Sigríður flutt um borð í Fagranesið en Þorsteinn Öm í frystihúsið. Síðan vom bæði flutt til ísafjarðar. „Klukh- an var um það bil tólf þegar ég kom um borð í bátinn og þar vom menn sem töluðu við mig og þá gat ég talað og grátið. Síðan kom bróðir minn og sagði mér að Linda Rut hefði fundist. Hún var alheil eftir 4-5 klukkustundir í flóðinu. Hvílíkar gleðifrétt- ir, ég grét og grét; ég held ég hafí aldrei grátið svona mikið um ævina. Þá höfðum við ekkert frétt af litlu dóttur okkar, Hrafn- hildi Kristínu. En hún er dáin, hún dó sam- stundis. Hún var bara sautján mánaða. Þegar húsið sprakk féll veggur yfir hana. Við fréttum það í gær [þriðjudag]. Bara biðin eftir því að frétta það var hryllileg. Þau fundust öll á sama klukkutímanum hún og tengdaforeldrar mínir." Mamma, mig dreymdi svo hroðalega „Það var víst hundur sem fann Lindu Rut. Þegar við töluðum um þetta sagði hún: „Mamma, mig dreymdi svo hroðalegan draum. Það kom snjór inn um gluggann hjá mér og ég lá bara í rúminu. En svo komu mennimir og náðu í mig.“ Hún gerði sér sjálf enga grein fyrir hveij- ir fundu hana og ég veit ekki hveijir það vom. En við erum þakklát þeim og öllum björgunarmönnunum og líka öllum hér á sjúkrahúsinu. Þau em yndisleg. Það hafa allir staðið sig svo vel að það var ekki hægt að gera betur.“ „Ég missti líka foreldra mína þarna,“ segir Þorsteinn Örn. „ Þau og litla dóttir mín fundust um klukkan fjögur eða fimm í gærdag, fljótlega eftir að varðskipið kom með öll þessi tæki. Þau dóu öll samstundis og það var fyrir mestu að þau skyldu ekki þurfa að kveljast. Litli bróðir minn, Daníel, og mágur minn, Bjarni Geir, vom í húsinu hjá foreldrum mínum og björguðust sjálfir." Sigríður Rannveig og Þorsteinn Örn segj- ast bæði hafa náð sér vel af þeim líkamlegu áverkum sem þau hlutu. „Það er ekkert að mér, bara skurðir og mar sem er ekkert miðað við marga aðra,“ segir Sigríður Rann- veig. Þau segjast nú vera tilfinningalega dofín eftir áfallið og missinn. „Þetta steyp- ist yfir mann í bylgjum,“ segir Þorsteinn Öm. „Það er ólýsanlegt hvernig manni líður yfir missinum og hvernig manni leið meðan maður var að bíða. Fréttirnar vom ekki verstar heldur biðin. En það er ekki hægt að útskýra svona tilfinningar.“ Sigríður Rannveig hefur búið í Súðavík síðan hún var sex mánaða gömul en Þor- steinn Örn fluttist þangað með foreldrum sínum árið 1982. Bæði segjast nú ákveðin í að snúa þangað aldrei aftur. „Ég mun aldrei koma aftur til Súðavíkur. Ég held að þorpið fari í eyði. Og ég mun aldrei koma til Vestfjarða aftur og hvergi búa þar sem eru fjöll. Þá getur manni hvergi fundist að maður sé óhultur. Fyrst þetta gat gerst getur allt gerst,“ segir Sigríður Rannveig. „Ég fer héðan með fyrsta fari og ætla ekki einu sinni að gá að því hvort eitthvað sé heilt af því sem við eigum,“ segir Þor- steinn Öm Gestsson. „Mér er nákvæmlega sama um allar mínar eigur,“ segir Sigríður Rannveig Jónsdóttir. „Þær skipta ekki nokkm máli. Það eru lífin sem skipta máli.“ Flest skip leit- uðu vars UM NÍUTÍU skip vom á skrá til- kynningaskyldunnar í gærkvöldi yfir þau skip sem ekki lágu í höfn. Flest skipanna höfðu leitað vars, meðal annars undir Grænuhlíð í Dýrafirði, Patreksíjarðarflóa og fyrir sunnan Snæfellsnes. Nokkur skip vom stödd á miðum úti fýrir Austfjörðum og suðvestur af Reykjanesi, en óvíst var hvort að þau gætu haldið sig að veiðum. „Þetta em allt stærri skipin í flotan- um sem halda sig ógjaman í landi og reyna frekar að halda kyrm fyr- ir og bíða þess að veðrið gangi yf- ir,“ sagði vaktmaður hjá tilkynn- ingaskyldunni í gærkvöldi. „Fjöldinn núna er með minnsta móti, þótt að við þekkjum tilvik þar sem færri skip em utan hafna, eink- um í kringum hátíðir eða eitthvað þeesháttar." Morgunblaðið/RAX SVAVAR Sig^urkarlsson dvelst nú með börnum sínum, Gunn- hildi Eik og Alexander Bjarka, á Hótel ísafirði. Með þeim eru leikfélagar þeirra frá Súðavík, Róbert og Addi. Erfið bið eftir fréttum „BIÐIN var mjög erfið. Ég frétti ekki af afdrifum annars bamsins míns fyrr en kl. 5 eða um rúmum tíu tímum eftir að snjóflóðið féll,“ sagði Svavar Sigurkarlsson frá Súðavík, en hann var staddur í Reykjavík þegar snjóflóðið féll. Svavar hefur verið við nám í Reykjavík í vetur. Hann á tvö börn í Súðavík og ákvað að taka sér ferð með varðskipinu Tý til Súðavíkur um leið og hann frétti af snjóflóð- inu. Bömin tvö voru stödd hvort á sínum staðnum í bænum þegar flóð- ið féll. Svavar frétti fljótlega um morg- uninn að ekkert amaði að öðru barn- inu. Erfiðlega gekk að fá upplýs- ingar um afdrif hins barnsins. Eftir að hafa hringt í Rauða krossinn úr Tý bárust honum staðfestar upplýs- ingar um að það barn væri einnig heilt á húfi. Fyrrverandi tengdaforeldrar Svavars létust í snjóflóðinu. Heimili annars bamsins eyðilagðist í seinna flóðinu sem féll að kvöldi mánudags eftir að það hafði verið yfirgefið. Svavar sagðist ekki vita hvað gerðist í framtíðinni. Annað barnið væri heimilislaust. Fólk væri enn að jafna sig eftir áfallið og takast á við sorgina. „Ég mun ekki búa í Súðavík í framtíðinni. Ég mun væn- talega í besta falli búa þar á sumr- in,“ sagði Svavar, en hann hefur búið í Súðavík í átta ár. „Mér sýn- ist að börnin séu ekki alveg búin að átta sig á því sem hefur gerst. Þau virðast ekki skilja það til fulls. Þau voru þarna að missa leikfélaga og vini,“ sagði Svavar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.