Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 OLEANNA Þvílík bilun! Árleg fagstefna Ljósmyndarafélags íslands verður haldin á Hótel Loftleiðum - Scandic Hotel nk. laugardag og sunnudag, þ.e. 21. og 22. janúar 1995, og hefst kl. 11 árdegis báða dagana. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. „í góðum höndum hjá fagfólki" Ljósmyndarafélag íslands Reykjavík %íf M Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna laugardaginn 21. janúar 1995. Dagskrá: Hótel Saga, Átthagasalur. Kl. 13.15 Þingið sett: Baldur Guðlaugs- son, formaður Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Kl. 13.30 Alþjóðleg samkeppnisstaða og vaxtarmöguleikar íslensku þjóðarinnar. Framsögumenn: 1. Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur: Hvar þarf einkum að taka til hendi í íslensku þjóðfélagi til að standast alþjóðlegan samanburð og samkeppni? 2. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri: Hvernig á að standa að því að meta og nýta vaxtar- möguleika þjóðarinnar í næstu framtíð? Umræður. Kaffihlé. Kl. 15.30 Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna Reykjavík. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lögð fram til afgreióslu- tillaga kjörnefndar um skipan framboðslista Sjálfstæóisflokksins í Reykjavík við næstu alþingiskosningar. 3. Ræða: Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Þingforseti: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. Valhöll Kl. 20.00 Þorrablót sjálfstæðismanna í Reykjavík. Húsið opnað kl. 19.00. ÍDAG Farsi „ Bt/c-C þafc - JðCjO', Lögrfrxðirtgur /nófnrtti. min/uxr gekur Lamióíögfratéing mómrnu^ þin/uxr o k/es&u! " BRIDS Umsjón Guóm. Páll Arnarson SUÐUR var ánægður þegar blindur kom upp og hafði orð á þvi að mikla óheppni þyrfti til að tapa sex hjört- um. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 532 ¥ ÁKG73 ♦ G8 ♦ ÁK7 Vestur Austur Suður ♦ ÁDG6 ¥ D10542 ♦ ÁD ♦ 54 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 2 grönd"1 Pass 3 spaðar Pass 4 lauf® Pass 4 tíglar121 Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar*'1 Pass 6 hjörtu AUir pass 1) Slemmuáhugi í hjarta. 2} fyTÍretöðusagnir. 3) Röman lykflspilaspumingin. 4) Tvö lykiispil af fimm og trompdrottning. ÚtspB: iaufgosi. Nokkur síðar kvartaði suður sáran undan því óláni sem elti hann. Hann hafði tapað spilinu. Vestur benti honum þá á að hann hefði í raun verið heppinn með legu, því slemman stæði alltaf með gætilegri spilamennsku. Hvemig var staðan í lykil- litunum, spaða og tígli? Sagnhafí leit svo á að hann ætti_ þijá vinnings- möguleika. í fyrsta lagi svin- ingu í spaða. Ef hún mis- heppnast, er næsta skref að kanna hvort liturinn falli 3-3, en þá má henda tígli í fríspaða. Þriðji möguleikinn er svíning fyrir tígulkóng. Þetta gefur rúmlega 83% vinningslíkur. Sem er allgott, en ekki nógu gott: Norður ♦ 532 ¥ ÁKG73 Vestur ♦ G8 ♦ ÁK7 Austur ¥ K8 ♦ 10974 ¥ 98 llllll ¥ 6 ♦ K10965 ♦ 7432 ♦ G1083 ♦ D962 Suður ♦ ÁDG6 ¥ 1)10542 ♦ ÁD ♦ 54 Vestur hafði komið auga á fjórða möguleikann. Nefni- lega að hafna spaðasvíning- unni. Sagnhafí tekur einu sinni tromp, hreinsar síðan laufíð með trompum og legg- ur niður spaðaás. Fer síðan inn í borð á hjarta og spilar spaða að drottningunni. Þessi endurbót tekur inn í myndina stöðuna að ofan, þar sem vestur á kóng annan í spaða og þar með enga örugga útgönguleið. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tilmæli til áskrifenda ÞEIM vinsamlegu til- mælum er beint til áskrifenda Morgun- blaðsins að þeir moki nú vel frá dyrum sínum þannig að blaðberar eigi þar greiðan aðgang. Tapað/fundið Herraullarjakki fannst SVARTUR herraullar- frakki fannst við Ástún í Kópavogi á nýársdag. Eigandinn má vitja hans í síma 44217. Ennisband tapaðist ENNISBAND úr minka- skinni tapaðist fyrir utan eða inni í Kringlunni laugardaginn 14. janúar sl. Finnandi vinsamleg- ast hafi samband við Guðlaugu í síma 22936. Fundarlaun. Veski fannst MARGLITAÐ stelpu- veski með bleikum strigaskó utan á fannst á Barónsstíg fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 13584 milli 11 og 16. Gæludýr Fiskabúr til sölu 520 lítra fískabúr til sölu með mörgum fískteg- undum, hreinsibúnaði o.fl. Upplýsingar fást í síma 13633. Pennavinir FANGI á Litla-Hrauni vill eignast pennavini á öllum aldri. Er sjálfur á þrítugs- aldri og hefur margvísleg áhugamál: 5389, Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. FRÁ Ghana skrifar 21 árs stúlka með áhuga á sundi, ferðalögum og tónlist: Nancy Walker, c/o Mrs. Albertina Ansah, Deans Office, Faculty of Educati- on, U.C.C., Ghana. NÍTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á ferðalögum, tónlist og bókmenntum: Tomoyo Kawade, 163, Miyake, 9 chome, Ginan-cho, Hashima-gun, GIFU 501-61, Japan. TVÍTUG Ghanastúlka með áhuga á kvikmyndum, tón- list og dansi: Jane Quansah, P.O. Box 124, Agona Swedru, Ghana. SAUTJÁN ára Tanzaníu- piltur með áhuga á tónlist, sjónvarpi, póstkortum og íþróttum: Twalib Ramadhan, c/o Ramadhan M.N. Dicko, P.O. box 747 T.T.B. Ltd., Dar-Es-Salaam, Tanzania. EINHLEYP 47 ára ung- versk kona með áhuga á sögu, útivist o.fl.: Marta H. Szendrei, 1027 Budapest, II. Bem rkp. 33/34, 1.114 Hungary. SEXTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, sundi, tennis og badminton: Keiko Ishikawa, 47-3 Minamino Ama- rume-cho, Higashitagawa-gun, Yamagata, 999-77 Japan. FRÁ Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á útivist, bókmenntum, ferðalögum og tónlist: Marian Andoh Kes- son, P.O. Box 922, Oguaa District, Ghana. Víkveiji skrifar... Landlæknisembættið hefur nýlega sent frá sér Heilbrigðisskýrslur 1989-90 og hafa talsverðar breytingar orðið á innihaldi þeirra frá síðustu útgáfu. Margvíslegar upplýsingar og mik- inn fróðleik er að finna í skýrslun- um og verður hér á eftir birtur stuttur, en fróðlegur kafli úr Heil- brigðisskýrslunum. Undir heitinu „Barnkoma“ er fjallað um fjölda fæðingar á íslandi allt frá árinu 1850 og gerður samanburður við önnur lönd.: xxx TALA fæðinga sveiflast milli tæplega 2.000 og 2.900 á ári allt tímabilið 1850-1940. Á þessu tímabili virðist mega sjá samhengi milli fjölda barnsfæð- inga og almenns árferðis. Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari og eft- ir hana tók við nýtt skeið þegar barnsfæðingum fjölgaði_ stórlega frá því sem hafði verið. Árið 1940 fæddust 2.500 börn lifandi, 3.400 árið 1945, 4.100 árið 1950 og 4.900 börn árið 1960 og hafa ekki fæðst fleiri börn annað ár. Síðan hefur fæðingum yfirleitt farið fækkandi en með nokkrum undantekningum þó. Hefur fjöldi barna sem fæðst hefur á ári hveiju verið á bilinu frá 4.900 (árið 1960) niður í 3.800 (árið 1985). Frá ár- inu 1987 hafa fæðingar verið yfir 4.000 á ári, flestar 1990 tæplega 4.800. xxx Heildarfjöldi fæðinga byggist á tvennu, annars vegar fjölda kvenna á barneignaraldri og hins vegar á fjölda barna sem hver kona eignast á ævinni. í mann- fjöldaskýrslum er nú venja að miða barnsburðaraldurinn við aldursbil- ið 15-44 ára. Konur á þessum aldri voru 71% fleiri árið 1990 en árið 1960, en árið 1990 fæddust 3%_færri börn en árið 1960. Árið 1860 eignast hver kona um 5 börn á ævi sinni, en tæplega helmingur barnanna náði ekki full- orðinsaldri. Tala barna á hveija konu lækkaði síðan smám saman og var hún komin niður í um 3 við upphaf seinni heimsstytjaldar. Þá hófst mikið barneignarskeið og jafnframt komust nú langflest bama á legg. Árið 1956-1960 var tala barna, sem hver kona eignað- ist á ævinni, komin í 4,2. Síðan hefur þessi tala hríðlækkað og var árið 1970 2,8 en lægst hefur hún orðið 1,9 árin 1985-86. Nú síð- ustu árin hefur þessi tala heldur skriðið upp á við aftur og var 2,2 árið 1991 (mynd 1.3). xxx Lækkun fæðingartíðni síðustu áratugina hér á landi er hluti af þróun sem átt hefur sér stað um allan hinn vestræna heim. En það er athyglisvert, að hér hefur tíðni fæðinga jafnan verið talsvert hærri en á hinum Norðurlöndunum nema Færeyjum og Grænlandi. í dag er tala lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu svipuð og á írlandi eða 2,2 en það er hærri tala en víðast hvar í Evrópu (tafla 1.4).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.